Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 6

Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 6
•q<!l HAÚMAl fi ÍIUOA' [' iM/' \?. GIO/uIHWIDHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 Vil koma kærleika inn í hagkeifið eftir Ellý Vilhjálms SVO ER margt sitinið sem skinnið, eins og þar stend- ur. Og víst er um það að mannfólkið er margbreyti- legt. Lífið tekur hinar ýmsu stefnur á hinum ýmsu tímum, og væntingar fólks verða í samræmi við það. Ein er sú kona, sem oft hefur fetað sig eftir kráku- stígum í lífinu. Stígum sem stundum vöktu henni ógn, en aftur veittu henni gleði á stundum. Hún heit- ir Sigfríð Þórisdóttir, er 38 ára móðir þriggja ára drengs, og leggur nú stund á iðnrekstarfræði í Tækni- skóla Islands. Sigfríð Þórisdóttir - segir Sigfríð Þórisdóttir sem áður starf- aði við dýrahjúkran en leggur nú stund á iðnrekstrarfræði í Tækniskóla íslands rátt fyrir umtals- verða reynslu sem fram- flV ■! kvæmdastjóri hjá tveimur fyrir- tækjum var sú reynsla ekki met- in er ég reyndi fyrir mér á al- mennum markaði. Ég fór í Tækni- skólann vegna þess að ég nenni ekki að vera í vinnu sem gefur mér sextíu þúsund króna mánaðarlaun. Það gengur ekki. Mér sýndist þetta leið til að komast í þokkalega vinnu sem gæfi sæmilega í aðra hönd. En það á allt eftir að koma í ljós,“ segir hún þegar námið berst í tal. — En hvað um allt hitt, dýra- hjúkrunina, „pottagaldrana", „hugrúnirnar" og guð má vita hvað? Sigfríð brosir breitt við þessari athugasemd, en það gerir hún oft, og brosir þá með öllu andlitinu. „Jú, jú, nefndu það bara og ég skal leiða þig í allan sannleika! En ég held að ég ætti að byrja enn framar, eða þegar ég var tíu ára og varð fyrir lífsreynslu sem gerði það að verkum að persónuleiki minn brenglaðist. Að minnsti kosti er það álit mitt.“ Afdrifarík dvöl í sveit „Ég var send í sveit eins og al- gengt var með krakka á þessum árum og þar varð ég fyrir kynferð- islegri áreitni bóndans á bænum. Reyndar var það ekki meira en blautlegir kossar og káf, en ég gerði mér auðvitað fyllilega grein fyrir að þetta var vægast sagt mjög óeðlilegt, og var hrædd og óörugg. Ég þorði ekki að segja neinum frá þessu. Hins vegar grunaði eigin- konuna hvers kyns var og talaði við mig um þennan hrylling. Hún var afskaplega góð við mig og mér leið betur á eftir. Eftir það hætti maðurinn nánast að áreita mig, en lét mig fyllilega finna að ég hefði gert rangt með því að segja frá þessu. Ég lifði í stöðugri óvissu og spennu það sem eftir var sumars- ins. Var sífellt á varðbergi gagn- vart manninum og meginhugsunin var hvort hann léti mig nú í friði eða ekki. Það er trú mín að það sé ótrúlega mikið um svona öfug- uggahátt. Og það er skelfilegt til þess að vita.“ Sigfríð segist hafa vantreyst öll- um fullorðnum mönnum lengi eftir þetta og verið afskaplega vansæi. Hún segir að við þetta allt saman hafi komið einhver brotalöm í geð- heilsuna. Lengi vel hafi hún ekki getað tjáð sig eðlilega. Kunni ekki að elska „Fólk spyr mig svo oft að því hvers vegna ég hafi ekki komið mér upp eiginmanni. Þá svara ég því til, að ég hafi ekki kunnað að elska. Og það er heila málið. Orsak- irnar leynast í því sem gerðist í sveitinni fyrir tæpum þijátíu árum. Ég átti við þunglyndisvandamál að stríða í mörg ár. Það gekk svo langt að ég reyndi að fyrirfara mér með því að taka risaskammt af triptiz- ol. Sem betur fór tókst mér það ekki, en ég var nánast rænulaus í tvo sólarhringa. Og þar sem al- menningsálitið er á þann veg að það vekur smánarkennd með manni. að fara á geðsjúkrahús, vildi ég ekki heyra á það minnst að leggj- ast inn. Sem betur fer hefur skiln- ingur fólks á geðkvillum aukist til muna hin síðari ár og umræða öll orðið snarpari. En það er nauðsyn- legt. Geðrænir sjúkdómar eru ákaf- lega erfiðir