Morgunblaðið - 23.06.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.1991, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1991 §2-3c - LJOSFAÐIR SKALDA Þriátiu ár ©ru sidan Ragnar i Sntára ánaf naói Listasaf ni alþýéu [tttálverkasaf n sitt eftir Sindra Freysson „Þar sem áður hafði verið algild skoðun, að bækur væru of lítilfjörleg vara til þess að trana henni fram við almenníng nema í hófi, þá var það skoðun Ragnars Jónssonar, að einginn maður væri of lítilfjörlegur til að kaupa bók.“ Svo ritaði Halldór Laxness í afmæliskveðjunni „Hljóð- pípa og kæfubelgur" er birtist í bók sem vinir Ragnars tóku saman á hálfrar aidar afmæli hans 1954. Þessi skoðun cinkenndi athafnir Ragn- ars í Smára og sú vissa, að án tónlistar, myndlistar og bókmennta, væru Islendingar ekki þjóð heldur þý og raddlausir í heimskórnum. En hver var þessi maður sem lét sér ekki nægja að trúa, heldur fylgdi sannfæringu sinni svo ötuliega eftir að líklega er einstætt á þessari öld? E' I inar Ragnar Jónsson fædd- ist 7. febrúar árið 1904 í Mundakoti á Eyrarbakka, einn fimm systkina. Að- eins sextán ára gamall flutti hann til Reykjavíkur, sem þá taldi um tuttugu þúsund manns, og stundaði nám í Verslunarskólanum um tveggja ára skeið. Eldhærður og ögn einkennilegur íslenskukennari hans var maður sem hafði ekki markað ýkja djúp spor, en átti það sannarlega eftir; Þórbergur Þórðar- son. Á þessum árum kynntist Ragn- ar líka ungu skáldi frá Laxnesi; Halldóri Guðjónssyni, sem einnig átti eftir að skapa sér nafn. Þeir kynntust á kvöldfundum sem ekkja Þorsteins Erlingssonar, Guðrún, hélt og voru með ívafi austrænnar speki og andatrúar en tilheyrðu báðir stórum kunningjahóp Erlends í Unuhúsi og varð Ragnar fyrir miklum áhrifum frá andanum sem þar ríkti. í samtali við Guðmund Daníelsson, sem birtist í bókinni Skrafað við skemmtilegt fólk, segir Ragnar: „Aðeins einn maður þekkti mig til fulls — sem fjármálaglóp og tilraun til manns. Ég skulda honum margt, þó met ég það til hæstu skuldanna, að hann bað mig um að gerast útgefandi Halldórs Laxness og Þórbergs, og hann ósk- aði þess að ég eignaðist Unuhús eftir sinn dag.“ Hér ræðir hann vitanlega um Erlend Guðmundsson, manninn sem rak opinn og óform- legan háskóla í heimahúsi. Ragnar átti síðar eftir að lána ýmsum lista- mönnum húsið endurgjaldslaust og sýningarsal sinn við Veghúsastíg nefndi hann í virðingarskyni Unu- hús. Ragnar réðst árið 1922 til starfa hjá Smjörlíkisgerðinni Smára sem skrifstofu- og sölumaður, og var ávallt kenndur við fyrirtækið síðan. Hann varð fljótt kunnur á götum bæjarins sökum gífurlegrar orku er rak hann áfram og virtist óþijót- andi. Í bók um Ragnar, sem Ingólf- ur Margeirsson skráði og Listasafn alþýðu gaf út árið 1982, segir Sig- rún Eiríksdóttir, ekkja Páls ísólfs- sonar, frá því er hún sá Ragnar fyrst: „Þá kom ég skyndilega auga á lágvaxinn, bólugrafínn og snagg- aralegan strák með mikinn og óstýrilátan hárbrúsk á höfði, sem þeyttist eins og skopparakringla milli húss og útkeyrslubíls með smjörlíkispakka á herðunum. Aðrar eins hamfarir hef ég bara aldrei séð.