Morgunblaðið - 10.11.1991, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands:
Erlend lántaka gæti reynst nauð-
synleg til að ná raimvöxtum niður
Eðlilegt að bankarnir hefðu haldið sér við viðmiðun þjóð-
arsáttarsamninganna við nafnvaxtaákvarðanir
ÁSMUNDUR Stefánsson, for-
seti Alþýðusambands Islands,
segir að ef ekki takist að ná
raunvöxtum niður hér mjög
fljótlega með því að draga úr
fjárlagahallanum og Iánveiting-
TILBOÐ
ÓSKAST
í Chevrolet Camaro Rally SportT-Top, árgerð
’90 (ekinn 21 þús. mílur), Suzuki Sidekick 4
W/D JX, árgerð ’89 (ekinn 16 þus. mílur), Geo
Storm Sport Coup (tjónabifreið), árgerð ’90
(ekinn 19 þús. mílur), MMC L-300 Mini Bus
4 W/D, árgerð ’87 og aðrar bifreiðar, er verða
sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn
12. nóvember kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
um í gegnum húsbréfakerfið,
þá sé það hans skoðun að okkur
sé nauðugur einn kostur að taka
erlend lán beinlínis til að draga
úr spennunni á lánamarkaði.
Aðspurður um háa nafnvexti
banka nú segist hann sannfærð-
ur um að þeir lækki á næst-
unni. Miklar sveiflur í vöxtum
séu óheppilegar og það hefði
verið affarasælla ef bankarnir
hefðu haldið sér áfram við þá
viðmiðun sem þeir skuldbundu
sig til að fylgja í fjóra mánuði
í kjölfar þjóðarsáttarsamning-
ana að miða vaxtabreytingar
við hækkun lánskjaravísitölu
einn mánuð aftur í tímann og
spá næstu tvo mánuði. Sam-
kvæmt þeirri viðmiðun nú er
hækkun lánskjaravísitölunnar
2,7% á ársgrundvelli.
„Ég er sannfærður um að óverð-
tryggðu vextirnir munu fylgja
verðbólgunni niður mjög fljótlega.
Það sem bankarnir hafa litið til
við ákvörðun á óverðtryggðu kjör-
unum er annars vegar samanburð-
ur augnabliksins við verðbólgu og
verðtryggða vexti og hins vegar
samanburður við verðbólgu og
verðtryggða vexti yfir lengra
tímabil, því það er fyrst og fremst
verið að tryggja samræmi milli
þessara kjara innbyrðis þegar litið
er til lengri tíma. Ég hygg að
þeim jöfnuði sé enn ekki náð yfir
árið, þrátt fyrir það að óverð-
tryggðir vextir séu háir nú,” sagði
Asmundur Stefánsaon.
Hann sagði að hugsanlega
þyrfti einnig að taka tillit til
ástands á peningamarkaði. Það
væri engin vafi að það hefði verið
mikil eftirspurn eftir skammtíma-
lánum að undanförnu og það kynni
að hafa leitt til þess að bankarnir
hefðu talið nauðsynlegt að veita
þeirri eftirspurn nokkuð aðhald
miðað við erfiða greiðslustöðu
bankanna að undanförnu.
K!
Húsnæðisnefnd Kópavogs,
Fannborg 4,200 Kópavogi, sími 45140
ii i _ M i'|l
ÍBDl I 1 H ÍBDl I 1 ÍDB 1 Bfl \Wi UL iBB .1=
BD □ . 'ffl | nn 1 | □B 1 1 3D DD rz BD □1 DB .tm
BB i=n. BB #1 BD íiÉö QE 3B BD BJ
UMSOKNIR
Húsnæðisnefnd Kópavogs óskar eftír umsóknum um kaup á:
Félagslegum eignaíbúðum
Félagslegum kaupleiguíbúðum
Almennum kaupleiguíbúðum
Um er að ræða 80 íbúðir, 3ja, 4ra og 5 herbergja, sem byggðar verða við
Lautasmára í Smárahvammslandi í Kópavogi. Umsóknirnar gilda einnig fyrir
eldri íbúðir, sem koma til endursölu á árinu 1992.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar Kópavogs,
Fannborg 4, alla virka daga milli kl. 9-15 og verða þar einnig veittar allar al-
mennar upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. desember nk.
Athugið að allar eldri umsóknir falla úr gildi.
