Morgunblaðið - 12.06.1991, Side 21
Morgunblaðið/Þorkell
; forvitnilegur hvalur skoðaður.
lega notuðu þau dagblöð, plast og
vírnet í þessa módelgerð.
Með þessum verkefnum er
stefnt að því að gera börnin með-
vitaðari um umhverfi sitt þannig
að þau geri sér grein fyrir mikil-
vægi þess að virða náttúruna og
ganga vel um umhverfi sitt.
im aðdáanda eiginhandaráritun.
ihverfinu
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1991
21
Félagsmálaráðherra um rekstrarstöðvun Hraðfrystihúss Ólafsvíkur:
Aætlun bæjarstj ómar að taka rekst-
urinn á leign virðist eina færa leiðin
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórninni
í gær skýrslu frá Byggðastofnun um erfiðleika bæjarsjóðs Ólafsvíkur
og Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Þar kemur fram að bæjarsjóðurinn er
í ábyrgðum fyrir Útver hf. fyrir um 80 milljónir króna og á að auki
kröfur á Hraðfrystihúsið vegna opinberra gjalda að upphæð um 30
milljónir króna. Jóhanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að
þær leiðir sem bæjarstjórn Olafsvíkur hyggst fara, ásamt fleiri aðilum
á staðnum, til að tryggja áframhaldandi starfsemi í frystihúsinu með
því að taka reksturinn á leigu, virðist vera eina leiðin út úr þeim vanda
sem skapast vegna rekstrarstöðvunar Hraðfrystihússins og sennilega
væri meiri áhætta fólgin í að gera ekki neitt.
Jóhanna kvaðst hafa óskað eftir
skýrslu frá Byggðastofnun í febrúar
síðastliðnum vegna erfiðleika Hrað-
frystihússins ög bæjarsjóðs. „Eg
fékk þá skýrslu í gær og lagði hana
fyrir ríkisstjórn," sagði hún. „Þeir
áætla að tap kröfuhafa gæti orðið í
þessu gjaldþroti, ef til þess kemur,
um 300 milljónir króna.“
Hún sagði bæjarsjóð Ólafsvíkur
hafa átt í miklum fjárhagserfiðleik-
um. „Þó að staðan hafi batnað mjög
á síðasta ári og það sem af er þessu
ári, þá eru þeir með ábyrgðir gagn-
vart Útveri upp á 80 milljónir og
með útistandandi kröfur á Hrað-
frystihúsið vegna opinberra gjalda
upp á 30 milljónir. Það er nú sýnt
að eitthvað af þessu tapast, sem er
auðvitað mjög erfitt fyrir þetta bæj-
arfélag."
Jóhanna kvaðst einnig hafa verið
að skoða þá hlið málsins sem bæjar-
stjórn Ólafsvíkur hafi átt frumkvæði
að, að taka þennan rekstur á leigu.
„Það hlýtur auðvitað að vera megin-
reglan að sveitarfélög standi ekki í
atvinnurekstri, en þetta virðist vera
eina leiðin þarna í þessu máli. Við
erum að tala um 130 manns, sem
samsvarar því að átta til tíu þúsund
manns væru atvinnulausir á einu
bretti hér í Reykjavík. Þetta virðist
„Ætlan okkar er sú að gera góðan
kjarasamning — einn samning við
verkalýðsfélögin. Við viljum eiga góð
samskipti við verkalýðsfélögin, semja
við þau og byggja á gagnkvæmu
trausti. Við teljum það afskaplega
þýðingarmikið að tryggja vinnufrið
í verksmiðjunni fyrstu fimm starfsár-
in og viljum því ná samningi sem
því vera þeirra eina leið til þess að
bjarga því sem bjargað verður og
kannski meiri áhætta að gera ekki
neitt. Ég tel að sveitarfélagið hafi
staðið mjög vel að málinu og sé að
skoða það út frá því hvort einhver
rekstrargrundvöllur sé undir þessu
og standa að því þannig gagnvart
bæjarsjóði að þetta yrði, ef til kæmi,
alveg aðgreint frá rekstrinum og
þeir færu þá ekki út í neinar ábyrgð-
ir að því er varðar þennan rekstur."
Jóhanna sagði að ekki þyrfti að
koma til sérstakur atbeini ríkisvalds-
tryggir það,“ sagði Paul Drack, aðal-
forstjóri bandaríska álfyrirtækisins
Alumax.
Per Olaf Aronson forstjóri Gráng-
ers sagði að hann teldi að tekist
hefði góður skilningur og traust á
milli fulltrúa verkalýðsfélaganna á
Suðurnesjum og fulltrúa Atlantsáls
í þeim viðræðum sem átt hefðu sér
ins til að áætlun Ólafsvíkinga gangi
eftir. „Þeir hafa ekki leitað til ríkis-
valdsins út af þessu efni,“ sagði hún.