“ Þessi atorka og hraði ein- kenndi Ragnar allt hans líf, kannski sprottnar af heilnæmi Múllers- æfinganna sem hann sturidaði í æsku, kannski réð uppeldi og erfðir frá móður hans, Guðrúnu Jóhannes- dóttur, eða föður, Jóni Einarssyni, sem stundaði sjóróðra og var odd- viti, hreppstjóri og sýslumaður. Krafturinn átti dijúgan þátt í hve fljótt Ragnar varð hluthafí í Smára og síðar annar aðaleigandi. Hann kvæntist Ásfríði Ásgrímsdóttur árið 1927 og flutti með henni í nýbyggt hús þeirra í Skeijafírði. Tónelskir postular Á þessum árum aukast afskipti hans af menningarmálum og varð tónlistin einna fyrst, enda var hóp- urinn kringum Unuhús tónelskur injög og keypti hljómplötur að ut- an, varð þetta fljótt töluvert safn sígildrar tónlistar sem m.a. nýstofn- að Ríkisútvarp átti eftir að fá lánað um lengri og skemmri tíma. Eftir Alþingishátíðina 1930 voru ýmsar hræringar í íslensku menningar- og þjóðlífi og beittu Ragnar og fleiri sér fyrir stofnun Tónlistarskólans. Skólinn lenti þó fljótt í fjárhagserf- iðleikum og var lengi á hrakhólum með húsnæði. Komu menn til fund- ar 27. júní árið 1932, í prentsmiðju- porti í Gijótaþorpinu og stofaði tylft Ragnar Jónsson í Smára Þjóósögur af Ragnari Ragnar varð snemma uppspretta fyrir söguþyrsta íslendinga, umsvif hans og látbragð tendruðu einhvern ljóma umhverfis manninn, sem hlaut að endurspeglast í missönnum en oft kímileg- um sögum. Hér verða tvær viðfrægar raktar og fjalla báðar um viðskipti hans við erlenda tónlistarmenn. Ragnar bað eitt sinn píanó- leikarann Rudolf Serkin, sem var tengdasonur góðvinar Ragnars, fíðlungsins snjalla Adolfs Busch, um að halda tón- leika hérlendis. Serkin sendi um- svifalaust svarskeyti með jáyrði en Ragnar, hlaðinn eigin áhyggj- um og annarra, smeygði skeytinu óopnuðu f frakkavasann. Hann bjástraði síðan sitt í einhveija mánuði, en fann þá umslagið og hélt að það væri nýkomið. Himin- lifandi riteímaði hann til Serkins og bað hann koma sem fyrst. Engum sögum fer af viðbrögðum snillingsins við svo síðbúnu svari, en hann flaug þó rakleiðis til ís- lands ásamt fríðu föruneyti og lék listilega. Raunar tók hann ást- fóstri við gestgjafa sinn og til vitn- is um það, eru tónleikar sem Rud- olf hélt í Háskólabíói fyrir sex árum, þá kominn tvö ár yfír áttr- ætt, til að heiðra minningu Ragn- ars í Smára. Önnur saga segir frá því er þýðverski ljóðasöngvarinn Di- etrich Fischer-Dieskau kom hing- að til tónleikahalds. Ragnar sótti hann snemma morguns á flugvöll- inn, en varð að koma við í Víkings- prenti, sem þá voru höfuðstöðvar samnefnds forlags og Helgafells. Þar var nonum ijáð að Lands- bankinn þyrfti að tala við hann, Ragnar snarast út um hliðardyr, hleypur upp á Laugaveg og lýkur sínum erindum. Hann hittir kunn- ingja sinn í bankanum og þiggur með þökkum far niður í bæ, spjall- ar og spekúlerar í dijúga stund, en man þá eftir að hann átti að hitta menn á Hótel Borg um há- degi. Þangað stormar Ragnar, sest að snæðingi en rámar í söngvarann í miðri máltíð og rýk- ur upp eftir, skelfíngu lostinn yfír hugsanlegum viðbrögðum heims- söngvarans, enda móttökurnar