Morgunblaðið - 14.07.1991, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK 3UNNUDAGUR 14-JÚLÍ 1991
1T\ A T*er sunnudagur 14. júlí, 195. dagurársins
1991.7. sd. eftir Trínitatis. Árdegisflóð í
Reykjavík er kl. 8.13 og síðdegisflóð kl. 20.33. Fjara kl.
2.05 og kl. 14.16. Sólarupprás í Rvík kl. 3.36 og sólarlag
kl. 23.29. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.34 ogtunglið er
í suðri kl. 16.10. (Almanak Háskóla íslands.)
Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við
Krist Jesú. (1. Kor, 1,30.)
ÁRNAÐ HEILLA
HJÓNABAND.
Þessi brúðhjón,
Brynhildur
Auðbjargar-
dóttir og Gísli
Jónsson, voru
gefin saman í
Fríkirkjunni í
Hafnarfirði.
Heimili þeirra er
í Tjarnarlundi
18, Akureyri. Sr.
Einar Eyjóifsson
gaf þau saman.
(Mynd, Hafnar-
firði.)
HJÓNA-
BAND. Þessi
brúðhjón Inga
Gunnarsdótt-
ir og Þröstur
Ólafsson voru
gefin saman í
hjónaband í
Háteigskirkju.
Heimili þeirra
er í Þverási 8,
Rvík. Sr. Tóm-
as Sveinsson
gaf brúðhjónin
saman. (Ljós-
myndarinn J.
Long).
^7 pT ára afmæli. Á morgun,
f tJ 15. júlí, er 75 ára
Júlíana Valtýsdóttir hús-
móðir og fyrrum sauma-
kona, Furugrund 18, Kópa-
vogi. Hún verður að heiman
afmælisdaginn.
r7/\ára afmæli. í dag, 14.
I U þ.m., er sjötugur
Finnbogi Einarsson pípu-
lagningameistari, Loga-
landi 32, Rvík. Kona hans
er Hólmfríður Bergey Gests-
dóttir. Þau verða í faðmi fjöl-
skyldunnar og vina í dag,
afmælisdaginn, á heimili sínu.
^ P^ára afmæli. í dag, 14.
I t) júlí, er 75 ára Guð-
mundur Ólafsson fyrrv.
verkstjóri í Mjólkursamsöl-
unni. Hann er að heiman.
Stöllurnar Eva Hrönn Petersen og Henný S. Bjarnadótt-
ir efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun
kirkjunnar, fyrir nokkru. Þær söfnuðu 2.800 krónum.
Landsbaukinn tryggir rekstur Álafoss til áramóta:
Bankinn vill taka
þrotabúið á leigu
Er nema von þú glápir, lambið mitt. Hér sit ég, íhaldsgaurinn, á framsóknarskammelinu og
prjóna nærhöld á berrassaða Rússakomma ...
FRÉTTIR/MANNAMÓT
VINNUVIKAN sem hefst á
morgun er hin 29. á þessu ári.
PÓSTUR & sími. Sam-
göngumálaráðuneytið aug-
lýsir í nýlegu Lögbirtinga-
blaði lausa stöðu stöðvar-
stjóra Pósts & síma í Kópa-
vogi. Ráðuneytið setur um-
sóknarfrestinn til 19. þ.m.
HÁSKÓLINN á Akureyri
augl. í Lögbirtingi lausar
stöður dósents í hjúkrunar-
fræði, og tveggja lektora í
hjúkrunarfræði.
HÁSKÓLINN á Akureyri
augl. í Lögbirtingi eftir dósent
og lektor í hjúkrunarfræðum,
við heilbrigðisdeild og stöðu
lektors í sálfræði, við sömu
deild, 50% starf. Þá er laus
staða við rannsóknarstofuna.
Tekið er fram að æskilegt sé
að umsækjandi hafi meina-
tæknipróf. Lektors- og dós-
entsstöðurnar eru með um-
sóknarfrest til 1. ágúst, en
staðan á rannsóknarstofunni
til 20. júií.
SAMVERKAMENN móður
Tereseu halda mánaðarlegan
fund sinn mánudagskvöld á
Hávallagötu 16, kl. 20.30.
DÝRFIRÐINGAFÉL. fer í
árlega sumarferð sína í Kerl-
ingarfjöll dagana 19.-21. júlí
næstkomandi. Nánari uppl.
um ferðina eru veittar í s.
641599.
í LÆKNADEILD Háskól-
ans hefur Kristín Björns-
dóttir verið skipuð lektor í
hjúkrunarfræði með almenna
hjúkrunarfræði sem aðal-
kennslugrein við námsbraut í
hjúkrunarfræði. Þetta er tilk.
í Lögbirtingablaðinu. Þess er
þar jafnframt getið að Guð-
mundur Sigurðsson læknir
hafi fengið lausn frá hluta-
stöðu lektors við læknadeild-
ina, að, eigin ósk.
