Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAQUR 5. JANÚAR 1992 ———---------------------------[?i !—f—rm ;----------- T f SJÓNYARP FRAMIÍDAR eftjr Helgo Rúnar Óskarsson „EG VAR að kaupa mér geislaspilara og ætla að eyða deginum í að læra á hann.“ Þetta voru orð Terry Andersons nokkrum dög- um eftir að hann var leystur úr haldi eftir rúmlega sex ára gísl- ingu. I október 1982, tveimur og hálfu ári áður en Anderson var hnepptur I hald, kynnti Sony fyrsta geislaspilarann. Rúmu ári áður hafði IBM kynnt fyrstu einkatölvuna. Bæði geislaspilarinn og einkatölvan hafa náð feikilegri útbreiðslu og þykja sjálfsagðir hlutir á heimilum margra í dag. Harrison Ford á FROX-skjánum. Eins og sjá má er lítið niál að stilla sjónvarpið og myndbandstækið með „hendinni" á skjánum. Notandinn getur kallað upp sjónvarpsdagsskrána hvenær sem honum þóknast. Hér sjáum við dagskrá átta bandarískra stöðva (fyrir föstu- að er ekki ofmælt að segja að tækni og hraði ráði ríkjum á okkar tím- um. Á síðustu árum hafa framfarimar verið ótrúlegar og ekkert dregur úr hraðanum og nýbreytninni. Ný tæki skjóta upp kollinum örar en orð fá lýst og fólk má hafa sig allt vð ef það á að fylgjast með öllum nýjungunum. Síðasti áratugur færði okkur geislaspilarann, einkatölvuna og fleiri tækninýjungar sem hafa vald- ið straumhvörfum og velta sumir því fyrir sér hvort þessi áratugur geri slíkt hið sama. Því er erfitt að svara en framvísir menn segja ólík- legt að hægi á framvindunni. Verða komin ný tæki inn á heimili okkar eftir tíu ár, tæki sem við höfum hvorki heyrt né séð áður? Háskerpusjónvarp Margir hafa heyrt talað um svo- kallað háskerpusjónvarp (high- defmition television) en það er sjón- varp sem skilar margfalt skarpari mynd en við þekkjum í dag. Þegar talað er um skarpleika myndar er venjulega miðað við línufjölda á skjánum. Þetta eru láréttar línur sem ná þvert yfir skjáinn og því fleiri sem línumar eru, þeim mun betri eru gæðin. Háskerpusjónvarp- ið hefur t.d. yfír 1.100 línur (veltur að vísu á því hvaða kerfí um er að ræða) en þau sjónvörp sem notuð eru í dag notast við rúmlega 500 til rúmlega 600 Iínur (PAL, það kerfí sem við notum hér á landi, notast við 625). í sumum tilvikum er því helmingsmunur og jafnvel meira. Háskerpusjónvarpið er ennþá í fæðingu, sem ekki er laus við hríð- ir og aðra viðeigandi verki. Gífur- legu fjármagni hefur verið varið í rannsóknir og þróanir á háskerpu- sjónvarpinu síðustu 20 árin og hafa Japanir verið þar fremstir í flokki. En það er ekki alltaf best að vera fyrstur með tækninýjungamar og sú virðist raunin í þetta skiptið. Bandaríkjamenn hafa oft og tíð- um verið fyrstir fram á sjónarsviðið með tækninýjungar en aðrir fylgt í kjölfarið þegar mestu erfíðleikarn- ir eru að baki, tekið yfir þróunina og oft og tíðum náð betri árangri. Bandaríkjamenn vom til dæmis fljótir að færa sér sjónvarpstæknina í nyt og réðu lögum og lofum á heimamarkaði til langs tíma. En Japanir unnu stöðugt að bættum gæðum á tækjum sínum og í dag eru japönsk sjónvörp allsráðandi á Bandaríkjamarkaði og þykja bera af öðrum tækjum. Hvað varðar háskerpusjónvarpið, era Japanir búnir að ganga í gegn- um mestu erfiðleikana og bendir ýmislegt til þess að Bandaríkja- menn ætli að læra af mistökum „vina“ sinna í austri og gera betur. Þetta kann að hljóma undarlega en þegar Japanir hófu að þróa há- skerpusjónvarpið var stafræn tækni (digital technology), sú tækni sem allar nútímatölvur byggjast á, skammt á veg komin. Stafræn tækni hafði hins vegar tekið fram- föram þegar Bandaríkjamenn fóra að hugsa sér til hreyfíngs í þróun háskerpusjónvarpsins. Þar sem Bandaríkjamenn hafa verið leiðandi