Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ SUNMUÐAGUR 14. JULI 1991
PASVIK-DALUR er gróðursæll og iðandi af lífi í annars heldur hrjóstrugri Finnmörk-
inni. Um dalinn rennur áin sem skilur að Noreg og Sovétríkin og þarna eru landamæri
í öðrum skilningi því í Pasvik-dalnum mætast einnig gróðursvæði Skandinavíu og
túndra Norður-Rússlands. í hjarta dalsins, sem liggur eins og tota inn í Finnland,
hafa Arni Björn Haraldsson, kona hans og þrjú börn byggt sér fallegt einbýlishús
og reka bæði eigin fyrirtæki á jarðhæðinni. Árni er virkur í félagsmálum á svæðinu,
hefur meðal annars setið í sveitarstjórn í Suður-Varanger fyrir Hægri flokkinn.
NYRST Í
NOREGI
4.GREIN
Eftir Ágúst Inga Jónsson
EB rni Björn er 44 ára, sonur
■■ Herdísar Jónsdóttur og Har-
RS aldar Árnasonar, ráðunautar
m ■ hjá Búnaðarfélaginu. Árni
lauk bútækninámi frá landbúnaðar-
háskólanum í Ási, skammt frá Osló,
vorið 19 73 og þar ky nntist hann
konu sinni Sólveigu Ingebrigtsen
frá Svanvik í Pasvik-dalnum.
ísland, Noregur, Tanzanía
Að loknu námi kom Árni heim og
starfaði hjá Þór hf. í Reykjavík við
sölu á búvélum í tvö ár og var síð-
an við kennslu í bútækni á Hólum
í Hjaltadal í eitt ár. Þá lá leiðin til
Tanzaníu þar sem Árni starfaði að
norrænu þróunarverkefni í land-
búnaði í 2 ár. Verkefnið þar var
fyrst og fremst að kenna fólkinu
að hjálpa sér sjálft. Álíka margt
fólk og nautgripir voru í landinu,
um l 3 milljónir af hvorri tegund.
Árið 1978 varÁrni Björn ráðinn
forstöðumaður Tilraunastöðvar
landbúnaðarins að Svanhovd í Pas-
vik-dalnum í Finnmörku. Þrettán
manns eru fastráðnir hjá þessari
stofnun norska ríkisins ogþarna
starfaði Árni í átta ár. Smátt og
smátt fór hann að huga að eigin
atvinnurekstri, einkum vélasölu til
bænda á þessum slóðum og mati á
vegum tryggingafélaga. Vélasalan
var ekki arðvænleg þar sem mikill
samdráttur var á þessum árum í
landbúnaði í Norður-Noregi oger
Árni hætti sem forstöðumaður á
Svanhovd réði hann sig sem iðnráð-
gjafa í Pasvik-dalnum. Hann segist
hafa komið ýmsum áhugamálum
sínum áleiðis, til dæmis auknum
veiðum og vinnslu á físki, sem veið-
ist grimmt í ám og vötnum þarna.
Einnig fékk hann fólk til að hugsa
öðru vísi varðandi setu á bújörðum.
Hann fékk því til leiðar komið að
er fólk eltist og hætti að geta sinnt
búskapnum eins og áður gat það
selt jarðir sínar'og hús og flutt á
sambýli fyrir aldraða í sveitinni, en
þó áfram verið í tengslum við lífs-
starf sitt. Yngra fólkið fékk hins
vegar styrk til að taka við.
Fyrir rúmlega einu ári hóf Árni
Björn síðan störf sem sjálfstæður
tjónamatsmaður á vegum stærstu
tryggingafélaganna í Noregi. Hann
sérhæfir sig í mati á húsum í sveit-
arfélaginu Suður-Varanger, sem er
um 4 þúsund ferkílómetrar að
stærð, en það samsvarar stærð
þriggja fylkja við Oslófjörðinn þó
aðeins búi tæplegaYO þusund
manns á norðursvæðinu. Hann er
einnig iðulega kallaður til ef tjón
verður á bújörðum hvar sem er í
Finnmerkur-fylki.
