Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 10

Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 10
r io ?c .MORGUNBlAjÐlÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR l!)92 Ekkert líf á Mars Hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) hafa nú um nokkurt skeið verið ræddar hugmyndir um að breyta aðstæðum á Mars þannig, að skilyrði yrðu fyrir frumstætt líf að þróast á plánetunni. Þær hugmyndir gera ráð fyrir, að breytingin á plánetunni gerðist í tveimur áföngum. Fyrst yrði að mynda andrúmsloft í einhverri mynd, sem yki hitann á yfirborði stjörnunnar. Á yfirborði Mars er töluverður ís. Ef hitinn eykst, bráðnar ísinn og verður að vatni, en vatn er eitt meginskilyrðið fyrir lífi. Ef tekst að losa kolefnistvíildi út í hjúpinn á Mars leiddi það af sér frekari hækkun hitastigs. Því meira kolefnistvíildi, því hærra hita- stig. Það sama á við um vatn, sem gufar upp. En hvernig á að hækka hitastigið? Það hafa komið fram þrjár hugmyndir um það. I fyrsta lagi hafa menn jmyndað sér að með risaspeglum mætti beina sólarljósi að pólunum á Mars og bræða íshett- urnar þar. í öðru lagi hafa menn hugsað sér að dreifa efni á pólana, sem drægi úr endurkasti sólarljóssins. í þriðja lagi að losa gastegundir á yfirborði Mars, sem halda hita þar, eins og til dæmis klórflúorkolefni. Þetta hefði svipaðar afleiðingar og gróðurhúsaáhrifin á jörðunni, en þau felast f því að sólarhiti helzt í and- rúmsloftinu en hverfur ekki út í geiminn. Þetta gerist fyrir tilstilli ýmissa gastegunda eins og kolefnistvíildis Andrúmsloft og líf á Mars Þetta er í sem allra grófustum dráttum umhverfið á Mars. Við rannsóknir á sýnun- um, sem Víkinga-geimförin tóku á yfirborði Mars árið 1976, kom í ljós, að ekkert var þar af lífrænum efnum. Þetta kom nokkuð á óvart, vegna þess að vísindamenn höfðu búizt við, að þar væru leifar af lífrænum efnum. Nú á Mars sér ekki ósvipaða upp- runasögu og jörðin og kannski hefði mátt búast við því, að líf hefði þar þróast áður, þótt ekkert líf væri þar nú. En þótt svo hefði ekki verið, þá hefði mátt eiga von á, að árekstrar við loftsteina hefðu skilið eftir einhveijar leifar af lífrænum efnum. Ástæðan til þessa skorts á leifum af lífrænum efnum er nú talin vera sú, að geislun sólarinnar valdi efnaskiptum á yfirborði stjömunnar, sem eyða öllum lífrænum efnum. Þess vegna finnist þau ekki á stjörnunni. Það virðist því ekki vera líklegt, að hægt verði að skapa skilyrði til lífs á Mars. Stundum er gerður greinarmunur á þeim plánetum, seny eru lífmyndandi og þeim, sem gætu borið líf. Á þeim fyrmefndu eru efnislegar aðstæður þannig, að þar getur myndast líf og þróast, og það hefur gert það. Eina stjarnan, sem vitað er um, að hafi myndað líf, er jörðin. Á þeim síðamefndu em efnisleg skilyrði þannig, að þar gæti myndazt líf, en hefur ekki gert það. Síðan eru náttúrulega stjörnur, þar sem útilokað er með öllu, að líf myndaðist. Þótt nú sé ekkert líf á Mars, þá virðist vera mögulegt að skapa skilyrði, sem gætu ýtt þró- un lífs af stað þar, þróun, sem menn ímynda sér að gæti varaö í 100 milljónir ára. eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Á NÆSTA áratug gæti orðið mögulegt að hefja myndun andrúmslofts á plánetunni Mars og skapa skilyrði fyrir þróun lífs. Það tæki að líkindum langan tíma og kostaði verulegt fé og hefði gerbreyt- ingar í för með sér á plánetunni sjálfri. Þá er eðlilegt, að spurt sé, hvort það eigi að ráðast í þetta. í þessari grein langar mig til að reifa þá möguleika, sem vísindamenn telja, að séu á myndun andrúmslofts á Mars, hver verði líklegur kostnaður og þær siðferðilegu spurningar, sem óhjákvæmilega vakna, þegar hugsað er um framkvæmdir á borð við þessa. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp fáeinar staðreyndir um reikistjörnuna Mars. Hún gengur á sporbaug umhverfis sólu, sem er næstur utan við sporbaug jarðar, ef svo má að orði komast. Mars er þannig fjær sólinni en jörðin og meðalfjarlægð hans frá sólu er um 228 milljón km. Þegar Mars er næst sólu er hann í um 56 milljón km fjarlægð frá jörðu. Það tekur Mars um 687 daga að snúast kringum sólina eða tæplega tvisvar sinnum lengri tíma en jörðina. Mars snýst einnig um sjálfa sig og einn slíkur snúningur tekur ríflega 24 og hálfa klukkustund. Þvermál Mars er um 6800 km, sem er ríflega helmingur af þvermáli jarðarinnar, en massi hennar er einungis 11% af massa jarðarinnar. Það er mjög kalt á yfir- borði plánetunnar, meðalhitinn á tempruðum svæð- um hennar er +60 gráður. Víkingageimförin bandarísku mældu hitastig á bilinu +83 gráður upp í +30 gráður. Á Mars er kaldara til pól- anna en á miðri stjömunni, þar sem talað er um tempr- uð svæði. Loftþrýstingur er einungis um einn hundrað- asti af því, sem er á jörðunni. Um reikistjörnuna er hjúpur, sem samanstendur að mestu af kolefniství- ildi (um 95%), köfnunarefni (um 3%), súrefni (um 0,13%) og vatni (um 0,03%). Ekkert ósónlag er á Mars til að vemda yfirborð hennar gegn hættu- legum geislum sólarinnar. Á Mars er einnig möndulhalli, svo að þar eru árstíðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.