Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 20

Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ SgN^^GUR L4. JÚp 1991 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Skýrsla Hafrann- sóknastofnunar kallar á skjótari hagræðingu Skýrsla Hafrannsóknastofnun- ar um ástand fískistofna hef- ur komið eins og reiðarslag yfir þjóðina. Fólk gerir sér glögga grein fyrir jiví, hver alvara er hér á ferðum. I umræðum um skýrsl- una hafa Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra, og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, hins vegar látið orð falla um fiskveiði- stefnuna almennt í þessu sam- hengi, sem ástæða er til að staldra við. I frétt í Morgunblaðinu sl. miðvikudag sagði m.a.: „Kristján sagði aðspurður, að þessar tillögur hefðu þá þýðingu varðandi áfram- haldandi stjóm fiskveiða, að þær hugmyndir, sem uppi væru im.i að leggja ný gjöld á greinina, fykju út í veður og vind. „Það eru engar forsendur fyrir hugmyndum um skattbyrði á greinioa ...“ í viðtali við sjávarútvegsblað Morgunblaðsins, Úr verinu, sama dag segir Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra: „Loks vona ég að menn átti sig á því, að allt tal um nýjar álögur, ný gjöld eða skatta á sjávarútveginn, hvað sem menn kunna að nefna slíkt, er gjörsamlega út í bláinn við þessar aðstæður." í fréttasamtali við Morgunblað- ið í fyrradag sagði sjávarútvegs- ráðherra ennfremur: „í fjórða lagi nefni ég enn og aftur að menn þurfa að hætta öllu tali um að leggja viðbótarálögur á atvinnu- greinina." Rökin fyrir því, að útgerðin greiði sérstakt gjald fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin, eru margvísleg en í meginatriðum tvíþætt: í fyrsta lagi, að eðlilegt sé að útgerðarmenn greiði sérstakt gjald fyrir afnotarétt af fiskimið- unum, þar sem þessi auðlind er nú takmörkuð og hver og einn getur ekki_ lagt á sjó til þess að veiða fisk. í öðru lagi, að slík gjald- taka muni stuðla að stórfelldri hagræðingu í sjávarútvegi. Enginn hafi gott af því að fá mikil verð- mæti fyrir ekki neitt. Slík hagræð- ing mundi stórbæta afkomu þeirra, sem eftir yrðu í útgerð og sá viðbótarhagnaður mundi auð- velda þeim mjög að greiða þetta gjald. . Þeir, sem mæla með gjaldtöku, hafa sýnt fullan skilning á því, að útgerðin þurfi að fá umþóttun- artíma til þess að laga rekstur sinn að breyttum aðstæðum og hafa opinberlega verið nefnd 5-10 ár í því sambandi. Þegar á það er litið, að umræður um fiskveiðistefnuna snúa að langtímamarkmiðum, sem miða að því að koma sjávarútveg- inum á alveg nýjan grundvöll og munu fyrst og fremst koma þjóð- inni til hagsbóta á nýrri öld, eru engin rök fyrir því hjá sjávarút- vegsráðherra og formanni LÍÚ að reyna að nota skýrslu Hafrann- sóknastofnunar nú til þess að stöðva af umræður um breytta fiskveiðistefnu. Skýrsla Hafrannsóknastofnun- ar getur hins vegar orðið til þess, að menn knýi á um skjótari breyt- ingu á fiskveiðistefnunni en ella. Hvers vegna? Vegna þess, að hún kallar auðvitað á miklu hraðari hagræðingu í sjávarútvegi en talað hefur verið um. Ef við stöndum frammi fyrir þvi að minnka þorsk- aflann um 70 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári er ekkert vit í öðru en fækka mjög þeim skipum, sem sækja þennan afla. Það er ekkert vit í því, að sá floti, sem nú sækir þorskinn á miðin í krafti kvóta- kerfisins, sigli fullum seglum á næsta fiskveiðiári að óbreyttum aðstæðum. Það er ekkert vit í því að eyða allri