Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 19
C 19 i .. EfííV .HAÚ'M/1 | SÉSÉysSf rWy**J& J*fi^\iHííiií?1'Í MJOtfl 'SId/-.I9KrlJ05iÖl MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 Notandinn stjórnar geislaspilaranum með fjarstýringunni í gegnum valmyndir á skjánum. Hér sjáum við hluta af því sem FROX-kerfið býður upp á. Með einni og sömu fjarstýringunni getur notandinn sljórnað myndbandstæk- inu, geislaspilaranum, skoðað sjónvarpsdagskrána, fengið upplýs- ingar um gengi hlutabréfa og úrslit íþróttaleikja. ung sem bandaríska fyrirtækið FROX kynnti nýlega. FROX hefur varið 17 milljónum dala í rannsókn- ir og þróun síðastliðin þrjú ár og er árangurinn nýtt sjónvarpstæki sem talsmenn fyrirtækisins telja að slái öllum öðrum við. Reyndar er ekki einungis um sjónvarp að ræða heldur einnig geislaspilara sem tek- ur allt að 100 diska, myndbands- tæki, geislamyndspilara, hljóm- flutningsmagnara, hátalara, og sitt- hvað fleira sem tengist áðumefnd- um tækjum. Öll þessi tæki vinna saman og mynda það sem er kallað FROX-kerfi (FROX system). Kerfinu er stjórnað með einni fjarstýringu. Notendaumhverfið sem birtist á skjánum er ekki ólíkt hugbúnaðarumhverfum eins og Windows og Apple-Macintosh. Fjar- stýringin virkar eins og mús við tölvu og velur notandinn úr val- myndum sem birtast á skjánum. Með fjarstýringunni hreyfir notand- inn „hönd“ sem er á skjánum og með „hendinni“ getur viðkomandi stjórnað öllu kerfinu. Til dæmis er hljóð hækkað og lækkað, skarpleiki myndar stilltur, lög valin af diskum, spóla sett í gang í myndbandstæk- inu og koll af kolli, allt gert með sömu fjarstýringunni. Þar sem fjarstýringin virkar á öll tækin í kerfinu getur notandinn t.d. skoðað innihald hvers og eins disks. Birtist þá mynd af umslagi disksins, og þeim lögum sem hann hefur að geyma. Notandinn hefur þann möguleika að raða saman lög- um af mismunandi diskum eftir eig- inn smekk. Þannig er t.d. hægt að útbúa lagalista með rólegum lögum af mörgum mismunandi diskum. Kerfið sér svo um að geyma listann sem hægt er að grípa til hvenær sem er. FROX-kerfið býður upp á fjöl- vinnslu, þ.e. að vinna nokkrar að- gerðir samtímis. T.d. er hægt að spila einn geisladisk í svefnherberg- inu á meðan annar hljómar í stof- unni, á sama tíma getur maður tek- ið upp mynd á myndbandstækið og horft á aðra í sjónvarpinu. Þeir sem hafa þegar fjárfest í FROX-kerfi í Bandaríkjunum hafa aðgang að margskonar upplýsing- um. Sjónvarpsdagskráin birtist á skjánum sé um það beðið og notand- inn á kost á að flokka hana niður á ýmsa vegu, t.d. fá nöfn og sýning- artíma allra grínmynda sem eru á dagskrá næstu þrjár vikur. Hægt er að fylgjast með heistu viðburðum í íþróttaheiminum sem og gengi hlutabréfa í gegnum upplýsinga- banka sem er endurnýjaður á 20 mínútna fresti. Einnig hefur notandinn aðgang að upplýsingum um 30.000 kvikmyndir, alla nýjustu geisladiskana á markaðnum og þar fram eftir götunum. Fyrir þessa þjónustu borgar fólk 35 dali á mánuði. Þar sem útsendingar á efni fyrir háskerpusjónvarp eru ekkert á næsta leiti vestanhafs varð FROX að notast við „gamla“ sjónvarps- kerfið. Reyndar hefur fyrirtækið bætt skarpleika myndarinnar með sérstakri tækni og því náð að fram- kalla fleiri línur en venjulega, þó ekkert í líkingu við áðurnefnd há- skerpusjónvörp. Talsmenn fyrir- tækisins lofa að koma með háskerp- usjónvörp um leið og