Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 Agúst Asgríms- son - Minning Fæddur 23. nóvember 1911 Dáinn 26. desember 1991 Þegar ástvinir hverfa af sjónar- sviði okkar fara minningamar að streyma. Nú þegar hann afí minn er farinn leita minningarnar á hug- ann. Sumar sækja fastar að en aðrar, koma aftur og aftur og ryðja hinum burtu. Ég sé hann afa fyrir mér sýnandi okkur kúnstir sínar og sprellandi við okkur krakkana þegar við vorum lft.il. Hann var svo ótrúlega liðu'gur og léttur á sér fannst okkur. Hann sagði okkur líka ótrúlegustu sögur sem hann spann af fingrum fram eins og honum var lagið. Við horfðum á hann í forundr- an með uppglennt augu og galopinn muninn og trúðum náttúrlega öllu sem hann sagði okkur, hversu ótrú- legt sem það var. Þegar ég svo horfði á hann leika sömu kúnstimar fyrir mín börn 15-20 árum síðar alveg jafn sprækan og léttan á sér og áður, hugsaði ég með mér „hvemig er þetta með hann afa eldist hann ekkert?" Mér fannst hann afi vera alveg eins og þegar ég var krakki, varla deginum eldri. Ég man hversu undrandi ég var oft yfir þessum síunga afa mínum. — En allt í einu varð hann afi gam- all. Sjúkdómurinn sem hann hijáði olli því að hann fór að tapa minni og smám saman hætti hann að þekkja okkur með nöfnum, sérstak- lega okkur sem búum fjarri og hann sá sjaldnar. Hann var ekki eins kvikur í hreyfingum og áður. En þó hann væri farinn að gleyma öllu mögulegu og ómögulegu týndi hann húmomum og glettninni seint nið- ur. Hann gerði óspart grín að sjálf- um sér og minnistapi sínu. Hann sá áfram spaugilegu hliðamar á hlutunum, gerði grín að þessum „gamla og ofurlítið ruglaða heiðurs- manni“ eins og hann lýsti sjálfum sér stundum. Það var ekki ósjaldan sem hann kom manni hressilega á óvart með spaugilegum athuga- semdum sínum þegar maður hélt jafnvel að hann áttaði sig ekki al- veg á hlutunum. Ég sé brosið hans og glettnina í augunum fyrir mér og það yljar mér. Ég mun sakna hans afa en minningin um hann fær mig til að brosa, og þannig fínnst mér hann lifa áfram meðal okkar. Elísabet Mlagnúsdóttir Þegar mér barst fregnin um and lát Ágústar Ásgrímssonar sóttu að mér minningarnar um þennan vin minn sem ég hafði þekkt svo lengi og sem á ýmsan hátt hafði áhrif á mig á uppvaxtarárunum. I þessari brotakenndu minninga- grein bind ég frásögnina við tíma- bilið frá 1932-1942, frá kreppuár- unum til þess tíma þegar heims- styrjöldin síðari hafði breytt og umbylt svo mörgu í lífi fólks sem þá bjó í Fjörunni á Akureyri og allra annarra landsmanna. Ágúst bjó alla tíð í Fjörunni á Akureyri, en svo nefnist syðsti hluti bæjarins, húsin við Aðalstræti. Það er sögusviðið. Fjaran var á þeirri tíð öðruvísi en nú, hún er horfinn heimur þótt mörg húsanna sem standa við Aðalstræti séu hin sömu. Allt landslagið er gerbreytt, sér- staklega þó strandlengjan. Horfín er gamla fjaran undir uppfyllingar og malbik, ölduniðurinn heyrist ei lengur á flóðinu og ekki sjást leir- umar á fjöru og síbreytilegir álar og lænur milli þeirra. Þá vár þarna fjölskrúðugt fuglalíf og góð silungs- veiði. Meira að segja hafa brekkurn- ar breyst, tré og annar gróður er að mestu kominn