í tölvuiðnaðinum búa þeir yfír góðri þekkingú á starfrænni tækni sem nýtist þeim vel við þróun nýja sjón- varpsins. Árið 1989 hófu Japanir daglegar útsendingar á efni fyrir háskerpu- sjónvarp. Til að byija með var að- eins send út ein klukkustund en nýlega var útsendingum fjölgað í átta stundir. Hins vegar fara Bandaríkjamenn hægar í sakimar. Sérstök nefnd hefur nú verið sett í að vega og meta hvaða stefnu eigi að taka í sjónvarpsmálunum. Eitt aðalverkefni nefndarinnar er að velja það kerfí sem nota á í fram- tíðinni. Nefndin hefur úr sex kerf- um að velja, fímm frá heimamönn- um, sem reyndar era í samstarfi við Evrópumenn með tvö kerfi, og einu frá Japan. Tvö kerfí hafa þeg- ar verið skoðuð ýtarlega, kerfí Japananna og eitt frá heimamönn- um og Evrópubúum. Bæði þessi kerfí era stafræn og telja frammá- menn í tækniheiminum að þau eigi lítinn grandvöll fyrir sér. Heima- menn hafa því trompin á sinni hendi. Starfrænu kerfín fjögur verða skoðuð gaumgæfilega fram í júní á næsta ári. Meðal þeirra fyrirtækja og stofn- anna sem hafa Iagt fram tillögur að nýjum kerfum eru General Instr- uments og MIT (með tvo kerfí); Zenith Electronic og AT&T: Sam- off, Philips, Thomson og NBC; og að lokum NHK (Japan Broadcast- ing). Nefndin gerir ráð fyrir að skila lokaáliti árið 1993. Það er gífurlega mikið í húfí fyrir Banda- ríkjamenn og segja sumir að nú sé stóra tækifærið að vinna aftur þá markaðshlutdeild, a.m.k. að hluta til, sem þeir misstu til Japana. Fari svo að bandaríska fjölmiðla- nefndin velji eitt af kerfum heima- manna verða japönsku rafeindaris- amir að sækja um leyfí hjá Banda- ríkjamönnum til að fá að framleiða sjónvarpstæki fyrir viðkomandi daginn 17. maí 1991). kerfí. Þetta gæti leitt til þess að bandarískir sjónvarpsframleiðendur næðu forskoti á keppinauta sína frá Japan. Menn era samt ekki á einu máli hvað þetta varðar. Ýmsir halda því fram að Bandaríkjamenn kunni ekki lengur að framleiða almennileg sjónvörp. Japanir séu áratugum á undan þegar framleiðsla á sjónvörp- um sé annars vegar, hvort sem um sé að ræða þessi gömlu eða nýju háskerpusjónvörpin. Það er ólíklegt að Bandaríkja- menn fá að njóta háskerpunnar inni í stofu hjá sér á næstunni. Bjartsýn- ustu menn spá því að fyrstu há- skerpusjónvörpin komi á markað árið 1995 og er áætlað að þau muni kosta um 3.500 dali (210.000 ísl. krónur). Það verður því tæpast fyrr en einhvem tímann á næstu öld að háskerpusjónvörp verða al- gengari en þau sjónvörp sem við þekkjum í dag. FROX-kerfið Eins og komið hefur fram verða sjónvarpskerfi framtíðarinnar lík- lega byggð á stafrænni tækni, líkt og nútímatölvur. Bilið á milli sjón- varpsins og tölvunnar á því eftir að minnka. Nokkrir ganga svo langt að segja að í framtíðinni verði sjón- varpið og heimilistölvan eitt og sama tækið. Þetta er ekki fjarlægur draumur þar sem Bandaríkjamenn geta nú þegar horft á sjónvarp í gegnum glugga á tölvuskjánum, sem hægt er að stækka og minnka eftir vild. Annað sem rennir stoðum undir samruna sjónvarps og tölvu er nýj- Réttur er settur í beinni útsendingu eftir írisi Erlingsdóttur RETTARHOLD í beinni útsendingu verða líklega fastir liðir á sjón- varpsdagskrá Bandaríkjamanna. Mál Williams Kennedy Smith vakti slíka athygli að flestir sérfræðingar á sviði fjölmiðla telja að ekki verði til baka snúið. Flestir bandarískir lögfræðingar eru ánægðir með útsendingar frá réttarhöldum og segja að þær muni fræða Bandaríkjamenn um hvemig réttarkerfið virki í raunveru- leikanum. En margir hafa áhyggjur og telja að sjónvarpsstöðvamar muni aðeins sýna frá réttarhöldum sem hægt sé að snúa í æsifréttir, eins og raunin var í máli Williams