Morgunblaðið - 23.02.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 23.02.1992, Síða 12
MUK(JUNBLSÐHrSUNNUDSGUR"23. FEBROAH lðð2 STEFNA JETTI Afl SAMEININGU BORGARSPÍTALA OG LANDSPÍTALA - segir Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna „í STAÐ þess að sameina Borgarspítala og Landakotsspítala, eins og nú er rætt um, þá hefðu menn átt að gera Landakotsspítala að öflugum, sjálfstæðum einkaspítala, sem fyrst og fremst tæki að sér biðlistaaðgerðir. Og ég gæti vel hugsað mér fleiri slíka spítala, t.d. í Hafnarfirði, Keflavík, á Akranesi og Selfossi. Síðan ætti, til lengri tíma litið, að stefna að samruna Landspítala og Borgarspítala í einn miðjuspítala sem hefði með að gera allar flóknu og dýru aðgerðirn- ar,“ segir Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna. legt að hún leiddi til sparnaðar ef til lengri tíma væri litið og aukinn- ar skilvirkni í þjónustu. Gengið var út frá því að bráða- og aðgerða- þjónusta yrði flutt frá Landakots- spítala yfir á Borgarspítala og húsrými Landakots nýtt sem hjúkrunarrými, til öldrunarlækn- inga og fyrir dagvistun aldraðra. Eins og fram kemur í nefndarálit- inu, er reiknað með að heildar- kostnaður við framkvæmdir verði rúmur milljarður. Og gerð var til- raun til að meta hver árlegur sparnaður í rekstri sjúkrahúsanna gæti orðið með sameiningunni. Gert er ráð fyrir því að sparast muni á milli 290 til 310 milljónir kr. á ári og hefjist sá sparnaður eftir þijú ár, eða þegar stofnfram- kvæmdum væri lokið. Ljón á veginum Upp úr sameiningarviðræðum slitnaði eftir að áðurnefnd skýrsla kom út í desember vegna andstöðu meirihluta starfsmanna Landakots og Jósefssystra, sem hafa samning við ríkið til ársloka 1996 um rekst- ur spítalans í núverandi mynd. Þær telja jafnframt áformaðan niðurskurð á rekstrarfé Landakots nú brot á þeim samningi. Formleg- ar sameiningarviðræður spítal- anna tveggja hófust að nýju um miðjan febrúar og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þær viðræður nú á afar viðkvæmu stigi. Og þó þeir herrar, sem nú sitja í heilbrigðis- og íjármála- ráðuneytum, séu sammála um að ná málinu heilu í höfn innan fárra daga, er ljóst að fæðingahríðirnar eru erfiðar, sagði heimildamaður, og alls óvíst á þessari stundu að sameining náist yfir höfuð. Hann bætti við: „Það eru mörg ljón á veginum,“ og átti þar við Jósefs- systur, sem eru í þeirri aðstöðu að geta stöðvað sameiningu spítal- anna, sýnist þeim svo. Nunnumar hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þær geti ekki hugsað sér að Landakotsspít- ali verði gerður að hjúkrunarspít- ala, eins og gert hefur verið ráð fyrir. Að beiðni heilbrigðisráðherra sitja nú nefndarmenn sveittir við að finna lausnir, sem allir aðilar geti hugsanlega sæst á. Ekki eru sameiningarviðræður um nýtt Sjúkrahús Reykjavíkur komnar á það stig að farið sé að ákveða rekstrarform, en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, er hlutafélagsformið ofarlega í hug- um samningamanna. Grundvallar- atriði í samningaviðræðunum er að hið nýja fyrirtæki verði hvorki borgarfyrirtæki né ríkisfyrirtæki. Rangur og dýr kostur Efasemdir eru uppi um það hvort kostnaðartölur séu raunhæf- ar og hvort fyrirhuguð sameining muni í reynd leiða til sparnaðar, m.a. í ljósi þess að með sameining- unni er gert ráð fyrir íjölgun sjúkrarúma en ekki fækkun, end- urráðningu alls þess starfsfólks sem sagt hefur verið upp, þróun nýs háskólasjúkrahúss, uppbygg- ingu dýrrar, sérhæfðrar þjónustu sem þegar er fyrir hendi á Landsp- ítala og tvöföldun