Morgunblaðið - 10.11.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 10.11.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 19 þetta svæði að einu atvinnusvæði. En þau verða ekki að veruleika fyrr en eftir 4 ár a.m.k. og meðan verða Súgfirðingar að þreyja þorr- ann og góuna. „Fyrir okkur eru næstu fjögur ár ansi langur tími til að halda öllu gangandi hér,” segir Lilja. Lilja segir að Súgfirðingar séu mjög sárir yfir þeirri umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu um að leggja eigi plássið af. „Gjaldeyris- sköpun á einstakling er með því hæsta sem gerist á landinu hér á Suðureyri og plássið hefur skilað til þjóðarbúsins gífurlegum gjald- eyristekjum á liðnum árum,” segir hún. „Við teljum að við þurfum ekki að skammast okkur fyrir vinnuframlag okkar til þjóðfélags- ins.” Ömurlegt að vera rekin heim Við eina af þremur götum Suður- eyrar stendur lítið og huggulegt timburhús, sem á þessum stað er þó svo til verðlaus eign. Þar búa hjónin Arnfríður „Sísí” Gunnars- dóttir og Jens Ásmundarson og er húsið afrakstur ævistarfs þeirra, en hún hefur unnið sem fískverkakona hjá Freyju frá árinu 1967 og hann starfar þar sem vélstjóri, eftir að hafa verið sjómaður um árabil. Þau hafa verið búsett á Suðureyri und- anfarin 27 ár, hún er frá Reykjavík en hann frá Neskaupstað. Sísí segir að hún sé hræddust um að ekki verði næg vinna á staðn- um eftir að yfirstjórn Freyju verður flutt yfír á ísafjörð, en Jens bætir því við að hann hafi heyrt því fleygt að öllum verði tryggð átta tíma vinna á dag og gott sé ef svo er. „Annars fannst mér Ömurlegt að vera rekin heim- úr vinnunni og þurfa svo að vera kauplaus í fjórar vikur þar til ég fór á atvinnuleysis- „Mér finnst alveg út í hött að ganga að sölunni sökum þessfjölda af fólki sem missir vinnu sína hér í plássinu, fyrir ut- an okkurátogar- anum/’ „Ég held að málið sé samt ekki það að fólkið pakki saman og fari í vetur, heldur hugsar sitt mál betur f ram á næsta vor.” Sigurður Haraldsson háseti á togaranum:„Gott ef traustir menn taka við stjórn fyrirtækisins.” \ Baldur Jóns- son: „Betri er hálfur skaði en allur.” Gestur Kristinsson: „Aðgerðir of litlar og koma of seint.” bætur,” segir Sísí. „Á öllum þeim árum, sem við höfum búið hérna, fínnst mér aldrei hafa verið jafn- mikil óvissa um framtíð okkar og nú. Hér hefur alltaf verið mikil vinna og mikið atvinnuöryggi og fremur kvartað yfír mikilli vinnu en hitt. Fólk óttast nú að það geti ekki lifað hér af vinnu sinni í fram- tíðinni.” Jens heldur enn starfi sínu sem vélstjóri hjá Freyju, en aðspurð um hvernig hún eyði tíma sínum í at- vinnuleysinu segir Sísí að hún sé að læra ensku þessa stundina „og svo er ég að dunda við að prjóna á mig peysu. Við erum níu saman hérna konurnar sem lærum ensk- una, en kennarinn er stúlka frá Nýja Sjálandi, sem settist hér að fyrir nokkrum árum,” segir hún. „En svo verðum við að passa okkur í fjármálunum og maður má ekki eyða einni einustu krónu í óþarfa.” Jens bætir því við að það sé langt frá því að þau svelti, enda sé hann skotmaður. Og það kvöld sem við Morgunblaðsmenn litum til þeirra var steikt hávella á boðstólum, hinn besti matur að sögn Jens. í máli Sísí kemur fram, að eftir