í staðinn fyrir kartöflugarðana góðu. Á uppvaxtarárum hafa heima- hagamir og fólkið sem þar býr mikil áhrif á flest börn og ungl- inga, að minnsta kosti var svo um mig. Ég held að það samfélag fólks sem þá bjó í Fjörunni hafí um margt verið mjög merkilegt jafnvel þótt ég bindi þessi minningabrot við innsta hluta hennar, fólkið sem bjó 'í húsunum sunnan gömlu kirkjunn- ar. Þetta samfélag var ótrúlega fjöl- breytt, á litlum bletti voru saman komnar margar stéttir þjóðfélags- ins, fjölskyldur verkamanna, bænda, sjómanna, iðnaðarmanna, verslunarmanna og kaupmanna, bæjarstjórinn bjó einnig þarna með fjölskyldu sinni. Þama var örsnautt fólk, bjargálna og vel efnað fólk. Friður ríkti milli manna þó að vissu- lega væri stéttaskipting allmikil, sérstaklega hjá þeim fullorðnu. Börn og unglingar voru yfírleitt einn samstæður hópur, voru góðir vinir sem léku sér saman eins og þá var títt. Fjölskyldur okkar Ágústar bjuggu í sama húsinu, fjölskylda hans bjó á neðri hæð hússins, fjöl- skylda mín á þeirri efri, sameigin- legur inngangur og forstofa var fyrir þær báðar. íbúðirnar á báðum hæðum hússins voru svipaðar að gerð, stofa, herbergi, eldhús og búr. Allar þessar vistarverur voru mjög litlar en sex til sjö manns bjuggu á hvorri hæð. Það var mik- ill samgangur milli þessara fjöl- skyldna. Fyrstu minningar mínar eru tengdar Ágústi og fjölskyldu hans. Ég var ekki gamall þegar ég fór að venja komur mínar á neðri hæðina og urðu allir þar miklir vin- ir mínir. Ég fylgdist grannt með því sem Ágúst hafði fyrir stafni þegar hann var heima við og fannst. það flest spennandi. Hann hafði mörg áhugamál og var tvímæla- laust góðum hæfíleikum gæddur á mörgum sviðum. Það var gaman að horfa á hann saga út fíngerða myndaramma og hillur, hann var góður og hugmyndaríkur smiður og allt lék í höndum hans. Hann safnaði eggjum íslenskra fugla og átti um tíma gott eggjasafn. Ágúst las mikið og keypti bækur eftir unga róttæka höfunda, Amtbóka- safnið var mikið notað. Tónlistin var í hávegum höfð, á heimilinu var góður grammófónn og töluvert hljómplötusafn, oft spilað á grammófóninn. Útvarp kom snemma á heimilið og efni þess flutti okkur nær hinum stóra heimi, mikið var hlustað á fréttir, fræðslu- þætti og tónlist. Þetta var gott umhverfí, gat það betra verið? Það kom brátt í Ijós. Allt í einu kom kona inn í þetta litla samfélag okkar, kona sem snart hug okkar og hjarta eins og væri hún álfkona með töfrastaf. Það var Elísabet Geirmundsdóttir. Þau Ágúst og Elísabet giftu sig og hún flutti inn í íbúðina á neðri hæðinni, ungu hjónin fengu stofuna til um- ráða, gamla fólkið þrengdi að sér í herberginu. Elísabet varð strax allra hugljúfí, samband hennar við fjölskyldu Ágústar, sérstaklega við móður hans, var einstaklega gott. Ungu hjónin voru afar hamingju- söm og samhent í öllu, stóru sem smáu. Elísabet var fjarska list- hneigð, skapandi listakona á mörg- um sviðum. Hún teiknaði mikið, málaði og mótaði, orti ljóð og samdi sönglög. Agúst var starfsamur maður, duglegur og velvirkur. Hann var því eftirsóttur til allra verka. Vissu- lega hafði kreppan áhrif á heimili hans eins og annarra á árunum 