Morgunblaðið - 12.06.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1991
Ítalía:
Sprengjur springa í
spánskum byggingnm
Mikið Ijón varð í söluskrifstofum spænska flugfélagsins Iberia í Mílanó í sprengingunni sem þar varð
aðfaranótt þriðjudags.
ísraelar tilbúnir til við-
ræðna um Gólanhæðir
Mílanó. Reuter.
OFLUGAR sprengjur voru
sprengdar aðfaranótt þriðjudags
í eða við byggingar spænskra
Ráðgjafi Gorbatsjovs:
„Efnahagsað-
stoð Vestur-
landa leysir
engan vanda“
Prag. Reuter.
EINN helsti ráðgjafi Míkhaíls
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, Alex-
ander Jakovlev, sagði á frétta-
mannafundi í Prag í gær að Sov-
étríkin þyrftu ekki á efnahagsað-
stoð frá Vesturlöndum að halda.
Aftur á móti þyrftu þau að öðlast
traust lánardrottna, en til þess
þyrfti að viðurkenna þau sem
hluta af alþjóðlega efnahagsheim-
inum. Valentin Pavlov, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna lýsti því
yfir í gær að landið ætti í miklum
efnahagsvanda og lausn hans
væri undir stöðugleika inn-
anlands komin.
Jakovlev sagði að
vestræn ríki ættu
ekki að reyna að
skapa minnimátt-
arkennd meðal
Sovétmánna með
því að rétta þeim
ölmusu eða skil-
yrðisbundna að-
stoð. „Við munum
leysa okkar vand-
amál sjálfír, eng-
inn getur gert það fyrir okkur“.
Hann sagði að Sovétríkin væru að
fara fram á lán til endurgreiðslu,
ekki aðstoð.
Pavlov tók óvænt til máls á so-
véska þinginu í gær og dró upp
ófagra mynd af efnahagsvanda Sov-
étríkjanna. Hann sagði að landið
væri nú á hengiflugi og næstu man-
uðir myndu skera úr um hvort unnt
verði að forðast fail. Hann sagði að
það eina sem héldi efnahag landsins
á floti væri 45% skerðing á innflutn-
ingi en tók þó fram að ýmislegt
benti til þessa að verstu þrenging-
arnar væru yfirstaðnar.
Búist er við að efnahagsaðstoð
við Sovétríkin verði það mál sem
hæst muni bera á fundi leiðtoga sjö
helstu iðnríkja heims í næsta mán-
uði, en Gorbatsjov hefur sótt fast
að fá að hitta leiðtogana.
aðila í annað sinn á tveimur vikum
á Italíu. Fjórir lögreglumenn
særðust og miklar skemmdir urðu
á mannvirkjum.
Maður nokkur hringdi til frétta-
stofu'í Flórens og lýsti ábyrgðinni á
sprengingunum á hendur Aðskilnað-
arhreyfingu Baska, ETA, og Vopn-
uðum falangistum, lítt þekktri ít-
alskri skæruliðahreyfingu.
Að sögn lögreglu sprakk fyrri
sprengjan fyrir utan söluskrifstofur
spænska flugfélagsins jberia í borg-
inni Mílanó á Norður-Ítalíu kl. 2.50
aðfaranótt þriðjudags. Lögreglu-
menn höfðu skömmu áður komið
auga á bakpoka sem hékk utan á
húsinu sem hýsir skrifstofumar en
í honum var sprengjan. Það var rétt
með naumindum að tími gafst til
að loka götunni áður en sprengjan
sprakk. I sprengingunni rigndi gler-
brotum yfir götuna og þrír lögreglu-
menn og einn herlögreglumaður
særðust.
Innan við klukkustundu síðar
sprakk önnur sprengja í Spænska
háskólanum, einkareknum háskóla í
Bologna á Mið-Ítalíu. Við sprenging-
una eyðilagðist anddyri skólans og
einn bíll en enginn slasaðist.
Spænskir stjórnarerindrekar
sögðu að ETA bæri sennilega ábyrgð
á sprengingunum. í síðustu viku lýsti
ETA ábyrgð á hendur sér á þremur
sprengjum sem sprungu í Róm 28.
maí sl.
A DANSKA þjóðþmginu er
meirihluti þingmanna hlynntur
pólitískri og efnahagslegri ein-
iiigu Evrópubandalagsríkjanna
en meðal kjósenda eru hlutföllin
nokkuð önnur.