að vinna lagðist niður hjá Freyju fyrir tveimur mánuðum hafí sumar konurnar í plássinu verið duglegar við að fara í gönguferðir. „Nokkrar þeirra ganga allt að átta kílómetr- um á dag en algengastir eru fjög- urra kílómetra göngutúrar,” segir Sísí. „Annars er vandamálið ekki það að finna sér eitthvað við að vera. Það tínist alltaf eitthvað til.” Ógeðfellt að vera á atvinnuleysisbótum Ingibjörg Guðmundsdóttir er 24 ára gömul fiskverkakona, sem nú reynir að láta enda ná saman á atvinnuleysisbótum á Suðureyri. „Mér finnst ógeðfellt að setja nafn mitt á atvinnuleysisbætur,” segir Ingibjörg. „Mér líður eins og aum- ingja eða þurfalingi, sem er upp á náð annarra komin. Ég vil ekki trúa því að þetta ástand vari mikið leng- ur. Hugsunin hefur alltaf verið sú, að þetta bjargist í næstu viku, en þessar næstu vikur eru að verða ansL margar.” Ingibjörg er fædd og uppalin á Suðureyri og hefur unnið í Freyju á milli þess sem hún hefur flakkað um heiminn. Hún segist vel geta hugsað sér að setjast að á Suður- eyri, ef skilyrði myndu batna aðeins ef fleira ungt fólki hefði einnig áhuga á þessu. „Ég gæti vel hugs- að mér að búa hérna ef atvinnu- öryggið væri meira, en fram að þessu hefur þetta verið staður til að afla sér peninga til að gera eitt- hvað annað,” segir hún. „Meðan þú ert hérna eyðir þú engu, því það hefur ekkert verið til að eyða í. Peningamar sem ég hef afiað mér hér hafa farið í ferðalög. Núna iendi ég svo í því að verða strand á staðn- um.” Undir niðri kraumar reiðin Einn þeirra sem man tímana tvenna á Suðureyri er Gestur Krist- insson, sem flutti úr Dýrafirði í plássið árið 1954. Hann var sjómað- ur fram til ársins 1975, en hefur á seinni árum starfað hjá Orkubúi Vestfjarða. Hann minnist óteljandi aðgerða til að bjarga rekstri Freyju, Bergþór Guðmundsson:„Tek þeirri vinnu sem’ býðst.” Snorri Sturluson: „Salan setur all- ar íjárhagsáætlanir sveitarsjóðs úr skorðum.” Lilja Rafney: „Finnst vera uggur í fólki vegna óvissu um framtíðina.” en kann ekki skil á af hveiju ekki hefur tekist betur til. „Kannski er málið að þessar aðgerðir hafa alltaf verið of litlar og komið of seint,” segir Gestur. „En þetta hefur leitt af sér upplausn hjá fólki og undir niðri kraumar reiðin í því, þar sem það veit ekki hvað það á að gera. Þegar Sambandið tók við fyrirtæk- inu uppúr 1980 var sagt að aðeins væri til ein leið fyrir Freyju og það væri uppávið. Reyndin hefur svo orðið sú að fyrirtækinu tókst að sökkva enn neðar. Og það hangir kannski á þeirri spýtu að á þessum árum, sem liðin eru, höfum við séð Sambandsrisann liðast í sundur. En þessi eilífa biðstaða hefur sett mark sitt; á sálarlíf fólks hór.” í máli Gests kemur fram að það sé hans persónulega skoðun að hvergi sé betra að sækja sjó en ein- mitt frá Suðureyri, því af útgerðar- stöðum á Vestfjörðum sé styst að fara á miðin þaðan, enda sé smá- bátaútgerð í vexti í plássinu. „En það þarf fleira að koma til og nú eru tvö fyrirtæki, sem almennt eru álitin mjög traust, að kaupa Freyj- una. Það eru því líkur á að þeim takist að haida rekstrinum gang- andi,” segir Gestur. Skipulögð grisjun á byggð Baldur Jónsson, forstjóri Freyju, hefur gegnt því starfí undanfarin sex ár, en hann var