Morgunblaðið - 14.07.1991, Page 17

Morgunblaðið - 14.07.1991, Page 17
I MÖBÖUNBl^TifÉUsUNíWÖÁðíJl^ ÍÖM'ÉÍ' (Í9fc 1 Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir Kristinn Rúnar Tryggvason, sem kosinn var knapi mótsins. Kelduhverfi: Hestamannamót Feykis við Óxarfjörð Hraunbrún, Kelduhverfi. HESTAMANNAMÓT Feykis við Öxarfjörð var haldið helgina 6. og 7. júlí. Mótið var haldið í svonefndum Eyjardal, vestan við eyjuna eða „hóftunguna" í Ásbyrgi. Jafnhliða mótinu var verið að vígja formlega þetta svæði sem er glæsilegt og aðstaða öll ótrúlega góð. Framkvæmdir hafa staðið yfir á mótssvæðinu síðan sumarið 1988 og hafa félagsmenn sem eru aðeins 60 að tölu unnið mjög mikla sjálfboðavinnu við að koma upp þessari aðstöðu. Þama eru bæði 250 metra malarhringvöllur og líka 400 metra kappreiða- braut, þakin grasi. Einnig eru þama snyrtingar með rennandi vatni. Frábært veður var báða móts- dagana, sólskin og yfir 20 stiga hiti. Á laugardeginum var keppt í A- og B-flokki gæðinga og unglingaflokkum. Helstu úrslit urðu þessi: A- flokkur. Efstur varð Logi með einkunnina 7,77. Knapi: Helgi Árnason. Eigandi: Þóra Jóseps- dóttir. B-flokkur. Efstur varð Kóngur með einkunnina 7,96. Knapi: Helgi Árnason. Eigandi: Kristjana Helgadóttir. Unglingar, yngri flokkur. Efstur varð Einar Atli Helgason á hesti sínum Tuma. Þess má geta að Einar Atli er sonur Helga sem sigraði í A- og B-flokki, en þeir feðgar eru frá Hjarðarási. Knapi mótsins var valinn Kristinn Pétur Tryggvason og hestur mótsins var valinn Kóng- ur, eigandi Kristjana Helgadóttir. Um kvöldmat á laugardag var svo grillað og síðan var kvöld- vaka og þar á eftir var haldinn dansleikur i Skúlagarði. Þangað fóru margir af mótsgestum sem voru allstaðar að úr héraðinu. Mótinu var svo haldið áfram á sunnudeginum og lauk því síðdegis. - Inga 30-70% AFSLATTUR ■ Bútasaumsefni ■ Bómullarefni ■ Viscose-efni ■ Barnaefni o.m.fl. B Ú Ð I R N A R BYKO Mætum öll! Aðkoma fyrir áhorfendur að sandgrasvellinum er sú sama og að Kópavogsvelli. Bifreiðastæði eru við Fífuhvamms- veginn og miðasalan er við norðurhlið Kópavogsvallar. ÍSLANDSMÓTIÐ l.DEILD •• SANDGRASVOLLURINN í KÓPAVOGI Breiðablik - Stjarnan í kvöld kl. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.