Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ATVINN A/RAÐ/SIVSÁ!ííín ji u dagur I I. JUl.I löíll w wm ■ w ■ ■ ii wrm Sölumaður - sölustjóri Við leitum eftir dugmiklum og áreiðanlegum sölumanni til að sjá um sölu og markaðssetn- ingu á sviði gjafa, búsáhalda og snyrtivöru. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudaginn 16. júlí merkt: „Sölugleði - 91 “. Skrifstofustarf Óskum eftir starfskrafti í heilsdagsstarf á fámennum vinnustað til sérhæfðra jafnt sem almennra skrifstofustarfa. Góð enskukunn- átta er nauðsynleg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. til og með þriðjudagsins 16. júlí 1991, merkt- ar: „H - 3975“. Sólgarðsskóli, Eyjafjarðarsveit Lausar eru tvær kennararstöður við skólann. Kennsla yngri þarna, tónmennt, heimilis- fræði, hannyrðir o.fl. Samkennsla árganga. Húsnæði til staðar. Umsóknarfrestur til 19. júlí. Upplýsingar veittar í síma 96-31205 hjá for- manni skólanefndar eða 96-31262/31330 hjá skólastjóra. Organisti óskast! Organisti óskast við Stykkishólmskirkju. Jafnframt er í boði kennsla við Tónlistarskóla Stykkishólms. Nánari upplýsingar veita: Robert Jörgensen, formaður sóknarnefndar, sími 93-81410, og Daði Þór Einarsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Stykkishólms, sími 81565. Vélamenn Óskum eftir vélamanni með meirapróf. Upplýsingar í síma 650877. z Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sérfræðingur í markaðsmálum Okkur vantar sérfræðing í markaðsmálum í spennandi og krefjandi starf á markaðssviði Landsbankans. Æskilegt er að umsækjandi hafi viðskipta- eða hagfræðimenntun. Önnur menntun, starfsreynsla og þekking á fjármálum hafa einnig áhrif. Umsækjandi þarf að geta sýnt frumkvæði í starfi. Laun samkvæmt kjarasamningum S.Í.B. og bankanna. Umsóknarfrsestur er til 23. júlí nk. Umsóknir sendist til Ara F. Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, er gefur nánari upplýsingar. Gröfumaður Viljum ráða vanan gröfumann til starfa nú þegar. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 622700. ÍSTAK Fulltrúi Unglingaheimili ríkisins auglýsir laust starf fulltrúa á skrifstofu heimilisins, Síðumúla 13, Reykjavík. Upplýsingar um stöðuna veitir rekstrarstjóri í síma 689270 milli kl. 9.00-12.00 og 13.00- 16.00. Verkstjóri óskast Traust byggingarfélag óskar eftir að ráða vanan verkstjóra á stóran byggingarstað. Þarf að vera duglegur, traustur og geta unn- ið undir miklu álagi. Nafn og símanúmer óskast sent auglýsinga- deild. Mbl. fyrir 19. júlí 1991 merkt: „V - 1317“. Snyrtivöruverslun Starfskraftur óskast strax í hlutastarf. Þarf að vera vanur verslunarstörfum, á aldrinum 25-40 ára og reyklaus. Laun samkomulag. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. júlí merktar: „NK - 3191“. Aðalbókari Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir að ráða aðalbókara. Umsóknarfrestur til 23. júlí nk. Upplýsingar um starfið verða veittar á skrif- stofu HNR á Suðurlandsbraut 30. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Trésmiðir Óskum að ráða vana trésmiði í uppmælingar- vinnu úti og inni. Árs vinna. Upplýsingar í símum 45473, 73222 og 985-29010. KS-verktakar, Kristján Snorrason. LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar athugið! Nú eru lausar stöður á deildum lyfjasviðs. Ýmist er um fullt starf eða hlutastarf að ræða og ýmis konar vaktafyrirkomulag kem- ur til greina. Lyflækningadeild 11-A. Hjúkrunarfræðingar óskast. Á deildinni eru 18 sjúkrarúm. Aðalá- hersla er lögð á hjúkrun sjúklinga með melting- arfæra-, lungna-, innkirtla- og smitsjúkdóma. Lyflækningadeild 14-E. Hjúkrunarfræðingar