Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 11
Leiðtogafundurinn hafði áhrif
Leiðtogafundur Ronalds Reag-
ans og Míkhaíls Gorbatsjovs í
Reykjavík í byijun október sama
ár vakti mikla athygli. Fundarstað-
| urinn var ákveðinn með skömmum
*fyrirvara, en framkvæmd Islend-
inga var lofuð. Síðar í sama mánuði
var þing IHF í Senegal, en Jón,
Kjartan K. Steinbach og Jón Er-
lendsson sóttu það fyrir hönd HSÍ.
Þeir kynntu umsókn íslands á þing-
inu og lögðu jafnframt fram ýmis
kynningargögn um ísland og
Reykjavík. Leiðtogafundurinn var
fulltrúum þingsins í fersku minni
og þegar leitað var eftir stuðningi
annarra- þjóða við umsóknina var
auðvelt að sannfæra menn um að
fjarskipti við ísland yrðu ekki
vandamál. Svíar lýstu einnig yfir
áhuga á að halda keppnina. Barátt-
an var hafin.
Stuðningur ríkisstjórnarinnar
Um veturinn var stefnan varð-
andi umsóknina sett í fastari skorð-
ur. Undirbúningsnefnd um um-
sóknina var sett á laggirnar undir
forystu Matthíasar A. Mathiesen,
þáverandi utanríkisráðherra. Stjórn
HSÍ, sem þegar hafði fengið stuðn-
ing ISÍ og íslensku ólympíunefnd-
arinnar, var ljóst að stuðningur rík-
isvaldsins var nauðsynlegur til að
dæmið gengi upp. Jón skrifaði bréí
til Sverris Hermannssonar mennta-
málaráðherra 22. maí og óskaði
eftir stuðningi hans og ríkisstjórn-
arinnar við umsóknina. Mennta-
málaráðherra lagði málið fyrir rík-
isstjórn Steingríms Hermannsson-
ar. 29. maí 1987 sendi Sverrir
Hermannsson menntamálaráð-
herra HSÍ eftirfarandi bréf:
„Með vísun til bréfs yðar dags.
22 maí sl. staðfestist hér með,
að ríkisstjórnin samþykkti á
fundi sínum 26. maí sl. að verða
við beiðni yðar um stuðning við
umsókn HSÍ til Alþjóða hand-
knattleikssambandsins um að
A-heimsmeistarakeppni í hand-
knattleik karla verði haldin hér
á landi árið 1994.”
Með þetta veganesti í farteskinu
hófst undirbúningsnefnd HSÍ um
umsóknina handa og er þáttur
hennar sérstaklega rakinn á bls.
12. En markaðssetningin var ekki
aðeins í höndum nefndarinnar held-
þáverandi forsætisráðheira í ávarpi
á forsíðu að undirbúningur vegna
keppninnar á íslandi 1995 standi
yfir. Þá þakkar Steingrímur J. Sig-
fússon þáverandi samgönguráð-
herra þá ákvörðun að HM 1995
verði á íslandi.
Samningar undirritaðir
5. apríl voru undirritaðir samn-
ingar milli Kópavogsbæjar, ríkis-
stjómar íslands og Ungmennafé-
lagsins Breiðabliks um byggingu og
rekstur fjölnota íþróttahúss í
j Smárahvammslandi í Kópavogi.
Jafnframt var undirritaður samn-
ingur milli HSÍ og Kópavogsbæjar
um að íþróttamiðstöðin verði tilbúin
fyrir HM 1995. Kostnaðaráætlun
vegna íþróttahússins hljóðaði upp á
640 milljónir en vegna alls mann-
virkisins upp á 954 milljónir. Samið
var um að framlag ríkissjóðs yrði
300 miHjónir og það verður ekki
hækkað.
Hætt við
Um síðustu helgi dró til tíðinda.
Hætt var við samninginn með fyrir-
vara um samþykki bæjarstjórnar
Kópavogs á fimmtudaginn kemur.