þeirri olíu, öllum þeim veiðarfærum og greiða allan þann kostnað, sem leiðir af svo óhag- kvæmri sókn í miklu minna magn af fiski. Skýrsla Hafrannsóknastofnun- ar er því miklu fremur vísbending um, að þeir, sem mælt hafa með gjaldtöku fýrir veiðiréttinn en telja að veita eigi útgerðinni umþóttun- artíma upp á 5-10 ár, vilji fara sér of hægt. Þegar í stað verði að gera ráðstafanir til þess að draga úr þeirri miklu eyðslu, sem nú er samfara sókn mikils íjölda skipa í stórminnkandi fiskimagn. Vilji Kristján Ragnarsson og Þorsteinn Pálsson halda því fram, að þetta eigi að gerast með hrað-, ari tilfærslu veiðiheimilda innan flotans í krafti núverandi kvóta- kerfis verða þeir að gera sér grein fyrir því, að þeir útgerðarmenn, sem kaupa þann kvóta, verða að borga fýrir hann þann skatt, sem þeir telja, að útgerðin hafi ekki efni á, en þeir peningar renna bara í vasa annarra útgerðar- manna, en ekki eigenda fískimið- anna, þjóðarinnar allrar. Hvernig ætla sjávarútvegsráðherra og for- maður LÍÚ að koma þessari rök- semdafærslu heim og saman? 1 Í\A ÞAÐ ER -I. • margt sem amar að okkar ágætu þjóð þótt flestir húi við góð kjör og um- hverfið sé ekki síðra en þar sem bezt ger- ist. Samt eiga margir um sárt að binda. Sumir eru jafnvel fátækir í velferðinni miðri. Aðrir eiga fullt í fangi með að láta enda ná saman. Það er í raun gjörsamlega óviðun- andi og engum til sóma, hvorki stjórnmálamönnum né öðrum sem ábyrgðina bera. En velferðarkerfið hefur þó komið í veg fyrir verstu skellina. Fólk er ekki enn farið að búa um sig innan um öskutunnur einsog við sjáum víða erlendis þar- sem utangarðsmenn og fátæklingar eru einskonar háðsmerki við pót- emkíntjöldin. En á sama tíma eru ýmsir önnum kafnir við að sanka að sér eigum almennings. Það er tímaskekkja, ekkert annað. Marx- istar töldu mönnum trú um fólkið ætti að sitja að öllum eignum með þjððnýtingu. Reynt var að fram- kvæma þessa kenningu — eða blindu trú — í hverju landinu á fætur öðru en niðurstaðan hefur alls staðar orðið hin sama; gjald- þrot. Þjóðnýtingaræði hefur hvergi haft annað í för með sér en skort og fátækt. Ólafur Davíðsson hag- fræðingur minntist til gamans á innfluttan brandara í erindi í Rót- arýklúbb Reykjavíkur á dögunum, en þar er varpað fram þeirri spurn- ingu hvað gerðist ef marxistar næðu völdum í Sahara — og það stóð ekki á svörum. Það yrði á skömmum tíma algjör skortur á sandi!! ÞEGAR • halelúja- kór marxista er ekki orðinn annað en eitthvert utangátta þjóðfélags- spangól sem enginn hlustar á leng- ur, þá halda menn, að því er virð- ist, það sé kominn tími til að snúa byltingunni við. Stórlaxar hafí heimild til.að ráðskast með eignir þeirra sem lítið eiga. Eða samasem ekkert. Eða eru á trabantlaunum. Og leggja jafnvel undir sig almenn- ingshlutafélög og auðlindir. Þessi tímaskekkja er ekki upp- örvandi fagnaðarboðskapur í okkar þverstæðukennda þjóðfélagi. Við höfum einatt minnzt á þessar hliðar þjóðfélagsins í Morgunblaðinu, stundum við lítinn fögnuð. Lófa- klappið hefur aðminnstakosti ekki alltaf komið úr salnum þarsem ætla mætti væru þéttsetnir bekkir sjálf- stæðismanna. Þaðan hafa jafnvel heyrzt ókvæðisorð. Samt er Hayek sammála okkur Morgunblaðsmönn- um um aðhald á hlutafjármarkaði. Og ætti raunar ekki að koma nein- um á óvart. Það ætti ekki að þurfa að tönnl- ast á því almenningshlutafélög, stofnuð af fólkinu í landinu eða fjöl- mennum hópum, eru handa þessu sama fólki en ekki