Morgunblaðið - 23.06.1991, Side 8

Morgunblaðið - 23.06.1991, Side 8
83 C MdiftiÚNÍÍiLÍ'íÍ )i B • AGUR 23. JÚNÍ 1991 LÆKNISFRÆDI/Var vib ööru aó búastf Eyðnin blómstmr SVO margt er skrafað og skrifað um eyðnipláguna að óhjákvæmi- legt er að minnast á hana öðru hvoru í pistlum sem þessum. eftir hórarin Guðnason Tvennt er það einkum sem mönnum verður tíðrætt um nú þegar áratugur er liðinn frá því sjúkdómurinn „fannst", þótt hann hafi þá verið búinn að hrjá mann- kindina í sumum heimshlutum; enginn veit hversu lengi. í fyrsta lagi er út- breiðslahans víða svo blöskrunar- lega hröð að eng- um hefði komið slíkt til hugar í fyrstu. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Þar hafa 110 þúsund manns dáið úr eyðni og allt bendir til þess að hún þurfi ekki nema þijú ár í viðbót til að drepa önnur hundrað og tíu þúsund eða vel það. Talið er að ein milljón manna þar í landi hýsi veiruna nú þegar, en það svar- ar til eitt þúsund smitbera á ís- landi. — Annað sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum er sívaxandi útbreiðsla veikinnar meðal kvenna. í New York sem vafalítið er sú stórborg sem pestin hefur læst klónum fastast í er hún algengasta dánarorsök kvenna milli hálfþrítugs og hálffimmtugs. Sé litið á landið í heild er búist við að sjúkdómurinn verði sá fimmti í röð tíðustu dánarmeina kvenna á barneignaraldri áður en þessu ári lýkur, enda fjölgaði eyðnisýktum konum um 29 prósent frá því í fyrra, en körlum ekki nema um 18 af hundraði. Þetta kalla þeir fyrir vestan „seinni bylgjuna" og miða þá við hina fyrri á öndverðum síðasta ára- tug þegar San Francisco var í sviðs- ljósinu vegna ört ijolgandi eyðni- sjúklinga. En af hveiju hefur kven- þjóðin orðið svona grimmilega fyrir barðinu á þessari plágu upp á síð- kastið? Giftar konur sem segjast ekki hafa minnsta grun um að bóndinn stundi lausaleik eða neyti fíkniefna í æð reynast hýsa veiruna þegar að er gáð. Er eitthvað nýtt komið til? Hvaða maðkar eru í mysunni? Svo mikið er víst að áróð- ur fyrir öruggu kynlífi ber minni árangur nú en fyrir nokkrum árum og sumu ungu fólki kvað ekki leng- ur þykja ómaksins vert að verða sér úti um smokk. Gamalt máltæki hljóðar svo að tíminn græði sárin; sennilega sljóvgar hann líka óttann. í enska blaðinu Sunday Times birtist nýlega grein eftir konu sém heitir Barbara Amiel. Hún Qallar um eyðni og ýmislegt sem höfundi er ofarlega í huga varðandi fræðslu um og varnir gegn voðanum. Upp í það sem nú er eftir af okkar plássi í dag verður fyllt með lauslega endursögðum glefsum úr grein Barböru. Þegar við heyrðum fyrst getið um eyðni árið 1981 gerðu víst fæstir sér grein fyrir að við stæðum frammi fyrir ólæknandi og ban- vænum smitsjúkdómi sem stjórn- völdum væri ókleift að teija fyrir með venjulegum og viðurkenndum ráðstöfunum. Hvernig í ósköpunum stóð á því? Og nú er þessi sótt á góðri leið með að verða Svarti- dauði tuttugustu aldar. Ekki ber á öðru. Barbara Amiel. Hvemig á því stóð? Eyðni er ekki hommaveiki en á Vesturlönd- um varð hennar fyrst vart í hommaborg. Því er nú ver og mið- ur! Ef hún hefði gosið upp á ein- hveijum öðrum stað hefði meginá- herslan frá upphafi ekki verið lögð á að firra þá sjúku vandræðum eftir mætti heldur hindra með öll- um tiltækum ráðum að veikin bær- ist í þá sem enn voru heilbrigðir. Og af því að ekki þótti við hæfi að tala hreinskilnislega og tæpi- tungulaust um sjúkdóminn varð fræðslan um hann fljótlega sam- bland af óskhyggju og hálfkveðn- um vísum. Okkur var sagt: Því tvennu að vera sýktur (þ.e. með veiruna í sér) og að vera eyðniveik- ur er ekki saman að jafna og all- sendis óvíst að hinn sýkti verði nokkurn tíma sjúkur. Ennfremur voru okkur gefin þau góðu ráð að