Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 C 5 íslensk fjölskylda árið 1924. Hjónin Oddný J. Sveinsdóttir og Björgvin Þorsteinsson kaupmaður á Fáskrúðsfirði, ásamt dætrum sinum Gunnþóru, Ragnheiði og Valborgu. Myndir á veggjum eru málaðar og útskornar eftir húsbóndann og dúkar og annað bróderað af húsfreyju. ISLEHSKl FJOLSKYLDAK Fjölskyida nefnist það í sagnfræði, þegar fólk býr og sefur undir sama þaki, og vinnur að sameiginlegum verkefnum, en ti! eru ýmsar skilgreiningar á hugtakinu „fjölskylda". Dr. Gísli Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðingur hefur frá 1982 rannsakað megineinkenni íslensku fjölskyldunnar á tímabilinu frá 1880 til 1930, einkum hvað varðar fjölskyldu- og heimilisstærðir og fjölskyldugerðir. Frá 1801 hefur kjarnafjölskyld- an verið ríkjandi á íslandi,“ segir Gísli, „og óvanalegt var að fleiri en tvær kynslóðir byggju undir sama þaki. Munur á fjölskyldu sem bjó við sjávarsíðuna og þeirri sem bjó í sveit var helst- ur sá, að í sveitum var fjölskyldan stærri, og munaði þá um vinnu- fólk og ættingja.“ Gísli segir, að á 18. og 19. öld hafi verið sett löggjöf um atvinnu- stéttir, húsaga og árið 1824 bann við giftingu öreiga. „Þetta var gert í þeim tilgangi að veija bændasamfélagið gegn vaxandi ómegð, og þá aðallega til að koma í veg fyrir búhokur efnasnauðs fólks og tryggja bændum framboð á ódýru vinnuafli. Um 1860 voru sveitir fullsetnar, erfiðlega gekk að fá jarðnæði og til að geta sest að við sjávarsíðuna varð fólk að fá leyfi viðkomandi sveitarstjóma. Sökum þess hve litla möguleika fólk hafði til að stofna fjölskyldu var ijjöldi vinnuhjúa á Islandi á 18. og 19. öld hlutfallslega hærri en í nokkru öðru landi í Evrópu." Hann segir ennfremur að fólks- fjöldaþróun og lítil fjölgun heimila á íslandi á 19. öld hafí leitt til meðalstækkunar heimila á land- inu, og að árið 1880 hafi að meðal- tali verið 7,4 manns á heimili. „Efling útgerðar og verslunar í lok 19. aldar varð til þess að þjóðfé- lagshættir breyttust.. Þörf var á tryggu vinnuafli í landi til að gera að afla, fólk flykktist að sjónum og hin gamla þjóðfélagsgerð bændasamfélagsins og löggjöfin sem hún studdist við varð að láta undan. Giftingartíðni og heimila- fjöldi stóijókst en meðalstærð fjöl- skyldu dróst saman. Árið 1930 voru að meðaltali 5,3 manns í heimili.“ Meðalaldur brúðhjóna á íslandi var mjög hár á 19. öld og um alda- mótin síðustu var meðalaldur brúðguma 30,8 ár og brúða 28,2. Til samanburðar má geta þess að meðalaldur brúðguma 1970 var 26,4 ár en brúða 24,3 ár. „Helsti munur á íslenskum fjöl- skyldum og vestur-evrópskum um aldamótin var sá,“ segir Gísli, „að meðalstærð var meiri hérlendis, fijósemi sömuleiðis og fleiri óskil- getin börn fæddust.“ Og enn mun fijósemi vera meiri á íslandi en í öðrum löndum. OPINBER STUÐNINGUR Þær upphæðir sem fólk hefur í huga í umræddum skilnaðartil- vikum eru í stuttu máli eftirfar- andi: Ef gengið er út frá því að í fjöl- skyldunni sé um tvö börn undir sex ára aldri að ræða fær einstætt foreldri á ári kr. 146.292 í mæðra- laun og kr. 166.585 í barnabætur- eftir lagabreytingu nú skömmu fyrir áramót. Einstætt foreldri á kost á gæslu á leikskóla allan dag- inn fyrir börn sín og borgar kr.8.600 á mánuði fyrir hvert barn, eða á ári fyrir þau bæði kr. 206.400. Afgangs af greiðslum frá ríkinu þegar búið er að greiða dag- vistun er þá kr. 142.324. Fólk í hjónabandi eða í sambúð fær engin mæðralaun, en fær kr. 94.284 í barnabætur eftir laga- breytinguna. Þau fá vistun á leik- skóla hálfan daginn fyrir börn sín og verða þá að fá gæslu fyrir þau hjá dagmæðrum fyrri eða seinni partinn, en sú gæsla er ekki niður- greidd eins og hjá einstæðu for- eldri. Þau greiða þá kr. 523.200 í gæslu fyrir böm sín á ári. Ef þau fá hins vegar ekki gæslu á leikskóla hálfan daginn verða þau að greiða dagmömmu kr. 28.000 á mánuði fyrir hvert barn