Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 11

Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 11
C 11 og klórflúorkolefnis. Eins og kunn- ugt er, þá eru gróðurhúsaáhrifin helzta gæfa jarðarinnar. Það er áætlað, að það taki um 200 ár að mynda lofthjúp um Mars, sem væri lífvænlegur. Seinni áfanginn yrði síðan sá, að mynda lífrænt vistkerfi á Mars. Það er ekki mögulegt að senda þangað eina veiru eða eina bakter- íu og sjá síðan hvað gerist. Það verður frá upphafi að hafa í huga heilt vistkerfi. Þessi seinni áfangi getur gerzt með tvennum hætti. Annars vegar þá væri hægt að reyna að mynda staðbundið vist- kerfi og sjá hvernig það þróaðist. Hins vegar er hægt að móta vist- kerfi, sem nær til allrar plánelunn- ar frá upphafí. Takmörkuð vitneskja Vitneskja manna um báða þessa þætti er á þessu stigi takmörkuð. Þetta á sérstaklega við um seinni áfangann. Það gæti til dæmis ver- ið, að það fyndust leifar af lífi á Mars. Ef svo færi væri eðlilegt, að það fengi að þróast, fremur en að líf frá jörðunni yrði flutt til plánetunnar. En ef svo væri ekki, þá þyrfti að ákveða hvaða tegund- ir af veirum og bakteríum og öðr- um lífverum yrðu fluttar, hver væri bezta samsetningin, bezti fjöldinn, hvemig ætti að dreifa þessu á yfírborð Mars og í hvaða röð ætti að losa þær á yfírborð stjörnunnar. Þessum spurningum og mörgum fleirum yrði að svara, áður en hafízt yrði handa. Það er auk þess alveg ljóst, að afla yrði aukinnar þekkingar á eðli lífríkisins hér á jörðinni, áður en ráðist yrði í að mynda lífríki á Mars. Sérstaklega virðist þurfa átta sig á jarð- og veðurfræðileg- um skilyrðum lífríkisins. En þótt ýmsum spurningum sé ósvarað á þessari stundu, þá er ekki þar með sagt, að myndun loftslags á Mars sé einungis fjarlægur draumur úr einhverri framtíðarskáldsögu. Það má búast við því, að á næsta ára- tug verði ákveðið að ráðast í frum- könnun á þessum möguleika á vegum Bandarísku geimferða- stofnunarinnar. Siðferðilegar spurningar Það kann að reynast ei-fítt að svara ýmsum staðreyndaspurning- um um fyrirhugað vistkerfí á Mars. En það eru ekki síður ýms- ar siðferðilegar spurningar, sem kann að reynast erfítt að svara. Það kann meira að segja svo að vera, að flóknara verði að setja slíkar spumingar fram, en menn grunar. Astæðan virðist vera tví- þætt. Annars vegar þá erum við ekki vön því, að þurfa að beita matsorðum og siðferðishugtökum á heilar plánetur aðrar en jörðina. Hvernig eigum við til dæmis að svara því, hvað sé gott fyrir Mars? Er það kannski ekki hægt? Hins vegar þá er ástæðan sú, að við erum óvön að beita matshugtökum á aðstæður á öðrum plánetum, þar sem þarfír mannskepnunnar virð- ast ekki koma við sögu. Það virð- ist nefnilega vera byggð inn í það kerfí siðferðishugtaka, sem við beitum, einhvers konar tilvísun til þarfa manna og annarra skynsem- isvera. Þegar þær eru ekki fyrir hendi eða tengslin við þarfímar mjög fjarlæg, þá er oft erfitt að átta sig á, hvemig ber að skoða hlutina og hvort rétt eða rangt er að ráðast í einhveija framkvæmd. En sú spurning, sem eðlilegt er að spyija fyrst og er spurning um staðreyndir en ekki siðferðisefni, er, hve mikið svona fyrirtæki kost- ar. Það er erfitt á þessu stigi málsins að átta sig á kostnaði. En það er ljóst, að þetta verður dýrt og það tekur langan tíma. Ég nefndi hér að ofan, að áætlað yæri, að það tæki um tvær aldir að mynda andrúmsloft eða loft- hjúp á Mars. Þá á eftir að móta þar vistkerfí. Þessi breyting þarfn- ast stöðugs eftirlits. Þetta er því verkefni, sem mun taka langan tíma, ef af verður. En það er nokk- uð ljóst, að á næstu öld verða farn- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 MERCURY EÁRTH VENUS MARS JUPITER SATURN ar mannaðar geimferðir til Mars. Það hefur verið slegið á, að áætlun um svona breytingar á Mars muni kosta minna en önnur