Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
ofir i.mi. >r ímoAínwvnra flioAiifmuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
EFNI
Herðubreiðarlindir:
Kreppa er
orðin fær
FERÐAMENN við Herðubreiðar-
lindir gátu komist af staðnum í
gærmorgun eftir að hafa verið
tepptir frá því á fimmtudags-
kvöld vegna vatnavaxta í ánni
Kreppu. Að sögn Kára Kristjáns-
sonar landvarðar náði áin há-
marki um kl. 22 í fyrrakvöld en
þá byrjaði að sjatna mjög hratt
í henni og í gær var orðið fært.
„Áin skolaði leir inn á melana
fyrir neðan okkur en það er að síga
úr þessu og orðið fært,“ sagði Kári
Kristjánsson í samtali við Morgun-
blaðið. í Jökulsá á Fjöllum var enn
töluvert vatn í gærmorgun.
Hópur fólks hafði, að sögn Kára,
þegar yfirgefið svæðið í gærmorg-
un.
Röng mynd-
birtíng
Þau mistök urðu við birtingu
greinar Gunnars Þórissonar bónda
á Fellsenda í blaðinu í gær að með
henni var birt mynd af Gunnari
Þórissyni rekstrarhagfræðingi.
Blaðið biður hlutaðeigandi velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Myndin sem skipverjar um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskóla sjómanna, tóku af Stella Lyra
fyrir norðan land 80. júní, sama dag og skipveijar á Pétri Jónssyni sáu stórt tankskip á reki aust-
norðaustur af Kögri.
Mengunarslysið á Ströndum:
Siglingamálastofnun
leitar að stóru tankskipi
ENN er óvíst um uppruna
mengunarinnar á Ströndum.
Siglingamálastofnun athugar
með skipsferðir á þessum slóð-
um 30. júní, en þá sáu skipveij-
ar á Pétri Jónssyni mörg þús-
und tonna tankskip á reki
austnorðaustur af Kögri. Það
skip hefur ennþá ekki fundist.
Sama dag, 30. júní, tóku skip-
verjar um borð í Sæbjörgu mynd
af stóru skipi á þessum slóðum
sem vakti athygli þeirra. Páll
Hjartarson, deildarstjóri hjá Sigl-
ingamálastofnun, segir að komið
hafi í ljós að myndin sé af hol-
lensku skipi, sem heiti Stella Lyra,
og hafi losað vélarolíu í Hafnar-
firði skömmu áður. Orsakir meng-
unarinnar geti ekki verið að rekja
til þess, þar sem það hafi ekki
haft neitt lýsi um borð.
*
Ari Skúlason hagfræðingur ASI:
Horfur í efnahagslífinu
ekki verið verri í áratugi
HORFUR í efnahagslífinu hafa ekki verið verri í áratugi að sögn Ara
Skúlasonar, hagfræðings ASI. I nýjum drögum Þjóðhagsstofnunar að
þjóðhagsspá fyrir þetta og næstu ár kemur fram að kaupmáttur er
talinn munu aukast um 1% á þessu ári i stað 2% í siðustu spá og að á
næsta ári rými kaupmáttur um 1,5%. Þá er búist við að viðskiptahalli
vaxi úr 13 milljörðum á þessu ári í 17,5 milljarða á næsta ári.
Ari var spurður um afleiðingar
þessarar þróunar fyrir almenning,
en eins og fram hefur komið ríkir
nú lengsta stöðnunartímabil í
íslenskum þjóðarbúskap í nærri sex
áratugi. „Það verða auðvitað færri
krónur til þess að draga fram lífíð.
Það verður erfíðara að ná endum
saman,“ sagði hann.
í drögum Þjóðhagsstofnunar er
spáð samdrætti á næsta ári og
minni bata á þessu ári en áður.
Þjóðarútgjöld eru talin munu auk-
ast um 2,6% í ár, en standa í stað
á næsta ári. Útflutningur vöru og
þjónustu er talinn dragast saman
um 4,2% á þessu ári og 2,8% á því
næsta, innflutningur aukast um
1,9% í ár en minnka um 1,5% á
næsta ári. Verg landsframleiðsla
er talin munu aukast um 0,3% á
þessu ári, en dragast saman um
0,5-2% á næsta ári, eftir því hvort
álver verður byggt eða ekki.
Verðbólga er talin verða 7% á
þessu ári miðað við síðasta ár og
6% á því næsta. Verðbólga innan
ársins nú er talin verða 8% og 4%
á næsta ári. Atvinnuleysi er talið
munu aukast lítillega á næsta ári
og verða 1,9%.