Jóhanna var spurð hvort önnur
sveitarfélög á landinu ættu yfir höfði
sér ámóta áfall og Ólafsvík. Hún
kvaðst ekki vita um slík dæmi, en
almennt virtist þeim sveitarfélögum,
sem leitað hafa til félagsmálaráðu-.
neytisins og verið í umræðu undan-
farin tvö ár vegna bágrar fjárhags-
stöðu, hafa gengið vel að bæta stöðu
sína.
stað og slíkt lofaði góðu um fram-
haldið.
Max Koker forstjóri Hoogovens
sagði varðandi það atriði að Atlants-
ál kæmi til með að standa fyrir utan
VSÍ; „Við verðum að sjálfsögðu virk-
ur þátttakandi í efnahags- og við-
skiptalífinu á Islandi, en við viljum
semja sjálfir við okkar starfsmenn.“
Paul Drack tók undir þessi o'rð
Kokers og sagði: „Þannig gerum við
einfaldlega viðskipti okkar. Við semj-
um sjálfir. En að sjálfsögðu viljum
við eiga samráð við Vinnuveitenda-
samband íslands, leita þar ráða og
slíkt. Við viðurkennum að sjálfsögðu
nauðsyn slíks samráðs og sam-
starfs."
Viljum semja sjálfir við
starfsmemi okkar fyrirtækja
- segja forstjórar Atlantsálsfyrirtækjanna
Lúxemborg, frá Agnesi Bragadóttur blaóamanni Morgunblaðsins.
FORSTJÓRAR fyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál segja
ástæðu þess að þeir hafi ákveðið að standa fyrir utaii Vinnuveitendasam;
band íslands vera þá að þeir vilja sjálfir semja við sína starfsmenn. í
samtali við blaðamann Morgunblaðsins kom fram hjá forstjórunum að
þetta er sá háttur sem fyrirtækin þrjú hafa á í samningum við sína
starfsmenn og sögðust þeir í engu vilja þar um breyta.
Vandi rækjuverksmiðja:
Byggðastofnun vantar sijórn-
arformann og 200 milljónir
- til að geta tekið á vandanum, segir Matthías Bjarnason
STJÓRN Byggðastofnunar hefur ekki komið saman eftir að hún var
skipuð í þinglok og segir Matthías Bjarnason alþingismaður, einn stjórn-
armanna, að því hafi niálefni rækjuvinnslunnar ekki verið rædd þar.
Þá segir hann að þær 200 milljónir sem lánsfjárlög heimila að lána
þessum fyrirtækjum hafi ekki enn verið afgreiddar af fjármálaráð-
herra og fyrr en það verði, geti Byggðastofnun ekki haft milligöngu
um þær lánveitingar. Matthías segir jafnframt ljóst, að miklir fjármun-
ir eigi eftir að tapast vegna ónógra trygginga fyrir lánum Atvinnutrygg-
ingarsjóðs útflutningsgreina.
Matthías sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að enginn fundur
hafi verið haldinn í stjórn Byggða-
stofnunar um tíma. „Það er í raun-
inni engin starfsemi stjórnarinnar á
meðan ekki er skipaður formaður,"
sagði hann. Formaður er skipaður
af forsætisráðherra og kvaðst Matt-
hías ekki vita hvenær það yrði.
Matthías sagði að í vetur hefði
verið rætt innan stjórnarinnar um
stöðu rækjuvinnslufyrirtækja. „Hins
vegar hafa þessar 200 milljónir sem
heimild er fyrir á lánsfjárlögum ekki
verið afgreiddar frá hendi fjármála-
ráðherra, svo að ekkert flármagn
hefur verið til ráðstöfunar og er ekki
enn. Það sem liggur fyrir er auðvitað
dapurleg staða flestra rækjuverk-
smiðja, það eitt liggur fyrit.“
Hann sagði að vinna Byggðastofn-
unar að þessu máli nú væri undirbún-
ingur þess, að geta afgreitt þetta fé.
Staða fyrirtækjanna væri skoðuð,
hvers fyrir sig, þannig að sem
skemmstan tíma tæki að afgreiða
umsóknir þeirra um skuldbreytingu
og fjárhagslega endurskipulagningu
eftir að féð væri fengið.
Matthías var spurður um stöðu
fyrirtækja sem fengið hafa fyrir-
greiðslu Atvinnutryggingasjóðs út-
flutningsgreina, nú atvinnutrygging-
ardeildar Byggðastofnunar, og
Hlutafjársjóðs. „Við afskrifuðum á
síðasta fundi rúmar 90 milljónir af
þessum fjármunum ogþað voru fyrir-
tæki sem voru orðin gjaldþrota,"
sagði hann.
