Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 12
itfei UUl. ,M HU0ACIUHMU8 QIGAjaHUOHOM
12
12 ár eða svo, en fram til 1980 jókst.
hagvöxtur að meðaltali mun hraðar
hér á landi heldur en í öðrum lönd-
um. Það eru aðrar aðstæður að því
leyti að með góðum rökum er hægt
að halda því fram að samdrátturinn
’67-’68 væri af sérstaklega tíma-
bundnum aðstæðum, en það er miklu
erfiðara að halda því fram núna, þar
sem mun líklegra er talið að búið
sé að fullnýta sjávarauðlindina meira
og minna og hagvöxturinn verði að
koma annars staðar frá. Samdrátt-
artíminn '67-68 stóð reyndar ekki
yfir nema í tvö til þijú ár, en við
sjáum ekki fyrir endann á þessu.
Það eru fimm ár sem virðast í sjón-
máli í röð, frá 1988, og þau verða
fleiri ef ekki verður af byggingu
álvers," sagði Þórður.
Þetta er sem sagt ekki sveifla,
heldur varanlegt ástand ef ekki kem-
ur álver og eitthvað fleira en fiskur-
inn á miðunum til að standa undir
lífskjörunum hér. Fleiri lýsa þessu á
svipaðan hátt. „Ég held að maður
verði að segja að þetta sé stöðnun,
ekki kreppa því að þetta er ekki
mikill afturkippur eða öldudalur og
ég held að það sé ljóst í aðalatriðum
að þetta stafar af því að við gátum
ekki gengið nær fiskstofnunum,
einkum þorskinum, en búið er að
gera. Spurning hvort ekki er búið
að taka út forskot á sæluna og veiða
of mikið. Við gátum haldið þessu
gangandi með því að færa út land-
helgina og reka útlendinga burtu,
en nú þurfum við að herða að okkur
sjálfum," sagði Guðmundur Magn-
ússon prófessor við Háskóla Islands.
Vaðið út í óvissuna
Þegar nánar er skoðað hvað veld-
ur stöðnuninni ber allt að sama
brunni. íslendingar hafa um of
einblínt á fískinn. Aukin velmegun
síðustu ára og áratuga hefur skap-
ast öðru fremur af vaxandi afla og
hækkandi afurðaverði. Ekki hefur
þó að öllu leyti verið setið auðum
höndum varðandi aðrar atvinnu-
greinar. En þar hefur á veigamiklum
sviðum tekist hrapallega til, saman-
ber fískeldið og refaræktina. „Mér
sýnist að það sem hefur gerst í fí-
skeldinu sé svipað og með fjölbrauta-
skólana, það á að gera einhverja til-
raun, en hún er gerð í svo stórum
stíl, að það er engin tilraun lengur
heldur er vaðið út í óvissuna. Síðan
vakna menn upp við það, að þeir
hefðu átt að standa öðru vísi að
þessu og þess vegna átt að gera til-
raun,“ sagði Guðmundur Magnús-
son.
Auðlindin fullnýtt
„Meginástæðan fyrir þessu er, að
mínu viti einfaldlega sú að aflaaukn-
ing úr sjó á síðustu tíu, tólf árum
hefur engin orðið,“ sagði Þórður
Friðjónsson. „Við erum að veiða
nánast sama afiamagn að verðmæti
eins og 1980. Hagvöxturinn fram
til 1980, alveg frá því að hagvöxtur
hófst hér i byrjun aldarinnar, hefur
jú byggst á vexti og viðgangi sjávar-
útvegs. Hann hefur byggst á því að
við tókum fyrst vélbáta og togara í
þjónustu okkar og fengum síðan
smám saman yfirráð yfir auðlindinni
og það virðist einfaldlega vera þann-
ig að um þetta bil, um 1980, erum
við nokkum veginn komin að þeim
mörkum að fullnýta fískimiðirt í aðal-
atriðum. Það er vissulega svigrúm
til heidur meiri nýtingar með mark-
vissari fiskveiðistjórnun, gæðakröf-
um og stöðugleika í efnahagslífínu,
en við höfum ekki lengur þennan
möguleika að veiða að marki miklu
meira. Auðlindin sjálf er fullnýtt.
