Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
17
hverfi, hvort sem það yrði fyrir fjall-
askála eða þjónustumiðstöðvar
ferðamanna.
„Sem annars staðar í sumarbú-
staðaiöndum yrði Náttúruverndar-
ráð umsagnaraðili, en umsögn ráðs-
ins þarf að liggja fyrir áður en heim-
ild er veitt til framkvæmda,” sagði
Stefán. „Við eigum gott samstarf
við Náttúruverndarráð og á það
ekki síst við um hálendið og þau
svæði sem hafa verið friðlýst, en
þar hefur ráðið meira að segja en
á öðrum svæðum.”
Tillaga hefur komið fram um að
hálendið verði gert að einum þjóð-
garði að erlendri fyrirmynd og sagði
Stefán að það væri vel hugsanlegt,
en til þess að svo mætti verða yrði
hálendið allt að vera í ríkiseign.
Eðlilegra og einfaldara væri að skil-
greina ákveðin stór heilleg svæði á
hálendinu sem friðaða þjóðgarða. Á
öðrum svæðum mætti hugsa sér
einhverskonar byggð eða fram-
kvæmdir.
En það eru aðrar framkvæmdir
á hálendinu sem eru í brennideplin-
um, vegagerð og háspennulínur sem
valdið geta sjómengun. „Munurinn
á vegi og línum er sá að vegir verða
aldrei eins áberandi í umhverfinu.
Ekki nema úr lofti séð,” sagði Stef-
án. „Það hefur einnig verið bent á
að vegir stuðli að betri umgengni
um hálendið og dragi úr slóðum
utan vega. Sæmilegir vegir, sem
fólk heldur sig þá á, eru til bóta.
Það hefur tekist ákveðið samstarf
milli Vegagerðar ríkisins og Lands-
virkjunar um að þessir vegir verði
markvisst byggðir upp með það í
huga að þeir verði notaðir síðar
meir af ferðamönnum og öðrum,
sem erindi eiga um svæðið.”
Viðhorfsbreyting til
umhverfismála
Stefán sagði að mikil viðhorfs-
breyting hefði átt sér stað á undan-
förnum árum til umhverfismála og
þá ekki síst til hálendisins og
óbyggðanna. „Það er auðveldara
fyrir alian almenning að ferðast
yfír hálendið og þeim hefur fjölgað
sem þangað fara í rútum, jeppum,
gangandi, hjólandi og ríðandi og
þeim fjölgar einnig stöðugt sem sjá
ákveðna möguleika og kosti í mið-
hálendinu sem óspilltri náttúru,”
sagði hann. „Þess vegna er ákveðin
hætta á hagsmunaárekstrum þeirra
sem standa þar fyrir miklum fram-
kvæmdum og þeirra sem vilja njóta
kyrrðar og óspillts umhverfis. Þá
fjölgár þeim sem líta á hálendið sem
þjóðareign. Sameign, þar sem fólk
telur sig almennt eiga hagsmuna
að gæta. Þó ekki sé um beint eign-
arhald að ræða, þá hafi það eitt-
hvað um málið að segja.”
Til þess að leysa þennan hnút
þyrfti að taka upp enn frekara sam-
starf við Landsvirkjun og Vegagerð
ríkisins um umhverfismat þegar
framkvæmdir á hálendinu eiga í
hlut, að mati Stefáns. „Við viljum
að leitað verði til okkar fyrr á hönn-
unarstig framkvæmdanna, þannig
að í sameiningu og af alvöru verði
farið yfir alla kosti sem fyrir hendi
eru til lausnar. Það hefur valdið
vandræðum að nánast er búið að
fullvinna tillögurnar og tímasetja
framkvæmdaáætlun áður en kemur
að kynningu, þannig að lítill tími
vinnst til að skoða framkvæmdina
af einhverju viti. Strax á undirbún-
ingsstigi þarf að bera saman og
skoða þá kosti sem fyrir hendi eju
og meta alla umhverfisþætti. Ég
heyri að það er mikill vilji fyrir að
slík vinnubrögð verði tekin upp.
Menn sjá að annars lenda þeir í
vandræðum og leiðindum. Það er
að myndast þjóðarsamstaða um
hálendið og öll umræða að opnast.
Allur almenningur fylgist betur með
og finnur að verið er að leita eftir
bestu lausninni í stað þess að ryðj-
ast í gegn, þar sem styðst er að
fara.”