hreint ekki hefðbundnar. En Þjóð- verjinn sat þá makindalegur í bensínlausum jeppanum og nefndi ekki óralanga biðina einu orði. Hann kvaðst hins vegar hafa skoðað litríkt mannlífið og hvílst beturen hann hafði gert árum áhugamanna Tónlistarfélagið, til „að vinna að framgangi tónlistar og rækta tónsmekk landsmanna," að því ógleymdu, að styðja skólann með ráðum og dáð. Voru þessir stofnendur jafnan kenndir við post- ulana tólf, en úr þeirra hópi valdist Ragnar til forystu. Hann leiddi einnig síðar þann flokk sem stofn- aði Sinfóníuhljómsveit íslands. Var hann formaður félagsins- áratugum saman og burðarás í starfí þeirra, óþreytandi við að kynna fólki fagra tónmennt, hvort sem hann fjörgaði nágrenni sitt með voldugu gramma- fónsspili, eða ginnti heimsfrægar hljómsveitir og einleikara til lands- ins. Fyrmefnt hljómtæki var mikið notað og spilaði Ragnar meistarana linnulítið, verk þess sem hann hafði dálæti á það skiptið, hurfu yfirleitt ekki af plötuspilaranum fyrr en eft- ir ár eða tvö, þegar öll fáanleg tón- verk viðkomandi voru spiluð til þrautar. Þá leysti annað tónskáld hitt af hólmi og var jafn þaulsetið. Ragnar gerði grammafóninn raunar svo víðförlan, að hann bar kassann á herðunum upp á hæsta tind lands- ins, Hvannadalshnjúk. Það gerði hann „til þess að geta spilað sína músík ofar öllu íslandi“. Nokkur skil verða í umsvifum Ragnars árið 1936, en þá leitaði til hans borgfírskt skáld og óþekkt, Guðmundur Böðvarsson, með hand- rit að ljóðabók sinni, Kyssti mig sól. Ragnari þótti full ástæða til að koma bókinni á framfæri og markaði útgáfan fyrstu sporin að veldi hans. Halldór Laxness fór þá árangurslausa.bónför milli forleggj- ara með fyrsta hluta Heimsljóss og þeir kunningjar, Kristinn E. Andrésson og Ragnar Jónsson, tóku sig til og stofnuðu fyrirtækið Heimskringlu, gagngert til að koma bókinni fyrir almenningssjónir. En þeir bundu ekki bagga sína.sömu hnútum og leiðir skildu, þó í vin- semd. Ragnar stofnaði Helgafell og nýr kapítuli hófst í íslenskri bók- mennta- og útgáfusögu. Um svipað leyti urðu líka umskipti á einkahög- um Ragnars, þau hjónin skildu en hann kvongaðist á nýjan leik 1938, Björgu Ellingsen, og eignaðist með henni þijú börn. Jeppi, skáldlaun og skinhelgar bækur Opinberlega var skrifstofa for- lagsins í Víkingsprenti við Veg- húsastíg, en raunar rak Ragnar viðskipti sín í Willy’s jeppa sem hann eignaðist í stríðslok. Til gam- ans má geta, að bíllinn var ekki ófrægari en Ragnar sjálfur og mik- ið var deilt um lit bílsins, hvort hann væri blár, grár, eða blár og rauður. Ein sagan hélt því fram, að Ragnar hefði einhvern tímann ætlað að mála hann brúnan og ver- ið hálfnaður með verkið, þegar hann þurfti að reka einhver erindi í skyndingu og lauk því aldrei. Menn deildu síðan hart og lengi um hvort jeppinn væri blár eða brúnn. Seint fékkst niðurstaða í deilunni, enda höfðu báðir aðilar álíka rétt fyrii' sér, eða rangt... Onnur nýlunda sem Ragnar tók upp sem forleggjari, og þykir kannski ekki stórfrétt nú á tímum, var að greiða höfundum sæmileg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.