Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 11
MORGtjNBLAÐtÐ' SUNNUDÁGtfö 14/JÚLÍ 1991
ina í vor og samanburður við aðrar
þjóðir verður íslendingum heldur
óhagstæður. Þó er ekki sama hvaða
þjóðir er borið saman við. Það fékk
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
að heyra um dagmn: „Það var at-
hyglisvert að ræða við bankamann
sem hér var á ferð, sem sagði við
mig að sér þætti nú ástandið hér
alls ekki svo bölvað, við ættum alveg
sömu möguleika að ná árangri eins
og til dæmis Tékkar eða Ungveijar.
Það sem kom mér á óvart var, að
honum fannst sjálfsagt að flokka
okkur með, að vísu ekki Pólveijum
og Rússum, en Tékkum og Ungveij-
um, líkt og við værum að verulegu
leyti langt á eftir Vestur-Evrópu-
þjóðunum á ýmsum sviðum. Honum
fannst þetta sjálfsagður hlutur,“
sagði Friðrik í samtali við Morgnn-
blaðið.
Stöðnun í áratug
Er þetta svona alvarlegt? Ari
Skúlason hagfræðingur Alþýðusam-
bandsins segir: „Ef maður horfir
blákalt á dæmið, þá hlýtur maður
að gera sér grein fyrir því að þetta
er alveg grafalvarlegt. Þetta er lang-
versta staða sem ég hef horft fram
á síðan ég byijaði að vasast i þessu.
Við höfum verið í lægð í 4-5 ár,
þjóðartekjumar núna eru á álíka
stað og þær voru 1987. Við sjáum
fram á að í íslensku atvinnulífi hefur
ekkert gerst, ekki neitt á heilum
áratug. Þar hefur verið hrein stöðn-
un. Allt það sem hefur verið farið út
í og hefur átt að bjarga okkur eins
og til dæmis refurinn, fiskeldið,
lífefnaiðnaðurinn og svo framvegis,
hefur runnið út í sandinn. Þetta
hefur allt mistekist. Afli hefur ekk-
ert aukist, þannig að það hefur ekk-
ert bæst við til að við gætum haft
það betra.“
Ekki er lýsingin fögur hjá Ara og
ekki vill hann gefa neinar gyllivonir:
„Það verða auðvitað færri krónur til
þess að draga fram lífið. Það verður
erfiðara að ná endum saman.“ Ofan
á þetta bætast hækkandi kostnaðar-
liðir og nefnir Ari þar dæmi af lyfja-
verði og hugsanlegum gjöldum fyrir
þjónustu hins opinbera. „Allar þess-
ar breytingar bitna mun harðar á
þeim sem síst skyldi eins og barna-
fólki með lægri tekjur. Staða þessa
fólks verður illbærileg."
Ekki sambærilegt við ’67-’68
Þetta vekur ekki miklar né bjartar
vonir um betri tíð í nánustu framtíð
og ekki heldur svar Þórðar Friðjóns-
sonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar
þegar hann var spurður hvort við
ynnum okkur ekki út úr þessu eins
og til dæmis eftir samdráttinn á
árunum 1967-’68.
„Samdráttartímabilið ’67-’68
stafaði einfaldlega af því að það
varð aflabrestur, sérstaklega á
síldinni, og reyndar fóru verðfall á
öðrum afurðum og aflabresturinn
saman. Þetta er í raun og veru ekki
sambærilegt að því leyti að þá kom
samdráttur eftir mjög góð ár, en
núna er kyrrstaða í efnahagslífínu
og hagvöxtur hefur verið mun hæg-
ari hér en annars staðar síðastliðin
✓
Hótel Island býður ykkur velkomin til að njóta gistingar og veitinga
í nýjum og hrífandi húsakynnum.
EINSTAKLEGA VEL GLÆSILEGIR
ÚTBÚIN HERBERGI VEITINGASALIR
björt og rúmgóð með
sjónvarpi, síma, bar
og baðherbergi.
til að njóta góðra
veitinga og félags-
skapar hvort sem
það er á Café íslandi
yfir hressandi kaffi-
bolla eða girnilegum
margrétta matseðli.
SKEMMTISTAÐUR-
INN VINSÆLI
í vesturálmu hótels-
ins mun áfram slá
taktinn af miklu fjöri
í skemmtanalífi
landsmanna.
H O T E L
ISLAND
Ármúla 9,108 Reykjavík
Sími 68899.9
Við höfum opnað
STÓRGLÆSILEGT OG HEILLANDIHÓTEL