Morgunblaðið - 14.07.1991, Page 16

Morgunblaðið - 14.07.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 i 4 í \ eftir Guómund Löve GÓÐVIÐRIÐ sem leikið hefur við langflesta landsmenn að undanförnu var mörgum sem af himnum sent. Þó nú sé aftur hrokkið í sama gamla farið og sumarið orðið líkara því sem við eigurn að venjast, lifir minningin enn í brjóstum vorum og sumarið 1991 verður eflaust skráð á spjöld sögunnar sem mollusumarið mikla. En hvað var það eiginlega sem gerð- ist? Það ber alls ekki að taka svona löguðu sem forboða um breytta veðráttu á íslandi og þetta er í raun og veru alls ekkert óvenjulegt," voru varnaðarorð veðurfræðings nokkurs í eyru blaðamanns sem bar sig eftir skýringum á furðufyr- irbærinu. Máli sínu til stuðnings benti hann á að miklir hlýindakaflar suðvest- anlands hefðu verið sumrin 1939 og 1976, og einnig að nokkru leyti 1980. Hitastigið í Reykjavík hefur til dæmis enn ekki farið yfir þau 24,3 stig er mældust 9. júlí 1976. Það vill réyndar til að heitasti dagurinn í Reykjavík sem af er þessu sumri var einnig 9. júlí, en þá mældust 23,2 stig — rúmlega gráðu undir metinu fyrir nákvæmlega 15 árum. Blíðviðrinu olli tunga af heitu lofti sem kom sunnan úr Atl- antshafí og Azóreyjum. Henni stýrði kerfi hæða og lægða, sem vegna nokkuð óvenjulegrar legu í langan tíma, veitti hlýja loftinu í átt til landsins. Tilviljun ein réð að ísland lenti í miðjum loftstraumnum og eybúar á hjara veraldar fengu að kynnast hvernig er að búa við meginlandsloftslag. En böggull fylgdi skammrifí, því eins og flestir hljóta að hafa tekið eftir var Ioftið einkar mett- að og skyggni lélegt víðast hvar. Mistrið átti rætur sínar að rekja til mengunar og rykagna frá Evrópu, sem á leið yfír hafíð tóku í sig raka og urðu að því sem á ensku hefur verið kallað „smog“, sem reyndar er hnyttin samsetning úr „smoke“ og „fog“, reyk og þoku. Lesandan- um er látið eftir að smíða íslenskt orð yfir sama. Þó loftið frá Suður-Atlants- hafi sé hlýtt, kólna neðstu lög þess fljótt á Ieið yfír hafið, og þegar það kemur að veðurmæl- ingastöðvum á ströndum lands- ins verður ekki vart við neitt óvenjulegt — lofthitinn mælist svipaður og sjávarhitinn. Það er ekki fyrr en loftið fer yfir fjöll og ámóta „ójöfnur" að það kemst á það rót og blandast það þá heita loftinu sem nú er í um eins kílómetra hæð. Þá snar- hitnar loftið niðri við jörð og mælarnir tjúka upp. Það er því ekki aðeins nauðsynlegt að sólar njóti 'og heitt loft streymi að landinu, heldur verður einnig að vera nægur vindur til að það blandist við neðstu loftlögin. Þetta skýrir einnig „góðviðris- leysið“ sem þjakað hefur íbúa suðausturhluta landsins. Hvað varðar veðurfar al- mennt hér á landi má sjá að hægfara breyting til lengri tíma leynist undir eðlilegum hita- sveiflum frá ári til árs eða degi til dags. Þannig má segja að kalt tímabil í okkar heimshluta hafi verið frá 1860—1920, heitt frá 1920—1960 og aftur kaldara 1960—1970. Það ber þó að taka fram -að breytingar síðustu 30 ára eru ekki marktækar ennþá, og verða að skoðast í víðara samhengi þegar lengra er um liðið. Kortin Til að átta sig betur á hvað er um að vera í háloftunum þegar svona viðrar, er gagnlegt að hafa samanburð, og því get- ur hér að líta tvö kort allmis- munandi. Fyrra