Smith. Margir sjónvarpsáhorfendur sáu í fyrsta sinn raunveraleg réttarhöld í refsimáli þar sem vitni greindi veru- lega á um hvað gerðist. Konan sem ásakaði Smith grét meira eða minna á meðan lögfræðingur hans, Roy Black, einn af bestu veijendum í Bandaríkjunum, bókstaflega tætti vitnisburð hennar í sundur. Lög- fræðingar deildu um „reasonable doubt“ og sönnunarbyrði. En áhorf- endur sáu einnig og heyrðu vitnis- burð um nælonsokka, bijóstahald- ara, sæði og reðurgtöðu. „Fólk hefur alltaf átt kost á að fara inn í réttarsal og fylgjast með réttarhöldum, en fæstir hafa getað fært sér það í nyt. Nú geta milljón- ir fært sér þetta í nyt í gegnum sjón- varpið," sagði einn lögfræðingur í Flórída f viðtali við Los Angeles Ti- mes. Fylgjendur sjónvarpsútsend- inga frá réttarhöldum segja að flest- ir Bandaríkjamenn hafí skilið og samþykkt sýknun Williams Kennedy Smith vegna þess að þeir gátu fylgst með réttarhöldunum eins og kvið- dómurinn. „Ef réttarhöldunum hefði ekki verið sjónvarpað og Smith hefði ver- ið sýknaður, hefðu milljónir manna hugsað sem svo: „Kennedy-fjöl- skyldan reddaði málinu“,“ sagði Ste- ven Brill, útgefandi American Lawy- er Magazine og stofnandi Court Television Network, sem, eins og CNN, sjónvarpaði beint frá rétt- arhöldunum. „Útsendingar frá réttarhöldum stuðla að sanngjarnarí réttarhöldum ef eitthvað er,“ sagði einn lagapró- fessor. „Þátttakendumir vita að það er verið að fylgjast með þeim. í Flórída hefur mikið verið gert af því að sjónvarpa réttarhöldum og rann- sóknir hafa sýnt að sjónvarpstöku- vélar í réttarsalnum hafa engin áhrif á hvernig réttarhöldin ganga fyrir sig.“ En ekki voru allir sammála um gildi þss að sýna beint frá Smith- réttarhöldunum. „Þetta mál fræddi engan um réttarkerfíð," sagði Ro- bert Lichter, framkvæmdastjóri Center for Media and Public Affairs í Washington. „Þetta mál snerist um lauslæti og kynlíf. Hann sagði að sjónvarpið gæti gegnt fræðsluhlut- verki en sagðist hafa áhyggjur af að aðaláherslan yrði á mál sem væra æsileg. „Þetta mál var ein- göngu skemmtiefni." Brill, hjá Couit TV, sagði að reynt væri að velja mál sem væru mikil- væg, bæði lagalega og félagslega, ekki bara mál sem væru „spenn- Stuðningsmaður faðmar William Kennedy Smith að sér í réttarhléi á meðan á réttarhöldunum stóð. andi“. Stöðin hefur óskað eftir að fá að sjónvarpa frá réttarhöldunum yfír lögreglumönnunum sem mis- þyrmdu Rodney King fyrr á árinu. Bandarískir sjónvarpsáhorfendur hafa átt þess kost að fylgjast með fleiri æsilegum málum en réttarhöld- unum yfír Willy Smith. Milljónir sáu þegar Elizabeth Broderick, fyrrum eiginkona Daniels T. Broderick III. milljónamærings og eins af frægustu lögmönnum í Kalifomíu, sagði kvið- dómendum frá því er hún braust inn í hús fyrram eiginmanns síns 5. nóvember 1979, gekk rakleitt inn í svefnherbergi hans og nýju konunn- ar og skaut hann og konu hans til bana. Málið vakti gífurlega athygli í Kaliforníu, reyndar um öll Banda- ríkin og CBS hefur þegar ákveðið að gera kvikmynd byggða á þessum harmleik. Réttarhöldunum, sem lauk í síðastliðnum mánuði, var sjónvarp- að í heild sinni, þ.á m. átakanlegum vitnisburði tveggja dætra Daniels og Elizabethar Broderick. Margir efuðust um réttmæti þess að sjónvarpa vitnisburði dætranna sem grétu í vitnastúkunni þegar þær þurftu að rifja upp morðið á föður sínum og konu hans og andmæltu því að Elizabeth Broderick skyldi eftir þennan voðaverknað fá tæki- færi til að afla sér samúðar hjá sjón- varpsáhorfendum. En hvað útsend- ingum leið höfðu kviðdómendur vott af meðaumkun með eiginkonunni, sem Dan Broderick yfirgaf fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.