Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ S.UNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
ÆSKUMYNDIN...
ERAFÞÓRUNNIVALDIMARSDÓTTUR, SAGNFRÆÐINGIOG SKÁLDI
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Alltaf
alvarleg
Þórunn er þriðja í röðinni af sjö systkinum. Fimm
stelpur og tveir strákar. Tveimur árum yngri
en Þórunn er Lilja og að þeirra beggja sögn
voru þær sem samlokur og systrarígur óþekkt
fyrirbrigði, „ég var svo mikið göfugmenni,“ seg-
ir Þórunn kímin. „Tóta var alveg rosalega ein-
stök, hún var alltaf alvarleg og alltaf rannsak-
andi,“ segir Lilja og Þórunn tekur undir þetta
og segir afa þeirra alltaf hafa tekið mynd af
Lilju af því hún hafi verið svo skemmtileg, lítil
og feit en hún sjálf verið löng og mjó og alvarleg.
órunn fæddist í Hafnarfirði 25. ágúst ’54 vegna
þess að Fæðingarheimilið í Reykjavík var yfir-
fullt en það var hennar eina stopp í Hafnarfirði svo
að hún getur kallað sig Reykvíking með réttu. For-
eldrar hennar voru Erla Þórdís Jónsdóttir, sem nú
er látin, og Valdimar Ólafsson.
„Ég man voðalega lítið úr bamæsku,“ segir Þór-
unn, „en ég man að ég las Á hverfanda hveli þegar
ég átti að vera sofnuð á kvöldin. Sögulegar skáldsög-
ur og sögulegar kvikmyndir heilluðu mig, mér fannst
svo gott að láta mig dreyma í burtu.“ Þórann segist
hafa verið mikil pabbastelpa. „Þegar Lilja var komin
í fangið á mömmu þá fór ég til pabba og hann tók
mig og bjó til gáfumannaforrit handa mér. Ég stillti
heilann mjög snemma á það að vera dugleg í skóla
því pabbi var alltaf ógurlega glaður ef maður stóð
sig.“ Lilja segir systur sína hafa verið mjög bráð-
þroska krakka og hún hafi lesið fyrir sig af skrýtlun-
um í blöðunum þegar hún var fjögurra ára gömui.
„Við harmoneraðum mjög vel saman,“ segir Lilja.
„Við sváfum saman í tvíbreiðum svefnsófa og á
kvöldin settum við stóla upp í rúmið og sængur yfir
og áttum okkur þarna hús sem enginn komst að.
Tóta var ofsalega þolinmóð við mig og útskýrði allt
svo vel fyrir mér. Við sungum mikið og hún út-
skýrði alla texta, hún þurfti alltaf að vita hvað hún
var að segja.“ Tónlist var ríkur þáttur í heimilislífinu
og systkinunum vora kenndar nótur nánast um leið
og þau lærðu að lesa og píanóið var mikið notað.