Málið var tekið fyrir í umræðum
utan dagskrár á Alþingi sl. mánu-
dag og gagnrýndu nokkrir þing-
menn ríkisvaldið harðlega fyrir
stöðu mála. Þá kannaði HSÍ hug
borgarstjóra til málsins en svarið
var afdráttarlaust, borgin byggði
ekki umrætt íþróttahús. Markús Orn
Antonsson borgarstjóri sagði að
mikið fjármagn væri bundið í fram-
kvæmdum vegna íþróttamann-
virkja, aðallpga hjá félögum, a.m.k.
Fram, KR, Ármann, Fylkir og Þrótt-
ur eru í byggingarhugleiðingum, og
þar við situr.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
(S f
11
ur var landsliðið óspart notað í
þessum tilgangL Það var á ferð og
flugi fram að Ólympíuleikunum í
Seoul og lék tæplega 80 landsleiki
á þeim rúmlega 15 mánuðum, sem
voru til stefnu. Liðið tók þátt í vin-
áttuleikjum og alþjóðlegum mótum
m.a. í Júgóslavíu, Bandaríkjunum,
Kóreu, Sviss, Noregi, Lúxemborg,
Belgíu, Danmörku, Svíþjóð, Japan,
Vestur-Þýskalandi, Austur-Þýska-
landi, Frakkalandi og á Spáni. Alls
staðar var umsókn Islands kynnt í
tengslum við leikina og hvert tæki-
færi notað til að leita eftir stuðn-
ingi við hana. Öllum hugsanlegum
aðferðum var beitt og m.a. voru
áhrifamenn í viðkomandi hand-
knattleikssamböndum heiðraðir af
HSÍ í bak og fyrir og margir leyst-
ir út með minningargjöfum.
Öllum handknattleikssambönd-
um IHF var kynnt umsóknin bréf-
lega, íþróttasamband íslands sendi
íþróttasamböndum á Norðurlönd-
um bréf, þar sem óskað var eftir
stuðningi og íslenska ólymp-
íunefndin sendi ámóta bréf til allra
óiympíunefnda.
Forsetaleikur
í árslok 1987 gerði HSÍ þróun-
arsamning við Handknattleikssam-
band samveldislandanna og næsta
vor undirritaði HSÍ samning við
handknattleikssambönd í Suð-
austur-Afríku um þróunaraðstoð
íslands við eflingu handknattleiks-
íþróttarinnar í þessum löndum í
samvinnu við Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands.
í júlí var ákveðið að leika vinátt-
uleik við Vestur-Þjóðverja I Ham-
borg \ tengslum við heimsókn for-
seta íslands til Þýskalands og var
frú Vigdís Finnbogadóttir heiðurs-
gestur á leiknum.
HSÍ lokaði síðan undirbúnings-
hringnum með því að gera samning
við þýska handboltaritið World
Handball Magazine um góða kynn-
ingu á Islandi, íslenskum handþolta
og umsókninni í blaðinu, sem var
gefið út rétt fyrir Ólympíuleikana
í Seoul. Islensk fyrirtæki voru með
auglýsingar á tæplega fimm síðum
og ijallað var um ísland og íslen-
skan handknattleik á rúmlega níu
síðum, en umfjöllun um sænskan
handbolta var upp á tvær og hálfa
síðu. HSÍ keypti um 5.000 eintök
af blaðinu og dreifði því m.a. til
fréttamanna í Seoul fyrir þingið.
Allt unnið fyrir gýg?
Ljóst er að HSÍ hefur lagt gífur-
lega mikla undirbúningsvinnu í
umsóknina um HM og fyrirhugaða
framkvæmd. Margir hafa verið
kallaðir til og mikið lagt undir.
En þar stendur hnífurinn í kúnni.
Fjárhagsstaða HSÍ hefur farið
versnandi með hveiju árinu síðan
undirbúningur um umsóknina hófst
og hafa fjármál sambandsins dreg-
ist inn í umræðuna. Fjárhagsáætl-
un HSÍ vegna keppninnar hefur
ekki hlotið náð fyrir augum ríkis-
valdsins, það hefur ekki tekið frum-
kvæði í málinu og sveitarfélög
halda að sér höndum.