séreingasinnum sem allt ætla að gleypa. Fjölmennis- hlutafélög eiga að bera styrk lýð- ræðisins vitni, en ekki veikleika þess. Þau eru tilraun til auðjöfnun- ar uppávið einsog við Eykon nefnd- um það í gamla daga 'en engin leik- föng handa langeygum gróðapung- um einsog Matthías Bjarnason nefndi þá. En ástæðulaust að fjarg- viðrast útaf því enn einu sinni. Þó get ég ekki stillt mig um að minna á kvótann og tilburðina til að leggja undir sig aðalauðlind landsins og gera þannig einskonar byltingu sem gengur þvert á alla þróun, velsæmi og pólitískt siðgæði; ég tala ekki um nú á tímum þegar reynt er að færa völdin til fjöldans, efla lýðræð- islegan þankagang og koma sem flestum þegnum þjóðfélagsins í ein- hveijar álnir. En það eru glám- skyggnir stjórnmálamenn sem ábyrgðina bera. Það eru þeir sem afhenda silfurfatið. -| PP PASTERNAK SEGIR í 1UU« æviminningum sínum umhverfis hann hafi verið byijað að skapa nýjan heim þegar hann var ungur og hann hreifst með og langaði til að taka þátt í þessari sköpun, en sá svo hægt og sígandi það var ekki verið að skapa nýtt samfélag heldur kæfa ungan gróður í fæðingu. Og andspænis Pasternak fullorðnum blasti við óskapnaður kommúnismans. En skáldið neitaði að ganga inní þetta heiðnaberg og þá var honum úthýst einsog öllum merkustu mönnum Sovétríkjanna um sjö áratuga skeið. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall 165 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. júlí Að undanförnu hafa birzt greinar hér í Morgunblaðinu um þá pólitísku stöðu, sem upp er komin í kjölfar kosningaúrslita og stjórnarmyndunar. Höfundar þessara greina eru tveir fýrrverandi flokksmenn í Alþýðubandalaginu, sem hafa gengið til liðs við Alþýðuflokkinn, þau Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Margrét S. Bjömsdóttir, endurmenntunar- stjóri Háskólans, sem áður var í forystu Alþýðubandalagsins í Reykjavík og hefur komið þar töluvert við sögu síðustu árin. Jafnframt birti Morgunblaðið í Stakstein- um sl. miðvikudag kafla úr grein eftir Guðmund Ólafsson, viðskiptafræðing, sem birtist í fréttabréfi Félags frjálslyndra jafn- aðarmanna fyrir skömmu, þar sem fjallað er um svipað efni og Margrét S. Bjöms- dóttir gerði. Að einhveiju leyti virðast greinar þessar sprottnar af umræðum í einhveijum hópi Alþýðuflokksmanna um þá ákvörðun for- ystumanna Alþýðuflokksins að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í ríkis- stjórn eftir kosningamar. Að öðru leyti virðast þær endurspegla töluverða póiitíska geijun innan Alþýðuflokksins, þar sem spurt er spurninga um þær hugmynd- ir um sameiningu jafnaðarmanna í einum flokki, sem hafa verið á döfínni á þeim vígstöðvum í rúma hálfa öld eða eftir að Héðinn Valdimarsson yfírgaf Alþýðuflokk- inn og stofnaði Sósíalistaflokkinn með Kommúnistaflokki íslands. Greinarhöf- undar eiga augljóslega erfítt með að ná áttum varðandi Sjálfstæðisflokkinn en Margrét S. Björnsdóttir og Guðmundur Ólafsson eru einnig að hugleiða nýjar línur í íslenzkum stjórnmálum. Ekki er úr vegi að fjalla svolítið um þau viðhorf, sem fram koma í þessum greinum. Fyrst er nauðsynlegt að fjalla um sögu- skýringar Þrastar Olafssonar varðandi Sjálfstæðisflokkinn. í seinni grein hans, sem birtist hér í blaðinu hinn 20. júní sl. sagði m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn tók við af Framsóknarflokki um og eftir seinna stríð, sem eins konar pólitísk kjölfesta í flokkalitrófí stjórnmálanna. Þeirri stöðu hélt hann fram á áttunda áratuginn, en síðan hefur enginn einn flokkur haft þessa stöðu. Þessu hefur flokkurinn átt erfitt með að una og hafa tveir undanfarnir for- menn, á undan þeim núverandi, mátt taka pokann sinn vegna þess, að þeir hafa ekki náð tökum á flokknum, en þó einkum á þingliði hans.