Þetta held ég að sé meginskýringin
á því að við stöndum frammi fyrir
efnahagslegri stöðnun, það hefur
ekki komið neitt nýtt sem hefur
aukið útflutningstekjumar og til
þess að hagvöxtur hér verði sam-
bærilegur og í nágrannalöndunum,
það er að segja 2-3% á ári, þá þurfa
útflutningstekjur að aukast um 3-4%
á ári.
í þessu felst að til viðbótar við
sjávarútveg verður að koma einhver
grein, eða greinar, sem leiða til að
jafnaði 3-4% aukningar í útflutn-
ingstekjum á ári. Það er lykillinn
að vexti og viðgangi efnahagslífs-
ins.“
Okeypis auðlind
Hefði verið hægt að gera betur
þannig að við værum ekki nú jafn
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
Morgu'nblaðið/Sverrir
Hafa Íslendingar verió fastir í neti einhæfrar atvinnuuppbyggingar undanfarin ár og áratugi
og súpa nú seyðið af því í versnandi lífskjörum?
Guðmundur Magnússon Ari Skúlason
háð sjávarútvegi og raun ber vitni?
Guðmundur Magnússon segir: „Þá
kemur maður auðvitað í fyrsta lagi
að umræðunni um stöðu annarra
útflutningsgreina gagnvart sjávar-
útvegi og að hann fær ókeypis auð-
lind. Síðan er honum haldið í járnum
með gengisskráningunni til þess að
hann eyði ekki arðinum af þessu í
ennþá meiri offjárfestingu, sem þýð-
ir að þetta er óhagstætt gagnvart
öðmm útflutningsgreinum.
Ef litið er yfír tímabilið alveg frá
1914, þá er raungengið 1914 og í
kring um 1990 svipað, þannig að
þar komum við að þessari umræðu
um hlunnindagjald á sjávarútvég-
inn.“ Guðmundur sagði að lækkun
gengis, samfara hlunnindagjaldi á
sjávarútveg hefði þau áhrif, að sjáv-
arútvegurinn verði eins settur, þann-
ig að gengislækkunin lendi á öllum,
bæði í sjávarútvegi og annars stað-
ar. „Það þýðir þá auðvitað betri sam-
keppnisstöðu annarra greina," sagði
hann. „Hins vegar liggur fyrir, að
hvort sem þetta er gert eða ekki,
þá er hægt að ná fram hagræðingu
í sjávarútvegi með öðmm hætti,
þannig að þetta er ekki forsenda
hagræðingarinnar, heldur meira
spuming um afraksturinn, ekki síst
fyrir aðrar greinar. “
Þórður Friðjónsson var spurður
um þessa leið. „Það er auðvitað al-
veg Ijóst að ef breyting yrði gerð í
þessa veru, þá má með þeim hætti
stuðla að betri almennum rekstrar-
skilyrðum fyrir aðrar greinar en
sjávarútveginn og þar með stuðla
að því að þær geti dafnað,“ sagði
hann. „Þetta er hins vegar flókið og
ákaflega viðkvæmt mál. Að sjálf-
sögðu fæli það í sér tímabundna
aukningu á verðbólgu, en ýmsir hafa
sýnt fram á það með nokkuð gildum
rökum að með þessum hætti mætti
treysta starfsskilyrði annarra greina
en sjávarútvegsins, án þess að
skerða starfsskilyrði sjávarútvegs-
ins. Það er vissulega ástæða til þess
að menn velti þessu að minnsta kosti
fyrir sér, hugsi um það og fari ræki-
lega í gegn um það, án þess að gefa
sér fyrirfram niðurstöðuna í þeim
efnum.“
Gjald í stað hafta
Bjarni Bragi Jónsson hjá Seðla-
bankanum segir að menn hafi alltaf
verið haldnir þeirri reginfirru að
ræða veiðigjald í samhengi við eitt-
hvert gefíð gengi að öðru leyti, að
verið sé að taka af sjávarútveginum.
