Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 14
Viðtol: Steingrímur Sigurgeirsson. Mynd: Kristján G. Arngrímsson. MANFRED Wörner, f ramkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir i viótali vid Morgunblaóió að þó ekki sé útilokaó, aó sá samdráttur i herafla bandalagsrikjanna, sem nú á sér staó, muni einnig hafa einhver áhrif á íslandi, þá telji hann óliklegt aó veruleg fækkun verói hér i herafla. Ef eitthvaó er muni hin breytta staóa i heimsmálum gera hernaóarlega stöóu íslands enn mikilvægari en áóur. Wörner tók vió embætti f ramkvæmdast jóra i júli 1988 en áóur hafói hann um langt skeió verió i forystu þýskra stjórnmála. Afskipti Wörners, sem er fæddur árió 1934, af stjórnmálum hófust á sjötta áratugnum i heimahéraói hans, sambandslandinu Baden-Wiirttemberg. Hann var kosinn á sambandsþingió i Bonn fyrir flokk kristilegra demókrata árió 1965 og gegndi þingmannsembætti allt þar til hann tók vió framkvæmdastjórastöóunni hjá NATO. Hann var einnig um árabil formaóur varnarmálanef ndar þýska þingsins og varnarmálaráóherra Þýskalands 1982-1988. eir atburðir sem átt hafa sérstað íEvrópu á undanförnum misserum hafa breytt heimsmynd okkar á örskömmum tíma. Aðhve miklu leyti hefur Atlanthafsbandalagið aðlagað sigþessum nýja veruleika? „Við erum að vinna af fullum krafti að því að gera grundvallarbreytingar á bandalaginu okkar. Þessi vinna er mjög langt á veg komin og við munum ljúka henni á leiðtogafundinum sem haldinn verður í Róm 7.-8. nóvember nk. Helstu breytingarnar eru á þremur sviðum. í fyrsta lagi á því hemaðarlega, við verðum að endurskipuleggja herafla okkar í ljósi nýrrar hemaðarstefnu. I öðru lagi á stjórnmálasviðinu vegna breyttra samskipta við ríki Austur-Evrópu. Við höfum tekið upp stjórnmálasamstarf við þau og stefnum að samskiptum sem einkennast af samvinnu í stað átaka. í þriðja lagi verðum við svo að styrkja hina evrópsku stoð Atlantshafsbandalagsins. Á þessum leiðtogafundi í Róm munum við kynna hið nýja bandalag, skýra hlutverk þess og verkefni og taka lokaákvarðanirnar á þeim þremur sviðum sem ég nefndi áðan.“ Tryggingarfélag gegn hættuástandi — Hver er að yðar mati hélstá ógnunin viðöryggiNATO-ríkjanna eftir að Varsjárbandalagið leystist upp ífrumeindir sínar? „Við stöndum ekki lengur frammi fyrir neinni bráðri yfirvofandi hættu. Guði sé lof. Við þurfum ekki heldur á neinni slíkri Manf red Wörner framkvæmdastjóri NATO i viótali vió Morgunblaóió

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.