allan daginn, eða kr. 672.000 fyrir tvö börn á ári. Þau þurfa því að borga kr. 393.070 eða kr.542.000 í mis- mun, og er það eitthvað nærri þeirri tölu sem hjón eða sambúð- arfólk í skilnaðarhugleiðingum er að velta fyrir sér. Frá skrif- stofu ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að einstætt for- eldri borgaði ekki hlutfallslega meiri skatta en hjón. NÝ MANNGERÐ Fjölskyldugerðir virðast vera margvíslegar á íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands þá voru 1. desember 1990 fjöldi kjarnafjölskyldna, þ.e. hjóna með börn 23.924, en aðrar fjölskyldur t.d. hjónabönd án barna, óvígð sambúð með eða án barna, og ein- stætt foreldri með börn 37.881. Þrátt fyrir þessar tölur neita íslendingar því að hjónabandið sé úrelt stofnun, ef marka má niður- stöður skoðanakannana. Þjóðir á meginlandi Evrópu draga hins veg- ar gildi hjónabandsins í efa. í samtali við Sigrúnu Júlíusdótt- ur kemur fram, að margir muni hafa spurt sig hvort fjölskyldu- stofnunin í sinni hefðbundnu mynd, þ.e. gamla kjarnaíjölskyld- an, sé ekki gengin sér til húðar. „Á siðasta áratugi var jafnvel rætt um það í sænska velferðar- þjóðfélaginu að stofnanir og fag- menntað fólk tæki við umönnun barna, aldraðra, sjúkra og fatlaðra, og að skólinn tæki alfarið við fræðsluhlutverkinu,“ segir Sigrún. „Hlutverk foreldranna yrði lítið sem ekkert og fólk gæti þá þess vegna búið með hveijum sem væri. Eg held að þessar hugmyndir hafi runnið sitt skeið í Skandinav- íu, því þær gengu of langt. Ekki var gefínn gaumur að tengsla- myndun sem er undirstaða andlegs heilbrigðis. Við sem unnið höfum við geðheilbrigðismál vitum að þegar alvarlegir brestir eru í tengslamyndun einstaklings við einhveija sína nánustu, er hæpið að manneskjan komi heilsteypt út úr því. I þessu sambandi má benda á, að á Vesturlöndum hefur verið að þróast furðuleg persónuleika- gerð. Er það fólk sem á í erfiðleik- um með að mynda stöðug téngsl og er á sífelldum flótta frá sjálfu sér og öðrum, og getur ekki lifað nema í eilífri speglun af umhverf- inu. Manngerð þessi er talin vera í beinum tengslum við umrædda þjóðfélagsþróun." Þeir sérfræðingar sem rætt var við voru sammála um að fjölskyl- duformið upp á gamla móðinn, þ.e. mamma, pabbi og börn, væri það æskilegasta, eða í það minnsta fjöl- skylda þar sem innbyrðis tengsl ríktu milli einstaklinga. En kjarna- íjölskyldan er í kreppu og ekki verður séð að aðrar fjölskyldugerð- ir blómstri neitt frekar hér á landi. Feröaskrifstofa Til sölu allt að 50% í lítilli ferðaskrifstofu í Reykjavík. Fyrirspurnir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktan „Ferð - 11862“ fyrir 10. janúar. KINVERSK LEIKFIMI TAITIQUAN □ Vinnur gegn streitu og álagssjúkdómum □ Eykur andlegt og líkamlegt jafnvægi □ Stuðlar að vellíðan og sjálfsöryggi □ Jafnar og eykur orkustreymi líkamans □ Fyrirfólká öllum aldri □ Morgun- og kvöldtímar □ Jafnframt boðið upp á gufubað Vesturgötu 5, sími 629470. Mörkinni 8, sími 679400. GÖMLU DANSARNIR Okkar sérgrein Á mánudögum í nýju húsi félagsins, Álfabakka 14A í Mjódd. Kl. 19.30-20.30 Byrjendahópurþarsem grunnspor eru kennd ítarlega Kr. 5.000,- Kl. 20.30-21.30 Framhaldshópur Kr. 5.000,- Kl. 21.30-23.00 Opinn tími. Þú mætir þegar þér hentar og kvöldið kostar aðeins kr. 550 (90 mín) Kennari: Helga Undirleikari: Páll BARNADANSA NÁMSKEIÐ 3-4 ára 5- 6 ára 6- 8 ára 9 ára og eldri Mánudögum Kl. 16.25-16.55 Kl. 17.00-17.30 Kl. 17.35-18.20 Kl. 18.25-19.25 Laugardögum Kl. 10.00-10.30 Kl. 10.35-11.05 Kr. 2.600,- Kr. 2.600,- Kr. 3.900,- Kr. 4.900,- Systkinaafsláttur er 25% Kennari: Hulda Undirleikari: María og Kristjana. Kennsla hefst mánudaginn 13. janúar 1992. Þjóðdansar á fimmtudögum. Við bjóðum uppá sértíma fyrir starfsmannafélög eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar í símum 681616, 653585 og 656286.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.