stunda einungis öruggt kynlíf og brúka smokk. I þriðja lagi var okk- ur trúað fyrir því að engin hætta væri á smitun milli sjúklings og hjúkrunarfólks. Tóm tjara! Eftir tíu ár vitum við upp á okkar tíu fingur að smitunarleiðir hljóta að vera fleiri en álitið var, þótt kynmök bjóði enn sem fyrr hættunni heim öðru fremur. Væntanlega gefst tækifæri áður en langt líður til að geta fleiri at- riða úr grein Barböru. Hún lítur sínum augum á silfrið og er ómyrk í máli. T ÆIiNI/Var sigurvegari Persaflóastríösins patríót-eldflaugin ? VARNARFLA UGAR í ELDFLAUGATÆKNI er oft langt á milli hugarflugs og teikn- inga smiðanna annars vegar og raunverulegrar notkunar hinsveg- ar. Margir líta á patríót-eldflaug Bandaríkjamanna sem sigurveg- ara flóastríðsins nýafstaðna, en það er þó málum blandið hvort svo er. Eldflaugin var að vísu fær um að setja hlífiskjöld yfir takmörkuð svæði Israelsríkis og herstöðva- svæði Saudí-Arabíu. En miklu var til kostað. Og bæði komu í ljós „kostir" og gallar við tækni henn- ar. (Hér er orðið kostir í gæsalöpp- um, því að verið er að vísa til orða- lags herfræðinga. Sjálfur vill höf. ekki taka sér í munn orðið „kost- ur“ né annað jákvætt nema í gæsa- löppum, ef um er að ræða „vel“ starfandi stríðstól). ví hefur verið líkt við að hitta eina byssukúlu með annarri ef skjóta á niður eldflaug á flugi með annarri. Eina raunhæfa prófið sem slík vopn geta stað- ist er raunverulegt stríð. Undanfarin ár hafa Vesturveld- in verið blessun- arleg fátæk af tæk- ifærum til að kanna getu gagneld- flauga. Falklands- eyjastríðið kom þeim að vísu svolítið til „hjálpar," en þar var eldflaugum beint gegn her- skipum fyrst og fremst, og gekk „vel“. Flóastríð síðasta vetrar var án efa kærkomið tækifæri herfræðing- um til að reyna gagneldflaugatækni. Patríót-eldflaugin, sem reyndist standast kröfur um varnir, er hins vegar gamall jálkur, og langt frá því að vera nokkurt eftirlætisbarn bandarískra né ísraelskra herfræð- inga. Henni hefur verið skotið upp á ýmsum þróunarstigum, undir ýmsum nöfnum nú þegar í nokkra áratugi. Hún hefur orðið að þola niðurskurð ráðuneytisembættismanna og oft leit út fyrir að bani hennar yrði ekki bardagi við óvin, heldur pennar yfir- strikunarglaðra möppudýra. Aðferðin Fyrstu drög eldflaugarinnar má rekja aldarfjóðung aftur í tímann. Upphafleg voru stýrikerfi gagneld- flauga svo léleg, að aðeins náðist til vopns óvinarins með því að gagneld- flaugin bæri kjamavopn. Sá sem veija vildi borg kallaði því banvæna geislavirkni yfir hana og umhverfið, þótt borginni yrði hlíft við sprengjum beinlínis. Smám saman fleygir radar- tækni og tölvutækni fram, þannig að hægt er að granda eldflaug með venjulegu sprengiefni, þ.e. án kjarna- hleðslu. Aukin geta gagneldflaug- anna felst í nákvæmari miðun tvö- falds radarkerfis, og samhæfingu þeirra með stóru tölvufoiTÍti. Það reiknar út stefnu óvinaeldflaugarinn- ar og sendir merki til stýrisvélar gagneldflaugarinnar, sem er stýrt einfaldlega með „uggum“ á stéli. Á þeim tíma sem tölvan hefur reiknað út að óavinaeldflaugin fari næst gagneldflauginni springur sprengja á stærð við fótbolta, sem er umlukin ijölda málmteninga. Dreifing þeirra til allra átta sér fyrir að óvinaeld- flaugin sleppur ekki. En einn svona kubbur nægir til að granda eldflaug- inni. Reynslan og framtíðin Gagnrýnin á kerfið felst í að það eftir Egil Egilsson Einkaumboð á íslandi. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKIN N SUÐURLAIMDSBRAUT 8, SIMI 814670 VEM gírmótorar rafmótorar Þýsk gæðavara á góðu verði UMHVERFISMÁL /Hvaó er ab gerast á Suburheimskautslandinu? ALÞJÓÐLEGT FRIÐLAND EKKI verður okkur hér á norðurhjaranum oft hugsað til suð- urskautsins og það svæði jarðarkringlunnar er reyndar ekki oft í heimsfréttum. Þetta land telst þó heimsálfa og er í raun mikil- vægt allri heimsbyggðinni fyrir margra hluta sakir. Þar er að miklum hluta svo til ósnortið land, þar hafa 16 þjóðir gert til- kall til ákveðins skika og hafa þegar komið sér upp aðstöðu til rannsókna og vísindaiðkana. Ríkin sem hér um ræðir eru Nýja- Sjáland, Ástralía, Frakkland, Noregur, Bretland, Argentína, Chile, Sovétríkin, ítalia, Yestur-Þýskaland, Japan, Indland, Bandaríkin og Suður-Afríka. Af þessu sést að margar þjóðir líta þangað hýru auga. Nú eru hins vegar uppi háværar raddir um að þarna verði markað friðland sem lúti alþjóðlegum lögum svo ekki verði spillt viðkvæmu lifríkinu. Engum á að leyfast að raska jafnvægi náttúrunnar í hagnaðarskyni, t.d. hefja námugröft eða olíuleit. Nú þegar hafa menn hreint ekki gengið um þetta svæði af þeirri varúð sem nauðsynleg er. Úrgangi hefur verið fleygt í sjóinn eða hann brenndur við opna elda í óbyrgðum gjót- um uppi á landi svo nokkuð sé nefnt. í öðrum til- vikum er járnar- usl skilið eftir og látið ryðga á víðavangi átölu- laust. Þá hefur ferðamanna- straumur aukist mjög á síðustu árum en þess ekki gætt að ferða- menn trufli ekki dýralíf. Verði þeir of nærgöngulir getur það orðið til þess að fullorðin dýr fælist frá ungviði svo heilu árgangarnir fari úrskeiðis. Nú er deginum ljósara að ein- angrun verndar ekki lengur þennan hluta jarðarkringlunnar. Náttúran þarna er að sjálfsögðu enn að miklu Ieyti ósnortin og því mikið verkefni sem bíður vísindamanna. Þeir geta fengið þarna tækifæri til vísinda- iðkana sem hvergi eru tiltæk ann- ars staðar til að lesa úr ýmsum náttúrufyrirbærum. Þær niðurstöð- ur gætu komið öllum jarðarbúum til góða. A Suðurheimskautslandinu má rekja jarðsöguna allt aftur til júra- tímabilsins fyrir 200 miiljónum ára þegar þetta land var statt á hita- beltissvæði jarðar, áfast Indlandi og þakið skógargróðri og fjöl- breyttri skriðdýrafaunu, frumstæð- um spendýrum og fuglum. Fyrir 160 milljónum ára hófst síðan sú breyting sem leiddi til núverandi stöðu á hnettinum. Suðurheim- skautslandið er talið ein þurrasta eyðimörk á jörðinni, þótt undarlegt megi virðast vegna þess að hún er hulin snjó. Snjórinn nær aldrei að bráðna svo nokkru nemi. Allan ársins hring er 98% af fastalandinu snævi þakið, þótt sól sé á lofti hálft árið. Geislar hennar falla svo skáhallt að þeir ná ekki að bræða nema lítinn hluta af snjónum. Þarna er saman safnað 90% af jökl- um sem fyrirfinnast á jörðinni og þeir geyma 68% af birgðum þess ferska vatns sem kostur er á. Ferska vatnið er eins og allir vita grundvöllur allra lífsskilyrða. Með ströndinni er mjó snjólaus landræma. Á henni, við hana og í sjónum framundan er auðugt dýra- líf. Það freistaði veiði- og sjómanna — t.d. hvalveiðimanna á árum áð- ur. En mannlíf þarna er enginn hægðarleikur. Það þarf hreysti bæði til líkama og sálar til að þola langa dvöl á þessum slóðum. Reyndar var þaðjíka álit útlend- inga á manniífi á íslandi á öldum áður eins og sjá má af frægum ferðabókum. En málefni Suður- heimskautslandsins snerta íslend- inga eins og aðrar þjóðir. Líklega skiljum við mikilvægi umhverfis- verndar í þessum heimshluta betur en margar aðrar þjóðir og ættum því^ að láta til okkar heyra. í „Time Magazine" birtist nýlega löng grein um þetta mál. Henni lýkur með þessum orðum: „... Ef til vill gefst þjóðum jarðar þarna tækifæri til að læra að lifa í sátt við náttúruna og lögmál hennar. Takist vel til um verndun gæti lífrí- ki þar verið orðið jafn auðugt eftir eina öld og það var fyrir 200 árum þegar maðurinn steig þar fyrst fæti.“ eftir Huldu Vultýsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.