fenginn þangað út starfi sínu sem deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Baldur segir að hann telji söluna á Freyju vera skipulagða grisjun á byggð á Vestfjörðum og það sé ekki tilviljun að Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi um að sum pláss ætti að leggja af um leið og samningsdrög- in um kaup Norðurtangans og Frosta lágu fyrir. „En hvað soluna varðar tel ég að þetta sé hið eina, sem hægt er að gera í stöðunni, því betri er hálfur skaði en allur,” segir Baldur. „Og það má nefna að kvótinn, sem fylgir Elínu Þor- bjarnardóttur, helst áfram hér í héraðinu.”- Baldur telur að sá afli, sem ætlað er að verka áfram á Suðureyri, 2.500 tonn, leiði óhjákvæmilega til þess að fólki hjá Freyju verður fækkað. Hann nefnir sem dæmi að þetta magn sé aðeins um 60% af meðaltali áranna 1986-1989 en hið sama og vat unnið hjá Freyju á síðasta ári. Þess ber að geta á móti að á síðasta ári var togarinn frá veiðum í þijá mánuði þar sem hann fór í klössun. „Það liggur ijóst fyrir að kvótinn, sem fólk hér lifir af, verður tekinn frá því með söl- unni og það getur haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar,” segir Baldur. Horft til jarðganga Allir þejr, sem við ræddum við á Suðureyri, nefndu fyrirhuguð jarð- göng milli plássins og Isafjarðar sem lausn flestra vandamála, hvað atvinnu snertir. Hinsvegar verða þessi göng ekki að veruleika fyrr en eftir 4 ár. Snorri Sturluson, sveitarstjóri, segir að miðað við þær umræður, sem verið hafa í gangi og fyrirhugaðar samgöngubætur verði ailt svæðið sem spannar ísa- fjarðarsýslu orðið að einu sveitarfé- lagi innan 5-6 ára. Og með tilkomu jarðganganna verði svæðið eitt at- vinnusvæði og þá ættu þessir erfíð- leikar að vera yfirstíganlegir. „Vandi sveitarfélagsins nú er gífurlegur og við erum tiltölulega nýbúnir að komast í gegnum greiðslustöðvun og skuldbreytingar með aðstoð félagsmálaráðuneytis- ins,” segir Snorri. „Við eigum nú hlutafé að nafnvirði 27,5 milljónir króna í Freyju og ef það verður fært niður raskast allar okkar áætl- anir því þetta er í raun sú upphæð sem okkur skortir nú.” í máli hans kemur fram að þar að auki hafi áætlanir þeirra gert ráð fyrir óbreyttu atvinnuástandi, en nú liggi fyrir að togarinn fer á brott og vinna hjá Freyju minnkar. Forsend- ur fjárhagsáætlana eru því brostnar með sölunni á Freyju. „Þetta setur okkur í erfíða stöðu og við verðum að fá hagstæðari lán eða meiri nið- urfellingar á skuldum, en það verð- ur ekki gengið í þau mál fyrr en framtíð Freyjunnar liggur endan- lega fyrir,” segir Snorri. Sveitarstjórinn bendir á að fínna megi jákvæða punkta í tilverunni á Suðureyri og þannig sé ákveðin uppsveifla í smábátaútgerð frá staðnum í tengslum við fiskmarkað- inn á ísafírði. Sjálfur á hann bát og raunar nýkominn úr róðri er við ræðum við hann. „Það er mjög stutt á miðin héðan og gott fískerí og raunar hvergi betra að halda úti smábátaútgerð,” segir Snorri. Er við kveðjum Suðureyri hefur aðeins bætt í snjóinn á veginum. Rolluhópinn er hvergi að finna en á leið okkar úr plássinu ökum við fram hjá tveimur konum, ijóðum í kinnum, úr daglegri gönguferð sinni inn eftír firðinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.