Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
27
Samgönguráðherra:
Ekki skylda
að hafa tvo
flugmenn í
öllum vélum
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra sagði í svari við fyrirspurn
á Alþingi s.l. fimmtudag, að eftir
næstu áramót verði ekki skylda
að liafa tvo flugmenn í öllum flug-
vélum eins og reglugerð um flug-
mál geri ráð fyrir. Loftferðaeftir-
litið hafi samþykkt fyrir sitt leyti
að rýmka ákvæði þess efnis að
tveggja flugmanna sé afdráttar-
laust krafist í öllum flugvélum og
muni hann fara eftir þeirri sam-
þykkt.
Fyrirspumin kom frá Jónu Val-
gerði Kristjánsdóttur sem spurði
hvort póstflug og sjúkraflug á lands-
byggðinni myndi leggjast af ef
ákvæðum reglugerðarinnar yrði fylgt
út í æsar. í svari sínu vitnaði Hall-
dór Blöndal til samþykktar flugráðs
frá 1. október þar sem fjallað var
um tillögu Loftferðaeftirlitsins en
flugráð samþykkti hana samhljóða.
Tillagan hljóðar svo: „Þótt flughand-
bók geri einungis ráð fyrir einum
flugmanni skulu samt vera tveir flug-
menn með tilskilin réttindi á viðkom-
andi flugvélartegund í flutningaflugi
með farþega. I þjónustuflugi með
einshreyfils flugvélum sem flogið er
að degi til við sjónflugsskilyrði er
þó heimilt að í flugáhöfn sé einn flug-
maður. Þessi grein tekur gildi 1. jan-
úar 1992.”
Halldór segir að ljóst sé að póst-
flug án farþega krefst ekki tveggja
flugmanna og að samkvæmt hinu
breytta reglugerðarákvæði nægi
einnig einn flugmaður þótt farþegar
séu fluttir með póstflugi að uppfyllt-
um framangreindum skilyrðum. Því
sé svarið við fyrirspurninni nei, sam-
kvæmt reglugerð eru flugrekendur
ekki skyldaðir til að hafa tvo flug-
menn í öllum vélum.
■ LANDSSAMTÖKITC á íslandi
standa fyrir námskeiðum undir nafn-
inu Breyttu áhyggjum í uppbyggj-
andi orku. Á námskeiðinu er farið
í grundvallaratriði mælskulistarinn-
ar: Framkoma í ræðustól, markviss
málflutningur, áhrifarík ræðutækni,
handrit og annar undirbúningur.
Takmarkaður íjöldi er á hvert nám-
skeið. Næstu námskeið eru í Reykja-
vík á Hótel Lind við Rauðarárstíg,
þriðjudaginn 12. nóvember og
fimmtudaginn 14. nóvember kl.
19.30 bæði kvöldin, og á Akranesi
laugardaginn 16. nóvember.
Samviiwiiferúip-Laiiilsýii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 Símbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 39 80
Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195
Loksins
geturðu látið drauminn rœtast!
Skíðaferðir til Ameríku
á ótrúlegu verði!
Nú gefst skíðafólki loksins kostur á að komast á skíði í
sjálfum Klettafjöllum Bandaríkjanna, þar sem er að
finna sjö stærstu skíðalönd heims,- og á verði, sem
aldrei hefur verið boðið áður!
Við bjóðum skíðaferðir til Colorado í vetur þar sem
„púðursnjór" tryggir besta skíðafærið dag eftir dag.
Afkastamiklar skíðalyftur flytja þúsundir manna á
klukkustund upp í skíðabrekkur, sem gefa þeim bestu
í Evrópu ekki neitt eftir.
Verð:
78.500,-
Fyrsta brottför: 15. janúar 1992.
Innifalið í verði: Flug: Keflavík - Baltimore - Denver
fram og til baka, gisting á fjögurra stjörnu hóteli í
Baltimore í eina nótt, sex nætur í fyrsta flokks íbúð í
Cross Creek skíðahótelinu og bílaleigubíll í sex daga.
* Miðað við fjóra í íbúð og bíl (A- flokkur) og staðgreiðslu. Flugvallarskattar ekki innifaldir. (92.040.- miðað við tvo í íbúð og bíl (A-flokkur).
FLUGLEIDIR
\
Bragðgott og heilnæmt brauð
handa bömum náttúrunnar.