útsendingar hefjast í Bandaríkjunum. Hvað kostar svo kerfi frá FROX? Það fer allt eftir því hvað kaupand- inn vill af tækjum. Ódýrasta útgáf- an kostar 10.000 dali (um 600.000 ísl.) og sú dýrasta 40.000 dali (um 2,4 milljónir ísl.). Við íslendingar þurfum ekki að hafa áhyggjur af verðinu sem stendurþar semFROX gerir ekki ráð fyrir að framleiða sjónvörp fyrir PAL-kerfið (það kerfi sem við notum hér á landi) fyrr en fyrsta lagi árið 1993. Samkeppni símafélaga og kapalfyrirtækja í dag er nánast öllu sjónvarps- efni í Bandaríkjunum komið til áhorfenda í gegnum kapalkerfi en ýmislegt bendir til þess að þetta sé að breytast. Frammámenn vestra telja að í framtíðinni verði nánast allt sjónvarpsefni sent í gegnum símalínur, Bandaríska símafyrirtækið GTE er þegar farið að senda út sjón- varpsmerki í gegnum símalínur til takmarkaðs hóps. Notkun símalínu við dreifingu sjónvarpsefnis býður upp á ótal möguleika sem gamla kapalkerfið hefur ekki. T.d. getur viðskiptavinur GTE hringt inn og valið úr 20 kvikmyndum. Þegar myndin birtist á skjánum getur við- komandi stoppað og spólað fram og til baka rétt éins og á sínu eigin myndbandstæki, þó svo að mynd- bandstækið sé staðsett í öðrum bæjarhluta, jafnvel öðrum lands- hluta. Þessi sami notandi getur einnig valið milli 27 mismunandi stöðva sem sýna eingöngu kvik- myndir og borgar hann/hún þá bara fyrir þær myndir sem horft er á. Nýlega hóf GTE tilraunir á svo- kölluðum „myndsímum“ en þar sér maður þann sem maður talar við á sjónvarpsskjánum. Notkun símalín- unnar bíður sjónvarpsáhorfendum einnig upp á að aðgang að ýmsum upplýsingum eins og áætlunarflugi, fjármálamörkuðum, kennslu- og skemmtiefni. Það er hægara sagl en gert að taka upp notkun símalínu þar sem áður var kapall. Til að símalína geti flutt myndmerki verður að nota svokallaða Ijósþráðatækni (fib- er optics), sem er sú tækni að nota knippi af örmjóum, sveigjanlegum ljósþráðum (t.d. úr gleri eða plasti) til að flytja myndir eða önnur merki. Það þarf því að skipta um símalínur þar sem ekki eru Ijósleiðarar fyrir. Þetta getur kostað óhemju fjár- magn, sérstaklega í víðfeðmu landi eins og Bandaríkjunum. Því er spáð að það gæti tekið Bandaríkjamenn 10 ár eða meira að skipta og ganga sumir lengra og halda því fram að þetta sé óframkvæmanlegt. í gegnum tíðina hefur fólk velt vöngum yfir hvaða breytingar framtíðin beri í skauti sér. Rithöf- undur eins og Edward Bellamy, H.G. Wells, Aldous Huxley og George Orwell spáðu gaumgæfilega í framtíðina í ritverkum sínum með misgóðum árangri. Hér verður ekki úr því skorið hvað verður upp á teningnum eftir 10 ár en öruggt er að miklar breytingar munu eiga sér stað í sjónvarpsmálum jafnt í austri sem vestri næsta áratuginn. Höfundur stundnr háskólanám í Bandaríkjunum. w Atvinnumál á suðupunkti ‘í Kamelljóniö frá Löngumýri Forsíða 1. tölublaðs, 1. árgangs. Hvammstangi: Nýtt héraðs- fréttablað í DESEMBER kom út 1. tölublað af nýju héraðsfréttablaði, sem ber heitið Flóinn. Er það gefið út á Hvammstanga og er cinkum ætlað að höfða til byggðanna við Húna- flóa, Strandasýslu og Húnavatns- sýslna. Ritstjóri er Jón Daníelsson á Tannastöðum við Hrútafjörð, en hann liefur starfað að útgáfumál- um í um tvo áratugi. * Iforystugrein segir ritstjóri: „Þessu blaði er ætlað að verða fréttamið- ill og umræðuvettvangur fyrir byggðirnar, beggja vegna Húna- flóa.