á ýmsum þjón- ustuúrræðum. Einn heimildarmað- ur sagði að þau áform, sem nú væri unnið að, boðuðu grundvall- arbreytingu á heilbrigðisþjónustu, án samvinnu eða samráðs við stærstu heilbrigðisstofnun lands- ins. Því væri ekki um að ræða neitt heildarskipulag. „Þeir, sem gengið hafa hvað harðast fram í að þvinga þessa sameiningu í gegn, hafa valið rangan og dýran kost. Svo virðist sem nú eigi að veija þessa leið hvað sem hún kostar og hvaða hindranir, sem verða í veginum. Stjórnmálamenn og menn á framabraut í hinu opin- bera kerfi leggjast á eitt um að reyna að láta líta svo út að hér sé um hagkvæman kost að ræða. Afar úndarlegt er hversu fáir starfsmenn sjúkrastofnana hafa stutt þessa sameiningu á opinber- um vettvangi,“ segir viðmælandi. Davíð segist vera sannfærður um að spítalarnir í næstu ná- grannabyggðum muni dafna sem biðlistaspítalar. Þeir verði sjálf- stætt reknir, þó með mismunandi rekstrarformum, sumir jafnvel einkaspítalar, en væru í samkeppni sín á milli. „Ég geri ráð fyrir að á sumum þessara spítala verði í fram- tíðinni mögulegt að kaupa ýmis konar aukaþjónustu gegn greiðslu frá sjúklingum. Þá held ég að á einhveiju árabili, eftir að til- finningaöldurnar hafa lægt, muni Rakel sagðist halda að megintil- gangur hugmyndarinnar um sameiningu eða samvinnu sjúkrahúsanna væri tvíþættur: Annars vegar að auka hagkvæmni í rekstri án þess að skerða magn og gæði þjónustunnar við sjúklinga. Hins vegar að bæta verulega úr skorti á rými fyrir hjúkrun og lækn- ingar aldraðra. Þar sem að hún taldi hvorugu markmiðinu náð með áliti nefndarinnar, sá hún sér ekki fært að standa að því. stjón Landakotsspítala. Logi segir engan vafa Ieika á því að Landakotsmönnu.m hafi ver- ið stillt upp við vegg undanfar- in þijú til fjögur ár með síminnk- andi íjárframlögum. „Ég tel að það hafi verið mjög óskynsamlegt að kippa rekstrargrundvellinum undan stofnuninni og reyndar tel ég niður- skurðinn vera brot á samningi, sem gerður var við Jósefssystur árið 1976 um að spítalinn skuli rekin sú sérhæfða þjónusta, sem nú er á þremur spítölum í Reykjavík, renna saman í eitt með samruna Borg- arspítalans og Landspítalans.“ Davíð segist byggja sínar skoð- anir mikið til á ráðgjöf Hollending- anna, sem hér störfuðu á vegum Ríkisspítalanna í fyrra og lögðu m.a. til að Borgarspítali og Land- spítali yrðu sameinaðir mjög- fljótt.„Ég met stöðuna hinsvegar svo að víð ættum ekki að fara okk- ur óðslega, heldur ætti samruninn að þróast á lengri tíma.“ „Ég tel ekki hagkvæmt að leggja niður skurðstofuaðstöðu á Landa- koti og byggja samskonar aðstöðu í bráðabirgðaumhverfí á Borg- arspítala, en stefna síðan að því eftir nokkur ár að byggja nýja þjón- ustuálmu við Borgarspítala. Slíkt er dýr tví- eða þríverknaður. í takt við nútímaþróun í spítala- rekstri, og einnig vegna skertra fjárveitinga síðari ár, hefur aðstaða til þjónustu við utanspítalasjúklinga verið mjög bætt á Landakotsspítala með sama sniði og þá til ársloka 1996. Logi segist sannfærður um að með samdrætti í heilbrigðismálum, séum við að stefna í átt að Iélegri þjónustu. „Hvað er það annað en léleg þjónusta, ef ekki er hægt að fá hana þegar maður þarf á henni að halda. Ríkið hefur með sínu ofrí- ki tekið það að sér sem „stóri bróð- ir“ að borga fyrir okkur öll. Vand- Davíð hefur ekki trú á að ein stjórn yfir öllum spítölunum í Reykjavík muni þjóna neinum til- gangi. Ekkert sparaðist rekstrar- lega. „Öll kerfi, sem verða of stór, kalla á gagnrýni, og heilbrigðiskerf- ið þarf á almenningsálitinu að