í Gallupkönnun, sem gerð var
fyrir framkvæmdastjóm Evrópu-
bandalagsins, kemur í ljós, að tveir
af hveijum þremur Dönum eru
andvígir efnahagslegri einingu
EB-ríkjanna og sameiginlegri
mynt og aðeins fjórði hver vill, að
EB-ríkin samræmi stefnuna í ut-
anríkismálum og að Evrópuþingið
fái meiri völd.
Að þessu leyti eru Danir mestu
efasemdamennirnir innan EB en
Bretar eru þó ekki langt undan. í
öllum öðrum löndum studdi meiri-
Jerúsalem, Damaskus. Reuter
ARYE Deri, innanríkisráðherra
Israels, sagði í gær að Israelar
væru reiðubúnir að ganga til
viðræðna við Sýrlendinga um
hluti kjósenda pólitíska og efna-
hagslega einingu ríkjanna.
------♦ ♦ ♦
Hvalur helgur
í írskum sió
Dublin. Reuter. **
CHARLES Haughey, forsætis-
ráðherra írlands, hefur lýst írsku
efnahagslögsöguna sem sérstakt
griðland hvala og höfrunga.
David Cabot, ráðgjafí Haugheys
í umhverfismálum, sagði að það
væri sérstök varúðarráðstöfun
vegna tilrauna hvalveiðiþjóða á borð
við Norðmenn og íslendinga til þess
að fá að hefja aftur hvalveiðar í
ágóðaskyni. Verður strandgæslan
notuð til eftirlits til þess að tryggja
að hvalir verði hólpnir innan 200
sjómílna efnahagslögsögu Ira.
framtíð Gólanhæða að því til-
skildu að ísraelskir íbúar svæðis-
ins fengju að vera um kyrrt og
Sýrlendingar kæmu ekki fyrir
herliði þar. Þetta gengur þvert
á stefnu ísraelskra sljórnvalda
sem hingað til hafa sagst munu
hafna öllum óskum Sýrlendinga
um að endurheimta landsvæðið.
Sýrlendingar og Egyptar segjast
óttast að kjarnavopn ísraela
ógni því að áform Bandarikja-
sljórnar sem tryggja eiga öryggi
ríkja í þessum heimshluta nái
fram að ganga.
Á Gólanhæðum búa u.þ.b.
12.000 ísraelar og 18.000 arabar.
ísraelar hertóku svæðið árið 1967
vegna hernaðarlegs mikilvægis
þess og hafa farið þar með völd
nær óslitið síðan. Þar hefur allt
verið með kyrrum kjörum frá því
Sameinuðu þjóðirnar gengust fyrir
vopnahléssamningum árið 1974.
Deri sagði að viðræðurnar væru
bundnar tveimur skilyrðum: Að
enginn sýrlenskur hermaður stigi
þar fæti og að byggð þeirra ísra-
ela sem þar eru búsettir fengi ekki
einungis að vera í friði, heldur fengi
að dafna eðlilega. Þessi orð Deris
stangast nokkuð á við yfirlýsingu
Ariels Sharons, húsnæðismálaráð-
herra Israels, en hann sagði í síð-
asta mánuði að hann hygðist tvö-
falda fjölda ísraela á svæðinu í því
skyni að gera Sýrlendingum erfið-
ara um vik að endurheimta það.
Deri sagði að með þessu móti
myndi ísrael losna við ógnina sem
stafar af Sýrlendingum, sem hann
kvað miklu meiri en frá írak.
Israel er öflugasta herveldið í
Mið-Austurlöndum og talið er að
það hafi undir höndum a.m.k. 100
kjarnaodda og stýriflaugar þótt
ráðamenn hafi aldrei staðfest að
Iandið ráði yfir kjarnavopnum.
Talsmenn tveggja stærstu ara-
baríkjanna, Egyptalands og Sýr-
lands, lýstu í gær yfir áhyggjum
yfir því að hernaðarvél Israela
væri líkleg til að standa í vegi fyr-
ir að tillögur Bandaríkjastjórnar
um leiðir til að tryggja friðinn í
þessum heimshluta, nái fram að
ganga. Þeir sögðu að tillögur Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseta um
fækkun vígtóla í Mið-Austurlönd-
um yrðu að fela það í sér að ísrael-
ar losuðu sig við gereyðingarvopn
sín. Ekkert arabaríki hefur kjarna-
vopn undir höndum og Bandaríkja-
stjórn hefur hingað til forðast að
taka afstöðu til kjarnavopna þeirra
sem sagt er að Israelar ráði yfir.