Stefnan er ekki skýr
Ragnar Kristjánsson er sérfræð-
ingur Náttúruverndarráðs í skipu-
lags- og mannvirkjagerð, meðal
annars á hálendinu. Eins og fram
hefur komið er Náttúruverndarráð
umsagnaraðili um framkvæmdir í
stijálbýli og þá um leið á hálend-
•_________________ . ~ • ._____
inu. Þar eru friðuð svæði í sér-
stakri vernd, meðal annars Skútu-
staðahreppur allt frá Mývatni að
Vatnajökli. Innan hans eru margir
viðkvæmustu ferðamannastaðir á
hálendinu og á því svæði eru uppi
hugmyndir um að leggja háspennu-
línu þvert yfir hálendið í nágrenni
við Herðubreið, Öskju, Dyngjufjöll
og um Ódáðahraun. Að sögn Ragn-
ars, hefur Náttúruverndarráð enn
ekki markað skýra stefnu hvað
varðar hálendið. „Það er í raun
ekki til nein stefna fyrir þessi frið-
Iýstu svæði heldur,” sagði hann.
„Þau eru friðlýst og síðan er beðið
með að vinna úr málunum. Það er
vandamálið. Það að um friðað svæði
er að ræða er ekki það sama og
að ekki megi byggja neitt, en fram-
kvæmdin er skoðuð mun betur en
annars og ákvörðun tekin sem er í
sátt við umhverfið.”
Talið er að um 400 skálar séu á
víð og dreif á hálendinu, gangna-
mannakofar, slysavarnaskýli, Ferð-
afélagsskálar og eitt hundrað skálar
í einkaeign í afar misjöfnu ástandi.
Rétt er að taka fram að unnið er
að skráningu skálanna en heildar-
skráning mannvirkja á hálendinu
er ekki til.
„Þessi sókn í einkaskála hefur
farið vaxandi á síðari árum og á
það sérstaklega við um svæðið
meðfram línuveginum norðan við
Skjaldbreið, sem lagður var þegar
háspennulínan var lögð árið 1981
frá Búrfelli að Járnblendiverksmiðj-
unni við Grundartanga. Vegurinn
opnaði svæðið fyrir umferð þar sem
áður var eingöngu göngusvæði.
Ferðafélag íslands á sæluhús sunn-
an undir Hlöðufelli og það var til
skamms tíma eina húsið á svæð-
inUj” sagði Ragnar.
Á síðustu tveimur árum hafa
verið settir niður sjö skálar með-
fram línuveginum. Það má því segja
að vegurinn hafi skapað ófyrirséð
vandamál. „Svæðið er mjög vinsælt
meðal jeppa- og snjósleðaeigenda
og hjá oddvita Grímsneshrepps
liggja ellefu umsóknir um skála-
byggingar við veginn. Fimm um-
sóknir hafa þegar verið afgreiddar
og tveir skálar eru komnir niður,”
sagði Ragnar. „Stefna Náttúru-
verndarráðs hefur verið sú að fjalla-
skálar skulu vera í eigu félagasam-
taka og standa opnir. Þannig má
færa rök fyrir að um neyðarskýli
sé að ræða. Margir þessara íjalla-
skála eru komnir mjög til ára sinna
og illa farnir. Þegar búið er að skrá
alla skála þá væri hægt að nota
skrána sem gagnagrunn og benda
þeim á sem óska eftir aðstöðu á
fjöllum að hafa samband við við-
komandi eiganda og fá heimild til
að nýta skálann og halda honum
við. Ég er viss um að margir bænd-
ur sem eiga gangnamannakofa
yrðu því fegnastir að einhver héldi
húsum við. Kofarnir eru flestir
ónýttir enda bændur hættir að nota
þá með breyttum búskaparháttum.
Ef ekki verður veruleg breyting á
fyllist hálendið af vanhirtum skál-
um sem enginn nýtir. Af öllum þeim
skálum sem eru á Hellisheiði, svo
dæmi sé tekið og eru ýmist í einka-
eign eða í eigu félagasamtaka eru
um 60% til 70% ónýtir. Flestir skál-
anna voru byggðir á árunum 1940
til 1950 og sumir þeirra blasa við
þegar ekið er yfir heiðina.”
Flestir skálanna, sem byggðir
hafa verið á síðari árum, eru sunn-
an jökla, en einnig er mikið um
skála upp úr Eyjafirði í óleyfi.
„Skálar eru jafnvel reistir inn á
afréttum landsins á landi sem eng-
inn veit hver á,” sagði Ragnar.
„Spurningin er hvor sveitarstjórnir
geti heimilað slíkar byggingar, þar
sem eignaréttur á landi er ekki á
hreinu og þar með ráðstafað því til
næstu 25 ára. Ég veit til þess að
maður, sem fór með skála inn á
hálendið, gerði athugsemd vegna
annars skála, sem reistur var í ná-
grenninu og honum þótti vera of
nærri. Óskaði hann eftir að fram-
kvæmdir yrðu stöðvaðar. Hvorugur
skálanna hafði fengið tilskilin leyfi,
en hann vildi vera einn og taldi sig
vera í fullum rétti þar sem hann
kom fyrstur á staðinn. Þetta minnir
á hugsunarhátt bandarísku frum-
byggjanna.”
