Morgunblaðið - 23.06.1991, Blaðsíða 10
FÓLK ó öllum aldri hef ur
tekió nýja tegund af
hjólasótt. Yfir landió
hef ur undanfarin 4-5 ár
rióió fjallah jólabylg ja
svo mikil aó enginn telst
lengur maóur meó
mönnum nema eiga
slikan grip. Aó minnsta
kosti i sumum kreósum.
Fjallahjólin koma i
ýmsum útfærslum, allt
frá þrihjólum i
„fjallahjólastil"
upp i 21 girs
h jólhesta á
200 þúsund krónur
eóa meira.
M.ORáHIíBMÐffiX SUNNffiDAG
'1991
m ---------
Kristinn Björgúlfsson
á leið yfir eina af kvíslum
Elliðaánna.
eftir Guðmund Löve. Myndir: Þorkell.
að er óhætt að segja
að æðið hafi gripið
um sig fyrir alvöru.
Fjallahjólin standa
nú fyrir um helm-
ingi reiðhjólasölu á
íslandi og ekkert lát virðist vera á
vinsældum þeirra. Skýringanna er
ef til vill að leita í gífuriega fjöl-
breyttu framboði þar sem allir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ný della
Hér hafa hlutirnir gerst hratt.
Fyrir fjórum árum var lítið farið að
bera á fjallahjólum hér á landi, en
íslendingar voru meðal fyrstu þjóða
að tileinka sér þessa nýjung. Það er
þó síðastiiðin 2 ár eða svo sem þróun-
in hefur verið sem hröðust.
Fyrst í stað bar mest á útbreiðsl-
unni meðal unglingspilta en nú eru
fararskjótarnir óðum að ryðja sér til
rúms meðal fullorðinna, sem nota
þau jöfnum höndum sem handhæg
og ódýr samgöngutæki og til líkams-
ræktar.
Verkstjórahjól
Þó að hjólreiðar séu í hugum flestra
tengd við frístundir er þessi ferða-
máti útbreiddur í vissum atvinnu-
greinum sem eðli sínu samkvæmt
krefjast handhægra fararskjóta. Sem
dæmi má nefna_ að í álverinu í
Straumsvík og Áburðarverksmiðju
ríkisins á Gufunesi eru íjallahjólin
notuð til innanhússsamgangna. Veg-
aiengdirnar í kerskálum álversins eru
slíkar að hjólin, sem ganga undir
nafninu „verkstjórahjól", eru ,bráð-
nauðsynlegur þáttur í daglegu starfi
þar.
Stærsti kaupendahópur fjallahjóla
hefur hingað til verið karlmenn. Upp
á síðkastið hefur kvenfólkið þó sífellt
látið meira að sér kveða og er þar
nú ört vaxandi notendahópur auk
þess sem aldursdreifingin eykst. Hjól-
in njóta fádæma vinsælda hjá ólík-
ustu hópum; sex ára pollar vita flest-
ir hvað ijallahjól er og frakkaklæddir
miðaldra menn sjást þeysast á þeim
um strætin fram hjá bílalestunum.
„Járnkarl"
Þó að það kunni að hljóma mót-
sagnakennt er talið að um 95% notk-
unar fjallahjóla fari fram á renni-
sléttu malbiki þéttbýlisstaðanna. Þeir
eru tiltölulega fáir sem nota fjalla-
hjólin í þeim tilgangi að fara á fjöll
eða vegleysur eins og nafnið annars
gefur til kynna. í Reykjavík er starf-
andi félagsskapur er nefnist íslenski
fjailahjólaklúbburinn, og skipuleggur
hann „útreiðar" fyrir félagsmenn auk
þess sem nokkuð mun vera um
óformlega hópa sem ferðast saman.