“ Þetta er rangt. Geir Hallgrímsson var formaður Sjálf- stæðisflokksins í heilan áratug eða lengur en nokkur annar maður að Ólafí Thors undanskildum. Hann tók ákvörðun um það nokkuð löngu fyrir landsfundinn, sem hald- inn var haustið 1983, að gefa ekki kost á sér til formennsku á nýjan leik. Þá hafði Geir Hallgrímsson staðið af sér á lands- fundunum 1979 og 1981 tvö mótframboð, í fyrra tilvikinu bauð Albert Guðmundsson sig fram gegn honum, í síðara tilvikinu Pálmi Jónsson. I bæði skiptin var Geir Hallgrímsson endurkjörinn með glæsibrag, sem sýndi yfírgnæfandi stuðning við hann innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði jafnframt staðið af sér stjómarmyndun Gunnars Thoroddsens og leitt Sjálfstæðis- flokkinn sameinaðan til kosninga á ný og náð árangri í þeim kosningum, sem var betri en sá, sem síðan hefur náðst, þótt að vísu hafí ekki munað nema prósentu- broti á úrslitunum þá og nú í vor. Jafn- framt hafði Geir Hallgrímsson leitt Sjálf- stæðisflokkinn inn í ríkisstjóm á ný og hafði reyndar alla forystu um stjómar- myndunina vorið 1983. Það er þvi alröng söguskýring hjá Þresti Ólafssyni, að Geir Hallgrímsson hafí orðið að hætta sem for- maður Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Það var hans eigin ákvörðun og ekkert, sem bendir til annars en að hann hefði hlotið endurkjör á landsfundi haustið 1983 hefði hann sótzt eftir því. Formannsskiptin á landsfundinum sl. vetur eru hins vegar ný saga, sem allir þekkja og ekki ástæða til að fjalla um á nýjan leik, enda var það rækilega gert á þeim tíma. Í jjrein sinni hinn 20. júní sl. segir Þröst- ur Olafsson: „Þegar flokkurinn [þ.e. Sjálf- stæðisflokkurinn, innskot Mbl.] tók ein- arða hugmyndafræðilega afstöðu með at- vinnurekendaarminum í flokknum fyrir kosningarnar 1978 hrandi af honum laun- þega- og verkamannafylgið. Lærdómur- inn, sem flokkurinn dró af því, var að forð- ast stefnumótun og víkja sér undan að taka afstöðu til mála, sem vitað er, að umtalsverður ágreiningur er milli and- stæðra fylkinga innan flokksins." Þetta er Jíka alrangt. í kjarasamningunum, sem gerðir voru í júní 1977, knúði verkalýðshreyfingin fram gersamlega óraunhæfar kjarabæturj eins og hún hefur raunar oft gert áður. I forystugreinum Morgunblaðsins frá þeim tíma má sjá, að blaðið varaði mjög við afleiðingum þessara samninga. Haustið 1977 knúðu opinberir starfsmenn fram samninga, sem gengu jafnvel enn lengra^ m.a. með hörðum verkfallsaðgerðum. I ársbyijun 1978 stóð ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar frammi fyrir þeirri spurn- ingu, hvort hún ætti að fljóta sofandi að feigðarósi eða gera tilraun til þess að koma í veg fyrir hrikalegar afleiðingar þessara kjarasamninga fyrir efnahagslíf þjóðarinn- ar. Ríkisstjómin tók ákvörðun um að tak- ast á við þetta vandamál með lagasetn- ingu, sem nefnd hefur verið febrúarlögin 1978. Viðbrögð verkalýðshreyfíngarinnar voru hin hörðustu í marga áratugi. Undir forystu Alþýðusambands Islands var hafin allsheijar herferð gegn ríkisstjórninni. Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið gengu til liðs við verkalýðshreyfinguna. Þessi herferð stóð í fimm mánuði undir kjörorðinu „Samningana í gildi“. Henni lauk með miklum ósigri stjómarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, í þingkosningunum í júní og ósigri Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórnarkosning- unum í maílok það ár. í maímánuði hafði ríkisstjórnin gert tilraun til þess að milda áhrif febrúarlaganna með bráðabirgðalög- um, sem höfðu lítil sem engin áhrif á stöðu málsins. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði staðið að slíkri lagasetningu, og verkalýðshreyfingin túlk- aði sem árás á sig. Viðreisnarstjómin beitti sér fyrir áþekkri lagasetningu haust- ið 1963 af svipuðum efnislegum ástæðum. Verkalýðshreyfingin blés til mikillar sókn- ar gegn Viðreisnarstjórninni. Átökum var afstýrt á síðustu stundu. Það var eitt síðasta embættisverk Ólafs Thors, sem forsætisráðherra Viðreisnarstjómarinnar að ná sáttum við verkalýðshreyfinguna þá. Til þessa dags hefur ekki verið upplýst, hvor hafði framkvæði að því, Ólafur Thors eða Eðvarð Sigurðsson, þáverandi formað- ur Dagsbrúnar. í þingflokki Alþýðubanda- lagsins á þeim tíma var sagt, að Ólafur hefði hringt. Innan Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma var sagt, að Eðvarð eða Einar Olgeirsson hefðu hringt. Geir Hallgrímsson hafði allan þann tíma, sem hann hafði gegnt formennsku í Sjálf- stæðisflokknum ræktað þau samskipti við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, sem urðu til á viðreisnaráranum. Hann hafði átt mikil og góð samskipti við Björn Jónsson, þáverandi forseta Alþýðusam- bandsins. Enda endurspegluðu átökin á milli ríkisstjórnar hans og verkalýðshreyf- ingarinnar veturinn 1978 ekki sambands- leysi milli Sjálfstæðisflokksins og verka- lýðshreyfíngarinnar. Þau snerast um allt annað. í þeim fólst að langmestu leyti uppgjör milli forystumanna verkalýðs- hreyfíngarinnar og Framsóknarflokksins og þá sérstaklega Ólafs Jóhannessonar vegna stjómarslitanna vorið 1974. Það er alrangt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið þá ályktun af kosningaúrslitun- um 1978, að flokkurinn ætti að „forðast stefnumótun og víkja sér undan að taka afstöðu til mála“, eins og Þröstur Ólafsson segir í grein sinni. Þvert á móti! í kjölfar kosningaúrslitanna 1978 hófust miklar umræður innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem sterkar kröfur komu fram m.a. og ekki sízt frá þeirri kynslóð og þeim ein- staklingum, sem nú eru í forystusveit Sjálf- stæðisflokksins þess efnis, að flokkurinn gengi til kosninga með mjög skýrt mótaða stefnu og segði kjósendum fyrir kosning- ar, hvað hann hygðist gera eftir kosning- ar. Þetta var gert. Hin margumtalaða leift- ursókn gegn verðbólgu varð til vegna þess- ara umræðna. Hún var kosningastefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins í kosningunum, sem fram fóra í desember 1979. í október- mánuði það ár var Sjálfstæðisflokknum spáð helmings fylgi kjósenda í skoðana- könnunum. I desember varð niðurstaðan næst lélegasti árangur í sögu flokksins. Það var í kjölfar þessara kosningaúrslita, sem Sjálfstæðismenn hófu að ræða það sín í milli, að það væri ekki líklegt til árang- urs að leggja fram svo nákvæma stefnu- skrá fyrir kosningar. I umræðum um stefnu eða stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar benti Morgunblaðið á þessa skýringu á því, að Sjálfstæðismenn teldu skynsamlegra að ganga til kosninga á grundvelli meginstefnumiða, sem ekki væra útfærð