Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
Hvaó sögðu þeir?
Davíd Oddsson
■ „Ríkisstjórnin hefur lofað því að sjá um
að þessi handboltahöll verði byggð en við
höfum ekki gefið nein loforð...Á hinn bóginn
höfum við alltaf verið þess fýsandi að stuðla
að málinu ef menn færu út í þetta. En við
höfum aldrei lofað neinu eins og ríkisstjórnin
hefur gert bæði skriflega og munnlega. Ríkis-
stjórnir hafa þá tilhneigingu að líta svo á að
loforð þeirra séu einskis virði og það séu sam-
mæli um það í þjóðfélaginu.”
(Viðtal við DV 14.12. 1989)
/„Mér finnst rétt að taka upp viðræður á
nýjan leik á milli Kópavogs og ríkisins og finna
hvort hagfelldari lausn geti fundist. Auðvitað
viljum við tryggja að Heimsmeistarakeppnin
í handknattleik geti farið hér fram árið 1995,
en til þess að svo megi verða, þarf að leita
leiða sem ódýrari verða en þessi.”
(Sagt á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi
17. apríi 1990)
„Málið ber þannig að ríkisstjórninni nú að
sveitarfélagið Kópavogur spyrst fyrir um það
hvort ríkið geti aukið hlut sinn frá hinum
lofuðu 300 milljónum króna, framreiknað eitt-
hvað hærri upphæð, sem að fyrrverandi ríkis-
stjórn batt sig með í samningum við Kópa-
vog. Okkar svar er það að það stendur ekki
til af okkar hálfu að hækka þetta framlag.
Kópavogur mun hafa reynt að ná samningum
við fyrrverandi íjármálaráðherra eftir bæjar-
stjómarkosningamar 1990 án nokkurs árang-
urs og fyrrverandi fjármálaráðherra beitti sér
ekki fyrir því, þó þess sé nú getið í samningn-
um séi’staklega, að fjárframlag væri inni á
fjárlögum hans, sem hann gekk frá síðast
fyrír árið 1991. Þannig að það virðist ekki
hafa verið mikill vilji til þess að standa við
þennan samning. Ríkisvaldið mun auðvitað
standa við þann samning, sem gerður var við
Kópavog, um þessa fjárhæð, en ríkisvaldið
hefur lýst því yfir að hækkun komi ekki til
álita. Það er þannig, sem málið stendur. Komi
málið upp á nýjan leik með öðrum hætti, þá
verða menn að taka á því, þegar það ber
þannig að.”
(sagt á Alþingi 4. 11. 1991)
Ólolur 6. Einarsson
„Samningurinn, sém gerður var 1990, var
Kópavogskaupstað það óhagstæður að bærinn
treysti sér ekki til þess að byggja þetta hús...
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá hefur
þesi ríkisstjórn og ég vona fyrri ríkisstjórnir
ekki ætlað sér að halda þetta heimsmeistara-
mót, það voru aðrir.”
(sagt á Alþingi 4. 11. 1991)
Birgir ísleifur Gunnarsson
„Þetta er engin ofrausn ef við ætlum ekki
að lenda aftur úr öðrum þjóðum á þessu sviði.
Þá er margt sem bendir til þess að gjaldeyris-
tekjur af mótinu verði um 300 milljónir.”
(í viðtali við DV 27/4 1988)
Júlíus Hafstein
„Við hjá ÍBR fögnum auðvitað slíkri yfirlýs-
ingu frá ríkisvaldinu [frá 19. apríl um bygg-
mgu nýrrar íþrótta-, sýningar- og ráðstefnu-
hallar]. Ef slík höll verður byggð er rétt að
hún verði byggð í Reykjavík.”
(I viðtali við DV 27/4 1988)
Svavar Gestsson
„Ég vil á þessari stundu lýsa því yfír í til-
efni af ykkar góða sigri að við viljum stuðla
að því að unnt verði að halda þessa keppni
hér árið 1995 með öllum tiltækum ráðum.
Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það yrði
gert. Við munum kalla út íjölda aðila, auðvit-
að þjóðina í heild, íþróttasamtökin sjálf, borg-
arstjóm Reykjavíkur og bæjarstjórnir í kring,
forystumenn atvinnuveganna og fleiri og
fleiri. Við þurfum að safna héma miklu liði.”
(Sagt í hófi 3.3. 1989, sem menntamálaráð-
herra hélt landsliðinu í ráðherrabústaðnum
eftir sigur í b-keppninni í Prakklandi)
„Átta þúsund manna handboltahöll fyrir
einn milljarð' króna verður ekki byggð. Það
er fjarstæða að ætla það. Hins vegar er unn-
ið að því að leita að lausnum vegna heims-
meistarakeppninnar í handknattleik sem kosta
myndu minna. Hins vegar er málið ekki kom-
ið á það stig að við séum farnir að leggja
tillögur fram í þessu máli, en ég býst við að
það verði gert fljótlega upp úr áramótum.”
(Viðtal við Tímann 5.12. 1989)
Aðalklutverkin voru í
höndum áhrifamanna
Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir fékk fyrsta eintakið af kynningarbækl-
ingnum sem gerður var vegna umsóknar HSI um HM. Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður HSI, og Mathías Á. Mathiesen samgöngumálaráðherra afhentu henni
bæklinginn.
Á 30 ára afmælishófi HSÍ í apríl 1987
var tilnefnd sérstök undirbúnings-
nefnd vegna umsóknarinnar um HM
1994. Hlutverk hennar var fyrst og
fremst fólgið í því að fá hugmyndir,
sem yrðu umsókninni til framdráttar.
Hún starfaði fram að Ólympíuleikun-
um í Seoul, en hlutverki hennar var
lokið um leið og Alþjóða handknatt-
leikssambandið hafði samþykkt á fundi
sínum í Seoul haustið 1988 að HM í
handknattleik karla yrði á Islandi árið
1995.
Matthías Á. Mathiesen, þáver-
andi utanríkisráðherra, var
formaður nefndarinnar, en
auk hans voru í henni eftir-
taldir menn: Gylfi Þ. Gíslason, fyrrver-
andi ráðherra; Alfreð Þorsteinsson, for-
stjóri; Gils Guðmundsson, rithöfundur;
Ólafur B. Thors, forstjóri; Kristján Odds-
son, bankastjóri; Birgir Þorgilsson, ferða-
málastjóri; Þráinn Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri; Sveinn Björnsson, forseti
ÍSI; Gísli Halldórsson, fonnaður ólympíu-
nefndar; Júlíus Hafstein, formaður ÍBR;
og Sigurður Helgason, stjórnarformaður
Flugleiða. Fljótlega komu stjórnannenn-
irnir Jón Hjaltalín, Ólafur Jónsson og
Steinar J. Lúðvíksson inn í nefndina og
síðan bættust við í hópinn þeir Björn
Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróun-
arsamvinnustofnunar; Reynir Karlsson,
íþróttafulltrúi; Guðmundur Björnsson,
aðstoðar póst- og símamálastjóri; Gústaf
Arnar, verkfræðingur; Jóhann Ingi Gunn-
arsson, handknattleiksþjálfari í Þýska-
landi og Magnús Pálsson hjá auglýsinga-
stofunni Góðu fólki.
Fyrsta verk nefndarinnar var að að-
stoða HSI við að fá stuðning ríkisstjórnar-
innar við umsóknina og að honum fengn-
um staðfestu Sverrir Hermapnsson
menntamálaráðherra og Matthías Á. Mat-
hiesen utanríkisráðherra í yfirlýsingu á
ensku hinn 9. júní 1987 stuðning ríkis-
stjórnarinnar. Bréfið var sent til allra
erlendra sendiherra á Islandi og konsúla
Isiands erlendis. Þar segir m.a. að um-
sókn HSÍ um HM_ 1994 njóti fulls stuðn-
ings ríkisstjórnar Islands og óskað er eft-
ir stuðningi viðkomandi.