vægast sagt. Á nokkurra ára tímabili fann ég að suma mánuðina var ég á ieið- inni „niður“, fór í botn og var þar í til þtjá mánuði. Síðan fór ég „upp“ á ný og þá fór ég kannski óþarf- lega hátt. Svo fór ég bara að taka á þessum málum sjálf. Reyndi að gera mér grein fyrir þessum sjúk- dómi. Ég fékk eins konar' martröð eða lífsmyndin brenglaðist þegar ég var á leiðinni niður. Þessi lífs- mýrfd birtist mér aðallega í rúmi en ekki tíma, raunar er mjög erfítt að útskýra þetta. En helst er hægt að líkja þessu við seigfljótandi deig sem er á leiðinni yfír borðbrún og niður á gólf. Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu myndaði ég mér eins konar brú yfir næsta stig sjúk- dómsins með því að hella mér út í verkefni til þess að fara ekki á botninn. Ég var farin að þekkja einkennin og í stað þess að heila í mig lyfjum vann ég mig út úr sálar- kreppunni.“ Sigfríð gerist dýrahjúkrunarkona Alvarlegt þunglyndi fór að gera vart við sig hjá Sigfríð þegar hún var 16 ára. Hún segist ekki geta gert sér grein fyrir ástæðunni ef einhver ein ástæða er þá til. Hún átti og á skilningsríka móður og sjúpfaðir hennar var henni sem besti faðir. „Þetta bara kom,“ eins og hún segir sjálf. Raunar átti Sig- fríð eftir að kljást við þetta vanda- mál enn um ókomin ár, en við drep- um niður þar sem hún tekur fyrir þann hluta lífs síns þar sem dýra- hjúkrun kemur við sögu. „Sem krakki var ég ákaflega hrifin af dýrum og þau hændust auðveldlega að mér. Sífellt var ég draga heim heimilislausa ketti og vængbrotna fugla. Jafnvel kom ég með ála sem ég bjargaði úr frosnum skurðum. Mamma var hálfleið yfír að ég skyldi ekki fara í mennta- skóla og skaut því oft að mér að ég yrði að mennta mig. Annars kæmist ég aldrei neitt, eins og hún sagði með áherslu. Á þeim árum var ég ekki tilbúin í menntaskóla en hespaði því námi svo af seinna í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og tók stúdentspróf árið 1982. Nú, svo var það einn daginn að við erum að tala um framtíðina og ég segi eitthvað á þá leið að ég hefði svo gjarnan getað. hugsað mér að verða dýralæknir. En til þess þurfti stúdentspróf. Þetta var áður en ég náði mér í það próf, og það var alltof löng leið fyrir mig. Ég hef alltaf verið óþolinmóð í meira lagi og þarf að gera allt í einum hvelli. Þá minnist mamma á dýrahjúkrun, ég gæti orðið dýra- hjúkrunarkona án þess að hafa þetta margumtalaða stúdéntspróf. Og þama hitti hún naglann á höf- uðið. Með það sama var ég farin að undirbúa þetta tilvonandi nám. Ég hafði samband við breska sendi- ráðið, Samband dýraverndunarfé- laga íslands, og til að gera langa sögu stutta var ég komin til Eng- lands sex vikum seinna. Námið sem ég stefndi á, dýrahjúkrunamámið, átti að taka tvö ár en ég þurfti að bæta enskuna hjá mér og líffræð- ina, þannig að námið tók mig þrjú ár.“ Neitaði að láta svæfa dýrin í skólum var Sigfríð á réttri hillu. Verklega námið fór fram í London en það bóklega í yndislega litlum búnaðarskóla, eins og Sigfríð lýsir honum, sem er í Maidenhead í Berkshire. Þarna átti hún marga unaðsstund. Hún naut þess að læra, naut samverunnar við dýrin sem hún fékkst við og það kom fyrir að hún neitaði að láta svæfa ein- staka dýr, sem átti að hljóta þau örlög. „Ég man sérstaklega eftir falleg- um ketti sem kominn var með feigðarsvip. Læknunum tókst ekki að komast fyrir kvillann og þar kom að það átti að svæfa hann, greyið. Ég var ekki á sama máli og þeir sem það ætluðu að gera, svo ég tók hann til mín og lét hann sofa hjá mér. Það verður nefnilega að halda hita á svona veikum dýrum. Síðan tróð ég í hann næringu og viti menn, á fjórða degi fór hann að hjarna við og var útskrifaður nokkrum dögum seinna. Það var dásamlegt að verða vitni að gleði eigandans, sem var miðaldra kona, og þakklætið sem hún sýndi mér var ómælt. Staðreyndin er sú að það veitir fólki ólýsanlega ánægju að líkna öðrum, hvort sem um dýr eða fólk er að ræða.