Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 40
Böggldpóstur
um ollt lond
PÓSTUR OG SÍMI
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HA FNARSTRÆTI 85
Grwmur
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
SUNNUDAGUR 14. JULI 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Verðlagn-
ing á olíu
verður gef-
in frjáls
- segir Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra
JON Sigurðsson viðskiptaráð-
herra segir að frelsi í verðlagn-
ingu á olíuvörum muni fylgja í
kjölfar þess að oiíuinnflutningur
verður gefinn frjáls í haust. Hann
segir að enn sé ekki hægt að
tímasetja hvenær fijáls verð-
lagning kemur til framkvæmda.
Innan viðskiptaráðuneytisins er
nú verið að undirbúa tillögur að
breytingunum.
Bensíninnflutningur var á
síðastliðnum vetri gefinn fijáls og
frjáls verðlagning er leyfð á 98
okt. og 95 okt. blýlausu bensíni.
Viðskiptaráðherra segir að tíma-
bært sé að frjáls innflutningur verði
á öllum olíuvörum og í framhaldi
af því verði verðlagning á þessum
vörum gefin fijáls.
„Það hefur lengi legið ljóst fyrir
hver er mín stefna í þessum málum.
Þetta hvort tveggja er í undirbún-
ingi og í viðskiptaráðuneytinu er
nú verið að vinna áð tillögum um
breytingarnar. í haust verður reglu-
gerð um innflutning breytt þannig
að olíuinnflutningur verði óheftur
nema annað sé sérstaklega tekið
fram. Jafnframt verður fram-
kvæmd endurskoðun á þeim reglum
sem gilda um verðlagningu á olíu
en það eru núna sérstök lög um
flutnings- og innkaupajöfnun. Það
þarf að sjálfsögðu að huga að breyt-
ingum á þeim þannig að ef um ein-
hveija jöfnun verður að ræða þá
verði hún á vegum hvers söluaðila.
Þessi þáttur málsins er enn ekki
frágenginn en verið er að athuga
hvernig þetta fari best. Ekki er
hægt að tímasetja framkvæmdina
en meginstefnan er alveg ljós,“ seg-
ir Jón.
Þýsku skát-
amir komn-
ir til byggða
Egilsstöðum.
LÖGREGLAN á Egilsstöðum tel-
ur nú fullvíst að þýsku skáta-
drengirnir sem saknað var á
Fljótsdalsheiði hafi komið til
byggða á miðvikudagskvöld.
Ekki er vitað um ferðir þeirra
síðan.
Olíubílstjóri frá Esso gaf sig fram
við lögregluna á Egilsstöðum seint
á föstudagskvöld og tjáði henni að
hann hefði tekið upp tvo unga Þjóð-
veija á heiðinni og af lýsingu á
klæðaburði gætu það verið dreng-
irnir sem saknað er. Bílstjórinn
kveðst hafa skilið drengina eftir við
söiuskála Kaupfélags Héraðsbúa á
Egilsstöðum. Síðan er ekki vitað
með vissu um ferðir þeirra.
Lögreglan á Egilsstöðum er enn
að kanna hvort mögulegt sé að
þeir hafi farið með Norrænu frá
Seyðisfirði á fímmtudag, en þeir
áttu ekki bókað far út fyrr en
fimmtudaginn 18. júlí. Einnig er
verið að kanna hvort þeir hafi hald-
ið suður á firði, en sögusagnir eru
um að þeir hafi sést á Reyðarfirði.
Lögreglan telur ekki ástæðu til
frekari leitar að sinni en heldur
uppi fyrirspurnum um drengina.
Bjöm
Enginn lax í
ólöglegu neti
LÖGREGLAN gerði á föstudag
upptækt laxanet, sem var strengt
á milli skipanna Fengs og Blá-
fells í Reykjavíkurhöfn. Undan-
farið hefur orðið vart við laxa-
torfu í höfninni og hefur einhver
væntanlega freistazt til að reyna
að fá lax í soðið. Bannað er að
draga fyrir fisk í höfnum lands-
ins.
Að sögn lögreglu varð netsins
vart vegna þess að svolítil ókyrrð
var í höfninni og netið lyftist úr sjó
þegar annar báturinn hjó öiduna.
Netið er um þijátíu metra langt.
Enginn hefur viljað kannast við
netið og lögreglunni hefur ekki tek-
izt að fá upplýsingar um eigendur
þess. Þess má geta að eigandinn
hefur ekki haft erindi sem erfiði;
enginn lax var í netinu.
