Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 10
10
aCBJ ÍJAlííiHa^ JI’jr>AClUM/U3 (lUlAUH/dtOJrlOW
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur/ Myndir: Sverrir Vilhelmsson
Landspitalinn vildi sameinast Borgarspítalanum. Borgarspítal-
inn vildi ekki sameinast Landspítalanum. Borgarspítalinn vildi
sameinast Landakotsspítala, en Landakotsspítali vildi ekki sam-
einast Borgarspítala. Þannig leit staðan út í sameiningarmálum
sjúkrahúsanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu fyrir fáeinum
vikum, eða þangað til heilbrigðisráðherra ákvað að skera fjár-
framlög til Landakotsspítala niður um 38% skömmu fyrir jól.
fstaða Landakotsmanna
breyttist á fáum dögum
og nú er svo komið að
unnið er af kappi að
sameiningu Borgar-
spitala og Landa-
kotsspítala, þrátt fyrir
„viðvörun“ erlendra
ráðgjafa, sem hér unnu
á vegum Ríkisspítalanna á síðasta
ári. Þeir töldu sameiningu Borgar-
spítala og Landspítala. langhag-
kvæmasta kostinn. Guðmundur
Bjamason, fyrrum heilbrigðisráð-
herra, leggur áherslu á niðurstöð-
ur hollensku ráðgjafanna og er
alfarið á móti sameiningu Borgar-
spítala og Landakotsspítala. Nú-
verandi heilbrigðisráðherra, Sig-
hvatur Björgvinsson, leggst aftur
á móti gegn þeim hugmyndum og
segist ekki geta framkvæmt eitt-
hvert „þvingað hjónaband" á milli
stofnana, sem ekki vilji sameinast.
En er ekki einmitt verið að neyða
ILandakotsmenn í „eina sæng“
með Borgarspítalamönnum með
því að skera fjárframlög til þeirra
svo mikið niður, að þeir eru óhæf-
ir um að gegna því hlutverki, sem
þéir hafa einsett sér í gegnum
árin?
Landakotsmenn segja að þeim
hafi verið stillt upp við vegg. Sig-
hvatur segist aftur á móti ekki
vera í neinum hefndaraðgerðum
gagnvart Landakotsspítala. Hann
hafi einfaldlega ekki úr meiri pen-
Ekki eru ailir á eitt sáttir
um ágæti þeirra samein-
ingarviðræðna, sem nú
fara fram á milli Borg-
arspítala og Landakots-
spítala. Bent hefur verið
á aðra valkosti í heilbrigð-
iskerfinu svo ná megi
fram „varanlegum“ sparn-
aði, sem markmið yfir-
valda vissulega er. Því
er ekki að undra að skatt-
greiðendur velti fyrir sér
hvaða leið kunni að vera
greiðfærust til að gefa
af sér sem mesta og
besta hagræðingu í heil-
brigðisgeiranum, sem ár-
lega tekur til sín um fjórð-
ung af þjóðarútgjöldum
okkar fámenna lands.
ingum að spila og fannst jafnframt
skýrslugerð hinna erlendu ráð-
gjafa ekki svo ýkja merkileg. Hann
er þess fullviss að sameining Borg-
arspítala og Landakotsspítala sé
fyrsta skrefið í átt að uppbyggingu
sjúkrahússkerfisins á höfuð-
borgarsvæðinu enda hefðu sjúkra-
húsin alls ekki verið rekin með
eðlilegum hætti á undanfömum
árum.
Valkostir
En hveijir eru valkostimir í
heilbrigðiskerfinu? Vissulega væri
hægt að hafa ástandið áfram
óbreytt. í öðm lagi væri hægt að
hafa eina yfirstjórn yfir öllum spí-
tölunum þremur í Reykjavík sem
sæi til þess að allur tvíverknaður
þurrkaðist út. í þriðja lagi væri
hægt að sameina Borgarspítala
og Landakotsspítala, eins og nú
er rætt um. Og í fjórða lagi væri
hægt að sameina Borgarspítala
og Landspítala, eins og erlendu
ráðgjafarnir töldu besta kostinn.
Morgunblaðið leitaði álits for-
svarsmanna spítalanna þriggja í
Reykjavík á þessum valkostum.
Því fer hinsvegar fjarri að þeir
tali einu máli.
Nefnd á vegum heilbrigðisráð-
herra skilaði í desember tillögum
um sameiningu Borgarspítala og
Landakotsspítala. í starfí sínu
lagði nefndin eingöngu áherslu á
aukna samvinnu eða sameiningu
þessara tveggja spítala, en ekki
var könnuð hugsanleg samvinna
eða hugsanleg verkaskipti milli
annarra spítala á höfuðborgar-
svæðinu. í stuttu máli taldi nefnd-
in sameiningu spítalanna tveggja
undir eina stjóm mögulega og lík-
/SJÁBLS. 12.
Santiag Landakots og Bmg-
arspítala skynsamlegust
' - segir Jóhannes Pálmason,
framkvæmdastjóri Borgarspítalans
„ÉG HEF talið sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala
mjög fýsilega þannig að öll bráðaþjónusta yrði færð yfir á
Borgarspítalann og önnur þjónusta, sem við nú sinnum, yrði
flutt yfir á Landakotsspítala. Ef sameiningin gengur eftir yrðu
hér á höfuðborgarsvæðinu tveir bráðaspítalar, Landspítali og
Sjúkrahús Reykjavíkur, sem mér finnst nyög skynsamlegt svo
að fólk hafi einhvern valkost í þeim efnum,“ segir Jóhannes
Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítalans.
Það er engin pólitískur vilji m.a. hefur verið rætt um hlutafé
er engin
fyrir því af hálfu Reykjavík-
urborgar að sameina Borg-
arspítalann Landspítalann. Slík-
ur samrani væri
hrein ijarstæða.
Á hinn bóginn
er Landa-
kotsspítali
minni spítali og
ég hef talið það
mjög skynsam-
legt í alla staði
að stíga sam-
einingarskrefið til fulls. Ljóst er
að Landakotsspítali og Borg-
árspítali geta stutt hvor annan
með ákveðnum tilfærslum.
Reykjavíkurborg telur forsendu
sameiningarinnar vera þá að hún
hafi töglin og hagldimar í stjórn
hins nýja spítala. Síðan eiga
menn eftir að velta fyrir sér hin-
ýmsu rekstrarformum,
um
en
lagsformið," segir Jóhannes.
Hann segir þá hugmynd að
fela einni yfirstjórn stjórn spítal-
anna þriggja í Reykjavík svo
komast megi hjá tvíverknaði al-
gjöra fásinnu. „Það þarf ekkert
að rökstyðja það nánar. Slíkt
fyrirtæki yrði einfaldlega of stórt
á íslenskan mælikvarða, með um
að minnsta kosti sex þúsund
starfsmenn og tíu milljarða
króna útgjöld á ári. Ég held að
það sé ekki hollt íslensku þjóðfé-
lagi að vera með slíkt fyrirtæki
undir einum hatti. Ég tel að allir
hafí gott af ákveðinni sam-
keppni. Og það hefur sýnt sig
að menn vilja faglegan metnað.
Aukin samkeppni þarf ekki að
hafa í för með sér hrein aukaút-
gjöld ef samkeppninni er stýrt á
skynsamlegan hátt,“ segir Jó-
hannes.