„Það er engin leið að afráða svoleið-
is nema í samhengi við gengið, þann-
ig að ef við hefðum rekið þá stefnu,
að takmarka sóknina og þá fjár-
magnsráðstöfun sem hefur farið í
sjávarútveginn með gjaldtöku í stað-
inn fyrir með höftum, —ég held að
verði að kalla það höft — þá stæðum
við uppi með töluvert betri sam-
keppnisstöðu iðnaðar og þjónustu-
greina,“ Scigði hann.
Hann sagði jafnframt að mjög
áberandi hafi verið allt frá 1983, að
samkeppnisstaða útflutningsiðnaðar
hafí hrapað.
Landflótti
Ljóst er að eitthvað verður að
gera til að bæta ástandið ef illa á
ekki að fara. Þórður Friðjónsson lýs-
ir horfunum nánar: „Fari svo eins
og drögin gera ráð fyrir að lands-
framleiðslan minnki, á bilinu frá
hálfu upp í tvö prósent, þá er lands-
framteiðslan töluvert minni á næsta
ári heldur en hún var 1987 og þetta
er lengra tímabil kyrrstöðu í efna-
hagslífínu heldur en við þekkjum í
hálfa öld, sem er auðvitað mjög
mikið áhyggjuefni. Jafnvel þó að sé
tekið tillit til þess að álver verði
reist, þá er hagvöxturinn á árunum
1993 til 1996, eins og hann er í
þessum drögum, að vísu mjög
sveiflukenndur, en að meðaltali er
hann minni heldur en í helstu við-
skiptalöndum.
Þetta felur í sér að jafnvel þó að
nýtt álver verði byggt, þá erum við
ekki að tala um að aftur dragi sam-
an með íslandi og öðrum þjóðum
heldur kannski í besta lagi verði
haldið í horfinu. Nýtt álver dugir
ekki til. Nú hafa ekki verið teknar
ákvarðanir um álverið, og verði það
ekki reist, þá horfir í raun og veru
þunglega um næstu ár.
Mönnum hættir svolítið til þess
að líta á núllpunkt sem eitthvað ás-
ættanlegt, en það er að sjálfsögðu
ekki viðunandi að standa í stað.
Aðrar þjóðir eru að auka hagvöxt
lijá sér um 2,5-3% á ári og ef við
ætlum að njóta sambærilegra
lífskjara og þær í framtíðinni, þá
verður það sama að gerast hér.
Ef stöðnun verður áfram í efna-
hagslífinu, þá er líklegt að fólks-
flutningar verði frá landinu, og er í
raun og veru augljóst að það hlýtur
að leiða til þess,“ sagði Þórður.
Ekki bráðabirgðalausnir
Hvað á að gera til að snúa þróun-
inni við? „Nú fer umræða í gang um
það hvernig við getum nýtt okkar
hugvit í eitthvað annað, efla almenn-
an iðnað og svo framvegis. Svo
gleyma menn þessu bara þegar
þorskurinn fer að ganga aftur. Það
sem ég ráðlegg mönnum er að gera
nú einhveijar aðgerðir sem eru til
langframa, en sitja ekki annars veg-
ar við orðin tóm og hins vegar hlaupa
upp til handa og fóta og vera m_eð
einhveijar bráðabirgðalausnir. Ég
held að það sé málið, og huga betur
að almennum rekstrarskilyrðum at-
vinnulífsins bæði inn á við og út á
við,“ sagði Guðmundur Magnússon.
„Það sem er helst hlutverk stjórn-
valda í þessu sambandi er að við-
halda stöðugieika og jafnvægi í þjóð-
arbúskapnum. Á því leikur enginn
vafi að óróleiki — sveiflur í verð-
bólgu og spenna í þjóðarbúskapnum
gætu leitt til þess að myndin af
næstu árum yrði mun dekkri en
þessi,“ sagði Þórður Friðjónsson. í
ljósi hrakfara fiskeldis og refaræktar
kvaðst hann draga í efa að hyggi-
legt sé fyrir stjórnvöld að ganga
lengra heldur en að einbeita sér að
því að viðhalda stöðugleika í efna-
hagslífinu og ef til vill að sinna rann-
sóknarverkefnum og slíkum afmörk-
uðum verkefnum, frekar en að beita
sér fyrir uppbyggingu ákveðinna
greina.
