Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 6
6 FRETTIR/INIMLEIUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
Boeing 757-200 vélar Flugleiða:
Spansjóður vél-
sljóra þrjátíu ára
Á morgun, 11. nóvember, verða 30 ár liðin síðan Sparisjóður
vélstjóra hóf starfsemi sína. Þeir sem stóðu að stofnun sparisjóðs-
ins voru um 350 einstaklingar og félög innan sjómannastéttarinn-
ar. Helstu baráttumenn fyrir stofnun sparisjóðsins voru vélstjór-
ar, eins og nafnið gefur til kynna, en einstaklingar í fjölmörgum
öðrum atvinnugreinum Iögðu einnig hönd á plóginn.
í upphafi var starfsemi spari- fimm ár um 122,1%, umfram
sjóðsins smá í sniðum og hús-
næðið þröngt. Reksturinn grund-
vallaðist að stórum hluta á sjálf-
boðaliðsstarfí stjórnar sjóðsins, en
einnig lagði Vélstjórafélag íslands
fram mikla aðstoð.
Smá saman óx sparisjóðnum
fiskur um hrygg. Eftir að hafa
starfað frá upphafi í ieiguhús-
næði, fyrst á Bárugötu 11 og síð-
an í Nóatúni 17 var starfsemin
flutt árið 1977 í eigið húsnæði í
Borgartúni 18.
Sparisjóðurinn er í dag í röð
stærstu sparisjóða landsins og er
hluti innlánsfjár um 10% af heild-
arinnlánsfé sparisjóðanna í land-
inu. Eiginfjárstaða sparisjóðsins
er sterk og hefur verið mikill vöxt-
ur í allri starfsemi hans síðustu
ár. Hafa innlán t.d. vaxið síðustu
verðbólgu, en séu bréf veðdeildar
talin með nemur aukningin
172,4%.
Aðalstöðvar sparisjóðsins eril í
Borgartúni 18. Einnig eru rekin
tvö útibú í Síðumúla 1 og Rofabæ
39. Sparisjóðurinn er opinn til við-
skipta fyrir alla.
Stjórn sparisjóðsins skipa þrír
menn, þeir Jón Júlíusson, sem er
formaður, Jón Hjaltested og Guð-
mundur Hallvarðsson, sem kosinn
er af borgarstjóm Reykjavíkur.
Við sparisjóðinn starfa 35
manns. Sparisjóðsstjóri er Hall-
grímur Jónsson og aðstoðarspari-
sjóðsstjóri Oddný Óskarsdóttir.
í tilefni afmælisins verður boð-
ið upp á veitingar í afgreiðslum
sparisjóðsins.
(FréttatiJkynning)
Yfirgripsmikil skoðun
á Hafdísi og Fanndísi
Keflavík.
SVOKÖLLUÐ C-skoðun stend-
ur nú yfir á Hafdísi TF-FÍH,
annarri af tveim Boeing
757-200 þotum Flugleiða í flug-
skýli 885 á Keflavíkurflugvelli.
Hér er um yfirgripsmikla skoð-
un að ræða og vinna um 30
manns við hana. Henning Finn-
bogason verkstjóri sagði að um
4.000 vinnustundir færu í skoð-
un sem þessa sem tæki 14 daga.
Um leið og skoðuninni á Haf-
dísi er lokið verður Fanndís
TF-FÍF, hin Boeing 757-200
vélin, tekin í sams konar skoð-
un. Til að fylla í skarð dísanna
á meðan hafa Flugleiðir tekið
757-200 vél á leigu frá ítölsku
flugfélagi.
„Vélarnar era teknar í C-skoð-
anir eftir 4.000 flugtíma og era
þá yfírfarnar rækilega,” sagði
Henning Finnbogason í samtali við
Morgunblaðið. „Við viljum kalla
þetta fyrirbyggjandi aðgerðir sem
era fólgnar í því að skoða og koma
í veg fyrir bilanir áður en þær
verða.” Um 30 manns vinna við
skoðunina þar af eru 26 flugvirkj-
ar en 4 era sérfróðir um rafmagn
og er vinnutími þeirra frá kl. 7 á
morgnana til kl. 19 á kvöldin. Auk
þess er hér staddur 28 manna
hópur frá Boeing verksmiðjunum
í Seattle til að skipta um einangr-
un í búki vélarinnar. Henning
sagði að kómið hefði í ljós að ein-
angranin virkaði ekki eins og
skyldi. í hana hefði safnast raki
og því hefðu verksmiðjurnar fram-
leitt nýja einangrun og væri þessi
SJÖ undirmenn á togaranum Hafnarey SU 110 frá Breiðdalsvík hafa
aflient stjórn og framkvæmdastjóra Gunnarstinds hf. harðorð mót-
mæli gegn kröfum fyrirtækisins um að yfirmenn á togaranum þurfi
að vera búsettir á stöðunum. Virðist þeim að þessi krafa beinist aðeins
gegn skipstjóranum, sem búsettur er á Fáskrúðsfirði, en síðar komi
að undirmönnum. Lárus Sigurðsson, sveitarstjóri á Breiðdalksvík og
stjórnarmaður í Gunnarstindi, sagði við Morgunblaðið í gær að al-
kunna væri að víðsvegar um landið væru sjómönnum sett skilyrði um
búsetu í heimahöfnum skipa.