Spánveijar
til landsins
í skipulögð-
uni ferðum
SPÁNVERJAR munu koma hing-
að til lands í skipulögðum viku-
legum ferðum í sumar fram til
ágústloka á vegum ferðaskrif-
stofunnar Veraldar. Fyrsti hóp-
urinn kemur á fimmtudaginn
kemur, en þetta er í fyrsta skipti
sem Spánveijar koma hingað í
skipulögðum hópferðum, að sögn
Sighvats Blöndahl, markaðs-
stjóra Veraldar.
Sighvatur sagði að þeir hefðu
ákveðið að kanna í vetur hvort ein-
hver áhugi væri hjá Spánveijum á
ferðum til íslands og upp úr því
hefði sprottið samstarf við spænsku
ferðskrifstofuna Turavia. Spán-
veijarnir kæmu hingað vikulega
með leiguflugi frá Benidorm og
Costa del Sol ogdangflestir dveld-
ust hér í viku.
Sighvatur sagði áð þó íslending-
ar hefðu verið að fara til Spánar í
skipulögðum ferðum frá 1955 hefðu
Spánvetjar ekki komið hingað til
lands með þeim hætti fyrr en nú,
enda hefðu Spánveijar ekki al-
mennt ferðast til útlanda í fríum
fyrr en nýverið. Um tilraun væri
að ræða en ef vei tækist til hygð-
ust þeir stórefla kynningu á þessum
ferðum fyrir næsta sumar.
Reykjavíkurhöfn:
Morgunblaðið/KGA
Þrjú þúsund lítrar á göturnar
Nær þijú þúsund lítrar af málningu fara í merking-
ar á götum, gangstéttum og gangbrautum
Reykjavíkur í ár. Hjá borginni vinna í sumar 17
manns hjá Umferðardeild gatnamálastjóra við eftir-
lit með umferðarmerkjum og öðrum merkingum í
borginni, auk undirbúnings fyrir merkingar á ak-
brautum. Þessi hópur sér auk þess að mestu um
að mála gangstéttarbrúnir þar sem þess er þörf.
Það eru hins vegar verktakar sem sjá að mestu um
að mála línur og strik á götumar sjálfar.
Gífurlegur mannfjöldi í miðborginni í fyrrinótt:
Eins og á sautj ánda j úní
voru hins vegar óökufærir eftir
áreksturinn.
Tvisvar sinnum þurfti að slökkva
eld, sem kveiktur hafði verið í rusli,
annars vegar í Hafnarstræti og hins
vegar við Skólabrú. Lögreglán tók
22 ökumenn fyrir of hraðan akstur
og voru fjórir sviptir ökuleyfi um-
svifalaust. Bifreiðir þeirra mældust
á 108-111 kílómetra hraða, á götum
þar sem 60 km hámarkshraði er
leyfður.
í nágrannabyggðarlögum Reykja-
víkur ríkti dæmalaus ró aðfaranótt
laugardagsins að sögn lögreglu.
- sögðu lögreglumenn á vakt
GÍFURLEGUR mannfjöldi safnaðist saman í miðborg Reykjavíkur að-
faranótt laugardagsins og náði hámarki á milli klukkan þrjú og fjög-
ur, er fólk streymdi út af skemmtistöðunum. Að sögn lögreglumanna,
sem voru á vakt, var manngrúinn „eins og á miðlungs sgutjánda júní“.
Lögreglan hafði í nógu að snúast og þurfti að hafa afskipti af fjölda
manns, sem stóðu í áflogum, þjófuuðum, skemmdarverkum eða ólátum
í góða veðrinu.
Mikið bar á ölvun meðal mann- ar. Maðurinn var fluttur á slysadeild
fjöldans og talsvert var um smá- en lögi'eglan náði árásarmönnunum
meiðsl eftir stympingar. Einn maður og stakk þeim inn.
er alvarlega meiddur eftir barsmíðar. A fimmta tímanum voru unglingar
Gengið var í skrokk á honum og handteknir á Grettisgötu þar sem
meðal annars nokkrar tennur brotn- þeir voru að reyna að stela bíl og
skömmu síðar voru nokkrir teknir í
Bergstaðastræti við sömu iðju. Um
klukkan sex greip lögreglan ungan
mann, sem brotið hafði rúðu í bíl á
Klapparstíg og notað til þess lurk.
Síðan hafði hann gengið upp á Njáls-
götu og brotið þar sex rúður í bama-
heimili.
Upp úr klukkan fimm varð um-
ferðarslys á mótum Klapparstígs og
Laugavegs, en mikil umferð var á
Laugaveginum og nærliggjandi göt-
um eins og nærri má geta. Báðir
ökumenn voru fluttir á slysadeild,
en ekki alvarlega meiddir. Bílarnir