Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
ATVINNUAUQ YSINGAR
Kennarar
Kennara vantar að Stóru-Vogaskóla í Vogum.
Nánari upplýsingar gefa Bergsveinn Auðuns-
son, skólastjóri, í síma 92-46600 og Guðlaug-
ur Atlason, formaður skólanefndar, í síma
92-46501 á kvöldin.
Skólanefnd.
Póstur og sími
óskar að ráða
tæknifræðing í deild gervitunglafjarskipta til
reksturs jarðstöðva á vegum stofnunarinnar.
Þekking á radíófjarskiptum æskileg.
Upplýsingar gefur yfirverkfræðingur, Gústav
Arnar, Landssímahúsinu v/Austurvöll, sími
636000.
Póstur og sími
Kennarar - kennarar
Okkur vantar yfirkennara, íþróttakennara
og almenna kennara að Höfðaskóla, Skaga-
strönd.
Á Skagaströnd eru tæplega 700 íbúar og
erfiskiðnaður undirstaða atvinnulífs. Um 120
nemendur eru í Höfðaskóla í 10 bekkjardeild-
um, þ.e. 12 nemendur að meðaltali í bekk.
Skólinn er vel búinn tækjum og hefur gott
bókasafn. Þá ber að geta þess að sveitarfé-
lagið greiðir kennurum 22% launauppbót.
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri í
síma 95-22919 eða 95-22800, og formaður
skólanefndar í síma 95-22798.
Laus störf
Sérhæfð afgreiðsla (376). Gullfalleg sér-
verslun, sem verður opnuð eftir nokkra daga
óskar að ráða afgreiðslumann strax. Þekkt
vörumerki. Æskilegur vinnutími 15-19. Laug-
ardagsvinna einhver. Mjög góð laun. Æski-
legur aldur 25-40 ára.
Símavarsla (377). Þjónustufyrirtæki óskar
að ráða mann til símavörslu. Vaktavinna.
Mikið álag. Góð frí á milli vakta.
Forritari (235) óskast til starfa hjá hugbúnað-
arfyrirtæki. Starfssvið: Forritun og ráðgjöf.
Þekking á VAX tölvum og UNIX æskileg.
Laust strax.
Vélvirki (359) óskast til starfa hjá stóru deild-
arskiptu innflutnings- og verslunarfyrirtæki.
Starfssvið: Viðgerðir og viðhald þungavinnu-
véla og tækja. Rafmagnsþekking æskileg.
Laust strax.
Verslunarstjóri (365) óskast til starf í vara-
hlutaverslun hjá bifreiðaumboði. Starfssvið:
Verslunarstjórn, erlend og innlend innkaup.
Reynsla af stjórnun ásamt góðri enskukunn-
áttu nauðsynleg. Þekking á varahlutum og
þýskukunnátta æskileg.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
þlöðum, sem iiggja frammi á skrifstofu okkar
merktar númeri viðkomandi starfs.
Hagvangur hf
Grensósvegi 13
Reykjavík
Sími 813666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir
Bifvélavirkjar
Vanur bifvélavirki óskast á verkstæði okkar.
Umsóknum veitir móttöku Hrafnkell Guð-
mundson, verkstjóri.
Globushf.,
Lágmúla 5, sími 681555.
7g] IÐNÞRÓUNARFÉLAG
Í5S EYJAFJARÐAR HF.
Rekstrarráðgjafi
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar eftir að
ráða rekstrarráðgjafa til starfa hjá félaginu.
Stefnt er að því að viðkomandi geti hafið
störf í byrjun september nk., eða samkvæmt
nánara samkomulagi.
Verkefnkrekstrarráðgjafa felast einkum í leit
að nýjum framleiðslumöguleikum, mati á
hugmyndum, ásamt með ýmiskonar við-
skipta- og tæknilegri ráðgjöf við fyrirtæki á
Eyjafjarðarsvæðinu.
í boði er fjölbreytilegt, en um leið krefjandi
starf.
Leitað er að duglegum og traustum starfs-
manni, sem getur haft frumkvæði að verkefn-
um og á auðvelt með að umgangast fólk.
Æskilegt er að rekstrarráðgjafinn hafi há-
skólapróf eða sambærilega menntun í grein-
um, er tengjast viðskiptum og rekstri, svo
sem rekstrartæknifræði, viðskiptafræði eða
rekstrarhagfræði. Nauðsynlegt er að um-
sækjandinn hafi nokkra reynslu úr viðskipta-
lífinu.
Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Magnússon,
framkvæmdastjóri, í síma 96-26200 eða
96-11363.
Skriflegar upplýsingar, er tilgreina aldur,
menntun og fyrri störf, sendist Iðnþróunarfé-
lagi Eyjafjarðar, Geislagötu 5, 600 Akureyri,
fyrir 17 þ.m.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf.
Gæðavottun
Vottun hf. auglýsir eftir starfsmanni til að
leiða starfsemi félagsins.