“ Einnig segir í greininni: „Flest héraðsfréttablöð miða útbreiðslu sína við ákveðin kjördæmi eða hluta þeirra. Útgáfa Flóans markar ef til vill tímamót. Byggðirnar sem ætlun- in er að ná til skiptast milli tveggja kjördæma, en eru frá fornu fari ná- tengdar." I þessu fyrsta tölublaði er m.a. gerð nokkur grein fyrir hræringum í atvinnulífí á Skagaströnd, skyggnst í Ríkisskipaskýrsluna, raðgrein um umhverfísmál, auk jólahugvekju, smáfrétta, vísnaþátts o.fl. Flóinn kom út einu sinni í mánuði og mun hafa „fréttahauka" á Hólma- vik, Skagaströnd og Blönduósi, en í Vestur-Húnavatnssýslu mun ritstjóri gegna því hlutverki, ásamt söfnun auglýsinga. I ritstjóm em Steingrímur Stein- þórsson, Tumi Arnórsson og Karl Sigurgeirsson. Blaðið er að öllu leyti unnið í héraðinu, umbrotið hjá Orð- taki hf. á Hvammstanga og prentað í Húnaprenti á Laugarbakka. | Bandaríska þjóðin og milljónir manna um allan heim fylgd- ust með réttarhöld- unum yf ir William Kennedy Smith í beinni útsendingu á CNN-sjónvarpsstöð- inni. Fjölmiðlafólk og lögfróðir telja rétt að sjónvarpa fréttnæm- um réttarhöldum en hafa áhyggjur af múg æsingi. yngri konu. Þeir fundu hana seka um morð af annarri gráðu en ekki fyrstu, eins og ákært var. Viðbrögð Kaliforníubúa við niðurstöðunni voru á ýmsa vegu. Mörgum fannst ákvörðun kviðdómsins of væg en einn lesandi Los Angeles Times, leið- ur, eins og fleiri landav hans á lög- sóknarglöðum, bandarískum lög- mönnum lét í ljósi sína skoðun á málinu í bréfi til blaðsins: „Loksins! Þessi kviðdómur sýndi hvaða álit Kaliforníubúar, og sennilega þjóðin öll, hafa á lögfræðingum.“ Höfundur stundar háskólanám í fjölmiðlafræðum í Bandnríkjunum. Ritstjóraskipti verða við Regin RITSTJÓRASKIPTI hafa orðið við Regin, blað templara, og um leið hefur útgáfan flutzt frá Siglufirði til Reykjavíkur. Nú læt- ur af störfum Jóhann Þorvaldsson, sem hefur verið ritstjóri Regins í 43 ár. Nýr ritstjóri Regins er Eðvarð Ingólfsson og Halldór Kristjánsson verður áfram meðritsljóri. Reginn hóf göngu sína á Siglufirði 1938 og var stúkan Framsókn nr. 187 skráður út- gefandi. Jóhann Þorvaldsson kom í ritnefnd blaðs- ins 1945 og var skráður ritstjóri 1948. Hann er svo einn við stjórnvölinn til 1978, en þágerð- ist Stórstúka ís- lands aðili að útgáfu blaðsins og kom þá Halldór Kristjánsson þar til starfa, fyrst sem ritstjórn- arfulltrúi og frá 1987 hefur hann verið meðritstjóri Jóhanns. í ávarpi stórtemplars, Björns Jónssonar, í nýj- asta Regin, segir m.a.: „Þeir sem staðið hafa vörð um Regin og veitt honum brautargengi frá upphafi eiga miklar þakkir skilið. Þar á Jó- hann Þorvalds- son stærstan hlut að máli. Ritstjórn hans hefir verið algjört hugsjóna- starf og aldrei verið spurt um laun. Honum vil ég í nafni Stórstúku íslands flytja heilshugar þakkir fyrir vökumannsstarf hans á vett- vangi bindindismála í meira en 50 ár.“ Jóhann Þorvaldsson TAEKW0N - D0 Kwon-do deild Sjállsvarnarílirótt ★ 1. Eykur sjálfstraust ★ 2. Eykur sjálfsaga ★ 3. Sjálfsvörn ★ 4. Líkamlegursveigjanleiki ★ 5. Fyrir bæði kynin ★ 6. Sálfræðilegt jafnvægi Ný námskeið að hefjast í íþróttahúsi ÍR.Túngötu v/Landakot. Börn 6-12 ára: 8. janúar kl. 18.50. Byrjendur: 6. janúar kl. 19.40. Foreldrar athugið! Sérstök námskeið fyrir börn 6-12 ára. Þjálfari Michael Jorgensen 4. dan. Upplýsingar ísímum 38671 Michaelog 622423 Kolbeinn/Einar. Skráning á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.