Erlendis hefur sérstök keppnis-
grein rutt sér rúms þar sem fjalla-
hjól leika mikilvægt hlutverk. Grein
þessi hefur verið nefnd „Iron man“
upp á ensku, og er því tilvalið að
kalla hana „Járnkarlinn" á móður-
málinu. Þetta er keppni í þríþraut
þar sem þátttakendur bytja á að
synda 3-4 kílómetra, hjóla svo 160
km yfir fjöll og firnindi, og enda
sprellið á maraþonhlaupi. Keppnir
af þessu tagi hafa einkum verið háð-
ar á Hawaii-eyjum og í Nice í Frakkl-
andi, og segja má að nafn greinarinn-
ar sé lýsandi fyrir þá tegund manna
sem taka þátt í slíku.
Á íslandi er vaxinn fram vísir að
slíkri keppni og var ein slík haldin
þann 8. júní síðastliðinn. Þess ber
að geta að sú var smækkuð útgáfa
af Járnkarlakeppninni, en takmarkið
er að halda keppni í „hálfum Jám-
karli“ innan tíðar.
Aóstöóuleysi
Viðunandi æfingaaðstaða fyrir
hjólreiðafólk á höfuðborgarsvæðinu
er vandfundin. Ellefu hundruð metra
hring á Örfirisey hefur verið lokað,
en þann hring hjóluðu menn gjarnan
enda lítil umferð og minni slysa-
hætta. Sökum þess hve óheppilegt
gatnakerfi Reykjavíkur er fyrir hjól-
reiðafólk við æfingar hefur verið
stungið upp á að leggja hjólabraut í
Laugardalnum þar sem fólk gæti
stundað íþróttina sér til heilsubótar.
Yngri kynslóðin hefur þó alitaf lag
á að bjarga sér og nú hefur Heið-
Kristinn Björgúlfsson í krappri beygju.
Snaevar Sigurésson hjólar í hrauninu á Ellióaár-
hólma.
merkurhringurinn fengið nýtt hlut-
verk sem æfingabraut og hið svokall-
aða „indjánagil" við Elliðaámar í
Breiðhoiti hefur verið nýtt til tor-
færuaksturs og hjólaralls.
Veró og gæói
Fararskjóta þessa má fá í mörg-
um mismunandi útgáfum. Algengt
er að hjólin séu seld „strípuð", sem
sagt fylgihlutalaus með öllu. Notand-
inn þarf þá sjálfur að velja bretti,
bögglabera, ljós, töskur og hverja
þá fylgihluti sem hugurinn girnist,
til að prýða hjólhestinn. _
Hjólin sjálf em ýmist gíralaus, 3,
10, 15, 18, 21 eða jafnvel 28 gíra
og verðið fer að sjálfsögðu að miklu
leyti eftir því. Sem dæmi má nefna
að 21 gírs hjól í meðalgæðaflokki
kostar um 40 þúsund krónur og ofan
á það bætast nauðsynlegustu fylgi-
hlutir, svo heildarverðið verður
gjarnan á bilinu 30-50 þúsund fyrir
gripinn kominn á götuna, allt eftir
kröfum hvers og eins.
Þess ber að geta að einörðustu
stuðningsmenn fjallahjóla vilja meina
að hjól sé ekki ijallahjól nema það
hafí alvörubremsur og gíra, sem var
í raun og vem það sem í upphafi
gerði hjólin að því sem þau em. Auk
þessa telja menn æskilegt að stellið
sé úr léttmálmi og felgurnar úr áli,
en það er skilyrði fyrir góðri bremsu-
verkan í bleytu.
Fylgihlutir, svo sem gírskiptingar,
bremsur og þess háttar, er framleitt
í mismunandi „seríum“. Hver sería
hefur ákveðið númer sem segir að
einhvetju leyti til um gæði viðkom-
andi hlutar. Ef menn kaupa sér dýr-
ustu seríu er hægt að leggja í þetta
jafn mikið eða meira fé en hjólið sjálft
kostaði. Sem dæmi má nefna að
bögglaberi úr léttmálmi getur kostað
6 þúsund krónur, hágæða hnakkur
10 þúsund, töskusett allt að 25 þús-
und og ýmislegt smálegt, svo sem
bretti, ljós og standari nokkur þús-
und krónur samtals.
Vissulega eru þarfir hvers og eins
mismunandi, og það má kannski
segja að einmitt í þessu sé styrkur
fjallahjólanna falinn. Bæði eru gír-
r