Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 38

Morgunblaðið - 10.11.1991, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM sunnudagur- '10. NÓVEMBER 1991 38 Sex af sjö aðstandendum kvikmyndafélagsins, f.v. Björn Ragnarsson, Guðmundur Þórarinsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Konráð Gylfason og Ólafur Karlsson. Þórunn Helgadóttir er ekki á myndinni. KVIKMYNDIR Félagið á bak við þáttaröðina Kvikmyndafélag eitt með sér- kennilegu nafni hefur látið að sér kveða með vandaðri þátta- röð sem heitir „Einnota jörð”. Þetta eru þættir um umhverfis-' vernd. Þættirnir voru allir sýndir nýverið í Sjónvarpinu, sá fyrsti hét „Neytandinn”, annar „Sorpið” og sá þriðji „Fyrirtækin.” Sér- kennilega nafnið sem um ræðir er „Utí hött - inní mynd” og hef- ur verið starfrækt síðustu tvö ár- in. Að sögn aðstandenda fyrir- tækisins er þáttaröðin sem um ræðir samstarfsverkefni Kvik- myndafélagsins, Umhverfisráðú- neytisins, Hollustuverndar Ríkis- ins og Iðntæknistofnunnar. Dag- skrárgerð var í höndum Jóns Gú- stafssonar, Guðrúnar Brynjólfs- dóttur og Guðmundar Þórarins- sonar. Fyrirtækið var stofnað af Guð- rúnu Brynjólfsdóttur og Guð- mundi Þórarinssyni, en í dag starfa sjö manns við fyrirtækið og eru verkefnin mörg á ýmsum stigum úrvinnslu. Þau segja að meðal verkefna megi nefna gerð fræðsluefnis, m.a. í samvinnu við Námsgagnastofnun, Landsnefnd um alnæmisvarnir, Krabbameins- félag Reykjavíkur og fleiri. í fyrra var gerður þáttur um utangarðs- unglinga sem sýndur var í Sjón- varpinu og auk þess hefur félagið unnið að gerð tónlistarmyndbanda og leikinna mynda. SJONVARP Þúsund bréf bárust Helga Steffensen, umsjónar- maður þáttarins „Stundin okkar” í Sjónvarpinu, segir að gíf- urleg þátttaka hafi verið í getraun þáttarins í haust en getraunin er fólgin í því að sýnd er mynd af húsi sem börnin eiga að bera kennsl á og einnig að nefna styttu sem stendur við viðkomandi hús. „Fyrsta styttan í vetur var Leifur. heppni og húsið Hallgrímskirkja. Það komu um þúsund bréf með úrlausnum, en úr þeim haug eru dregnir þrír vinningshafar og verð- launin eru að koma niður í Sjón- varp og fylgjast með upptöku á þættinum „Stundin okkar,” segir Helga. Næsta getraun með húsi og styttu verður í þættinum 17. nov- ember, en það eru auk Helgu, þeir Pandi og Þvottabjörninn sem draga úr umslögunum. Helga segir einnig að auk úrlausna um getraunina komi mikill fjöldi bréfa inn á borð til sín. „Það er gaman og fróðlegt að lesa þau. Það er mikið af frum- sömdum kvæðum, ótrúlega mörg börn virðast vera að semja kvæði og vísur. Einnig eru litlar sögur, bæði tilbúnar og Iíka úr raunveru- leika barnanna. Oft eru líka brand- arar. Auðvitað er ekki hægt að lesa öll bréfin í Stundinni, en ég les þau öll og við sendum þeim kort með mynd af persónum úr þættinum með kveðju frá Stundinni okkar,” segir Helga. Morgunblaðið/Sverrir Pandi, Þvottabjörninn og Helga draga út nöfn vinningshafa í getraun- inni. GOOD/VEAR VETRARHJÓLBARÐAR G O OD/YEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSIVIENN UIVI LAND ALLT m HEKLA FOSSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363 SKÓLASTARF Skólastjórar Dalvíkur- skóla frá upphafi Þegar annar áfangi Dalvíkur- skóla var tekin í notkun á dögunum færði formaður skóla- nefndar, Guðlaug Antonsdóttir, skólanum að gjöf mynd sem Krist- inn G. Jóhannsson málaði af Helga Símonarsyni, fyrsta skólastjóra Dalvíkurskóla. Þórunn Bergsdóttir skólastjóri tók við gjöfinni. Við þetta tækifæri var einnig tekin mynd af skólastjórum Dalvíkur- skóla frá upphafi, þeir eru frá vinstri: Trausti Þorsteinsson, Þór- unn Bergsdóttir, Helgi Símonarson og Helgi Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.