Morgui>blaðið/Björn Blöndal
Annar af tveim hreyflum Hafdísar yfirfarinn. Þeir eru frá Rolls
Royce-verksmiðjunum í Derby í Englandi og kostar einn hreyfill 360
milljónir króna.
Henning Finnbogason, verkstjóri hjá flugvirkjum, Björn Theodórs-
son, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Guðmundur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða.
Kröfur um að skipstjóri Hafnareyjar SU flytji lögheimili sitt:
Sjö undirmenn á togar-
anum hóta að fara í land
ásamt undirmönnunum lýst yfir
stuðningi við sig í þessu máli. „Þess-
ir stofnanafakírar virðast ekki kunna
að koma fram við fólk, og vita ekki
hvað er að gerast,” sagði Benedikt.
Jónas Ragnarsson framkvæmda-
stjóri Gunnarstinds vildi ekki segja
annað um málið í gær en að hann
tryði því að það yrði leyst.
framkvæmd alfarið á kostnað Bo-
eing verksmiðjanna.
Frá því að Hafdís TF-FÍH kom
til landsins í apríl 1990 hefur henni
verið flogið í 7.553 flugtíma sem
er sérlega góð nýting því að sögn
Hennings reikna framleiðendur
vélanna með að meðalflugtíminn
á ári sé um 3.000 tímar. Hann
sagði að álagið væri mest yfir
sumartímann en þá væri vélunum
oft flogið 18 tíma á sólarhring.
„Það má því segja að vélarnar eigi
að geta flogið í 4.000 tíma án
þess að bilanir verði, en á milli
C-skoðananna tökum við vélarnar
í 10 A-skoðanir, sem eru miklu
minni umfangs en þessi sem nú
fer fram,” sagði Henning Finnbog-
ason verkstjóri.
Flugleiðir eiga þriðju Boeing
757-200 vélina, en hún hefur ekki
verið tekin í notkun hjá flugfélag-
inu. Strax eftir að hún var af-
greidd frá verksmiðjunum var hún
leigð breska flugfélaginu Britann-
ia.
BB
Tónleikarnir
klukkan 15
í viðtali við Rut Ingólfsdótt-
ur, fíðluleikara, í blaðinu í
gær, um tónleika Kammer-
sveitar Reykjavíkur láðist að
geta þess, klukkan hvað tón-
leikarnir eru. Þeir hefjast
klukkan 15 í dag, sunnudag,
í íslensku óperunni.
Vegna sameiningar hraðfrysti-
húsa á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík
í Gunnarstind var öllu starfsfólki
sagt upp en skipstjóranum á Hafnar-
ey stendur ekki til boða endurráðning
nema hann flytji heimilsisfang sitt
frá Fáskrúðsfirði til Stöðvarfjarðar
eða Breiðdalsvíkur. Lárus Sigurðsson
sagði að skipstjórinn á Hafnarey,
hefði margoft gefið ádrátt um flutn-
ing til staðarins en nú þegar hægt
sé aÓ bjóða honum fínasta einbýlis-
hús á staðnum vilji hann hvergi fara.
Því vilji menn láta reyna á hvort
ekki sé hægt að fá heimamann í
þessa hálaunastöðu eða fá í starfið
að öðrum kost mann sem vill búa á
staðnum. Lárus Sigurðsson sagði að
fulltrúar Stöðvarfjarðar og Breiðdal-
svíkur í stjórn Gunnarstinds hefðu
þrýst á um að sjómenn á væru búsett-
ir á stöðunum einkum yfirmenn sem
séu hálaunamenn sem miklu skipti
að fá í byggðarlögin sem skattgreið-
endur.
