Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 9

Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1992 C 9 LÆKNISFRÆDI /Hvad á aðgera við spítalana? VERKASKIPTING OG SPARNAÐUR eftir Þórarin Guðnason EIN AF mörgum hörmungum lýðs og lands áþessum síðustu tímum eru sjúkrahúsin í höfuð- borginni. Þau kváðu vera of mörg og of stór og við slíkt verður ekki unað lengur!! Oðruvísi mér áður brá. Á fyrstu eitt þúsund mann- vistarárum landsins var engin stofnun ætluð sjúkum, ef frá eru talin svonefnd hospítöl sem voru holdsveikraskjól eða öllu heldur geymslur sem héngu uppi í tvö hundruð ár og voru víst ekki manneskjum bjóðandi. Árið 1866 tók fyrsta sjúkrahús lands- ins til starfa í Kvosinni í Reykja- vík, lítið og vanbúið; síðan Landa- kot 1902, Landspítalinn 1930, Borgarspítalinn 1967 og eru þá ótalin smærri sjúkrahús í höfuð- borginni og utan hennar og sérspítalar fyrir holdsveika, geð- veika og berklaveika. Ekki fara sögur af því að þessi sjúkrahús hafi þótt of mörg eða of stór þegar til þeirra var stofnað. Hinu verður ekki neitað að eftir á að hyggja hefði trúlega verið hag- kvæmara að reisa tvö en þrjú stór og velbúin sjúkrahús í höfuð- borginni. Eitt er ekki nóg; eina auganu er skeinuhætt og í landi jarðskjálfta og eldgosa er vissara að eiga sér bróður að baki. Hvað- an sem er á landinu, og í lofti eða á legi umhverfis, mæna allra augu til sjúkrahúsanna í Reykja- vík þegar voða ber að höndum. Þau verða að vera við öllu búin og þar verður að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að bjarga því sem bjargað verður. En þegar þessi þijú sjúkrahús risu af grunni sitt á hveijum stað og sitt á hveijum tíma voru að- stæður ekki hinar sömu og nú og auðvelt reynist enn sem fyrr að vera vitur eftir á. En nú þarf að spara og hæst- ráðendur til sjós og lands heimta „samdrátt". Ráðgjafarfyrirtæki utan úr heimi mæla með „sam- einingu“ og menn hneigja höfuð sín til samþykkis en aðrir fussa og sveia. Ég held maður kannist nú við þessa rándýru útlendu spekinga sem hafa verið pantaðir hingað á spítalana æ ofan í æ á undanförnum áratugum og skilið eftir sig þykkar bækur, áreiðan- lega samdar af miklum lærdómi og í góðri meiningu. En sökum ókunnugleika höfundanna á ís- lensku hugarfari og aðstæðum hafa þessar bókmenntir oftast verið lagðar á hilluna óg fá vænt- anlega að rykfalla þar til efsta dags. Okkur tekst líklega seint að gleyma því að við vorum fá- kunnandi nýlenduþrælar í marg- ar aldir og urðum að fá danska húsasmiði til að reisa fyrir okkur alþingishús og fangelsi. Það mætti kalla óviðurkvæmi- legt stærilæti ef afskráður sol- dáti hygðist leiðbeina þeim er standa í öllum herklæðum þar sem bardaginn er harðastur. En gamalt áhugamál sem hefur aldr- ei komist nógu langt af umræðu- stiginu er samstarf og um leið víðtæk verkaskipting milli spítal- anna þriggja. Eins og kunnugt er hefur nokkur verkaskipting komist á að undanfömu og lík- lega mest fyrir tilviljun eða góða nauðsyn. Dæmi: Augnlækningar eiga heima á Landakoti, heila- og taugaskurðlækningar á Borg- arspítala, hjartaskurðlækningar á Landspítala. Þetta er nú í hug- um flestra orðið svo sjálfsagt að ekki þarf um að ræða og væri fjarstæða að stinga upp á breyttri skipan þeirra mála. Aðrar um- fangsmeiri greinar læknisfræð- innar hafa látið sér nægja að setjast að á tveim spítölum að- eins: Barnalækningar og geð- lækningar til dæmis. Nú er tíma- bært að taka til alvarlegrar at- hugunar enn frekari verkaskipt- ingu. Setjum svo að horfið yrði frá því óheillaráði(?) að „steypa saman“ tveim spítölum með öllu því brambolti, kostnaði og sárind- um sem af því hlyti að leiða, og snúið sér í staðinn að uppbygg- ingu þeirrar alhliða verkaskipt- ingar sem lengi hefur blundað í dagdraumum góðra manna en jafnan átt erfitt uppdráttar og mest vegna vanabindingar, fram- taksleysis og barnalegrar hræðslu við yfirgang náungans og skarðan eigin hlut. Drögum upp útlínur á hugsan- legri deilingu viðfangsefna milli spítalanna þriggja og gerum ráð fyrir að núverandi verkaskipting haldist eins og lýst var hér að framan. Greinar eins og þvag- færalækningar ættu að vera á tveim spítölum, bæklunarlækn- ingar á tveim, slysalækningar aðallega á einum með möguleika á öðrum