Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JUNI 1991 Morgunblaðið/Bj arni B.M. Vallá er að opna Sýningargarð í Borgarkringlunni, þar sem til dæmis verður hægt að skoða úrval af garðhúsgögnum og gang- stéttarhellum. SÝNINGARGARÐURINN: Sýnishom afgarðhúsgögnum oghellum WHITTARD OF LONDON: Sérverslun meðteog kaffi í VERSLUNINNI Whittard of London í Borgarkringlunni verður boðið upp á sérpantað te, kaffi og konfekt, aðallega frá fyrirtækinu Whittard of Chelsea, sem rekur 14 verslanir í Englandi. Þetta er fyrsta versl- unin í þessari keðju, sem opnar utan Englands. Guðmundur Benediktsson, sem er í forsvari fyrir verslunina, segir að Whittard of Chelsea hafi starfað í Englandi allt frá árinu 1886 og hafí í gegnum tíðina einkum sér- hæft sig í sölu á tei. Teið sé sér- pantað frá frumframleiðendum vítt og breitt um heiminn og sérstak- lega valið með tilliti til gæða. Hann segir að auk mikils úrvals af tei í versluninni verði talsvert úrval af kaffi og verði hægt að fá það malað á staðnum. Jafnframt verði þar á boðstólum konfekt, einkum frá Whittard of Chelsea en einnig frá öðrum framleiðendum, meðal annars íslenskum. STEYPUSTÖÐIN B.M. Vallá opnar nú svokallaðan Sýningar- garð í Borgarkringlunni og er gert ráð fyrir að hann verði opinn í tvo mánuði. Þar verða sýndar nokkrar hellutegundir frá fyrirtækinu og jafnframt garðhúsgögn frá enska fyrir- tækinu Barlow Tyrie. í Sýningargarðinum verður B.M. Vallá með ýmis sýnishorn af vörum sínum. Þar á meðal eru helluteg- undir á borð við fornstein og grip- stein og svo garðhúsgögn úr tekki frá fyrirtækinu Barlow Tyrie í Englandi. Hægt verður að fá ýms- ar gerðir af setbekkjum, stólum, borðum og sólbekkjum frá þessu fyrirtæki. Bekkir í göngugötum Borgarkringlunnar eru frá Barlow Tyrie. í Syningargarðinum verður auk þessa hægt að fá úrval bóka og blaða um skipulagningu garða og einnig munu landslagsarkítektar verða þar til staðar á laugardögum í sumar og veita upplýsingar og ráðgjöf. SÓLBAÐSSTOFAN SÓLIN: Fólk geturfarið í Ijós um leið ogþað verslar Á FJÓRÐU hæð í norðurturni Borgarkringlunnar opnar nú ný sólbaðsstofa, sem ber nafnið Sól- in. Eigandi hennar, Aðalheiður Guðjónsdóttir, segir að sér lítist afar vel á að opna stofuna í tengslum við verslunarmiðstöð- ina, enda sé þægilegt fyrir fólk að geta verslað og farið í ljós á sama stað. „Mér líst ljómandi vel á þennan stað. Það er hentugt að reka sól- baðsstofuna hér undir sama þaki og verslunarmiðstöðin er, enda get- ur fólk þá labbað við hérna um leið og það verslar á leiðinni í og úr vinnu. Auk þess er engin svona starfsemi á stóru svæði hérna í kring,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að í Sólinni verði átta ijósabekkir af bestu gerð. Þar verði auk þess hægt að kaupa snyrtivörur af ýmsu tagi. opnar rð öjO í Borgarkringlunni Morgunblaðið/KGA Júlíus Ólafsson, verslunarstjóri í Tölvulandi, fyrir utan verslun- ina í Borgarkringlunni. TÖLVULAND: Fyrsta tölvuverslunin á Kringlusvæðinu FYRSTA sérverslunin með tölvur sem opnar á Kringlusvæðinu er Tölvuland í Borgarkringlunni. Júlíus Ólafsson, verslunar- stjóri þar, segir að sér lítist mjög vel á húsið og þá starfsemi sem þar fari fram. Júlíus Ólafsson segir að í Tölvulandi verði gott úrval af tölvum og hugbúnaði. Samið hafi veríð við Örtölvutækni hf. um sölu á Tulip-tölvum í versluninni, en þær hafi að undanförnu styrkst mjög á markaðnum og njóti mikilla vinsælda. Mikið úr- val verði af hugbúnaði í verslun- inni, meðal annars af leikjahug- búnaði. Einnig verði þar ýmsar tegundir af leikjatölvum. Hann segir að fyrir utan þetta megi nefna, að verslunin muni bjóða upp á allar rekstrarvörur fyrir tölvur og gott úrval af hljómtækjum ýmis konar, ferð- aútvarps- og segulbandstækjum og fleiru. Að sögn Júlíusar munu sér- fræðingar í bæði vélbúnaði og hugbúnaði verða í Tölvulandi yfir helgina og veita ráðgjöf. Enn fremur muni búðin bjóða upp á ýmis sértilboð á vörum sínum í tilefni af opnuninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.