Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 18
GI reei íjiil ji auoAauvivi’JS aiGAjanuoHOM 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991-.-.-.. Viö uppgröftinn á Stóruborg undir Eyjafjöllum komu í Ijós bæjarrústir, þærelstufrá f 2. og 13. öld, og fundustþar 5.000 hversdagshlutir fólks sem hafði byggt og búið á sama bæjarstæðinu öldum saman. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur TÝNDI Anna á Stóruborg skrautprjóninum sinum i bæjargöngunum þegar hún flýtti sér á fund elskhug- ans? Eóa átti hann einhver önnur kona sem var aó veróa of sein i messu? Þannig gæti leik- maóur spurt sig, en senni- lega hafa íslenskar konur á mióöldum Steinker eða ísskápur húsfreyja fyrr á öldum. Kerið var stærsti hluturinn sem fannst, grafinn í búr- gólf og líklega notaður til að geyma í matvæli. ekki átt von á þvi aó menn fyndu gripi þeirra rúmum f jögur hundruó árum seinna. Vió uppgröftinn á Stóru- borg undir Eyjafjöllum fundust um 5.000 hlutir sem tilheyróu Skrautprjónn eða laufaprjónn, daglegu lífi fólks- ins á um- ræddum bæ, en hann hafói frá 12. öld staóió á hól nióri vió sjó. SnældusnúAur frá 16. eða 17. öld. Á honum er áletrunin „Anna á mig“. Hvort hin eina og sanna Anna frá Stóruborg átti hann Grima frá 17. öld, sennilega notuð í leikjum sem tengdust viki- vakadönsum. Teningur, sennilega frá 18. öld. Einnig fannst kotruspil og taflmenn, sá elsti frá 15. öld og sá yngsti frá 18. öld, og sýnir það að landinn hefur dundað sér við að tefla. Hárkambur frá 13. til 15. öld. Kamburinn er útskorinn úr beini, hin mesta listasmíð. Förusandurinn hafði grafið og nagað grundirnar fyrir framan Stóruborg að sunnanverðu og var bær- inn því fluttur árið 1840, en gamli bæjarhóllinn var á góðri leið með að hverfa undír sjó með ómetanleg- um heimildum um íslenskt þjóðlíf. Þórður Tómasson safnvörður í Skógum hafði fylgst með svæðinu síðan 1960 og safnað hlutum sem brimið braut úr rústunum. Vakti hann athygli á þeirri hættu sem svæðið var í og fór svo að Þjóðminj- asafnið hóf uppgröft á svæðinu árið 1978 undir stjóm Mjallar Snæsdóttur fornleifafræðings. í 13 sumur hefur verið grafið, mokað og skafið og má nú sjá hluta af þeim munum sem fundust á sýn- ingu í Þjóðminjasafninu, eins og fram hefur komið í fréttum. A Stóruborg hefur staðið byggð í a.m.k. 600 ár og hafa húsin verið endurbyggð hvert yfir öðru, ætíð á sama hólnum. Svæðið sem grafið var á er 70 metra langt og 15-25 metra breitt og mannvistarlögin um 2,5 metrar þar sem þau voru þykk- ust. Skák og músík Uppgröfturinn á Stóruborg er með þeim stærstu hér á landi, og eru munirnir sem fundust af öðrum toga en þeir sem finnast í gröfum, eða í rústum klaustra og embættis- bústaða. „Hlutir sem finnast í gröf- um eru settir þangað viljandi og eru oft skartmunir," segir Mjöll Snæsdóttir, „en það hefur jafnmikla þýðingu að finna hluti sem fólk hefur týnt eða hent, því þeir fræða okkur um hversdagslífið." Morgiinblaðið/Ámi Sæberg Grafiö í kapp við brimið sem bíð- ur þess að geta gleypt gamla bæjar- hólinn fyrir fullt og allt. Fornleifafræð- ingar að störfum á Stóruborg árið 1 984. Myndina tók Mjöll Snæsdótt- ir. Bæjarhóllinn fyrir miðri mynd, séður frá vestri um það leyti sem uppgröftur hófst árið 1978. Gríman góða sem fannst kom til dæmis á óvart, en hún mun hafa verið notuð í leikjum. „Ég býst við að gríman hafi verið notuð í leik sem tengdist vikivakadönsum. Heimildir eru til urri það að menn hafi dulbúið sig í ýmsum leikjum, eins og til að mynda í Hjörtleik, Háuþóruleik og Finngálknsleik, þar sem skrímsli var leikið og fylgdi leiknum söngur og dans,“ segir Mjöll. Forláta taflmenn fundust einnig, sá elsti líklega frá fimmtándu öld og yngsti frá hinni átjándu. Það segir okkur auðvitað það sem við höfum alltaf vitað, að íslendingar voru og eru góðir skákmenn. Þeir voru að sjálfsögðu líka músíkalskir eins og hljóðfæri eitt lítið ber vitni um. Kotru hafa þeir spilað, og börn- in hafa átt sín leikföng, svo eitt og annað hafa menn nú fundið sér til dundurs. Fólk hefur puntað sig eins og ævinlega og fannst eitt og ann- að sem tilheyrir þeirri athöfn eins og laufapijónn, eða skrautpijónn, og útskorinn hárkambur úr beini. En lífið er ekki tómur hégómi og leikur, það þarf að sýsla við eitt og annað i búskapnum, eins og sleggjur og snældusnúður einn út- skorinn gefa til kynna. Á snældusnúðnum stepdur „Anna á mig“, gæti líka verið „Gunna á mig“, og með öndina í hálsinum er fornleifafræðingurinn spurður hvort Anna frá Stóruborg, hin eina og sanna sem Jón Trausti samdi sögu um, hafi kannski átt hann? Mjöll segist nú ekki vilja fullyrða það. „Þessi snældusnúður gæti ver- ið frá 16. eða 17. öld. Anna Vigfús- dóttir bjó á Stóruborg kringum siða-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.