Morgunblaðið - 10.11.1991, Qupperneq 44
Bögglapóstur
um ullt Iflud
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTR/ETI 85
SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
A SILDVEIÐUM
Morgunblaðið/Þorkell
Tveir Sóma-
bátar í vanda
TVEIR Sómabátar á leið frá
Tálknafirði til Reykjavíkur lentu
í vandræðum um 10 mílur suður
af Látrabjargi um kl. 13.30 í gær.
Vélin í öðrum bátnum bilaði og
hinn réð illa við að draga hann, sök-
um þess hve slæmt var í sjó. Einn
maður var um borð í hvorum bát og
óskuðu þeir aðstoðar. Þegar síðast
fréttist var Skotta úr Hafnarfirði á
leið þeim til aðstoðar.
----M-t-----
8% kvenna á
Suðumesjum
atvinnulaus
ATVINNULEYSI hefur aukist
víða um land á undanförnum vik-
um, mest á Suðurnesjum en þar
eru nú 8,4% kvenna atvinnulaus.
A landinu öllu er nú 1,2% atvinnu-
leysi, mun minna á höfuðborgar-
svæðinu en landsbyggðinni. Á höf-
uðborgarsvæðinu er atvinnuleysi nú
,0,6% en á landsbyggðinni er það
3,2%.
----♦ ♦ ♦
Forseti ASÍ:
Erlend lán
til að ná nið-
Jón Sigurðsson orkumálaráðherra:
*
Islendingar verði aðilar að
orkusáttmála Evrópuríkja
JÓN Sigurðsson orkumálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á
föstudag samningagerð sem Evrópubandalagið hefur staðið fyrir
milli Evrópuríkja, bæði EB-ríkja og EFTA-ríkja um skipulag orku-
samskipta. Ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi
samningagerð byggðist meðal annars á því að taka inn í þennan
félagsskap Austur-Evrópuríkin, lýðveldi Sovétríkjanna og Mið-Evr-
ópuríkin sem áður hefðu tilheyrt austurblokkinni. Auk þess hefðu
Bandaríkin, Kanada, Astralía, Japan og Nýja Sjáland bæst í þenn-
an hóp, eða OECD-löndin handan hafsins. Ráðherra segist munu
mæla með aðild Islands að orkusáttmálanum, svo fremi sem fyrir-
varinn um fullveldi einstakra landa yfir sínum orkulindum verði
ótvíræður og vel tryggður. Hann kveðst munu kynna málið í þing-
nefndum Alþingis í næstu viku.
„Við höfum fylgst með þessu
starfi, sem hafið var að frum-
kvæði Lubbers, forsætisráðherra
Hollands. Ég ræddi það sérstak-
lega við starfsbræður mína á
Norðurlöndum nú fyrr í vikunni.
Ég tel mikilvægt að við tengjumst
þessu samstarfi, sem hefur það
fyrst og fremst að leiðarljósi að
tryggja eftir föngum að markaðs-
viðskipti verði eftir föngum með
orku á þessu stóra stóra svæði
Evrópu og að umhverfissjón-
armiða sé gætt með svipuðum
hætti um alla álfuna,” sagði Jón
Sigurðsson.
Ragnar Kristjánsson sérfræðing-
ur Náttúruverndarráðs í skipulags-
og mannvirkjagerð segir að stefna
Náttúruverndarráðs hafi verið sú að
fjallaskálar skuli vera í eigu félaga-
, , s*mtaka og standa opnir. „Margir
þessara fjallaskála eru komnir mjög
tíl ára sinna og illa famir,” segir
Ragnar. „Ég er viss um að margir
Ráðherra sagðist líta þannig á
að þetta væri mikilvægt mál fyrir
Islendinga sem hugsuðu sér Evr-
ópumarkaðinn í framtíðinni sem
sinn markað fyrir orku og afurðir
orkufreks iðnaðar. „Við gerum
mjög ákveðna fyrirvara um aðild-
ina, ásamt öðrum Norðurlöndum,
að því leyti til að fullveldi ein-
stakra landa yfir orkulindum sín-
um sé ótvírætt og vel tryggt í
samningunum,” sagði ráðherra.
ur vöxtum
ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti
Alþýðusambands Islands, segir að
ef ekki takist að ná raunvöxtum
niður á næstunni með því að draga
úr fjárlagahallanum og lánveit-
ingum í gegnum húsbréfakerfið
kunni að verða nauðsynlegt að
taka erlend lán til að draga úr
spennunni á lánamarkaði.