nánar fyrr en að kosningum loknum, eins og nú er verið að gera. Menn geta svo velt fyrir sér tvennu í þessu sambandi, þegar horft er til baka: hvaða afleiðingar hefði það haft fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar, ef ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefði ekki gripið til þess- ara aðgerða veturinn 1978? Er ekki raun- veraleikinn sá, að með þeim aðgerðum sýndi þáverandi forsætisráðherra og ríkis- stjórn hans mikinn pólitískan kjark, þar sem þjóðarhagur til lengri tíma var settur ofar flokkshag til skemmri tíma? Og hins vegar: hver var uppskera verkalýðshreyf- ingarinnar og flokkanna tveggja, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags? Verkalýðs- hreyfingin hefur gjörbreytt um stefnu í kjaramálum eftir átökin veturinn 1978. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag unnu mesta sigur sögu sinnar í kosningunum vorið 1978. Alþýðuflokkurinn átti kost á að mynda viðreisnarstjórn undir sínu for- sæti sumarið 1978 en þorði ekki. Flokkarn- ir tveir sátu í rúmt ár í ömurlegustu ríkis- stjórn, sem setið hefur að völdum á ís- landi, ríkisstjórn, sem skilaði engum árangri, gat ekkert, gerði ekkert og hrökklaðist frá með þeim hætti, að hún er týnd og tröllum gefin. Hvað er Sjálfstæðis- flokkurinn? BÆÐI ÞRÖSTUR Ólafsson og Mar- grét S. Björnsdóttir eiga erfítt með að átta sig á því, hvað Sj álfstæðisflokkur- inn er. Þröstur Ólafsson segir, eftir að hann hefur skilgreint ranglega ýmiss kon- ar vanda Sjálfstæðisflokksins: „Með rökum má fullyrða, að slík pattstaða hjá pólitísk- um fiokki af stærðargráðu Sjálfstæðis- flokksins standi í vegi fyrir pólitískri þróun í landinu. Umræðan fer einkum fram milli einstaklinga úr Sjálfstæðisflokknum og annarra stjórnmálaflokka i landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem slíkur situr hjá ... Ef stærsti stjórnmálaflokkur landsins get- ur framvegis ekki sinnt skyldum sínum sem pólitískt hreyfiafl í stjórnmálum lands- ins,- verður að knýja fram einhveija pólitíska uppstokkun, sem leysir úr þess- ari pattstöðu Sjálfstæðisflokksins ... Þessi tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins varpar skugga á allt pólitískt samstarf við hann. Hann verður að eftirláta minni flokki allt framkvæði og pólitíska áhættu við mótun stefnu og framkvæmd hennar í öllum helztu stórmálum íslenzkra stjórnmála.“ Margrét S. Björnsdóttir segir í grein hér i blaðinu 29. júní sl.: „Sjálfstæðisflokk- urinn er algerlega tvíátta í þessum málum. í orði er hann flokkur frelsis en þegar kemur að hagsmunum landeigenda, út- vegsmanna og stórfyrirtækja, þá minnir hann helzt á gamlan hreppstjóra." Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn? Sjálf- stæðisflokkurinn er og hefur alltaf verið annað og meira en stjórnmálaflokkur. Hann er þjóðarhreyfing, sem endurspegl- ar, með öllum kostum þess og göllum, þetta fámenna samfélag okkar. Það er í senn styrkleiki flokksins og veikleiki, að hann hefur innan sinna vébanda öll helztu hagsmunaöflin, sem takast á í þessu þjóð- félagi. Þröstur Ólafsson og Margrét S. Björnsdóttir sjá fyrst og fremst veikleikann í þessari uppbyggingu Sjálfstæðisflokks- ins. Morgunblaðið hefur jafnan litið svo á, að í þessu felist helzti styrkleiki flokks- ins. Það er mikil þörf á umbótum í þessu þjóðfélagi. En þeim verður aldrei komið á með stríði, að einhver meirihluti kúgi ein- hvern minnihluta. Það er engin leið að stjórna íslenzku þjóðfélagi nema með mál- amiðlun. Lögum um fiskveiðistjórnun verð- ur ekki breytt nema með málamiðlun á milli útgerðarmanna, sjómanna og annarra þjóðfélagsþegna, eins og margsinnis hefur verið undirstrikað á þessum vettvangi. Það er alveg sama, hvort rætt er um umbætur á sviði fiskveiðistjórnunar, landbúnaðar- stefnu, landsbyggðarpólitíkur eða hvað annað sem er: eigi árangur að nást verður það að gerast með málamiðlun, ekki stríði og hinu endanlega uppgjöri! Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið og er enn helzti vettvangur þessarar málamiðlunar. Þar takast þessi þjóðfélagsöfl á og þar ríkir þrátt fyrir allt ákveðið traust þeirra í milli. Þetta er sú lykilþýðing sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fyrir þetta þjóðfé- lag. Það skiptir ekki máli, hvort umræðum um þjóðfelagslegar umbætur er haldið uppi af þeim, sem skipa forystusveit Sjálf- stæðisflokksins hveiju sinni eða einstakl- ingum innan flokksins. Það sem skiptir máli er, að þessum umræðum sé haldið uppi og að þær hafi smátt og smátt áhrif. Og það getur enginn haldið því fram, að Sjálfstæðismenn séu ekki þátttakendur í þjóðfélagsumræðum. Þeir era þvert á móti þungamiðjan í þeim og í umræðunum af þeirra háfu endurspeglast þau marg- víslegu sjónarmið, sem uppi eru í landinu, hvort sem rætt er um fiskveiðistjórnun eða aðild að EES. Hvorki Alþýðuflokkur né Alþýðubanda- lag geta verið þessi vettvangur málamiðl- unar, sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Raun- ar er hægt að halda því fram, að hvorki Alþýðubandalagið né forverar þess hafi nokkru sinni átt upptök að umræðum, sem að lokum hafa skipt sköpum fyrir fram- vindu samfélags okkar. Þær umræður hafa yfirleitt sprottið upp innan Sjálfstæð- isflokksins og að nokkru leyti Alþýðu- flokksins en þó í miklu ríkara mæli innan Sjálfstæðisflokksins, þegar litið er yfir 60 ára tímabil. Þegar Hannibal Valdimarsson lauk stjórnmálaferli sínum sagði hann í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði alltaf verið jafnaðarmaður, allt annað væri gárur á yfirborðinu. Þannig talar sá, sem hefur yfirsýn. Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins mega ekki blindast svo af dægurdeilum innan flokksins, að þeir missi sjónar á kjarna málsins. Deilurnar innan Sjálfstæð- isflokksins era gárur á yfirborðinu. Þegar horft er yfir sviðið í 60 ár kemur auðvitað í ljós, hvað þessi þjóðarhreyfing, sem Sjálf- stæðisflokkurinn er, hefur verið mikil upp- spretta hugmynda og umræðna, sem mót- að hafa þjóðfélagsþróun okkar. ■■■■■■■■■■I AÐ ÞESSU SÖGÐU Nviar línnr er ástæða tíl að rNyjdrmiUI staldra við þær hugleiðingar, sem foi’vitnilegastar eru í þeim greinum, sem hér hefur verið fjallað um, en það er um- fjöllun Margrétar S. Björnsdóttur um nýja víglínu í íslenzkum stjórnmálum, sem sé að verða til vegna þeirra málefna, sem efst eru á baugi. Margrét S. Björnsdóttir segir í grein sinni: „Síðast liðin ár hafa hins vegar verið að skýrast risavaxnar meinsemdir í íslenzku atvinnulífi, sem stjórnmálaátök þessa áratugar hljóta að snúast að mestu um. Fyrst skal telja ótrú- lega dýrt og óhagkvæmt landbúnaðar- kerfí, sem kostar okkur að óþörfu a.m.k. 15 milljarða króna á ári sé miðað við heims- markaðsverð á landbúnaðarvörum. í annan stað hafa verið að koma í ljós milljarða mistök í íjárfestingum og ráðstöfun at- vinnuvegasjóða ... Þriðja atriðið, sem ég vil nefna, sem reyndar varð ljóst, þegar fyrir tíu árum, en það er offjárfesting í íslenzkum sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu ... Þessi þijú atriði hafa öll haft í för með sér mikla útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð, leitt til krónísks halla á fjárlögum og stórfelldrar skuldasöfnunar ríkisins, sem lögð verður á skattgreiðendur að ógleymdum kynslóðum framtíðarinnar.