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar sagði í samtali við
Morgunblaðið að til þess að tryggja
sambærileg lífskjör hér á landi og
annars staðar sé nauðsynlegt að
við búum við það í framtíðinni að
hagvöxtur verði á bilinu 2-3% að
jafnaði og stöðugleiki sé í efna-
hagsiífínu. „Ég held að vandinn sé
einmitt sá, að þetta markmið hefur
alls ekki náðst að undanförnu. Það
stafar af því að hér hefur ekki
byggst upp nein öflug útflutnings-
grein við hliðina á sjávarútveginum
sem virðist vera kominn á eða far-
inn að nálgast endimörk vaxtar og
ný eða nýjar greinar sem bera uppi
hagvaxtarskeið á næsta áratug
verða að koma til. Sjávarútvegurinn
hefur haldið uppi hagvextinum hér
í 90 ár og nú verða aðrar greinar
að taka við keflinu, svo maður noti
íþróttamál, og bera það áfram,“
sagði Þórður.
Sjá „Á köldum klaka“ á bls. 10.
Tvísýnt um að landsmót
UMFI verði á Laugarvatni
Viðræður hafnar um að Selfyssingar haldi mótið
I nurramr'ilni v ^—*
Laugarvatni.
NÚ ER orðið tvísýnt um að 21. landsmót ungmennafélaganna geti far-
ið fram á Laugarvatni sumarið 1993 eins og stefnt hefur verið að.
Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) sem tekið hefur að sér að halda
mótið hefur ekki enn fengið undirritaðan samning við íþróttamiðstöð
Islands sem tryggir að aðstaða verði tilbúin á réttum tíma til að halda
mótið. Bygging nýs aðalleikvangs tekur allt að tveimur árum.
Samningur milli HSK og ÍMÍ um
aðstöðuna á Laugarvatni hefur legið
fynr síðan í byijun mars. Þar trygg-
ir ÍMÍ að aðstaða verði öll tilbúin á
tilsettum tíma. Meðal þeirrar aðstöðu
sem tiyggja þarf að verði tilbúin er
aðalleikvangurinn með grasvelli og
fjögurra brauta hlaupabraut með sex
beinum brautum lögð gerviefni,
ásamt áhöldum. Einnig þarf að
byggja nýja sundlaug. Þessi aðstaða,
sem byggja þarf, á síðan að nýtast
Miðlunarlón að fyll-
ast vegna vatnavaxta
ÓVENJUMIKIL jökulbráð hefur
valdið miklum vatnavöxtum í ám
á hálendinu og er vatnsbúskapur
Landsvirkjunar með besta móti
um þessar mundir, að sögn Jó-
hanns Más Maríussonar, aðstoð-
arforstjóra Landsvirkjunar.
„Þórisvatn er orðið fullt og nýja
miðlunarlónið við Blöndu ætti að
fyllast eftir tíu daga. Allar forða-
geymslur eru fullar og það boðar
gott fyrir veturinn,1; sagði hann.
„Góður vatnsbúskapur hefur góð
áhrif á reksturinn næsta vetur,“
sagði Jóhann en jafnframt að þetta
hefði engin áhrif á gangsetningu
Blönduvirkjunar. Þar gengi allt
samkvæmt áætlun.
íþróttakennaraskólanum og íþrótt-
amiðstöðinni eftir mótið. Aætlað er
að bygging aðalleikvangs á Laugar-
vatni kosti á bilinu 50 til 70 milljón-
ir og sundlaugum 30 til 40 milljónir.
Heimamenn á Laugarvatni og
stjórn íþróttamiðstöðvarinnar eru
allir mjög jákvæðir fyrir samnings-
gerðinni og landsmótshaldinu en þar
sem allar eignir skólanna, landsvæði
og mannvirki heyra undir mennta-
málaráðuneytið verður samþykki og
trygging fjármagns til framkvæmd-
anna að koma þaðan. Þar með stend-
ur og fellur landsmótshald á Laugar-
vatni með undirskrift ríkisvaldsins.
Drög að samningi HSK og ÍMÍ
voru lögð fyrir fyrrverandi mennta-
málaráðherra 9. apríl sl. Fjórtánda
maí sendi landsmótsnefnd HSK svo
ítrekun til núverandi ráðherra um
að svar þurfi að liggja fyrir 15. júní
en hefur ekkerí svar fengið.
Að sögn formanns nefndarinnar
sér hún fram á tímaþröng við undir-
búninginn vegna þessa dráttar á
svari ráðuneytisins. Bygging aðal-
leikvangs í viðunandi ástandi til
keppni tekur allt að tveimur árum.