Rússland út um
eldhúsgluggann
Ástæðan fyrirþví að við fluttum
hingað í Pasvik-dalinn er sú að ég
vildi kynnast af eigin raun æsku-
stöðvum Sólveigar konu minnar og
hér líkar okkur mjög vel að búa.
Ég er eiginlega ekkert á leiðinni
heim, hér á ég heima,“ segir Árni
Björn þegar við spjöllum saman í
nýju húsi hans í Svanvik sem er í
landamæradalnum miðjum. Örfáir
kílómetrar eru yfir til Rússlands og
út um eldhúsgluggann má greina
húsin í rússnesku borginni Nikkel.
Mengunin frá borginni dylst ekki
þegar horft er á strókana frá verk-
smiðjum þar. Reyndar er hár skor-
steinn upp úr aðalverksmiðjubygg-
ingunni, en það er eins og mökkur-
inn komi jafnt út um hliðarhússins
eins og upp úr strompnum. Sem
betur fer fyrir íbúa í Pasvik-dalnum
eru vestlægar vindáttir ríkjandi
þarna svo mest af menguninni
dreifist yfir Rússland. Eigi að sfður
er ófuilkominn mengunarbúnaður í
borginni Norðmönnum mikill þyrnir
í augum.
Árni segir að sér líki vel að fara
á milli staða og vinna að tjónamat-
inu. Hann fari víða, hitti margt
fólk ogþurfi ekki alltaf að sitja
innilokaður á skrifstofunni. „Mér
fannst ekkert vandamál að setja
mig inn í hugsunarhátt fólks hér
og daglegt líf. Aðeins að staldra
við og átta sig á siðum og venjum
og rétta sig eftir því, en reyna ekki
að breyta hinurn," segirÁrni.
„Finnskur arfur er mjög áberandi
meðal Norðmannanna í Pasvik-
dalnum og þessi finnska harka í
norðurhéruðunum er þekkt. Svo eru
Samarnir fjölmennir á þessum slóð-
um með sinn sérstaka lífsmáta, en
í mínum huga eru þetta allt bara
nágrannar mínir og vinir.“
Án olíunnar hefði
margt verið öðru vísi
Árni lítur ekki lengur á sig sem
gest í Noregi, en eftir rúman áratug
í landinu veltir hann fyrir sér ýms-
um þáttum í norsku samfélagi.
Honum finnst til dæmis skrifræðið
vera orðið yfirþyrmandi, langan
tíma taki að velta verkefnum fram
og aftur áður en ákvörðun er loks
tekin ofarlega í píramídanum. Kerf-
ið sé þungt í vöfum og þetta leiði
meðal annars af sér að norsk fram-
leiðsla verði óþarflega dýr.
Hann spyr sig líka hvað hefði
gerst í Noregi ef olíuauðurinn hefði
ekki komið til. „Það er ljóst að olían
hefur útvegað fólki mikið á einfald-
an og fyrirhafnarlítinn hátt. Norð-
menn eru farnir að sjá þetta sjálfir,
en það er erfitt að snúa hjólinu við.
Fólk hefur getað gengið í sjóðina í
stað þess að peningarnir hafi farið
til þess að auka framleiðslu og skil-
að sér til fólksins í gegnum fyrir-
tækin.
Eigið fé fyrirtækja í Noregi er
hvergi minna en hér í Finnmörku.
Þessu tengt má nefna að námafyrir-
tækið í Kirkenes, sem er alfarið í
eigu norska ríkisins, hefur haldið
uppi háum launum hér, sem litlu
iðnfyrirtækin hafa engan veginn
árum skoðað kjarnorkuver á Kola-
skaga og þó búnaður þeirra sé ekki
eins fullkominn og á Vesturlöndum
telja menn þau ekki beina ógn við
umhverfið. í öðru lagi eru kjarn-
orkukafbátar í hafinu stöðugt
áhyggjuefni eins og dæmið um kaf-
bátinn sem sökk við Bjarnarey fyr-
ir rúmum tveimur árum sýnir
glöggt. Síðast en ekki síst hafa
Norðmenn mótmælt mjög ákveðið
tilraunasprengingum á Novaja
Zemlja, sem er aðeins um 700 kíló-
metra undan ströndum N-Noregs.