_____________________•_________________Húsnæðisnefnd Kópavogs.
„Samræmið mun koma milli
verðtryggðra og óverðtryggðra
vaxta en þá stöndum við eftir sem
áður með þá einföldu staðreynd
að vextimir eru eftir sem áður
allt of háir vegna þess að verð-
tryggðir vextir á almennum
skuldabréfum eru í kringum 10%
og það er auðvitað óstjórnlega
hátt vaxtastig. Það er ekkert und-
arlegt þegar til þess er litið að
lánsíjárþörf ríkisins og húsnæði-
skerfísins í ár er meiri en sem
nemur öllum peningalegum sparn-
aði í landinu. Ef við erum ekki
reiðubúnir til að beita handafli til
þess að ná niður vöxtunum þá
verðum við að breyta forsendunum
og sjá til þess að spennan á lána-
markaði verði minni. Ef við náum
ekki þeim árangri að ná raunvöxt-
unum niður í, við skulum segja
Ásmundur Stefánsson
7%, á stuttum tíma með því að
draga úr fjárlagahallanum og
spennunni í húsbréfakerfinu þá er
okkur að mínu viti nauðugur einn
kostur að leita eftir erlendu láns-
fjármagni beinlínis með það fyrir
augum að ná vöxtunum niður,”
sagði Ásmundur ennfremur.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
Svo háir raunvextir fá
ekki staðist til leng’dar
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að það sé augljóst hverj-
um sem skoða vi(ji að svo háir raunvextir sem nú séu á óverð-
tryggðum lánum fái ekki staðist til lengdar. Hann sagðist ekki
vilja spá neinu um hveijar breytingar yrðu á vöxtunum á næst-
unni, en sagði það alveg augljóst að bankarnir hlytu að fylgja
breytingu verðbólguhraðans eftir með breytingu á nafnvöxtum.
Viðskiptaráðherra sagði að eng-
inn vafi væri á því að þegar sveifl-
ur í verðbreytingum væra jafn
miklar og raun bæri vitni hér á
landi undanfarnar vikur og mán-
uði þá væri hætt við að svona
vaxtabil myndaðist.
„Það bil verður væntanlega brú-
að því að það er viðleitni bankanna
og lántakendaþeirra að jafna kjör-
in á milli verðtryggðra og óverð-
tryggðrá kjara og reyndar einnig
milli þeiira kjara sem bjóðast hér
og í öðrum löndum. Ég á von á
því að takist okkur að halda verð-
bólgunni niðri eins og hún hefur
nú náðst þá verður mjög fljótlega
lækkun á nafnvöxtunum í kjölfar-
ið,” sagði hann.
Jón sagði að ekki væri við þvi
að búast að jöfnuður næðist á
hverri stund þegar breytingar yrðu
á verðbólgunni, og það tæki ætíð
svolítínn tíma að jafna sig út.
„Ég vonast til þess að það tak-
ist og þar er líka mjög mikilvægt
að ríkið stilli sinni lánsfjáreftir-
spurn í hóf. Svo bendi ég á að það
verður á næstunni gerð skýrari
grein fyrir því með hvaða hætti
erlendir bankar geti starfrækt
útibú hér á landi, og þar með
fæst ennþá beinni samanburður á
samkeppni milli erlendra kjara og
innlendra. Reyndar er Iíka ástæða
til þess að nefna að heimildir til
þess að taka erlend lán á eigin
ábyrgð hafa verið mjög rýmkaðar.
Þetta mun því allt leita jafnvæg-
is,” sagði Jón Sigurðsson.
Eiríkur Guðnason
aðstoðarbankasljóri Seðlabankans;
Aðeins um augna-
bliksmynd að ræða
„Ég vil ekki halda því fram að þetta séu óeðlilega háir raunvext-
ir, en þeir eru háir engu að siður. Yfir árið er meðaltalið þó ekki
langt frá raunvöxtum vísitölubundinna Iána. Þarna er um að ræða
augnabliksmynd af vöxtum sem eru háir og verðbólgu sem er
lág, þannig að útkoman verður mjög háir raunvextir,” segir Eirík-
ur Guðnason aðstoðarbankastjóri Seðlabankans um háa raunvexti
óverðtryggðra lána í dag.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær eru algengir raun-
vextir á óverðtryggðum skulda-
bréfum á bilinu 11-13,5%. Eiríkur
sagði að þess bæri að geta að yfir
árið væri búist við því að þessir
raunvextir yrðu á bilinu 9-10%,
en í dag hljóðaði spá Seðlabankann
upp á 9,6% raunvexti. „Það er
svolítið lægra en þessar háu tölur
sem eru í dag, og stafar það af
því að vextirnir voru lágir sérstak-
lega á öðrum ársfjórðingi. Það er
hins vegar enginn vafí að vextirn-
ir eru háir núna. Þegar skoðaðir
eru aðrir lánaflokkar,' éins og til
dæmis- hlairpareikningur og- við-
skiptavíxlar, þá eru þar ennþá
hærri vextir en á óverðtryggðum
skuldabréfum. Sé lántökukostnað-
ur og annar kostnaður einnig
meðtalinn, þá á það við um við-
skiptavixlana að vextirnir eru enn
hærri frá sjónarhóli lánþegans,”
sagði hann.
Samkvæmt spá Seðlabankans
hækkar Iánskjaravísitalan mjög
lítið á næstunni, en Eiríkur segir
spánna vera gerða við mjög óljósar
aðstæður vegna launamála. Þau
hefðu mikil áhrif á spár Seðla-
bankans, og breyting gæti átt sér
stað alveg á næstunni í hvaða átt
sem - væri:--------■»-------*r-—'