“ Siðan segir greinarhöfundur: „Flestir íslenzkir stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til þess, hvernig við eigum að komast út úr þessum ógöngum. Annars vegar eru forystumenn og -konur Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, sem virðast ekki sjá aðra leið en þá, að þessi mál lúti áfram forsjá hinna vitru landsfeðra og -mæðra, niðurgreidd úr sjóðum almennings og komandi kyn- slóða. Þótt annað heyrist ekki frá tals- mönnum þessara flokka er mér þó kunn- ugt um áhrifamikla einstaklinga innan þeirra, sem eru annarrar skoðunar. Hins vegar eru þeir sem: Vilja, að landbúnaður á íslandi sé rekinn eins og hver önnur iðngrein án kvóta, án niðurgreiðslna ... Vilja að ríkið taki leigu af kvóta i stað þess að úthluta verðmætustu auðlind þjóð- arinnar ókeypis ... Vilja að hvers kyns einokun stórfyrir- tækja eða samtaka sé aflétt. Vilja erlenda samkeppni við íslenzka bankabáknið ... Vilja jafna vægi atkvæða. Vilja úthýsa þeim ósið íslenzkra stjórn- inálaflokka að troða „sínum“ mönnum í stöður hjá ríkinu eða ríkisfyrirtækjum óháð hæfni þeirra ... Vilja skoða fordómalaust kosti og galla einkavæðingar ...“ Og loks segir greinarhöfundur: „En hvar skyldu vera fylgismenn þessara hug- mynda? Þeir eru fyrst og fremst meðal íslenzks almennings, sem er ekki jafn óskynsamur og stjórnmálamenn virðast oft halda enda borgar hann brúsann en ekki þeir ... Víglínan er hins vegar skýr, annars vegar munu framsóknarmenn allra flokka standa vörð um forneskjuna í íslenzku efnahagslífi. Hins vegar víglinunnar standa (vonandi) nýir banda- menn, jafnaðarmenn og frjálslynt fólk, sem vill allt til vinna, að spádómar Þráins Egg- ertssonar, hagfræðiprófessors, um ísland sem fátækasta ríki álfunnar rætist ekki.“ Þetta era athyglisverð og umræðuverð sjónarmið. Margir munu taka undir þær skoðanir, sem hér er lýst. Aðrir munu spyija, hvort í þessari grein felist röksemd- ir fyrir því, að íslenzka flokkakerfíð riðlist á næstu árum vegna þess, að nýjar mál- efnalínur séu að myndast í íslenzkum stjórnmálum, eins og gerðist snemma á öldinni, þegar úrslitaáfanga var náð i sjálf- stæðisbaráttunni. Það sem að okkur snýr þessa stundina er hins vegar, að stjórnarmyndun Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks tókst vegna málefnalegrar samstöðu þessara tveggja flokka um mörg þau málefni, sem Mar- grét S. Björnsdóttir víkur að. Nú er að sjá, hvort flokkarnir tveir hafa pólitískt bolmagn og þrek til þess að koma þeim umbótum fram. „ Sj álf stæðisflokk- urinn er og hefur alltaf verið annað og meira en stj órnmálaflokk- ur. Hann er þjóð- arhreyfing, sem endurspeglar, með öllum kostum þess og göllum, þetta fámenna samfélag okkar. Það er í senn styrkleiki flokks- ins og veikleiki, að hann hefur innan sinna vé- banda öll helztu hagsmunaöflin, sem takast á í þessu þjóðfélagi. Þröstur Ólafsson og Margrét S. Björnsdóttir sjá fyrst og fremst veikleikann í þessari uppbygg- ingu Sjálfstæðis- flokksins. Morg- unblaðið hefur jafnan litið svo á, að í þessu felist helzti styrkleiki flokksins.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.