Þetta kemur fram í eftirfarandi bréfi
Matthíasar til HSÍ 7. júlí 1987:
„í framhaldi af samþykkt ríkis-
sljórnarinnar um stuðning við það
áform Handknattleikssambands ís-
lands að heimsmeistaramótið í hand-
knattleik verði haldið á íslandi árið
1994 hefi ég ritað öllum sendiherrum
erlendra ríkja á Islandi, og óskað eftir
því að þessir aðilar beiti áhrifum sínum
til þess að samþykki sem flestra þjóða
fáist við tillögu íslands.
Eg hefi ennfremur sent bréf til for-
seta Alþjóðahandknattleikssambands-
ins, sem áður gegndi embætti utanrík-
isráðherra Austurríkis og lýst þar
áhuga ríkisstjórnar íslands á að áform
Handknattleikssambandsins nái fram
að ganga.”
Daginn eftir, 8. júlí, tók ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar við völdum. Matthías
varð þá samgönguráðherra, Birgir ísleifur
Gunnarsson menntamálaráðherra og
Steingrímur Hermannsson utanríkisráð-
herra.
Sendiherrar íslands áttu stóran þátt í
að kynna umsóknina og afla henni fylgis.
Til að mynda fór Einar Benediktsson,
sendiherra í Brússel, með Jóni Hjaltalín
á fund handknattleikssambanda Vestur-
Evrópu í Antwerpen í september 1987.
Hann bauð formanni belgíska handknatt-
leikssambandsins í mat fyrir fundinn,
gerði honum grein fyrir stöðunni og ósk-
aði eftir að fá að halda boð fyrir fundar-
menn að fundi loknum. Þar kynnti hann
umsóknina og sölufuiltrúi Flugleiða í
Belgíu mætti með kynningargögn frá
Flugleiðum, bæði um fyrirtækið og um
ísland.
Á þessum fundi kom fram að eftir HM
í Tékkóslóvakíu 1990 yrði keppnin senni-
lega haldin annað hvert ár og næsta mót
yrði því 1993 í stað 1994. Því sendi Jón
Hjaltalín bréf dagsett 7. október til Birg-
is ísleifs Gunnarssonar, þar sem greint
var frá hugsanlegri breytingu og óskað
eftir staðfestingu á stuðningi ríkisstjórn-
arinnar við umsóknina, þó ártalið yrði
annað.
Menntamálaráðherra lagði erindið fyrir
fund ríkisstjórnarinnar, sem samþykkti
að lýsa yfir stuðningi við umsóknina, þó
að um breytingu á ártali yrði að ræða.
„Sprengjan” í Stokkhólmi
Aðeins ísland og Svíþjóð höfðu lýst
yfir áhuga á að halda umrædda keppni
og þar sem Svíar höfðu sterk ítök innan
IHF lagði undirbúningsnefndin allt kapp
á að fá sænska fjölmiðla á sitt band. Is-
land tók þátt í Heimsbikarkeppninni í
handknattleik í Svíþjóð í janúar 1988.
Þórður Einarsson, sendiherra í Stokk-
hólmi, hélt þá boð fyrir sendiherra allra
þátttökuþjóðanna, formenn viðkomandi
handknattleikssambanda og_ stjórn IHF.
Þar kynnti hann umsókn Islands og í
framhaldi var haldinn blaðamannafundur
til að fylgja málinu eftir, en auk þess var
send fréttatilkynning til allra helstu fjölm-
iðla í Svíþjóð. Jón Hjaltalín sendi síðan
bréf með aðstoð Flugleið? til allra hand-
knattleiksfélaga í Svíþjóð (þau eru um
800) og hvatti þau til að beita sér fyrir
því að Island fengi keppnina, því Svíþjóð
hefði þegar haidið HM tvisvar. Herbragð-
ið bar tilætlaðan árangur. 19. ágúst
mæltist Steffo Tömquist, ritstjóri íþrótta
hjá sænska dagblaðinu Expressen, til
þess í forystugrein að Svíar drægju um-
sókn sína um HM til baka. Hann sagði
að íslendingar myndu skipuleggja keppn-
ina miklu betur og benti á að íslenska
ríkisstjórnin væri tilbúin til að standa á
bak við þessa miklu keppni.