„Það var auðvitað ekki nema af-
leiðing af því sem áður hafði gerst.
Þetta átti allt að vera topptryggt
þegar það var lánað frá Atvinnu-
tryggingarsjóði útflutningsgreina, en
það er langt frá því að svo sé, Þetta
„Þegar ég settist í stól landbúnað-
arráðherra var ástandið þannig í fisk-
eldinu að fyrirgreiðsla hafði verið
stöðvuð til margra láxeldisstöðva
þannig að stofninn var í svelti. Ég
beitti mér þá fyrir skammtímaað-
gerðum á meðan tóm gæfist til að
gera sér grein fyrir rekstrarafkomu
fiskeldis og stöðu atvinnugreinarinn-
ar í heild. Niðurstöðurnar hafa birst
er ekki nema lítill hluti af því sem
maður sér að mun ekki verða endur-
greitt, en ég þori ekki að segja um
það hversu há þessi upphæð er,
reyndar getur enginn sagt það á
þessu stigi,“ sagði Matthías.
Hann var spurður hvort einhver
hluti þessara fyrirtækja þyrftu
áframhaldandi fyrirgreiðslu ef þau
ættu að halda áfram rekstri. „Það
hugsa ég, ábyggilega, og allt er þetta
afleiðing þess að ekki var gengið
hreint til verks og gengið skráð réttu
verði. Þá hefði aldrei þurft til þess-
ara ráðstafana að koma. Þetta var
látið bíða og fékkst ekki gert að játa
þeim staðreyndum þegar þær lágu
í skýrslu sem fiskeldismönnum er
kunn, og þeir hafa sagt við mig að
þeim finnist gott að fá að vita hvar
þeir standi fremur en að vera dregn-
ir frá einum rnánuði til annars á
svari frá opinberum aðilum,“ sagði
Halldór.
Eins og fram hefur komið er í til-
lögum landbúnaðarráðherra gert ráð
fyrir að 150 milljónir króna verði
fyrir. Síðan, á árinu 1989, var geng-
ið fellt nokkrum sinnum, en þá var
líka búið að safna upp öllum þessum
skuldum fyrirtækjanna."
Matthías sagði ríkisvaldið hafa
tekið fram fyrir hendurnar á atvinnu-
lífinu og í raun og veru skammtað
því tekjur, þegar þurfti hærri tekjur.
„Þá leiðir það auðvitað hugann að
því að það kemur að því að þeir sem
verða þannig fyrir barðinu á „Stóra
bróður“ vilja fá Ieiðréttingu sinna
mála. Þetta var gert og ég er sann-
færður um það, að af öllum þessum
milljörðum sem þá voru teknir að
láni koma þó nokkuð háar upphæðir
á ríkið að borga vegna þess að þær
eru tapaðar," sagði hann.
lánaðar til fárra fiskeldisstöðva á
þessu ári og jafn mikið á því riæsta,
en lán þessi verða afborgunarlaus í
þijúár.
„Ég mun. jafnframt skrifa stofn-
lánasjóðum bréf þar sem ég fer fram
á að lán til fiskeldisstöðva verði af-
borgunarlaus og ekki komi til
greiðslu vaxta á næstu fjórum árum.
Það er svo undir sjóðunum komið
hvort þeir verða við beiðnum ein-
stakra fyrirtækja um slíka tilhliðrun,
en það verður að athuga hvert dæmi
fyrir sig. Þessar aðgerðir veita fisk-
eldisfyrirtækjunum að sjálfsögðu
svigrúm, sem ég geri mér þó grein
fyrir að ekki er nægilegt fyrir sum
þeirra," sagði Halldór Blöndal.
Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra:
Tillögumar þrengja í engn
kosti fiskeldisstöðvanna
„ÉG GET ekki áttað mig á því hvaða tjóni þessar tillögur valda. Þær
þrengja í engu kosti fiskeldisstöðva, heldur eru þær þvert á móti til
rýmkunar. Staðan var þannig þegar ég settist í stól landbúnaðarráð-
herra að bankarnir voru i raun hættir að veita afurðalán, og atvinnu-
greinin stóð því frammi fyrir allsherjar stöðvun eins og viðskilnaður-
inn var,“ segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, en eins og greint
hefur verið frá í Morgunblaðinu telja fiskeldismenn tillögur landbúnað-
arráðherra um aðgerðir í fiskeldismálum ekki leysa vanda greinarinn-
ar heldur valdi þær ómældu tjóni.