Danmörk:
Lítið fyrir EB-einingu
Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, frétta-
rjtara Morgunblaðsins.
Fyrstu forsetakosningarnar í Rússlandi:
Jeltsín sigurstranglegur en
önnur umferð ekki útilokuð
Moskva. Reuter.
ÍBÚAR sovétlýðveldisins Rússlands kjósa í dag í fyrsta sinn forseta
beinni kosningu. Ef enginn frambjóðandi nær hreinum meirihluta
í fyrstu umferð verður kosið á ný milli þeirra tveggja efstu. Alls
eru sex menn í framboði en einungis tveir þeirra eru taldir berjast
um hituna í raun: Boris Jeltsín, forseti rússneska þingsins, og Ni-
kolaj Ryzhkov, fyrrum forsætisráðherra.
Peter Vassiljev hjá óháðu frétta-
stofunni Interfax sagði í samtali
við Morgunblaðið að fyrir nokkrum
vikum síðan hefði fylgi Jeltsíns í
skoðanakönnunum verið allt að
70% en í síðustu könnunum hefði
það verið á biiinu 50-60%. Fylgi
Ryzhkovs hefði hins vegar mælst
um 35-38%. Næsti frambjóðenda á
eftir væri Vadím Bakatín með um
8%. Aðrir frambjóðendur væru með
hverfandi fyigi samkvæmt könnun-
um. Hann sagði að ef önnur um-
ferð yrði haldin, sem nú væri talið
mjög líklegt, gæti skipt máli hvort
að t.d. Bakatín myndi hvetja kjós-
endur sína til að styðja annan fram-
bjóðanda og væri Ryzhkov helst
nefndur í því sambandi.
Jeltsín er maður fjöldans
Boris Jeltsín er almennt talinn
sigurstranglegastur allra frambjóð-
enda. Hann er sextugur að aldri
og var á síðasta ári kjörinn forseti
rússneska þingsins af þingmönnum
þess. Jeltsín var lengi vel undir
verndaivæng Gorbatsjovs, hann
var formaður Kommúnistaflokks-
ins í Moskvu og sat í miðstjórn
flokksins. Þaðan var honum hins
vegar bolað út árið 1988 og hefur
hann síðan náð miklum vinsældum
meðal almennings fyrir harðar ár-
ásir á valdakerfið og sovésku for-
réttindastéttina.
Undanfarin fjögur ár hefur Jelts-
ín átt í miklum deilum við Gor-
batsjov og sagt umbótastefnu hans
vera hálfkæring. Nýlega náðu þeir
aftur á móti samkomulagi um
hvernig taka bæri á efnahagsvanda
landsins.
í kosningabaráttunni hefur
Jeltsín lagt áherslu á þau mál sem
hann hefur unnið að sem forseti
þingsins. Hann vill róttækar breyt-
ingar á eignahaldi lands og land-
búnaði, segist vilja færa efnahags-
kerfið sem hraðast í átt að mark-
aðskerfi og hefur stutt við bakið á
Eystrasaltsríkjunum í sjálfstæðis-
baráttu þeirra.
Hann hefur sætt harðri gagnrýni
af hálfu valdakerfisins og fjölmiðlar
í eigu ríkisins eða Kommúnista-
flokksins mála gjarnan þá mynd
af honum að hann sé ekkert allt
of vel gefinn fullur lýðskrumari.
Síðast í gær gaf sovéski ríkissak-
sóknarinn út skýrslu þar sem Jelts-
ín er sakaður um að hafa stundað
ólögleg gjaldeyrisviðskipti. Þetta
virðist þó ef eitthvað er frekar hafa
Ryzhkov. Jcltsín.
aukið á vinsældir hans meðal fjöl-
dans þó að menn á Vesturlöndum
hafi oft átt mjög erfitt með að
gera upp hug sinn varðandi áiit
sitt á manninum.
Afturhaldssinninn Ryzhkov
Nikolaj Ryzhkov, sem er 61 árs
gamall, er fyrrum forsætisráðherra