fræg áætlun bandarísk: stjörnustríðsáætlunin. Það virðist því mega ganga að því vísu, að kostnaður við svona áætlun væri ekki óviðráðanlegur fyrir stór- veldi á borð við Bandaríkin. En þá er rétt að spyija annarrar spurningar og hún er um siðferðis- efni: er réttlætanlegt að leggja í þennan kostnað? Eigum við ekki nóg með vandamál á jörðinni, svo við fömm ekki að búa til önnur út í geimnum? Væri ekki nær að setja féð, sem færi í þetta, í að bæta úr ólæsi, sjúkdómum og fátækt, sem hijáir fólk víðs vegar um ver- öldina nú þegar? Spurningar sem þessar eiga fullan rétt á sér, en það er ekki einfait að svara þeim. Til að geta svarað þeim af ein- hveiju viti þarf maður að geta veg- ið og metið kosti og ókosti þess að setja féð í að hjálpa þeim, sem standa höllum fæti, fremur en að beita öðmm aðferðum. Það væri til að mynda áhrifarík aðstoð við þróunarlönd að heimila innflutning á landbúnaðarvörum þaðan til Vesturlanda, hveijir svo sem aðrir verðleikar slíkrar ráðstöfunar eru. En það þarf einnig að meta þá kosti, sem gætu fylgt því að hrinda svona áætlun í framkvæmd. Einn af þeim, sem um þetta hafa fjallað, metur það svo, að sú aukna þekk- ing, sem fengist á andrúmslofti og lífríki jarðar við undirbúning slíkrar áætlunar réttlætti ein kostnaðinn af henni. Það hefur einnig verið nefnt sem ástæða, að slík áætlun væri í samræmi við þá stöðugu ásókn í að kanna ókunna stigu, sem er eitt einkenni vestrænnar menn- ingar. Hefur Mars eitthvert gildi? Enn ein ástæða, sem verður að skoða í þessu samhengi, er, hvort lifandi pláneta hefur meira gildi en dauð. Þessi ástæða er að ýmsu leyti fróðlegust þeirra, sem hér hafa verið nefndar. Af hveiju hún er það kemur í ljós, þegar spurt er, hvað það merki að segja, að lifandi plán- eta hafi meira gildi en dauð. Hvers konar gildi er um að ræða og fyrir hvern? Gildi getur hér í meginatriðum merkt tvennt. Annars vegar getum við sagt, að lifandi pláneta hafi meira gildi í sjálfri sér en dauð. Þá hefur slík pláneta einhveija eiginleika, sem gildi hennar er reist á. Hins vegar getur hún haft gildi fyrir okkur, þ.e.a.s. fyrir menn. Það merkir venjulega, að hún efli velfarnað manna almennt og yfír- leitt. Það getur til dæmis gerzt með bættum efnahagslegum velf- arnaði, en velfamaður er ekki bundinn við efnahag einvörðungu. Þegar talað er um gildi í sjálfu sér, þá er oft erfitt að henda reið- ur á, hvað átt er við. Nú eru deil- ur um umhverfismál orðinn snar þáttur í allri stjórnmálaumræðu, hvort sem það er grútur á Strönd- um, rafmagnslína á Mývatnsöræf- um eða kjarnakljúfur við Dounre- ay. Yfirleitt stendur deilan um skaða á lífríkinu og þá tengjast honum gjarnan mikilvægir hagsmunir. I flestum tilvikum er þá gengið að því vísu, að til sé eitthvert jafnvægisástand vist- kerfisins. Skaðinn er svo skil- greindur sem frávik frá jafnvæg- inu. Það er venjulega gefin for- senda í slíkum orðræðum, að jafn- vægið sé hið ákjósanlega ástand og standa beri gegn öllum breyt- ingum á því. Þetta er iðulega lofs- verð íhaldssemi. En það ber að taka eftir því, að þessi hugsun á einungis við um lífrænt vistkerfi. Það er afar erfitt að sjá, hvernig beita má þessu jafnvægishugtaki á dauða náttúru. Enda eru þá yfírleitt nefndar aðrar ástæður. Ein slík er sjónmengun. Stundum er það svo, að þetta orð er látið tákna eitthvað, sem kemur í veg fyrir að menn geti notið feg- urðar, sem þeir eru vanir að njóta. Þá er um að ræða ástæðu, sem réist er á venjubundnum hagsmun- um. Þá erum við ekki að tala um gildi umhverfisins í sjálfu sér held- ur gildi þess fyrir okkur. En það er stundum átt við, að einhverjar framkvæmdir séu sjónmengun vegna þess að þær eru lýti í lands- lagi, án þess að nokkur hafi notið þess reglulega. En þá ber að taka eftir því, að slík ástæða er reist á gildi landslags í sjálfu sér. Yfir- leitt er átt við