HSÍ sótti um að halda HM pilta
yngri en 21 árs árið 1993. Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra sendi bréf með umsókninni
til IHF 27. desember sl. þar sem
m.a. kom fram að ríkisstjórnin
styddi umsóknina og óskað var eft-
ir stuðningi við hana. HSÍ hefur
hugsað sér þessa keppni sem und-
irbúningsmót fyrir HM 1995, en
þó tækninefnd IHF hafi mælt með
umsókn HSÍ, hangir hún á sömu
spýtunni og keppnin 1995.
Óvíst er hvert framhaldið verð-
ur, en fresturinn til að taka ákvörð-
un rennur út í júlí á næsta ári.
Vbrðlækkun veana
hagstæðra sammnga
ó farsímum frá
X
MITSUBISHI
Upplýsingar:
Fullkomin tvíátta handfrjáls notkun.
(Símalínan er opin í bábar áttir í
einu vib símtöl).
Styrkstillir fyrir öll hljób sem
fra símanum koma s.s.hringing,
tónn frá tökkum o.fl. Einnig er
hægt að slökkva á tóninum frá
tökkum símtólsins.
Fullkomib símtól í réttri stærö.
Léttur, meöfærilegur, lipur í notkun.
Bókstafa- og talnaminni. Hægt er
að setja 98 nöfn og símanúmer í
minni farsímans.
Tímamæling á símtölum.
Cjaldmæling símtala. Hægt er ab hafa
verðskrá inni í minni símans og láta hann
síöan reikna út andviröi símtalsins.
Hægt ab láta símann slökkva sjálfvirkt á sér,
t.d. ef hann gleymist í gangi.
Getur gefið tónmerki meb 1 mín. millibili á
meban á samtali stendur.
Stillanlegt sjónhorn skjás þannig ab aubveldara
er ab sja á símtólib.
Tónval, sem er naubsynlegt t.d. þegar hringt er í Símboba.
Stilling á sendiorku til að spara endingu rafnlöðunnar.
Hægt er ab tengja aukabjöllu eba flautu vib farsímann,
sem sföan er hægt stjórna frá símtólinu.
6 hólfa skammtímaminni. Hægt er ab setja símanúmer
eba abrar tölur í minni á meöan verib er aö tala í farsímann.
Endurval á síbasta númeri.
Langdrægni og öryggi Mitsubishi-farsímanna er þegar landsþekkt,
Japönsk gæbi tryggja langa endingu.
Bíl- og ferðaeining:
Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli, tólfestingu, tólleiSslu (5 m),
sleSa, rafmagnsleiSslum, handfrjálsum hljóSnema, loftneti oa loftnetsleiSslum,
nettri burSararind, rafhlöSu 1,8 AH, loftneti og leiSslu í vindíakveikjara.
VerS áSur: FSíhoóOr eSa F2waaa)7- stgr. JólatilboSsverS nú: 105.800,- eSa
QK OAA _
Bíleining:
Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt
símtólj, tólfestingu, tóileiSslu (5 mj,
sleSa, rafmagnsleiSslum, hand-
^ frjálsum hljóSnema, loftneti
• og loftnetsleiSslum.
VerS áSur: J-F5r4237‘
eSa-9979007 stg
JólatilboSsverS nú: 89.900,-
79.900,
'Wm
,
Feréaeining:
Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt
símtóli, nettri burSargrind. rafhlöSu
1,8 AH, loftneti og leiSslu í vindlakveikjara.
VerS áSur: 4-2ór980;- eSa 4-09:990;- stgr.
JólatilboSsverS nú: 93.100,- eoa
83.600,
E
EUROCARD
VJSA
Samkort
Greiöslukjör til allt aö 12 mán. MLINALÁN
Bjóöum hin
vinsælu
Munalán, sem er
greiösludreifing á
verðmætari
munum
til allt aö 30 mán.
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800