Um er að ræða nýtt félag í eigu aðila í sjávar-
útvegi, iðnaði, verslun og þjónustu. Hlutverk
starfsmannsins verður að vinna að uppbygg-
ingu þekkingar á úttektum og vottun gæða-
kerfa fyrirtækja og byggja upp skipulag
slíkrar þjónustu fyrir íslensk fyrirtæki í sam-
ræmi við EN-45000 og ISO-9000 staðlana
og aðrar reglur sem gilda um vottunarstarf-
semi.
Starfsmaðurinn verður sendur í þjálfun er-
lendis á vegum fyrirtækisins í úttektum á
gæðakerfum fyrirtækja samkvæt ISO-9000
stöðlunum.
Leitað er að verkfræðingi eða manni með
sambærilega menntun og minnst 4 ára
starfsreynslu. Hann þarf að hafa góða mála-
kunnáttu og vera vel að sér í rekstri fyrir-
tækja. Æskilegt er einnig að hann hafi
trausta þekkingu og reynslu í gæðastjórnun.
Viðkomandi þarf að hafa stjórnunarhæfileika,
vera opinn og eiga gott með að setja sig inn
í verklag og skipulag fyrirtækja. Hann þarf
að geta starfað í fullum trúnaði við fyrirtæk-
in og geta að þjálfun lokinni lagt sjálfstætt
mat á gæðakerfi þeirra og skorið úr um at-
riði hjá fyrirtækjunum, sem standast ekki
kröfur.
Boðið er upp á spennandi og nýtt starf í
nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf í Ijósi
nýrra strauma og í alþjóðlegum viðskiptum.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsreynslu, sendist auglýsingadeild
Mbl. fyrir 1. september, merktar: „Vottun hf.".
Hveragerðisbær
Félagsráðgjafi
Hveragerðisbær óskar að ráða félagsráð-
gjafa til starfa. Starfið felst m.a. í að hafa
umsjón með félagsþjónustu Hveragerðis-
bæjar sbr. lög um félagsþjónustu sveita-
félaga nr. 40, 1991. Umsækjendur þurfa að
hafa lokið námi í félagsráðgjöf eða skyldum
greinum og/eða hafa starfsreynslu á sviði
félagsmála.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem
allra fyrst. Frekari upplýsingar eru gefnar á
bæjarskrifstofum í Hveragerði, sími
98-34150. Umsóknir sendist bæjarskrifstof-
um í Hveragerði, Hverahlíð 24, 810 Hvera-
gerði, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf fyrir 1. ágúst nk.
Hveragerði 12.júlí 1991.
Bæjarstjórinn í Hveragerði.
Framkvæmdastjóri
11. Ráðgjafafyrirtæki sem annast markaðs-
setningu og ráðgjöf leitar að hugmynda-
ríkum markaðsmanni og góðum stjórn-
anda sem á auðvelt með að starfa sjálf-
stætt.
Sölumenn
12. Innflutnings- og heildsölufyrirtæki. Við-
hald viðskiptatengsla við kaupmenn á
höfuðborgarsvæðinu. Leitað að starfs-
manni með bílpróf á aldrinum 20-25
ára. Ráðning frá 15. ágúst nk.
13. Innflutnings- og framieiðslufyrirtæki.
Leitað að aðila er vill kynna og selja
vörur fyrirtækisins fyrir prósentur af
sölu.
Afgreiðslustörf
14. Kvenfataverslun með glæsilegar tísku-
vörur. Áhersla lögð á snyrtimennsku og
fágaða framkomu. Æskilegt að umsækj-
endur séu 35-45 ára. Vinnutími 13-18.
15. Gleraugnaverslun. Reynsla af af-
greiðslu í gleraugnaverslun æskileg.
Vinnutími 13-18.
16. Úra- og skartgripaverslun með vandaða
vöru. Vinnutími 13 eða 15 til 19, auk
laugardaga. Leitað er að aðila með
áhuga og þekkingu á tískuvörum, sem
hefur hlýlega og fallega framkomu og
er á aldrinum 25-45 ára.
17. Heilsuvöruverslun. Leitað er að áhuga-
sömum starfsmanni um heilsurækt.
Æskilegur aldur 30-40 ára. Vinnutími
samkomulag.
Ýmis störf
18. Lagerstarf fyrir konu eða karl hjá inn-
flutningsfyrirtæki upp á Höfða. 50%
starf f.h.
19. Verkstjóri/mælingamaður hjá verktaka
á Austurlandi. Tímabundið starf í 3 mán-
uði. Reynsla af vegagerð nauðsynleg.
20. Aðstoðarmaður í prentstofu hjá útgáfu-
fyrirtæki í Reykjavík. Um er að ræða
keyrslu á prentvél. Þekking á vélum
nauðsynleg vegna viðgerða.
21. Lagermaður hjá traustu innflutningsfyr-
irtæki. Lyftararéttindi æskileg.
22. Ræsting hjá ýmsum aðilum á höfuðborg-
arsvæðinu. Ýmist er um skammtíma-
eða framtíðarstörf að ræða.
Umsóknarfrestur vegna ofangreindra
starfa er til og með 17. júlí nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysmga- og rádrungaþionusta
Lidsauki hf. W
Skóla^ordustig la - W1 Reyk/avik - Sirrn 621355