Morgunblaðið - 10.11.1991, Side 16

Morgunblaðið - 10.11.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 eftir Kristínu Gunnarsdóttur Skipulagsstjórn ríkisins hefur ásamt Náttúruverndarráði haft afskipti af framkvæmdum á hálendinu. Skipulag ríkisins sér um að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir og stendur nú yfir kynning í sjö hreppum á legu Fljótsdalslínu. Þá hefur stjórnin nýlega beint þeim tilmælum til oddvita og byggingarfulltrúa Grímsnes- hrepps að þeir fjallaskálar sem reistir hafa verið við Tjaldafell norðan við Skjaldbreið verði fjarlægðir. 011 sveitarfélög eru skipulags- skyld og allar byggingar of- anjarðar sem neðanjarðar háðar samþykktu skipulagi viðkomandi sveitarstjórnar og skipulagsstjórnar ríkisins,” sagði Stefán Thors skipulagsstjóri ríkis- ins. Áður fyrr var skipulagsskylda fyrst og fremst bundin við þéttbýli, en eftir að skipulagsmál þar kom- ust í sæmilegt horf hefur athyglin.- beinst að stijálbýli og nú einnig að hálendinu. „Fyrr á tímum flutti fólk úr sveitum í þéttbýli, en nú aukast stöðugt framkvæmdir í stijálbýli, þegar þéttbýlisbúar vilja byggja sér sumarbústaði og fjallaskála. Þá má ekki gleyma síauknum fram- kvæmdum á vegum Vegagerðar ríkisins og Landsvirkjunar,” sagði Stefán. Breytingar voru gerðar á skipu- lagslögum árið 1979, sem fela í sér að framkvæmdir á vegum Lands- virkjunar eru skipulagsskyldar. Landsvirkjun getur ekki lengur ákveðið hvar háspennulína er lögð án samþykkis viðkomandi sveita- stjórnar, skipulagsstjórnar ríkisins og staðfestingu ráðherra. „Lands- virkjun hefur því óskað eftir því við skipulagstjórn að hún auglýsi tillög- ur að línulögnum og sjái til þess að málsmeðferð verði lögum sam- kvæmt,” sagði Stefán. „Þannig er búið að auglýsa og staðfesta legu Búrfellslínu III frá Búrfelli að Hamranesi á Reykjanesi og liggur hún um 11 sveitarfélög.” Þegar kemur að hálendinu virðist vera gloppa í lögum og erfitt að átta sig á hver fer með lögsögu þar og hvaða reglur eiga að gilda. Lög- um samkvæmt eru öll sveitarfélög skipulagsskyld og samkvæmt sveit- arstjórnarlögum frá árinu 1986 er allri byggð skipt í sveitarfélög. Þar með mætti halda að óbyggðin eða hálendið væri ekki innan sveitarfé- laga og þá ekki skipulagsskylt. „Við höfum túlkað það þannig að þegar sveitarfélögunum sleppir og um er að ræða svæði, sem ekki teljast sannanlega innan staðar- marka ákveðins sveitarfélags, þá sé það skipulagsstjórnar og ráðu- neytisins að fjalla um byggingarmál þar,” sagði Stefán. „En það hefur borið við að fólk almennt og sveitar- stjórnir hafa litið svo á að inni á miðhálendi gildi engar reglur og að þar sé hægt að gera nánast hvað sem er. Þá eru byggðir skál- ar, án þess að leita umsagna og tilskilinna leyfa. Og þó svo að tilskil- in leyfi sveitarstjórnar liggi fyrir og umsagnir náttúruverndarnefnda þá telja margir að hægt sé að byggja þar öðruvísi, eða réttara sagt skála sem minni kröfur eru gerðar til en þeirra sem eru í byggð. En hús á hálendinu þurfa auðvitað að standast sömu kröfur og hús í byggð. Þar á ekki allt að fyllast af skúrum, gömlum vinnubúðum og bensínafgreiðsluskúrum, sem ekki er hægt að nota í byggð.” Stefán sagði að þegar leitað hef- ur verið til skipulagsstjómar sé reynt að meta hvort um lokaða eink- askála er að ræða eða opna skála á vegum félagasamtaka sem reistur Vanhirtir skálar í óbyggðum eru alltof algeng sjón. Tveir flutningagámar eru jafnvel látnir gegna hlutverki fjallakofa. er í öryggisskyni. Nýlega barst erindi frá Grímsneshreppi, þar sem hugmyndir eru uppi um að safna saman skálum í eitt hverfi. Bent er á að það sé heppilegra að þeir séu á einum stað, en ekki dréifðir um allan afrétt. „Vel má vera að það sé rétta lausnin en þá þarf einnig að velja hverfunum þannig stað að þau verði ekki of áberandi og valdi sjónmengun,” sagði Stefán. „Nú, svo er hitt sem fylgir þessu líka, að þarna er um hverfi skála í einka- eign að ræða og enginn þeirra er Óspillt náttúra íslenska hálendisins hefur heillað margan ferðamanninn. Náttúrufegurð, sem margir óttast að sé í hættu vegna enn frekari virkjanaframkvæmda, lagningar háspennulínu, vegagerðar, skálabygg- inga, aksturs utan vega og ágangs ferðamanna. Landsvirkjun ráðgerir að leggja um 300 kílómetra háspennulínu um mið- hálendið og er það í fyrsta sinn sem lína fer þar um. Línunni fylgir vega- eða slóðagerð, sem opnar ferðamönnum leíðir inn á áður fáfarnar slóðir. Þá er talið að á hálendinu séu 400 skálar. Þar af eru um 100 í einkaeign og byggð- ir án tilskilinna leyfa. þá opinn. Það er þá falskt öryggi sem þeir gefa. Það mætti hugsa sér að húsin yrðu í dökkum jarðarlitum, en eitt hús í hveiju hverfi yrði minna og í skærum lit og það væri þá opið neyðarskýli fyrir svæðið. Þá væri fólk í neyð ekki að ráfa á milli lokaðra húsa.” Sérstök nefnd fari með skipulags- og byggingamál Stefán á sæti í hálendisnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem vinnur að undirbúningi laga um hálendið. Sagðist hann eiga von á að næðist samstaða um frumvarpið liði ekki á löngu þar til það yrði að veruleika. Þar er gert ráð fyrir að sérstök stjórnarnefnd fari með skipulags- og byggingamál á há- lendinu. Miðhálendið verði skil- greint með línu, sem dregin verði milli heimalanda og afrétta og að þar tæki gildi sérstakt hálendis- skipulag. Innan þess yrði mörkuð stefna _um byggingu fjallaskála, lagningu vega og háspennulína og staðsetningu orkuvera. Sérstakt deiliskipulag yrði gert fyrir einstök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.