innra samræmi, fjöl- breytileik eða fegurð þess, sem í hlut á. Um leið og bent er á þetta sést, að bæði lifandi pláneta og dauð getur haft gildi í sjálfu sér í þessum skilningi. Þetta gildi í sjálfu sér getur því ekki verið ástæða til þess að stuðla að breyt- ingum á Mars eða leggjast gegn þeim. Það er sjálfsagt að benda líka á, að gildi í sjálfu sér hefur að minnsta kosti tvenns konar merk- ingu í því, sem hér hefur verið sagt. Annars vegar vísar það til jafnvægis, hins vegar til samræm- is og fjölbreytileiks. Fyrri merking- in á einungis við lifandi náttúru og sú síðari virðist ekki ljá okkur neina ástæðu til að taka dauða náttúru fram yfír lifandi eða öfugt. Sé hægt að rökstyðja það, að líf á Mars auki fjölbreytileik og marg- breytni alheimsins, væru komin rök fyrir lífi á Mars. En sú skoðun er að minnsta kosti ekki augljóst mál. Hagsmunir Mars? Þá er eftir hin tegundin af ástæðum: gildi fyrir einhvem. Þetta mætti skilja svo, að óbreytt ástand gæti haft gildi fyrir Mars, hún ætti hagsmuna að gæta ann- aðhvort að hún héldist áfram líf- vana stjama eða á henni kviknaði líf. En mér virðist, að um leið og þetta er sagt, sé augljóst, að-þetta er merkingarlaust. Af þessu vil ég draga þá ályktun, að það sé ekk- Á þessum þremur myndum sjást breytingar er verða á Mars. Efsta myndin er tekin síðla vetr- ar, miðmyndin að vori og sú neðsta um sumar. Greinilega má sjá hvemig syðra heimsskauts- svæðið minnkar og einnig verða hin dökku svæði stærri og skýr- ari þegar sumrar. ert öðmvísi að beita siðferðishug- tökum og matsorðum á aðstæður á öðram plánetum en jörðinni. Stokkar og steinar era stokkar og steinar, hvar sem þeir era, og það er alveg jafn merkingarlaust að telja þá eiga einhverra hagsmuna að gæta á jörðunni og annars stað- ar í geimnum. Þá er eftir gildi fyrir okkur, gildi fyrir menn. í lokin vil ég nefna tvenn rök gegn því, að í þetta yrði ráðist, mönnum til umhugsunar. í fyrsta lagi þá myndi líf á Mars ræna kynslóðir framtíðarinnar kostinum á að sjá Mars eins og hún „náttúralega" var. Þetta gæti skapað djúpstæða óánægju hjá fólki vegna þessarar róttæku rösk- unar á hinni „náttúralegu" skipan. I öðra lagi þá er verið að grípa inn í áform Guðs með sköpun heims- ins. Mannkynið væri að drýgja þá höfuðsynd, sem er drambsemin eða ofmetnaðurinn. Lesendur geta svarað þessum rökum sjálfír, ef þeir kæra sig um. Getur það haft eitthvert gildi fyrir menn að ráðast í framkvæmd sem þessa? Það er ástæða til að ítreka, að hugmyndir sem þessar era ekki draumur eða ímyndanir heldur gætu undirbúningsrann- sóknir hafízt, áður en áratugur er liðinn. Ákvörðun um slíka áætlun ræðst af því, hvort slíkar breyting- ar era taldar fýsilegar. Það stjóm- ast svo aftur af því, hvort aðrir hagsmunir verða taldir brýnni en áætlun um vistkerfí á Mars. Á þessari stundu er ómögulegt að segja, hvernig fer. Höfundur hefur lokið doktorsprófi í siðfræði og kennir við Mennta- skólann á Akureyri. Helztu heimildir: Robert H. Haynes: „Ecce Ecopoicsis: Playing God on Mars“ og Christopher P. McKay: „Does Mars have rights?“ báðar í bókinni D. MacNiven (ritstj.) Moral Expcrtise, London, 1990, bls. 161-197; C.P. McKay og R.B. Haynes: „Should we implant life on Mars?“ in Scientific American, desembcr 1990, bls. 108; Gordon Graham: The Politics of the Environmcnt, Malta 1989. REIKNIVER SF. Bókhaldsþjónusta - ráðgjöf Okkur er ánægja að tilkynna viðskiptavinum vorum flutning á skrifstofum okkar í eigið húsnæði í Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík^ 3. hæð til vinstri. Símanúmer eru óbreytt þ.e. 686663 og faxnúmer 686641. V^erpl^/ Fimleikar Getum tekið inn byrjendur í fimleikum (drengi og stúlkur) á aldrinum 5-8 ára. Innritun fer fram í símum 74925 og 74907 fram yfir helgi. *, íþróttafélagið Gerpla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.