—————
Umdeildar framkvæmdir
opnuðu halendiö ferðamðnnum
ALLT fram til þess að Landsvirkjun hóf virkjunarframkvæmdir í
Þjórsá, fyrst við Búrfell og síðar við Sigöldu, var miðhálendi íslands
sveipað dularhjúp í hugum flestra. Nöfn eins og Tómasarhagi, Nýidal-
ur, Sprengisandur og Kiðagil voru á hvers manns vörum, en fæstir
höfðu séð þessa staði með eigin augum. Það má því segja að umsvif
Landsvirkjunar á hálendinu hafi opnað ferðamönnunum leiðina og nú
stendur til að leggja háspennulínu þvert yfir hálendið.
Við höfum aldrei fengið jafn sterk
viðbrögð við framkvæmdum
Landsvirkjunar á hálendinu,”
sagði Agnar Olsen, forstöðumaður
verkfræðideildar. „Énda er þetta í
fyrsta sinn sem hagsmunaðilar í
ferðaþjónustu hafa gagnrýnt áætlan-
ir Landsvirkjunar. Agnar sagði að
frumdrög að framkvæmdum Lands-
virkjunar yrðu til á teikniborðinu, ef
svo mætti að orði komast, en síðan
tæki við vettvangskönnun. Hlutverk
Landsvirkjunar væri að flytja orku
frá einum stað til annars á sem hag-
kvæmastan og ódýrastan hátt og er
reynt að velja stystu leiðina með til-
liti til aðstæðna svo sem ísingar og
vinda. Þegar hún liggur fyrir er haft
samband við Náttúruverndarráð, en
náið samstarf er milli stofnananna,
og auk þess við forsvarsmenn við-
komandi sveitarfélaga og viðhorf
þeirra til línunnar könnuð.
Loftlína kostar að meðaltali 15
milljónir hver kílómetri, en ef lína
er grafin í jörðu kostar hver kíló-
metri að minnsta kosti 75 milljónir.
„Það eru engar aðrar íeiðir,” sagði
Agnar. „Og að grafa línuna niður
er nánast útilokað að mínu mati. Það
er hvergi gert í heiminum að grafa
línu langar leiðir. Því fylgja ýmis
rafmagnsfræðileg vandamál, auk
mikils jarðrasks og djúpra skurða.
Línan yrði að vera aðgengileg og í
stokk með steyptu loki rétt eins og
hitaveitulagnir. Hún yrði ekki ósýni-
legt fyrirbæri eins og margir virðast
halda. Talað hefur verið um að leggja
hluta línunnar í stokk á viðkvæmum
stöðum eins og til dæmis í Ódáða-
hrauni, Gefíð hefur verið afdráttar-
laust afsvar við þeirri hugmynd, svo
m.enn eru hættir að ræða það.”
Ýmsar Ieiðir til að draga úr
umhverfisáhrifum
Þorgeir J. Andrésson, yfii-verk-
fræðingur línudeildar, segir að ýmsar
aðrar leiðir séu færar til að draga
úr umhverfisáhrifum línunnar. Til
dæmis mætti hanna ný og fallegri
möstur og minnka áhrif þeirra og
hafa þau mött. Það sama ætti við
um vírana og jafnvel einangrarana
en þeir eru yfirleitt glansandi og
skera sig úr umhverfinu. „Enn frem-
ur skiptir miklu máli hvar möstrin
er lögð,” sagði Þorgeir. „Með bví að
hnika möstrunum til er hægt að velja
þeim stað þar sem þau verða ekki
til lýta.”
Fyrirhuguð Fljótsdalslína, sem
gagnrýnin hefur einkum beinst að,
mun geta fiutt um 250 MW og ann-
ar því meiri orku en virkjunin kemur
til með að framleiða. Áætianir gera
ráð fyrir að lína verði lögð frá virkj-
uninni á Fljótsdal um hálendið við
Þríhyrningsfjallgarð, yfir Jökulsá á
Fjöllum og Kreppu í stefnu sunnan
við Herðubreiðartögl, þaðan norðan
Vikrafells og sunnan í Svörtudyngju
yfir Ódáðahraun að Svartárkoti, nið-
ur Bárðardal, yfir í Fnjóskadal og
að Rangárvöllum við Akureyri, eða
um 190 kílómetra leið. Lína suður
yfir hálendið liggur frá Svartárkoti
suður Sprengisand, eða um 192 kíló-
metra leið, en fylgir síðan Búrfells-
línu 1 um Grímsnes að Hamranesi.