óskast. Á deildinni eru 21 sjúkrarúm. Aðalá- hersla er lögð á hjúkrun sjúklinga með hjarta- sjúkdóma. Taugalækningadeild 32-A. Hjúkrunarfræð- ingur og sjúkraliði óskast. Deildin hefur 22 sjúkrarúm og áherslan er á hjúkrun sjúklinga með vefræna taugasjúkdómá. Ýmsar rann- sóknir eru í gangi á deildinni og starfsað- staða mjög góð. Lyflækningadeild 14-G. Sjúkraliðar óskast. Um er að ræða 22 rúma lyflækningadeild með aðaláherslu á hjúkrun sjúklinga með gigtar- og nýrnasjúkdóma. Upplýsingar gefur Hrund Sch. Thorsteins- son, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601290 eða 601300 og deildarstjórar við- komandi deilda. Krabbameinslækningadeild Landspítalans Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar nú á allar vaktir á krabbameins- og lyflækninga- deild 11-E, Landspítala. Á deildinni er einstaklingum með krabba- mein og illkynja blóðsjúkdóma veitt læknis- og hjúkrunarmeðferð. Um er að ræða fjöl- breytt og gefandi starf sem jafnframt reynir á hæfni hjúkrunarfólks. Við leitum því eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum með ein- hverja starfsreynslu. Skipulögð aðlögun hefst í september með tveggja daga námskeiði fyrir nýráðið starfs- fólk. Fræðslufyrirlestrar verða síðan einn eftirmiðdag í viku í 8 vikur ásamt einstakl- ingshæfðri aðlögun á deildinni. Þeir hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar, sem óska eftir því að hefja störf strax, fá einstaklingshæfða aðlögun á deildinni og sækja að sjálfsögðu fræðslufyrirlestra á hausti komandi. Unnið er fjórðu hverja helgi. Starfshlutfall er eftir samkomulagi svo og vaktafyrirkomulagi. Nánari upplýsingar gefa Kristín Sóphusdótt- ir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601225 og Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 601290 eða 601300. Kvennadeild Hjúkrunarfræðingar óskast á kvenlækn- ingadeild 21 A gy og krabbameinslækn- ingadeild kvenna 21 A onc. Hvor deild um sig er með 13 rúm. Næturvakt- ir og helgarvinna er sameiginleg. Unnið er á þrískiptum vöktum og þriðju hverja helgi. Möguleiki er á að ráða sig á sérstakar vaktir. Aðlögunartími miðast við þarfir einstaklings. Ljósmæður - hjúkrunarfræðingar óskast á sængurkvennadeildir. 22 A er með 24 rúm og 22 B 19 rúm. Unnið er á þrískiptum vöktum og aðra hvora helgi. Möguleiki er að ráða sig á sérstakar vaktir. Einstaklingsbundin aðlögunartími. Upplýsingar gefur María Björnsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í símum 601195 og 601300. Barnaspítali Hringsins Sjúkraliðar! Sjúkraliða vantar á vökudeild- gjörgæsludeild nýbura í 50% starf nú þegar eða síðar. Góður aðlögunartími með leiðþeinanda. Unn- in er þriðja hver helgi Fóstrur og/eða þroskaþjálfar óskast til starfa 1. september nk. eða síðar. Um er að ræða tvær stöður. Möguleiki á hlutastarfi. Starfið er fjölbreytt og skemmti- legt fyrir þá sem hafa áhuga á starfi með börnum á ýmsum aldri. Upplýsingar veitir Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601300 eða 601033. Endurhæfingadeild - sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfari óskast nú þegar í fullt starf á taugalækningaeiningu. Viðkomandi tekur þátt í teymisvinnu og lærir á nýtt raförvunar- tæki (SRÖ-starfræn raförvun) sem verður notað bæði í meðferðar- og rannsóknaskyni. Nánari upplýsingar veitir Valgerður Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri sjúkraþjálfunar Landspítalans, í síma 601423. Sjúkraþjálfari óskast frá 1. október nk. á bæklunar- og gigtareiningu. Upplýsingar gefur Steinunn Unnsteinsdóttir, yfirsjúkraþjálfari, í síma 601424.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.