Þegar Þórunn var níu ára söng hún einsöng í laginu
Guð gaf mér eyra í Ríkisútvarpinu og heyrist sú
útsending alltaf reglulega á öldum ljósvakans. Um
svipað leyti söng hún lika fyrir sænska sjónvarpið
og var sú upptaka tekin á Þingvöllum. Lilja segir
systur sína hafa verið liðtæka á fleiri sviðum listarinn-
ar. „Hún var með mikið hugmyndaflug og ríkt
ímyndunarafl og til dæmis teiknaði hún talsvert og
einhvem tímann á fyrstu skólaárunum fékk hún
verðlaun fyrir ritgerð sem hún skrifaði um ferð í
Ásgrímssafn og hefur það sennilega verið hennar
fyrsta viðurkenning fyrir skriftir.“
Góð vinkona Þórannar á æskuárunum var Hall-
dóra Bergmann og segir hún að sér sé minnisstæð-
ast þegar þær stöllur vora heima hjá Þórunni í anda-
glasi, dauðhræddar auðvitað. Það hafi líka ailtaf
verið gaman að heimsækja þetta íjölmenna heimili
og píanóið heillaði. „Ég var ferlega afbrýðisöm út í
Dóru,“ segir Liija, „eins tók ég mjög nærri mér þeg-
ar Tóta fór í skólann, faldi meira segja töskuna fyr-
ir henni svo hún kæmist ekki. Ég eignaðist eiginlega
aldrei neina vinkonu, mér fannst allar stelpur svo
vitlausar miðað við Tótu.“
Þótt jólin séu nú senn á enda
getum við ekki stillt okkur
um að birta nokkrar myndir frá
jólaundirbúningnum árið 1952,
fyrir tæpum 40 áram, en einmitt
það ár sendu Óslóarbúar Reykvík-
ingum fyrsta jóla-
tréð, sem síðan
hefur árvisst verið
sett upp á Aust-
urvelli. Það var
norski sendiherr-
ann, Thorgeir And-
ersen-Rysst, sem
afhenti tréð og
Gunnar Thoroddsen, þáverandi
borgarstjóri, veitti því viðtöku fyr-
ir hönd Reykvíkinga. Dóttir sendi-
herrans, Rannveig Andersen-
Rysst, kveikti á trénu, Lúðrasveit
Reykjavíkur lék og Dómkirkjukór-
inn söng undir stjórn Páls ísólfss-
onar. I frásögn Morgunblaðsins
af þessum viðburði segir meðai
annars að fólk hafi byrjað að safn-
ast saman við Austurvöll á fimmta
tímanum þennan tiltekna dag,
sunnudaginn 21. desember 1952.
„Veðrið var gott, bjartviðri og logn
og hiti um frostmark. Meðal áhorf-
enda á Austurvelli að þessu sinni
var tiltölulega margt af börnum,
sem komin eru á þann aldur, að
þau hafa fulla ánægju af jólatijám.
Vakti hið háa tré mikla athygli
barnanna meðan þau biðu með-
fram gangstéttum Austurvallar.
En fullorðna fóikið var að sjálf-
sögðu svo hugulsamt við börnin
að þau vora aðallega í fremstu
röð, svo að þau gætu notið útsýnis-
ins. Ýmsar spurningar heyrðust
úr þeirra hóp, meðal annars: Hvað-
an þetta tré væri komið og hvers
vegna það væri þarna? Einn
stelpuhnokki skaut þeirri spurn-
ingu til móður sinnar, hvort það
hafi alltaf verið svona stórt, eða
hvort það hefði ekki einu sinni
verið pínu lítið.“ - segir í Morgun-
blaðinu. Að loknu ávarpi norska
sendiherrans steig dóttir hans
Rannveig í ræðustólinn og opnaði
fyrir ljósaleiðslu trésins, svo öll
hin skæru ljós loguðu, en dynjandi
lófatak kvað við frá
áhorfendum, ungum sem
gömlum. Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri tók
því næst til máls og þakk-
aði fyrir hönd borgarbúa
og mælti meðal annars:
„Tréð breiðir faðminn á
móti öllum bæjarins börn-
um. Það er meira, hærra og
fegurra en áður hefur sést á ís-
landi og ber oss öllum jólakveðjur
og nýársóskir.“
Hið háa tré vakti mikla athygli
barnanna á meðan þau biðu með-
fram gangstéttum Austurvallar.
SVEITIN MÍN ER . . .
MEÐALLANDIÐ
ÞANNIG...
PRIÓNAR SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR
„Sveitin mín er Meðallandið, eða
Leiðvallahreppur, í V-Skaftafells-
sýslu,“ segir Matthías Eggertsson,
ritstjóri Freys. „Sveitin mín, eins
og ég man hana á árunum upp
úr 1940 og fram yfir 1950, er
ekki lengur til. Meðallandið árið
1991 með malbikaðan veg og inn-
an við 100 íbúa á ekki mikið meira
en fjallasýnina sameiginlega með
Meðallandinu mínu.
