Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 34

Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 KARLAR VEITIN G AST AÐIR Veitingahjón venda sínu kvæði í kross Beðið eftír „Gólfó“ Eg er að bíða eftir manni. Hann ætlaði að koma til mín einn eftirmiðdag um daginn og þótt ég væri önnum kafin í vinn- unni rauk ég heim svo hann gripi nú ekki í tómt. En ég hefði betur verið um kyrrt á skrifstof- unni því ekki kom maðurinn. Um kvöldið náði ég í hann í síma og við ákváðum annað stefnu- mót, að þessu sinni snemma morguns. Ég gætti þess að vakna í tæka tíð, klæða mig og farða og hringja i vinnuna til að láta vita að ég tefðist. Það kom hins vegar i ljós, eins og fyrri daginn, að ég hefði getað sparað mér fyrirhöfnina. Maðurinn mætti ekki. Mér er sagt að það hafi verið dæmalaus einfeldni af mér að halda að karlinn kæmi. Ég hef hins vegar vanist því að þegar maður segist ætla að koma klukkan þrjú þá komi maður klukkan þrjú — ekki næsta dag, í næstu viku eða hreinlega alls ekki. Þetta hélt ég að væri hin almenna regla. En auðvitað get- ur alltaf eitthvað óvænt sett strik í reikninginn og í slikum tilvikum er minnsta mál í heimi að tilkynna töfina símleiðis. Maðurinn, sem lofaði að leggja flisar á gólfið hjá mér, virðist aftur á móti ekki hafa lært slíka mannasiði. Honum datt a.m.k. ekki í hug að hringja og láta mig vita að hann ætti í erfiðleik- um með að standa við gefið lof- orð þótt hann vissi að ég væri útivinnandi manneskja og hlyti því að hafa komið sérstaklega heim til þess að bíða eftir hon- eftir Jónínu Leósdóttur um. Gólfflísarnar eru enn í stöfl- um í forstofunni og í hvert sinn sem einhver hefur rekið tærnar i þær hef ég sagt söguna af manninum sem sveik mig. Núna er ég hins vegar að hugsa um að hætta að brydda upp á þessu umræðuefni. I hvert sinn sem iðnaðarmenn berast í tal fær fólk nefnilega tryllingsg- lampa i augun og segir manni froðufellandi hveija hryllings- söguna á fætur annarri af voða- legum viðskiptum sínum við þessa þjóðfélagsstétt. Það er engu líkara en flestir hafi ein- hvern tímann lent í því að vera sviknir í bak og fyrir af iðnaðar- mönnum. Getur það verið tilviljun að iðnaðarmenn hafa það orð á sér að sóa iðulega dýrmætum tíma samborgara sinna með því að mæta ekki til vinnu á umsömd- um tíma? Hlýtur ekki einhver fótur að vera fyrir þessu þótt eflaust séu fjölmargir stundvísir og pottþéttir menn í hinum ýmsu iðngreinum? Og ef þetta er rétt — hvers vegna komast þeir þá eiginlega upp með að sýna slíkt ábyrgðarleysi? Er það vegna þess að samtakamáttur viðskiptavinanna er enginn þar sem þeir eru dreifðir um borg og bý og vita ekki hver af öðrum? Það er a.m.k. ljóst að það yrði aidrei liðið að barnaheimili opn- uðu ekki fyrr en eftir dúk og disk á morgnana eftir því sem fóstrurnar tindust í vinnuna. Eða að hjúkrunarfræðingar mættu ekki á vakt á réttum tíma og skildu sjúklingana þannig eftir bjargarlausa. Nei, þá heyrð- ist núörugglega hljóðúr horni... Þetta er kannski kvenrembu- legur hugsunarháttur en eftir „biðina eftir gólfmanninum" hefur það stundum hvarflað að mér hvort orðspor iðnaðar- manna væri á annan veg ef í þcirra .hópi yæri: ------- . — ncirl k„„ur. Þau veitingahjónin Anna Peggí og Einar, sem rek- ið hafa