VIÐEY. í dag verða tónleikar
í Viðeyjarkirkju. Leikið verð-
ur á orgel, flautu og langspil.
Marteinn _ Friðriksson,
Magnea Árnadóttir og
Ólafur Kjartan Sigurðsson
leika á þessi hljóðfæri. Slík
hljóðfæri voru á heimilinu í
Viðeyjarstofu er Magnús
Stephensen bjó þar. Tónlistin
sem flutt verður er frá 18.
öld. Að tónleikunum loknum
verður staðarskoðun: saga
Viðeyjar rakin m.m., gengið
um hlaðið við Viðeyjarstofu.
Tónleikarnir hefjast kl. 14.15.
Bátsferð út í eyna er kl. 13.
HREPPSTJÓRASTAÐA.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðar-
sýslu augl. í Lögbirtingi lausa
stöðu hreppstjóra Árskógs-
hrepps þar í sýslunni. Sýslu-
maður setur umsóknarfrest-
inn til 23. þ.m.
BARNADEILD Heilsu-
verndarstöðvarinnar við Bar-
ónsstíg hefur opið hús fyrir
foreldra ungra barna næst-
komandi þriðjudag kl. 15-16.
Umræðuefnið verður þá:
bijóstagjöf.
FRIÐLÝSING æðarvarps.
Sýslumaðurinn í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu augl. í
Lögbirtingi um friðlýsingu
æðarvarps í landi Þyrils,
Brekku, Bjarteyjarsands,
Hrafnabjarga, Ferstiklu I.
og Ferstiklu II. og Kata-
ness. Ábúendur þessara jarða
hafa óskað eftir friðlýsing-
unni með vísan til laga um
friðlýsingu æðarvarps. Er
gerð grein fyrir mörkum
hinna friðlýstu svæða. í frið-
lýsingunni felst að frá 15.
apríl til 14. júlí ár hvert eru
öll skot bönnuð nær æðar-
varpinu en 2 km. Á sama tíma
eru netalagnir bannaðar nær
varpinu en 'A km frá stór-
straumsfjöru.
FÉL. eldri borgara hefur
opið hús í dag í Goðheimum
við Sigtún og verður spilað.
í kvöld verður dansað kl. 20.
Fyrirhuguð er ferð upp í
Skorradal um næstu helgi,
20. júlí. Skrifstofa fél. gefur
nánari uppl.
DÓMTÚLKAR. Dóms- og
kirkjumálaráðuneytið tilk. í
nýlegum Lögbirtingi að það
hafi veitt Ingólfi Klausen
löggildingpi til að vera dóm-
túlkur og skjalaþýðandi á og
úr ítölsku. Og samskonar lög-
gildingu ráðuneytisins hafa
hlotið Jakob R. Möller og
Anna Hólmfríður Yates,
bæði dómtúlkar og þýðendur
á og úr ensku.
LÁRÉTT: - 1 kústum, 5
fiskur, 8 híma, 9 til sölu, 11
árafjöldi, 14 fúsk, 15 um-
hyggja, 16 jurt, 17 þegar, 19
visnað gras, 21 beltið, 23
gamla, 25 happ, 26 æpir, 27
tangi.
KIRKJUSTARF
FELLA- og Hólakirkja.
Fyrirbænir í kirkjunni mánu-
dagskvöld kl. 18.
SKIPIIM
REYKJAVÍKURHÖFN.
í dag er Kyndill væntanlegur
af ströndinni. Á morgun er
Brúarfoss væntanlegur að
utan. Þá verður daglangt í
Sundahöfn skemmtiferða-
skipið Feodor Dostojevskíj
og þá er væntanlegt erl. leigu-
skip, Laura Helena.
HAFNARFJARÐAR-
HÖFN. í dag er Lagarfoss
væntanlegur að utan og
væntanlegt er súrálsskip til
Straumsvíkur.
LÓÐRÉTT: - 2 tryllta, 3
dveljast, 4 úldin, 5 vitrar, 6
frostskemmd, 7 spils, 9 aflar
vel, 10 tungumálið, 12 tusk-
an, 13 laghnífs, 18 borðandi,
20 bor, 21 ljóð, 23 lést, 24
ending.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - l fálki, 5 askar, 8 Óðinn, 9 villu, 11 gæsin,
14 nói, 15 natin, 16 nárar, 17 inn, 19 lóan, 21 ansa, 22
ungling, 25 tes, 26 áli, 27 ati.
LOÐRÉTT: - 2 ári, 3 kól, 4 Iðunni, 5 anginn, 6 snæ, 7
aki, 9 vandlát, 10 látlaus, 12 stranga, 13 nartaði, 18 núll,
20 NN, 21 an, 23 gá, 24 II.