kortið sýnir hið dæmi- gerða íslenska sumarveður, ef hægt er að tala um slíkt. Þar liggja kuldaskil í átt til landsins og beina köldu lofti úr suðvestri upp að suður- og vesturströnd- inni með tilheyrandi gráma, súld eða tilfallandi skúrum. Þennan júlídag fyrir tveimur árum var 9 stiga hiti í Reykjavík og eng- inn hafði á orði hve veðrið væri yndislegt. Síðara kortið sýnir hins vegar stöðu mála mánudaginn 8. þessa mánaðar þegar sem best viðraði hér til lands. Hlýja loftið var þá komið langt „að heiman" og baðar ísland suðrænum vind- um. Það var þó einungis heppi- Ieg tilviljun að sólskin hafí verið mestallan tímann; það hefði allt eins getað verið skýjað þó hitinn hefði þá auðvitað verið lægri. Þó veðursældin léki við menn og skepnur lék hún landið grátt. Uppblástur og þurrkar geta valdið gróðurspjöllum sem getur tekið langan tíma að bæta, og er það enn ein sönnun þess að ekkert fæst fyrir ekki neitt. Kannski má samt segja að mesta góðviðrið hafí ríkt í íjölm- iðlum, því eftir á að hyggja er svona veðrátta ekkert einsdæmi þó hitinn hafí verið örlítið hærri suðvestanlands en venjulegt er. Gott var meðan á stóð, en ís- land er nú sem betur fer ísland þrátt fyrir allt. sumarveöu migert isie. Svöl suðyestan- átt með/Vætu á Suður- og . HLYTT LOFT Hlýirausti suðaustan■ Mbl./KG SENNILEGAFRA SKAPARANUM ALÞÝÐUVEÐURFRÆÐINGA eigum við íslendingar marga. Þeir vinna starf sitt í hljóði, hver í sinni sveit, og berast ekki mikið á. Morgunblaðið náði tali af einum þeirra, Svanbjörgu Sigurðardóttur, húsfreyju á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Er þetta alveg einstöú blíða sem við höfum upplifað núna til skamms tíma? „Nei, þetta er ekkert einstakt fyrirbæri. Veðráttan var ekki ósvip- uð þessu nú síðast árið 1984. Þá hófum við slátt 25. júní, en í sumar byijuðum við fimm dögum fyrr og það er það snemmsta sem við höfum farið af stað. Þá komu einmitt eins og núna smávegis deyfur nokkra daga, en það sumar var mjög gott hér þó það hafi verið slæmt fyrir sunnan. Ég man að þegar við vorum búin með heyskapinn sagði ég si- svona að mér væri svo sem sama þó þeir fengju nú góða veðrið þarna fyrir sunnan, en svo fengu þeir það ekki samt. Þá var sól allan ágúst hér fyrir austan og hefur ekki kom- ið annar eins ágústmánuður síðan. Annars finnst mér fólk allt of fljótt að gleyma því góða, eins og til dæmis sumrinu 1988. Það var alveg sérlega gott sumar þar til rigningamar byijuðu 9. júlí.“ — Hvaðan hefurðu allar þessar upplýsingar? „Það hefur verið skrifuð dagbók hér í rúm 30 ár, og ef mig langar að vita eitthvað kíki ég bara í hana. Þar er að finna eitt og annað um veðrið gegnum tíðina. og auðvitað heilmikið um búskapinn. Það sem gerir þetta vor sérstakt í saman- burði við önnur er að það var hægt Svanbjörg Sigurðardóttir. að bera svo snemma á, því bæði var snjóléttur vetur og lítið frost í jörðu. Þó það hafi svosem komið svona gott veður önnur sumur hef- ur maður einfaldlega ekki haft neitt til að slá, eins og til dæmis árið 1988, og það er reginmunurinn. Núna hitti blíðviðrið hins vegar beint í mark.“ — Hveiju þakkarðu svo góða veðrið að undanförnu? „Ég get ekki þakkað það neinum — ekki nema þá kannski skaparan- um.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.