Meðallandið mitt var í nær hálfs
annars sólarhrings fjarlægð
frá Reykjavík. Fyrri daginn var ekið
allan daginn austur að Heijólfsstöð-
um í Álftaveri og gist þar. Daginn
eftir var riðið yfir Kúðafljót með
póstinum og komið síðdegis að
Strönd. I Meðallandinu mínu bjuggu
á 3ja hundrað manns, en það fækk-
aði ört á þessum árum. Fólkið sótti
þangað sem afkoma var betri. Sumir
fóru að búa í Rangárvallasýslu, aðrir
fluttu suður. Og ekki nema von.
Sandurinn lagði undir sig meira og
meira af grónu landi. Svo upp úr
1950 var farið að grafa og ræsa fram
og á fáum árum gjörbreyttist sveitin,
a.m.k. syðri hluti hennar. Leirurnar
greru upp og gróður dreifðist um
allt, líka með hjálp Sandgræðslunnar.
í mínu Meðallandi var farið ríð-
andi til kirkju og skipt um föt á kirk-
justað, Langhoiti. Það voru haldnar
tombólur í samkömuhúsinu í Efri-Ey.
Stærstu vinningarnir voru lömb,
nema aðalvinningurin sem var folald.
Meðallandið mitt er baðað í birtu.
Líklega var þó mest um basl og erf-
iði. Vinnubrögð framan af lítið breytt
frá því þrælar Hjörleifs eijuðu jörðina
á þessum slóðum. En ég minnist
þess ekki að fólk hafí verið óglaðara
en í dag. Hafí tekist að koma mér
til manns þá á Meðallandið drjúgan
þátt í því
Aldrei
aðgerðalaus
Svanhvíti Jónsdóttur fellur sjaldan verk úr hendi.
Hún segist ekki geta setið aðgerðalaus og því
grípur hún í prjónana sína hvenær sem tækifæri
gefst. Og á einum degi verða þau býsna mörg, á
„venjulegum" degi prjónar Svanhvít ekki minna
en fjóra tíma en þeir geta hæglega farið upp i
tíu og þar yfir.
Mér finnst óskaplega gaman og afslappandi að
pijóna. Ég finn aldrei fyrir verkjum í höndum
eða öxlum og mér er sagt að það sé vegna þess að
ég er alveg afslöppuð í öxiunum þegar ég pijóna,"
) segir Svanhvít. Hún lærði að pijóna þegar hún var
sjö ára gömul og hefur pijónað síðan, sleitulaust að
heita. „Ég var. nú svo frumleg sem krakki að ég
pijónaði jafnvel utan um tóbaksglasið hans þabba
og hef síðan þá pijónað mikið úr íslenskri ull. Núna
pijóna ég mestmegnis lopapeysur þar sem ég vinn
hjá Handpijónasambandi Islands."
Svanhvít segist hafa gaman af því að fást við
nýjar tegundir útpijóns, hún sé hreinlega ekki í rónni
fyrr en hún hafí prófað. Skemmtilegast sé að pijóna
eitthvað nýtt og spennandi á sjálfa sig en til þess
gefíst sjaldan tími.
Svanhvít pijónar flest allt úr íslenskri ull. Hún
segist alla jafna styðjast við uppskriftir en þær taki
þó oft breytingum þegar á líðí. Þegar hún pijónar
lopapeysurnar styðst hún eingöngu við mynstrin,
stærðinar sér hún út sjálf. „Ég pijóna eina lopapeysu
á dag ef ég sit við en ég er nú heldur að reyna að
draga úr pijónaskapnum. Hann má ekki ná yfirhönd-
Morgunblaðið/Emilía
Svanhvítpijónarþegartækifærigefstogþauerufjöl-
mörg á einum degi. Símaspjall er til dæmis ágætis
tilefni.
inni, því þá verður of lítill tími afgangs fyrir fjölskyld-
una.“
Svanhvít pijónar nánast hvar sem hún er stödd.
Hvort heldur er í siglingu á Miðjarðarhafí í steikj-
andi hita, þegar hún talar í síma, er farþegi í bíl eða
fyrir framan sjónvarpið. Er þetta þá rakinn gróðaveg-
ur? „Ja, þetta er náttúrulega dauður tími sem nýtist
ekki til annars og að því leyti er ágætt upp úr þessu
að hafa. En ef litið er á vinnuna að baki einni flík,
er þetta illa borgað.“