Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991 3? Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu ásamt fulltrúum þeirra menningarstofn- ana sem hlutu styrkina. Efri röð, frá vinstri: Steinunn Ásta Guð- mundsdóttir, Gísli Kjartansson, Jóhannes Magnús Þórðarson, Gísli Halldórsson, Magnús Sigurðsson, Þórarinn Jónsson og Sigfús Sumarl- iðason sparisjóðsstjóri. Sitjandi, frá vinstri: Guðmundur Þorsteins- son, Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Guðmarsson. Borgarfj örður: Menningarsjóður Spari- sjóðsins úthlutar 4,4 millj. Bor^arnesi. STJORN Sparisjóðs Mýrasýslu úthlutaði nýverið til fjögurra menn- ingarstofnana í héraðinu úr Menningarsjóði sparisjóðsins, alls 4 milljónum og 400 hundruð þúsund krónum. Menningarsjóður Sparisjóðs Mýrasýslu var stofnaður á aðal- fundi sparisjóðsins sl. vor og er þetta í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Að sögn Magnúsar Sigurðssonar fórmanns stjórnar Sparisjóðs Mýrasýslu var stofnun sjóðsins tengd minningu Friðjóns heitins Sveinbjörnssonar fyrrver- andi sparisjóðsstjóra sem var jafn- framt stoð og stytta allrar menning- arstarfsemi í Borgarfjarðarhéraði. Á aðalfundi sparisjóðsins voru lagðar 10 milljónir til menningar- sjóðsins og ákveðið að úthluta úr honum um helmingi fjárins til menningarstarfsemi á aðalvið- skiptasvæði sparisjóðsins á þessu ári. Eftirfarandi menningarstofnan- ir hlutu styrki úr sjóðnum: Tónlist- arfélag Borgarfjarðar, 1 milljón og 200 þúsund; Tónlistarskóli Borgar- fjarðar, 1 milljón og 200 þúsund; Skógræktarfélag Borgarfjarðar. 1 milljón, og Bókasafn Páls Jónssonar sem er í Héraðsbókasafni Borgar- ness, 1 milljón. TKÞ. „Magnúsarvaka” í Norræna húsinu NORRÆNA húsið efnir til „Magnúsarvöku” kl. 20.30 í kvöld, sunnudaginn 10. nóvemb- er þar sem fjallað verður um Magnús Ásgeirsson skáld (1901-1955) og ljóðaþýðingar hans, en daginn áður, 9. nóv- ember, hefði hanrf^orðið níræð- ur. Til þessarar bókmenntakyrin- ingar efnir Norræna húsið í sam- vinnu við Norræna félagið, bóka- forlögin Vöku-Helgafell og Mál og menningu sem í tilefni af afmæli Magnúsar gefur út nýja útgáfu af þýðingum hans á „Rubayiat” eftir Omar Khayyam sem fyrst kom út sérprentað 1935. Á „Magnúsarvöku” flytur Hjört- ur Pálsson skáld, sem lengi hefur unnið að riti um Magnús Ásgeirs- son og þýðingar hans, erindi um þýðandann og verk hans, hópur nemenda úr Leiklistarskóla íslands les úr ljóðaþýðingum Magnúsar Magnús Ásgeirsson skáld. undir stjórn kennara síns, Öldu Arnardóttur leikkonu, og kynnt verður hin nýja Rubayiat-útgáfa Máls og menningar. Listamenn skora á yf- irvöld að kaupa Iðnó STJÓRN Bandalags íslenskra lislamanna hefur skorað á borgar- yfirvöld og yfirmenn menningar- mála í landinu að taka liöndum saman, kaupa Iðnó, gera á húsinu nauðsynlegar endurbætur og í samvinnu við listamenn að finna hagnýtt rekstrarform fyrir húsið. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar þann 6. nóv- ember sl. „Það er öllum kunnugt- að hús Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (Iðnó), sem hýsti um margra áratuga skeið hina blómlegu starfsemi Leik- félagsf Reykjavíkur, er nú til sölu. Þetta sögufræga hús hefur að mestu leyti staðið autt síðan Leikfélag Reykjavíkur flutti í nýtt Borgarleik- ht|s, og er það nú að grotna niður vegna þess að ekkert er gert til þess að halda því við,” segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að það sé eindregið álit stjórnar Bandalags ís- lenskra listamanna, að í því eigi áfram að rækta þá sprota íslenskrar menningar sem séu undirstaða þess að nýsköpun fái þrifist í landinu. Vitna leitað VITNI sem kunna að hafa séð er árekstrur varð milli Daihatsu- og Toyota-bíls á mótum Miklubrautar og Kringlumyrarbrautar í hádeginu þriðjudaginn 29. október síðastliðinn eru beðin að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík þar sem ágrein- ingur er um aðdraganda óhappsins. Sýning á myndverkum eftir Sigurð Kristjánsson, listmálara. Sýningunni lýkur þann 17. nóvember. AUSTURSTRÆTI 8 • SÍMI 18080 SK0UTSALA Opnar á morgun með vandaðá skó af heildsölulager frá Axel 0. Einnig mikið úrval af verksmiðjulager beint frá Portúgal. Barnaskór - kuldaskór - herraskór - dömuskór Stendur aðeins í eina viku! Aðeins 4 verð: 990,- 1-490,- 1990,- 2490,- Laugavegi 11 - Simi:21675

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.