Mótleikur Svía
Markaðssetning íslendinga á umsókn-
inni í Svíþjóð kom Svíum í opna skjöldu,
en þeir brugðust fljótt við og gáfu út
myndarlegan kynningarbækling, þar sem
hamrað var á fjölda íþróttahúsa í Svíþjóð,
sem tækju fleiri en 7.000 áhorfendur.
Jafnframt var bent á að á íslandi væri
ekkert slíkt hús og því gæti keppnin ekki
farið fram hér á landi.
Krókur á móti bragði
Undirbúningsnefndin brá skjótt við og
eftir að HSÍ hafði fengið skriflega yfírlýs-
ingu frá menntamálaráðherra þess efnis
að áætlað væri að byggja iþróítahöll í
Reykjavík, sem gæti rúmað um 8.000
áhorfendur og yrði tilbúin fyrir keppnina
1993 eða-1994 var hafist handa við gerð
kynningarbæklings. Jón, Matthías og Gísli
Halldórsson gengu á fund borgarstjóra
og fengu heimild til að “láta teikna og
birta drög í bæklingnum af byggingu í
Laugardal án nokkurra skuldbindinga.
Það var gert, en í bæklinginn rita m.a.
forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
Davíð Oddsson borgarstjóri, Matthías Á.
Mathiesen samgönguráðherra, sem for-
maður undirbúningsnefndar, og Birgir
ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra,
sem ítrekaði stuðning ríkisstjómarinnar
við umsóknina. Ferðamálaráð Islands og
ferðamálaráð Reykjavíkur voru á meðal
styrktaraðila bæíriingsins, sem var m.a.
sendur til allra handknattleikssambanda
IHF og dreift á meðal fréttamanna í Seo-
ul fyrir fund IHF þar sem atkvæðagreiðsl-
an fór fram.
30. júní 1988 fundaði fulltrúaráð IHF
í Frakíriandi um dagskrá þingsins í Seo-
ul. Jón Hjaltalín og Haraldur Kröyer,
sendiherra íslands í París, mættu á fund-
inn og færðu Erwin Lanc forseta IHF
persónulegt bréf frá menntamálaráð-
herra, þar sem hann áréttaði stuðning
ríkisstjórnar ísland við umsókn HSÍ.
í lok ágúst fór Jón ásamt Sverri H.
Gunnarssyni, sendiherra íslands í Genf,
og ræðismanni íslands í Madríd á fund
Samaranch, forseta Alþjóðaólympíu-
nefndarinnar, til að kynna umsóknina og
leita eftir stuðningi, en forsetinn og ræðis-
maðurinn voru gamlir bekkjarfélagar.
Samkomulag
Mikil spenna ríkti á þingi IHF í Seoul.
Eftir mikið baktjaldamakk náðist sam-
komulag um að borin yrði upp málamiðl-
unartillaga þess efnis að kosið yrði sam-
tímis um HM 1993 og 1995 og var henni
fagnað með dynjandi lófaklappi. Hlut-
kesti réði því að HM 1993 yrði í Svíþjóð
en keppnin 1995 á íslandi. íslenska undir-
búningsnefndin hafði þar með árangur
sem erfiði og Matthías Á. Mathiesen, sam-
gönguráðherra, samstarfsráðherra Norð-
urlanda og formaður íslensku undirbún-
ingsnefndarinnar átti síðasta orðið á þing-
inu: „Ég vil nota tækifærið og bjóða hand-
boltaheimin velkominn til Islands 1995
og sem ráðherra um norræn málefni býð
ég alla velkomna til Svíþjóðar 1993. Eg
fullvissa alla að undirbúningurinn á ís-
landi verður í alla staði mjög góður, marg-
ar hallir verða til staðar og eins margir
áhorfendur og hægt er.”