“ Yfirþyrmandi einmanakennd í margmenninu — En hvernig var andlegu heils- unni háttað á meðan á skólavist- inni stóð í Englandi? „Það gekk nú á ýmsu með hana. Fyrir það fyrsta var ég óskaplega einmana. Ég fylltist yfirþyrmandi einmanakennd. Og svo undarlega sem það kann að hljóma hafði ég aldrei jieinn til að eyða frítímanum með. Ég fór ein í bíó og ein á böll. Mér fannst ég alltaf vera ein þrátt fyrir að ég var alltaf innan um fullt af fólki. Síðan gerðist það að ég ákvað bara að þetta dygði ekki lengur. Ég yrði að yfirgefa þennan táradal sem mér fannst veröldin vera. Og svo tók ég til að sanka að mér barbitur-pillum sem voru ætlaðar hundum, einhveijum ósköpum af þeim. Ég skrifaði mömmu átakanlegt bréf þar sem ég fekýrði fyrir henni að ég gæti ekki hugsað mér að lifa lengur. Þá var það morgun einn, rétt áður en hinn ákveðni örlagadagur rann upp, að ég lagði leið mína í svefn- herbergi yfirhjúkrunarkonunnar á dýrasítalanum, en við bjuggum í sama húsi. Þar settist ég á rúm- stokkinn hjá henni, nývaknaðri, og sagði rétt si svona að ég ætli að fyrirfara mér. En um leið og ég sagði þetta fékk ég hugljómun. Ég fann fyrir einhverri ólýsanlegri al- sælu. Og þar með gjörbreyttist allt. Síðan þá hef ég aldrei verið ein- mana. Aldrei nokkurn tíma.“ Baráttan við kerfið Þó að alsælan sé að öllu jöfnu skammvinn leið Sigfríð vel nokkuð lengi eftir þetta. En þunglyndið ásótti hana aftur þegar hún hélt heim á leið og varð að skilja tíkina sína eftir í Englandi. „Eftir þá reynslu skil ég svo vel fólk sem neyðist til að skilja við dýrin sín. Raunar fékk ég tíkina seinna til mín, en það tók tímana tvo. En saman eyddum við, tíkin Heba og ég, þréttán og hálfu ári. Hún var mér afskaplega mikils virði og hjálpaði mér ótrúlega mik- ið og vel. Heba var mér hinn sánni vinur sem aldrei álasaði mér eða fann að við mig eins og margir virtust telja skyldu sína að gera.“ Eftir að Sigfríð kom heim sem útlærð dýrahjúkrunarkona fór hún að líta í kringum sig eftir vinnu og stefndi að sjálfsögðu á dýraspít- alann fræga sem Mark Watson hafði gefíð íslendingum. En spítal- inn hafði staðið ónotaður um fjög- urra ára skeið, fullbúinn tækjum. Þetta fannst Sigfríð alveg ótækt og hófst þegar handa um að koma málefnum hans í rétt horf. „En það var nú ekki hlaupið að því, get ég sagt þér. Til þess að spítalinn gæti sinnt hlutverki sínu varð að koma á sjálfseignarfélagi og þá þurfti að sameina þau félög sem áttu að standa að spítalanum. En það tók mig heilt ár að koma tólf mönnum saman, allir voru svo uppteknir. En það tókst auðvitað að lokum. Spítalinn var opnaður og ég starfaði við hann í 8 ár. En ég verð að segja, að það voru kald- ar kveðjur sem dýralæknar yfir höfuð sendu mér. Þeir útskúfuðu mér strax og viðurkenndu mig ekki sem dýrahjúkrunarkonu. Þeim fannst ég tilgangslaus." Dýrahjúkrunarkonunni verður ákaflega heitt í hamsi þegar hún minnist á dýralækna sem hún hafði samskipti við og ekki vert að tí- unda það nánar. En hún hefur á orði að mun betra hefði verið að eiga við fólkið á Borgarspítalanum og raunar Landspítalanum líka, því þar hefði hún fundið mun fleiri dýravini heldur en meðal dýra- lækna. Þangað leitaði hún oftar en einu sinni með góðum árangri. Dýraspítalinn var í fyrstu starf- ræktur að bandarískri fyrirmynd, komið var með dýr í gæslu, en síð- an fóru að streyma að sjúklingar og Sigfríð og aðstoðarstúlkan hennar, Steinunn Paulsdóttir, og fleiri höfðu í nógu að snúast. Eftir hörkubaráttu við kerfið í átta ár söðlaði Sigfríð um og hætti að starfa sem dýrahjúkrunarkona og sinnti hinum ýmsu störfum. Hins vegar á skrifstofuvinna ekki við hana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.