og jafnvel öllum þrem til að taka við kúfnum ef hópslys verða eða önnur meiriháttar röskun, t.d. af náttúruhamförum. Stóru greinunum tveim, almenn- um skurðlækningum og lyflækn- ingum, er auðvelt að skipta í undirflokka og skipa þeim niður á húsin eftir hentugleikum; melt- ingarsjúkdómum, blóðsjúkdóm- um, smitsjúkdómum, efnaskipta- sjúkdómum og þannig mætti áfram telja. En að flytja sjúklinga milli húsa innan borgarmarkanna er, eins og allir vita, auðveldara en tali taki. Hvaða vit er til að mynda í því að læknar séu að taka gallblöðrur úr fólki í þrem eða fleiri spítölum í litlu landi með kvartmilljón íbúa og æfa sig í að nota til þess dýr og vandmeð- farin tæki, sem auk þess eiga eftir að sanna endanlega yfir- burði sína gagnvart hefðbundn- um verkfærum og aðferðum? Vonandi leyfist mér að vitna í Babelshús eftir Jersild, þótt ég eigi þar að ofurlítinn hlut: „Að breyta um stefnu í heilbrigðis- málum er eins og að reyna að stöðva millilandaskip. Það tekst ekki fyrr en skipið er komið út í hafsauga.“ Og ég veit að þetta sem hér er stungið upp á tekur langan tíma og það mega allir gera sér ljóst. En þessum pistli lýkur með áskorun til læknanna á öllum þrem sjúkrahúsunum að snúa nú bökum saman og afreka það sem hvorki ráðgjöfum né stjórnendum hefur tekist — að finna samstarfs- og verkaskigt- ingarlausn á þessum vanda. Ég veit að þið getið það og vitið hvað er í húfi — fyrir ykkur, fyr- ir okkur, fyrir okkur öll. Hvílíkt hagræði — að margar athafnir mannsins verða venjubundar og þarf ekki um þær að hugsa. SÁLARFRÆÐI /Er erfitt að uppræta gamlar venjur? VIÐJÁRVANANS FYRIR fjöldamörgum árum, í árdaga nútíma sálarfræði, skrifaði sálfræðingurinn frægi William James snilldargóða ritgerð um hlut- deild vanans í starfsemi sálarlífsins. Hann benti þar á hvílíkt hag- ræði það væri manninum að margar athafnir hans verða venju- bundnar og ekki þarf um þær að hugsa. Þetta er okkur augljóst strax og við leiðum hugann að því. Það væri ekki lítið viðbótarálag ef við þyrftum í hvert sinn að hugsa um í hvaða röð við förum í fötin á morgn- ana, hvernig við höldum á matar- áhöldunum, hvemig við skipt- um um gír á bfln- um, hvernig við drögum til stafs þegar við skrifum ... og þannig get- eftir Sigurjón Björnsson um við haldið áfram allan daginn og með mun flóknari athafnir og athafnaraðir en þær sem hér eru nefndar. Hugarstarf okkar losnar með þessu móti við geysilega mikla vinnu og getur snúið sér að öðrum viðfangsefnum. En hér er að vísu margt sem þarf athugunar við. Þar er kannski fyrst að nefna að mestu varðar að þær venjur sem hafa mótast séu æskilegar, hagkvæmar og árangursríkar. Á það getur stundum skort nokkuð og er þá verr farið en heima setið. í öðru lagi getum við hæglega orðið svo miklar vanamanneskjur að það stöðvi allan frjóleika í hug- anum og sveigjanleika. Hversu oft hefur það ekki gerst að menn vinni sömu verkin á sama hátt árum saman, jafnvel kynslóð fram af kynslóð, án þess að hugsa um að hægt væri að hafa annan hátt á? Einn góðan veðurdag rennur svo upp ljós fyrir einhveijum: Það er hægt að vinna verkið öðruvísi og á miklu betri hátt. Eftir á skilja menn ekki að engum skuli_ hafa dottið þetta í hug fyrr. Ýmsar uppfínningar eiga vafalaust rætur að rekja til þess að uppfinninga- maðurihn er öðrum sveigjanlegri, óbundnari a^ venjum og þess vegna fijálsari í hugsun. Menn verða því að varast það að hugsun þeirra falli í svo fastar vanaskorð- ur að engin nýbreytni komist að. En það er e'kki aðeins á sviði hugsunar sem vanans gætir bæði til góðs og ills. Sama gildir um tilfínningar. Snemma á ævinni myndast ákveðin mynstur. Sam- skipti okkar við aðra, framkoma, viðmót, tjáning geðbrigða, hræðslu- og kvíðaviðbrögð eru háð þessum sömu lögmálum vanans. í flestum tilvikum er þetta til góðs, en getur einnig valdið erfíðleikum og árekstrum manna á milli. Flest- ir eru sammála um að erfítt sé að uppræta rótgrónar tilfinninga- venjur, en það er engu að síður hægt í mörgum tilvikum ef við- komandi hefur skilið og sannfærst um að annað betra getur komið í staðinn. UTSALA -UTSALA afsláttur á allrí metravöru Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 651660.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.