1932-1939. Atvinnuleysi var mikið og fjölskyldur verkamanna ör- snauðar, og atvinnubótavinna bjargaði margri fjölskyldunni frá hungri og neyð. Ágúst lét kreppuna aldrei beygja sig. Hann vann oft við netagerð á sumrum og við tunnuverksmiðuna á vetrum. Ágúst var slyngur veiðimaður, átti bát með bróður sínum, þeir réru til fi- skjar, skutu Sel og fugl. Á vetrum var veitt upp um ís á Pollinum og gengið til íjúpna upp fyrir bæinn. Ég gekk einu sinni með honum á ijúpnaveiðar, hittni hans var hreint ótrúleg. Ekki löngu eftir að þau höfðu gift sig, Ágúst og Elísabet, gerðu þau áætlanir um að byggja sér íbúð- arhús. Það var hægara sagt en gjört á þeim tíma. Bjartsýnin var mikil, ungu hjónin voru samhent og tilbú- in að leggja mikið á sig. Undirbún- ingur vandaður og verkið hafið. Unnið var hörðum höndum af elju og útsjónarsemi. Verkinu miðaði eftir því sem tími og fjármunir leyfðu. Þar kom að þau gátu flutt með fjölskyldu sína í nýja húsið. Umskiptin voru mikil og góð. Erfíð- leikar kreppuáranna voru að baki, nýir tímar fóru í hönd. v í stuttri minningargrein verður að stikla á stóru og hér verður ótal mörgu eftirminnilegu af kynnum mínum við Ágúst Ásgrímsson sleppt, sem vissulega væri ástæða til að rifja upp og færa í letur. Þær minningar sem nú ljóma skærast eru ef til vill minningar um Ágúst sem skautamann og ennþá er auð- velt fyrir mig að sjá þau í hugan- um, ljóslifandi fyrir mér, Ágúst og Elísabetu dansa - skautavalsinn í birtunni af gasluktunum sem Skautafélagið notaði um 1942 til að lýsa upp skautasvellið í skamm- degismyrkrinu. Þeir sem sáu þau leika listir sínar gleyma því ekki. Ágúst var einstaklega góður skautamaður, afburðaleikinn, léttur og lipur. Lengst náði hann, að ég tel, í listhlaupi, en hann var einnig mjög góður í ísknattleik og í hrað- hlaupi. Þegar ég horfí á snillinga nútímans í listhlaupi á skautum eða í skautadansi sé ég fyrir mér þau Ágúst og Elísabetu leika listir sínar á skautum í skærri birtunni af gas- ljósunum við svellið skammt frá landi við Fjöruna á Akureyri. Fjölskyldu Ágústar Ásgrímsson- ar votta ég samúð mína. Þórir Sigurðsson Svanberg Jóhanns- son - Minning Fæddur 21. september 1972 Dáinn 28. desember 1991 Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn því það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í Qarveru hans. (Kahil Gibran) Okkur langar að minnast frænda okkar og vinar, Svanbergs Jóhanns- sonar, í örfáum orðum. Það er sárt að vita hann ekki lengur á meðal okkar, en tíminn mildar sársaukann og við sem eftir lifum munum minnast hans sem ungs og glæsilegs pilts. Við þökkum samverustundir á árum áður og heimsóknir síðar, sérstaklega síð- astliðið haust. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Kahil Gibran) Elsku Stína, Þórir, óskar, Stefán og aðrir aðstandendur, við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fríða, Kalli, Kolbrún, Karl Guðjón og Guðmunda Björg. Þjóðleikhúsið óskar leikhúsgestum gleðilegs árs Búkolla - Bráðskemmtileg barnasýning _rt i ! u M. Butterfly Spennandi leikhúsverk um óveniulegt efni W Leikhúsferð er fjölskylduskemmtun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.