indverska veitingastaðinn Tai Mahaal Tandoori hin seinn misseri, tóku létta sveiflu í síðustu viku. Þau færðu þann indverska í nýtt húsnæði, en þar sem hann var áður opnuðu þau þess í stað veitinga- staðinn Hafmeyjuna. Sá indverski er nú niður á Hverf- isgötu við hlið Regnbogans þar sem áður var til húsa austurlenskur veitingastaður, en Hafmeyjan er í gamla húsnæðinu að Laugarvégi 34. Morgunblaðið ræddi við Einar í vikunni og innti hann eftir þessum breyting- um. Hafmeyjan er fyrst og fremst sjávarréttastaður með alþjóðlegum matseðli. Það verða einnig kjöt og pöst- ur, en aðaláherslan er fiskur. Við ætlum að vera með sitthvað sem ekki hefur sést hér fyrr, þannig munum við t.d. flytja inn sverðfisk og túnfisk, stórhumar frá Main og ýmsa krabba og skelfiska frá Vestmannaeyj- um, tegundir sem lítið eru nýttar á matarborðum, en eru engu að síður hreint lostæti. Svo má ekki gleyma að við munum bjóða upp á japansk „sushi“. En var húsnæðinu kúvent? „Það má segja það, að vísu eru innréttingarnar hin- ar sömu með nokkrum bótum þó. Aftur á móti eru allar skreytingar nýjar og það er eins og maður sé staddur í allt öðru húsi en fyrr. Þá erum við einnig með myndlistasýningu á veggjunum, myndir eftir Guðgeir Matthíasson frá Vestmannaeyjum. Það eru fallegar myndir og setja sinn svip á urnhverfið," sagði Einar veitingamaður að lokum. Einar og Anna Peggy í Hafmeyjunni. Morgunblaðið/Þorkell MYNDLIST Islenskur myndlistanemi setur upp útiverk í Munchen Finna B. Steinsson við verkið óuppsett. Og þarna er BRAUÐSTAN GIR AMERISKAR SAMLOKUR Ofnbakaðar, sérstök Pizza Hut dressing sett á saiulokuua og hún borin fram Bakaftar úr fersku deigi og völdu kryddi stráð yf)r. Bornar fram heitar með sérstakri Italskri tómatkryddblöndu og parmesan osti. CAVATINI Ofnbakaður réttur. Pastaskrúfur, pepperoni, paprika, laukur , sveppir, tómatkryddlilanda með nautahakki og ostur. ineð kartöfluflögum AMERIKA SAMLOKA Pt;pperoni, skiuka, salatblöð, tómatar og ostur. NEW YORK SAMLOKA Skinka, oslur, salalbliið og tómalar. FJOLSKYLDU PIZZA Ný stœrð fyrir 4-6 manns. Hagstœðari kaup.. Ptoa -Hut Hótel Esju • Sjiðuriandsbraut 2 • Sími 680809. Islenskur listamaður, Finna B. Steinsson, sem stundar nám í myndlist í Munchen, var fyrir nokkru valin ásamt nokkrum öðrum nemendum í skólanum til að setja upp listaverk á Olympíusvæðinu í borginni. Var sýningin liður í svokallaðri „Toll-Wood hátíð“ sem er tveggja vikna lista- hátíð. Hátíð þessi er árleg og dregur að sér um 200.000 áhorfendur ár hvert. Öll verkin á sýningunni tengjast leik að stöfum og orðum og heitir verk Finnu „I Rúnaskógi" og ber nokkurn keim af fornum rúnastöfum. Verkið er unnið úr burðaijárnbitum sem mynda 12 einingar en er r-aðað þannig saman að úr verða fjórir hlutar sem standa upp á endann, kyrfilega skorð- aðir við jörðu. Rúnaskógurinn stendur á einni af hæðunum sem myndað- ar voru eftir síðari heimsstyijöldina úr rústum bygginga sem hrundu í sprengjuregni. Hæðin er skammt frá Olympíuturninum fræga sem setur hvað mestan svip á svæðið. Þess má geta, að Finna er Sauðkræklingur og hún hefur verið í fram- haldsnámi \ myndlist í Munchen allar götur síðan 1989 er hún útskrifað- ist úr MHÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.