Nefndin hefur því óskað eftir viðræð-
um við Selfossbæ um þann mögu-
leika að halda mótið þar.
Ef mótið verður haldið á Selfossi
tekur Selfossbær á sig kostnað við
byggingu allra mannvirkja, sem eru
fullbúinn fijálsíþróttavöllur og úti-
sundlaug. Landsmótin sem haldin
eru á þriggja ára fresti eru alltaf
stórviðburður og draga að sér mikla
athygli.
Vegna sumarleyfa í menntamála-
ráðuneytinu tókst fréttaritara ekki
að fá svör þaðan um þetta mál.
- Kárl
Hörður Vil-
hjálmsson sett-
ur útvarpssljóri
HÖRÐUR Vilhjálmsson fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins hefur verið
settur útvarpssljóri tímabundið.
Markús Öm Antonsson lætur á
mánudaginn af störfum útvarps-
stjóra og tekur við starfi borgar-
stjóra í Reykjavík daginn eftir.
Hörður Vilhjálmsson mun gegna
starfí útvarpsstjóra uns nýr út-
varpsstjóri hefur verið ráðinn.
►1-40 ffitrgmþfabfoi
Á köldum klaka
►Lengsta kyrrstöðutímabil
íslensks efnahagslífs í nærri 60
ár stendur nú yfir og sést ekki
fyrir endann á því, en ef ekkert
verður að gert situr hér hnípin
þjóð á köldum klaka á meðan
lífskjörin batna í nágrannalöndun-
um. verður /10
Mikilvægi íslands
eykst
►Viðtal við Manfred Wömer,
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins. /14
Fjölmiðlabllða
►Sumarið 1991 verður eflaust
skráð á spjöld sögunnar sem mollu-
sumarið mikla, en veðurfræðingar
segja að það beri alls ekki að taka
því sem forboða um breytta veðr-
áttu á íslandi því að í raun og
veru sé þetta ekkert óvenjulegt.
/16
Anna á mig
►Við uppgröftinn á Stóruborg
undir Eyjafjöllum komu í ljós bæj-
arrústir, þær elstu frá 12. og 13.
öld og fundust þar 5.000 hvers-
dagshlutir fólks sem hafði byggt
og búið á sama bæjarstæðinu öld-
um saman. Nú stendur yfir sýning
á þessum hlutum./18
Ég sef helst ekki
þessa björtu og blíðu
mánuði
►i heimsókn hjá Ama Birni Har-
aldssyni í Svanvik á landamærum
Noregs og Sovétríkjanna /32
B
HEIMILI/
FASTEIGNIR
► 1-24
Þrjár systur
►Það er varla nökkuð karlmann-
legra en bílaverkstæði og bílavöm-
verslun, púströr og hljóðkútar.
Hvernig í ósköpunum stendur þá
á því að það era þrír kvenmenn
sem stjórna Fjöðrinni, þessu gam-
algróna varahlutafyrirtæki sem
systumar Sigríður, Pálína og Bára
keyptu af föður sínum fyir þremur
árum? /1
Síðasti guðfaðirinn
►John Gotti er skuggahlið
ameríska draumsins: götustrákur-
inn sem varð foringi öflugustu
glæpasamtaka Bandaríkjanna. /4
Spunnið í Skíðadal
►Ung norsk bóndakona viðheldur
gömlum íslenskum hefðum við að
vinna band, spinnur á rokk og litar
úr hráefni sem hún fær úr fjósinu
og ofan af fjalli. /6
Þýsku vofunni líkaði
vögguvísan
►Rósa Einarsdóttir á Akranesi
rifjar upp gamla tíma er hún var
skipsþema á Lyrunni./lO
Sælureiturinn
►Flest eigum við okkur draum
um paradís á jörðu. sumir láta sér
drauminn nægja en aðrir láta hann
rætast og eiga sér sælureit þar sem
þeir dvelja löngum stundum. /14
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 36
Dagbók 8 Gárur 39
Hugvekja 9 Mannlífsstr. 9c
Leiðari 20 Fjölmiðlar 18
Helgispjall 20 Kvikmyndir 20
Reykjavíkurbréf 20 Dægurtonlist 21
Myndasögur 22 Menningstr. 22
Brids 22 Minningar 24c
Stjörnuspá 22 Bíó/dans 26c
Skák 22 Afömumvegi 28c
Fólk í fréttum 34 Velvakandi 28c
Karlar 34 Samsafnið 30c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—6—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4