I undirskriftalista undirmannanna
á Hafnarey lýsa þeir því yfir að þeg-
ar fjórtán daga uppsagnarfrestur
þeirra rennur út muni þeir ekki
mæta til starfa hjá fyrirtækinu
„nema menn sjái sóma sinn í því að
hætta þessu rugli og meta frekar
þá vinnu sem menn hafa lagt af
mörkum, sumir í áraraðir,” segir í
yfirlýsingu þeirra.
Benedikt Sverrisson skipstjóri á
Hafnarey sagðist í samtali við Morg-
unblaðið hafa fengið staðfestingu
yfirmanna fyrirtækisins á því að
hann yrði ekki endurráðinn vegna
þess að hann væri búsettur á Fá-
skrúðsfirði og væri ekki tilbúinn til
að flytja þaðan.
Benedikt hefur verið á Hafnarey
í tæp átta ár, þar af síðustu fjögur
árin sem skipstjóri. Hann býr á Fá-
skrúðsfírði, 20 km frá Stöðvarfirði,
og segist ekki ætla að rífa sig upp
með sex manna fjölskyldu. Benedikt
sagði að kröfur stjórnenda nýja fé-
lagsins um að yfirmenn yrðu að vera
búsettir á stöðunum beindist ein-
göngu gegn sér því hann væri eini
yfírmaðurinn sem væri búsettur utan
viðkomandi staða. Hann sagði að
nokkrir undirmannanna væru að-
komumenn sem hefðu verið með sér
á skipinu í allmörg ár. I samtali við
sig hafi Jóhannes Pálsson stjórnar-
formaður sagt að til stæði að undir-
menn yrðu lausráðnir og því gætu
heimamenn gert kröfu um pláss
þeirra hvenær sem væri. Þetta sagði
Benedikt ólöglegt. Hann sagði að
stýrimaður skipsins og yfirvélstjóri,
sem búsettir eru á Breiðdalsvík hafi
Lofsamleg umfjöllun um ís-
lenskan djass í Danmörku
GAGNRÝNANDI danska blaðsins Politiken fer afar lofsamlegum
orðum um plötur Tómasar R. Einarssonar, íslandsför og Nýjan
Tón í umsögn þann 30. október. Plöturnar eru nú fáanlegar á
geisladiskum í erlendum útgáfum undir heitunum Blue Mist og
Journey to Iceland. Danski gagnrýnandinn, Boris Rabinowitsch,
segir báðar plöturnar framúrskarandi góðar og fer viðurkenning-
arorðum um tónsmíðar Tómasar og hljóðfæraleik hljómsveitar-
innar. Hann nefnir sérstaklega barítónsaxófónleik Sigurðar FIos-
asonar og píanóleik Eyórs Gunnarssonar og notar um hann
lýsingarorð í hástigi.
Boris Rabinowitsch er einn
kunnasti djassgagnrýnandi í Dan-
mörku. í upphafi umQ'öIlunarinn-
ar segir hann að plötur Tómasar
gefí allt aðra og lofsamlegri mynd
af íslenskum djassi, þar með talið
saxófónleik Sigurðar Flosasonar,
en fengist hafí á norrænum út-
varpsdjassdögum í sumaren Rab-
inowitsch var ekki hrifinn af
framlagi íslands til þeirrar hátíð-
ar.
Hann segir aðal platna Tómas-
ar R. Einarssonar vera framúr-
skarandi góða hrynsveit — sem
skipuð sé, auk bassaleikarans
Tómasar, Eyþóri Gunnarssyni á
píanó og Pétri Östlund á trommur
- og ágætar tónsmíðar Tómasar,
þótt ekki séu þær allar jafnfrum-
legar. Rabinowitsch segir að alt-
saxófónleikur Sigurðar Flosason-
ar minni á köflum á spilamennsku
bandaríska saxófónleikarins
Jackie McLean á yngri en ennþá
betri sé þó Sigurður Flosason sem
barítónsaxófónleikari.
Danski gagnrýnandinn segir
að nýrri platan, Islandsför, sé á
léttari nótum og það sé einkum
hin eldri, Nýt Tónn, sem hann
mæli skilyrðislaust með. Þar vegi
hvað þyngst hinar fallegu ballöð-
ur Tómasar, So Young og Blue
Mist (Vangadans og Túnaður í
Stofunni á íslensku útgáfunni)
með stórkostlegri spilamennsku
danska trompetleikarans Jens
Winthers og Eyþórs Gunnarsson-
ar á píanó. Eyþór, hljómborðsleik-
ari bræðingssveitarinnar Mezzo-
forte, virðist á síðustu árum hafa
tekið út mikilsverðan listrænan
þroska sem geri að verkum að
framlag hans á plötunni sé píanó-
leikur eins og hann gerist bestur.