Fyrirhuguð lína er því samtals 502
kílómetri, frá Fljótsdalsvirkjun og að
Hamranesi.
„Landsvirkjun reynir eftir því sem
framast er kostur að koma til móts
við athugasemdir, sem fram koma
um framkvæmdir fyrirtækisins að
höfðu samráði við hlutaðeigandi yfir-
völd,” sagði Þorgeir. „Það þýðir ekki
að slá höfði við stein. Til dæmis var
Búrfellslínu 3 breytt verulega og
henni valin önnur leið en henni var
ætlað upphaflega. Það er skipulags-
stjórn ríkisins, sem hefur næst síð-
asta orðið, en umhverfismálaráð-
herra hefur síðasta orðið um línuleg-
una.”
Hagkvæmast nú og í
framtíðinni
Margir hafa velt því fyrir sér hvort
ekki hefði verið hægt að fylgja
byggðalínunni svokölluðu, annað
hvort suður með ströndinni, eða
norður fyrir, í stað þess að fara yfir
miðhálendið. „Stysta leið er að fara
yfir hálendið. Eftir því sem lína er
fjær ströndinni, þeim mun minni
hætta er á ísingu og seltu, auk þess
sem ég á erfitt með að sjá að menn
samþykki aðrar mun stærri línur
með suðurströndinni. Leiðin sem nú
verður valin verður meginflutnings-
leið orkunnar og suður og mjög lík-
legt að allar línur í framtíðinni fari
sömu leið,” sagði Agnar. „Ef línan,
sem nú verður lðgð. er lengd, þá
lengjast allar línur í framtíðinni og
er því ekki eingöngu dýrara fyrir
Landsvirkjun og alla landsmenn
núna heldur um alla framtíð.”
Heyrst hefur að hálendisleiðin
hafi verið valin vegna erfiðleika við
að semja við landeigendur i byggð.
Þorgeir kannaðist ekki við að það
væri rétt og sagði að bótagreiðslur
til landeigenda væru léttvægar í
þessu samhengi. „Þetta er ekki af-
gerandi atriði í þessu máli,” sagði
Þorgeir. „Það er auðvitað seinlegt
og erfitt að ná samkomulagi og það
verður alltaf þyngra og þyngra af
skiljanlegum ástæðum. Menn verð-
leggja sitt land hærra heldur en áður
tíðkaðist og eru meðvitaðri um verð-
mæti lands síns.”
Framkvæmdir Landsvirkjunar á
hálendinu hafa áður verið gagnrýnd-
ar og nægir að nefna ótta náttúru-
verndarmanna við vatnsmiðlun
vegna Sigöldu við Þórisvatn og einn-
ig við Blönduvirkjun. Vegna Fljóts-
dalsvirkjunar eru uppi hugmyndir um
vatnsmiðlun við Snæfell, sem sætt
hefur nokkurri gagnrýni. „Hug-
myndin er að ná vatni sem rennur
úr og við Snæfell og til þess þarf
að gera stíflur og grafa skurði,”
sagði Agnar. „Um er að ræða 10%
af heildarvatnsmagni virkjunarinnar
og hugsanlega verður hægt að koma
til móts við þessar athugasemdir.
Rétt er að taka fram að mótmælin
beinast að afmörkuðum þætti, en
ekki sjálfri virkjuninni.”
Hægt að sameina hagsmuni
ferðamanna og
Landsvirkjunar
Agnar sagðist trúa því að hægt
yrði að sameina hagsmuni ferða-
manna og Landsvirkjunar og að línan
verði beggja hagur. Henni fylgir veg-
arslóði, sem verður lagður í sam-
starfi við Vegagerð ríkisins. Hann
er fyrst og fremst hugsaður fyrir
sjálfa framkvæmdina en ferðamenn
gætu nýtt sér hann þegar henni er
lokið. Landsvirkjun hefur lagt vegi
um hálendið og brúað fljót sem áður
voru ófær og þannig opnað mönnum
leiðina. Stór hluti þess svæðis, sem
Fljótsdalslína fer um, er fáfarinn og
óaðgengilegur, nema þá fyrir göngu-
menn. Spurningin er hvort hálendið
eigi eingöngu að vera fyrir þessa fáu
hraustu eða hvort opna eigi hálendið
að ákveðnu marki fyrir almenning.
Þeir Agnar og Þorgeir eru sam-
mála um nauðsyn þess að samkomu-
lag náist um skipulag og nýtingu
hálendisins og að yfir það verði sett
ein stjórnsýsla eins og unnið er að í
umhverfisráðuneytinu. Þá væri mál-
efnum hálendisjns. mun betur 1