Reyndar voru íbúar í Pasvik-
dalnum áþreifanlega minntir á ná-
lægðina við hernaðarmannvirkin á
Kolaskaga skömmu fyrir jól 1989.
Þá misstu Rússar flugskeyti frá
einni herstöðva sinna og flaug það
upp allan Pasvik-dalinn, réttyfir
höfðum fólksins, og endaði ferð sína
án þess að valda tjóni á ísi lögðu
vatni í Norður-Finnlandi.
Fjallaferðir og veiðimennska
allan ársins hring
Árni Björn og Sólveig kona hans
eiga þrjú börn. Andreas 18 ára,
Harald.14 ára og Vigdísi, sem er
8 ára. ÖIl stunda þau tómstundir,
og þá einkum útivist, af kappi. Á
Þessir herramenn voru
við skógarhögg er Arna
Björn og blaðamann
bar að. Viðinn átti að
nota í hús fyrir ferða-
menn og á fleiri stöóum
í dalnum var unnið að
því að bæta aðstöðu
ferðamanna.
Tilraunastöð norska landbúnaðarins á Svanhovd, en þar vann
Arni Björn sem'forstöðumaður í átta ár.
getað keppt við. Því hafa mörg
þeirra lognast út af eða verið and-
vana fædd. Nú eru erfiðleikar hjá
þessum risa í atvinnulífinu hér og
þá er ekki í mörg hús að venda.
Ef oh'an hefði ekki komið til í
Noregi hefði þróunin orðið hægari
í þessu samfélagi, sem bændur og
sjómenn báru uppi að verulegu leyti,
en það er spurning hvort við erum
eitthvað betur sett.“
Otti við kjarnorkuslys
Nábýlið við fólkið handan árinnar
er íbúum í Pasvik-dalnum ofarlega
í huga og þetta sambýh gengur
ekki alltaf sem skyldi. Áður hefur
verið vikið að menguninni frá borg-
inni Nikkel, sem var finnsk fram
til ársins 1944. Um þessa borg og
nágrenni hennar segir Árni, að
ástandið sé í einu orði sagt hrylli-
legt og hann segist ekki skilja
hvernig fólk fái þrifist í allri þess-
ari mengun. Árni segist þó bjart-
sýnn á að bætt verði úr þessu á
næstu árum, Rússar hafi gefið vil-
yrði fyrir því og virðist sjálfir orðn-
ir hræddir vegna þeirra miklu um-
hverfisspjalla, sem ekki dyljist
nokkrum manni.
Talsverð samskipti eru við bæina
á Kolaskaganum og segir Árni að
Sovétmenn leggi kapp á að mennt-
að fólk starfi á þessum slóðum.
Greidd séu hærri laun í norðurhér-
uðum Rússlands, fólk komist fyrr
á eftirlaun og í bónus sé t.d. mennt-
uðum íbúum í Murmansk boðið í
orlofsferðirtil Svartahafsins á
þriggja ára fresti. Hins vegar vanti
mikið á skipulag og gæðakröfur á
þessum slóðum og miðstýring hafi
verið alls ráðandi í alltof langan
tíma.
Gífurleg hernaðarmannvirki og
kjarnorkuver á Kolaskaganum
valda Norðmönnum áhyggjum og
þá ekki síst eftir slysið í Tjernobyl.
Þar sem Árni Björn þarf ekki að
gegna herskyldu í Noregi er það
hans borgaralega skylda að taka
þátt í starfi almannavarna. Á þeim
vettvangi hefur hann einkum starf-
að að vömum gegn geislavirkni af
völdum kjarnorku. Einkum eru það
þrír þættir, sem athyglin beinist að.
Norðmenn hafa á undanförnum