Á bara að láta menn í friði?
„Þær atvinnugreinar sem átti að
koma upp að miklu leyti fyrir til-
stilli stjórnvalda hafa ekki gengið.
Það þarf kannski ekki að þýða að
það sé stjórnvöldum að kenna. Hins
vegar eru aðrar greinar sem stjórn-
völd hafa ekkert skipt sér af eins
og ferðaþjónusta, sem er eiginlega
eini atvinnuvegurinn sem hefur eitt-
hvað braggast og skilað auknum
útflutningstekjum. Af þessu má
spyija: A bara að láta menn vera í
friði? Leyfa þeim að vasast áfram
og þá kemur þetta af sjálfu sér? Þá
getur maður kannski spurt í viðbót:
Hvemig væri ferðaþjónustan ef
stjórnvöld hefðu stutt hana líka?
Væri hún ekki miklu öflugri? Þetta
er svolítið flókið samspil. Ég held
að það sé alveg gefið mál, og það
er enginn nýr sannleikur, að við er-
um með alltof einhliða atvinnulíf,“
sagði Ari Skúlason.
„Það er afskaplega erfitt að benda
á einhveija hlutlæga möguleika og
menn hafa í rauninni alltaf verið að
flaska á því, að þeir geti sagt úr
hugsjónaræðupúlti að þessa og þessa
grein skuli taka úpp og hún sé lof-
andi. Við höfum auðvitað uppskorið
hver vonbrigðin af öðrum í þeim
efnum,“ sagði Bjarni Bragi Jónsson.
„Auðvitað er höfuðatriðið að færa
annan fótinn af sjávarútveginum,
vera ekki með báða fætur á honum,
yfir á ymsar aðrar auðlindir og hug-
vitsgreinar.
Eitt það allra besta sem hægt er
að gera til að örva til framtaks er
að skilyrðin séu áframhaldandi róleg
og engar hættur á verðbólgu eða
gengissprengingum^ eða þess hátt-
ar,“ sagði hann.
Bjargráðin
Niðurstaðan er sú, að þjóðin er á
köldum klaka stödd í efnahagslegu
tilliti, og þegar á næsta ári er sýnt
að lífskjörin munu versna. Ef álverið
verður byggt, þá lagast staðan tíma-
bundið. Komi ekki til verulegs vaxt-
ar annarra atvinnugreina en sjávar-
útvegs höldum við áfram að dragast
aftur úr nágrannaþjóðunum. Sjávar-
útvegurinn gefur takmarkaða vaxt-
armöguleika, batinn gæti komið frá
orkulindunum, almennum iðnaði,
ferðaþjónustu og hugviti lands-
manna. Stjómvöld geta átt hlut að
máli með því að skapa almenn skil-
yrði fyrir athafnir einstaklinga og
fyrirtækja, og tryggja stöðugleika í
efnahagslífinu. Álmenningur getur
tekið þátt í sókninni með minni
neyslu og auknum sparnaði sem
skapar stöðugleika og eflir atvinn-
ulífið. Samningar við Evrópubanda-
lagið, til dæmis um EES, gætu hjálp-
að á margvíslegan hátt, tenging
krónunnar við Evrópumyntina gæti
skapað nauðsynlegan stöðugleika og
loks má nefna hið umdeilda veiði-
eða hlunnindagjald sem sumir segja
að efli aðrar atvinnugreinar án þess
að íþyngja sjávarútveginum, sé rétt
að málum staðið. Umfram allt virð-
ist þó niðurstaðan vera þessi: Stjórn-
völd takmarki afskipti sín af atvinn-
ulífinu við að skapa almenn skilyrði
og tryggja efnahagslegan stöðug-
leika.
Bjartsýnisrödd
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra á síðasta orðið, reyndar bjart-
sýnisorð í öllum ótíðindunum: „Ég
hef fulla trú á því, að ef Islendingar
fá frelsi til að sýna það sem í þeim
býr, þá geti verið framundan góðir
tímar og hagvaxtarskeið. Ef við
hugsum þannig að við þurfum að
bíða af okkur élið og leggjum árar
í bát á meðan, þá tökumst við aldr-
ei á við vandamálið.”