Morgunblaðið - 12.06.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR '12. JÚNÍ 1991
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Harkalegar uppsagnir
Mikið hefur verið rætt um upp-
sagnimar í Þjóðleikhúsinu og ógild-
ingu þeirra. Sem leikhúsgestur vil
ég lýsa undrun minni og hryggð
vegna þessa máls alls.
Það er alltaf mikið áfall og alvar-
legt mál fyrir einstakling þegar
honum er sagt upp starfí. Sálfræð-
ingar telja það næstum því jafnmik-
ið áfall og það sem menn verða
fyrir við missi ástvinar. Þess vegna
hvílir mikil ábyrgð á herðum þeirra
sem fara með mannaforráð.
Þegar stjómendur fyrirtækja
segja upp hæfu starfsfólki er það
yfírleitt vegna erfíðleika í rekstri,
stundum tímabundinna, eins og
þegar fiskvinnslufólki er sagt upp.
Stjómendur taka þetta allajafna
mjög nærri sér og ráða fólkið aftur
um leið og það er hægt. Þeir sem
hafa unnið vel og skilað bestu starfí
eru þá endurráðnir fyrstir allra.
Oft reyna stjórnendur að útvega
fólki starf annars staðar sé þess
nokkur kostur.
Þegar íslandsbanki var stofnaður
með sameiningu nokkurra banka
var það yfírlýst stefna stjórnenda
að segja engum upp þótt nauðsyn-
legt væri að fækka starfsfólki.
En í Þjóðleikhúsinu þar sem sí-
fellt er verið að fjalla um mannleg
samskipti og tilfinningar á listræn-
an hátt eru aðferðir aðrar og öllu
kuldalegri og forsendur óskiljanleg-
ar.
Eins og stjórnendur íslands-
banka fundu leið út úr sínum vanda
hljóta stjórnendur Þjóðleikhússins
að geta fundið farsæla lausn á sínu
máli sem öllum er sómi að.
Eða viljum við íslendingar til-
einka okkur kaldrifjaðan og óper-
sónulegan hugsunarhátt stórþjóða
Minningarathöfn
verði við
Leifsstyttuna
Nú á næstunni er væntanlegur
hingað til lands farkostur í líkingu
við skip Leifs heppna, þess Evrópu-
manns er fyrstur fann Ameríku.
Ósk mín er að minningarathöfn
verði við Leifsstyttuna 17. júní. Ég
vona að Bandaríkjamenn dragi fána
að hún þann dag á opinberum bygg-
ingum þar í landi skv. loforði
B andaríkj aforseta.
þar sem aðferðir sem þessar tíðk-
ast?
Ég var að lesa viðtal við hin
nýju þjóðleikhússtjórahjón í tímarit-
inu Heimsmynd. Nokkurrar ósam-
kvæmni gætti í þessu mjög svo
óvenjulega viðtali. í öðru orðinu
furða hjónin sig á sterkum við-
brögðum leikaranna sem sagt var
upp en í hinu orðinu tala þau um
hve óskaplega viðkvæmt fólk leik-
arar séu og að þeir gangi oft sem
á glóðum. Þess vegna verði að fara
svo ákaflega varlega að þeim (!).
Margt sló mig einkennilega í
þessu viðtali, m.a. það að Þjóðleik-
hússtjórafrúin talaði um að hún
hefði „fundið fyrir hugsunum þessa
fólks á skrokknum á sér“ þegar
ósköpin (uppsagnimar) dundu yfír,
en hún var þá stödd fyrir norðan
og átti engan þátt í uppsögnunum,
eða hvað?
Benedikt Árnason leikstjóri sagði
í viðtali eftir að uppsagnirnar voru
gerðar ógildar að þeim yrði öllum
sagt upp aftur 1. september þegar
Stefán Baldursson tekur alfarið við
stjórn Þjóðleikhússins. Ég vil bara
ekki trúa því. Ber Stefán svona litla
umhyggju fyrir skrokk konu sinnar
að hann ætli að leggja þessar kval-
ir á hana aftur nú haust? En gaman-
laust: Þjóðleikhúsinu er ekki stætt
á að reka „aflahæsta skipstjóra
útgerðarinnar“. Stefán ætti að end-
urskipuleggja starfsemi haustsins,
sé þess nokkur kostur, og taka upp
aftur sýningar á „Söngvaseiði“,
fyrst aðsóknin er svona góð. Sveigj-
anleiki hlýtur að vera nauðsynlegur
þáttur í stjóm leikhúss eins og í
öðmm fyrirtækjum.
Með von um farsæla lausn öllum
til góðs.
Leikhúsgestur
■
.7/7/////////
SVMARLINAN
t
Lausagangur búfjár
sumarlangt. Þessa lausagöngu ætti
að banna og er það forsenda þess
að hægt verði að snúa vörn í sókn
hvað varðar landgræðslu. Víða hef-
ur sauðfé valdið gífurlegri eyðilegg-
inu á gróðri vegna þess að engin
stjórn hefur verið höfð á beitinni.
Jafnvel á stöðum eins og Þórsmörk’
hefur landið ekki en verið friðað
fyrir varginum enda blasa sárin við.
Ahugamaður um landgræðslu
LONDON
AUSTURSTRÆTI
[lírrgmuMabib
Meira en þú geturímyndað þér!
Einar V. Bjarnason
Mikið er talað um umhverfís-
vemd og landgræðslu en minna er
um markvissar framkvæmdir og
eyðingaröflin fá að fara sínu fram.
Ar eftir ár er sauðfé sleppt lausu
til að naga nýgræðinginn í vegkönt-
unum sem Vegagerðin hefur sáð í
með æmum tilkostnaði. Þar sem
bjartsýnisfólkið hefur hafíð skóg-
rækt þykir rollunum gott að naga
hríslurnar og enginn ber ábyrgð á
eyðileggingunni því ennþá þykir
sjálfsagt að sleppa rollunum lausum
msm XSM TILBOÐ
DENVER LEÐURSETT
158.640,-
EKKI MISSA AF ÞESSU
Sýnum hvert öðru nærgætni í umferð-
inni.
Komum heil heim.
Homsó/í
158.640,-
Sett og hornsófar meö úrvals fallegu
leóri á betra verói en áður hefurþekkst.
Komdu strax - margir litir,
takmarkaöar birgöir
Viö lánum þér í ár eða lengur.
rMOEÍtMFí
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVtK - StMI 91-681199 - FAX 91-673511