Ásmundur segist sannfærður um
að nafnvextir bankanna hljóti að
lækka á næstunni í kjölfar lækkunar
verðbólgu og það hefði verið betra
ef bankar hefðu haldið sig við þá
viðmiðun sem gilti í fjóra mánuði
eftir þjóðarsáttarsamningana, að
miða vexti við hækkun lánskjaravísi-
tölu síðasta mánaðar og spár um
hækkun næstu tvo mánuði.
Sjá viðtöl á bls. 26.
Um 400 skálar á hálendinu
TALIÐ er að um 400 skálar séu á víð og dreif á hálendinu, gangna-
*'£’Tnannakofar, slysavarnaskýli, Ferðafélagsskálar og eitt hundrað skál-
ar í einkaeign, í afar misjöfnu ástandi. Unnið er að skráningu skál-
anna en heildarskráning mannvirkja á hálendinu er ekki til.
bændur sem eiga gangnamannakofa
yrðu því fegnastir að einhver héldi
húsunum við. Kofarnir eru flestir
ónýttir enda bændur hættir að nota
þá með breyttum búskaparháttum.
Ef ekki verður veruleg breyting á
fyllist hálendið af vanhirtum skálum
sem enginn nýtir.”
Sjá nánar á bls. 16.
Skyr flokkað sem ostur vestan hafs:
Framleiðsla könnuð á
skyri í Bandankjunum
ALLAR líkur eru á að skyr, sem Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirð-
inga hugðist flytja út á Bandaríkjamarkað, verði flokkað sem ostur
þar í landi. Ost má ekki flytja inn til Bandaríkjanna nema aðilar
hafa ákveðinn kvóta, en íslendingar liafa 600 tonna kvóta, sem
þegar er nýttur. Nú er unnið að því í samvinnu við bandarískt fyrir-
tæki að setja upp búnað til skyrframleiðslu þar í landi.
Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- magn, en litlar líkur væni á að fá
samlagsstjóri sagði að bandarísku
aðilarnir hefðu sýnt skyrinu mikinn
áhuga og hefði innflutningur á
þessari mjólkurafurð verið í athug-
un um all langan tíma.
Einungis þeir, sem hafa ákveð-
inn kvóta, mega flytja jnn ost til
Bandaríkjanna og hafa Islendingar
600 tonna kvóta, sem þegar er
fullnýttur. Þá sagði Þórarinn að
varðandi útflutning á skyri vestur
um haf væru 600 tonn allt of lítið
kvótann aukinn. Endanlega svör
tolla- og landbúnaðaryfirvalda liafa
ekki borist um flokkunina, þó flest
bendi til þess að umrædd flokkun
verði ofan á, þar sem ostahleypir
er'notaður við framleiðslu skyrs.
„Yið erum nú að skoða mögu-
leika á að setja upp búnað til skyr-
framleiðslunnar vestur í Bandaríkj-
unum og framleiða skyrið þar með
einkaleyfi héðan,” sagði Þórarinn,
en ekki hefur verið ákveðið hvort
þetta verður gert á vegum heildar-
samtaka mjólkurstöðva, eða á veg-
um Mjólkursamlags KEA. Um yrði
þó að ræða samskonar skyr og
framleitt er þar, svokallað dósa-
skyr.
Hópur bandarískra kaupsýslu-
manna hefur um all langt skeið
verið í samvinnu við samlagið um
skyrútflutninginn og sagði Þórar-
inn að áhugi þeirra væri enn mik-
ill. Þeir hefðu stofnað fyrirtæki
vegna þessa undir heitinu Alfa-
saga, eða Álfasaga og væri á þess
vegum unnið af krafti að mark-
aðssetningu skyrs. „Þeir hafa mikla
trú á þessu og ætla sér ekki að
gefast upp strax,” sagði Þórarinn.