halda. Það á ekki að koma upp ein- hvetju kerfí, kerfisins vegna. Einn miðjuspítali á að veita erfiða og flókna þjónustu. Það er ekki skyn- samlegt að dreifa slíkri þjónustu á fleiri en einn stað. í blönduðu hagkerfi, eins og okk- ar, eiga menn að nýta kosti hinna ýmsu rekstrarforma. Fyrir dýra og flókna starfsemi þar sem að sjúk- dómstilvik eru tiltölulega fá, þar eiga menn að nýta kosti opinbers samrekstrar. Það tryggir minnsta tvöföldun og hámarksgæði því starfsfólk fær mikla þjálfun. Þar með er hagkvæmnin mest og kostn- aður í lágmarki. Mikið er talað um samkeppni, m.a. í heilbrigðisþjón- ustunni. Ef menn vilja samkeppni, þá á að koma henni á í einföldu og er nú stór þáttur í þjónustu spít- alans við fólkið í landinu. Ég fæ ekki séð að þessari þjónustu, eink- um hvað varðár skurðaðgerðir, séu gerð skil í áliti nefndarinnar. Mér sýnist ljóst að miklir tilflutn- ingar á þjónustu frá Landakoti á Borgarspítala muni hafa í för með sér mikil þrengsli, ónæði og átök um húsnæði og koma niður á gæð- um þjónustunnar um mörg ókomin ár. Samkvæmt áliti nefndarinnar er gert ráð fyrir að 111 öldrunarlækn- inga- og hjúkrunarsjúklingar verði á Landakotsspítala, sem mun vera um níu þúsund fermetrar. Þannig koma um 80 fermetrar í hlut hvers sjúklings. Landakotsspítali yrði því, að mínu mati, dýr öldrunarspítali, auk þess sem margvíslegra breyt- inga á húsnæði er þörf áður en af því getur orðið. Mönnun á öldrunar- lækninga- og hjúkrunardeildum er vandamál, jafnvel þótt um nýtísku, inn er bara sá að ríkið var ekki fyrr búið að taka verkið að sér, en að það fann það út að bitinn var heldur stærri en það réði við. Jafn- framt hefur „stóri bróðir" komið í veg fyrir það að fólk, sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda, geti hugsanlega keypt sér hana og greitt fyrir sjálft. Þetta kalla ég að fara öfugt að hlutunum. Einokunin er búin að drepa alla samkeppni. Það er ekki aðeins verið að draga úr kostnaði ríkisins við heilbrigðisþjón- ustuna. Það er verið að draga úr heilbrigðisþjónustunni. Það er það versta. Hvers vegna í ósköpunum geta þeir, sem hafa á því ráð, ekki keypt sér heilbrigðisþjónustu á meðan þeir hindra ekki aðra í að fá þjónustu? Ljóst er að mun meiri eftirspum er eftir þjónustu, en framboð ríkisins nemur. Þess vegna eru allir þessir biðlistar Og í reynd er mannafli hér á landi til að veita mun meiri þjónustu en gert er, ef aðeins yrði borgað fyrir hana. En TRYGGJA ÞARF AD KOSTIR BEGGJA SJÚKRAHÚSANNA NÝTIST SEM BEST - segir Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrunarforstjóri ó Landakotsspítala „ÉG TEL verulega skorta á að nægileg athugun hafi farið fram á kostnaði við flutninga, breytingar á húsnæði spítalanna, nýbygg- ingu, tækjavæðingu og mannahald og tel að tölur þær sem eru í áliti nefndarinnar séu langtum of lágar,“ segir Rakel Valdimarsdótt- ir, hjúkrunarforstjóri á Landakotsspítala, m.a. í sér greinargerð sem hún skilaði til heilbrigðisráðherra, en hún sat í nefnd þeirri er kann- aði sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala. TEL BEST EF Vlfl FENGJUM Afl REKA LANDAKOTSSPÍTALA í FRIOI - segir Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landakotsspítala „AÐ MÍNU mati er besti valkosturinn sá að við fengjum að reka áfram okkar spítala í friði. En úr því að það virðist útilokað, tel ég sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala næstbesta kostinn. Með því gætum við haldið í horfinu innan sameinaðs spítala. Ég hef engar hugmyndir um það hvernig heilbrigðisþjónustu Reykjavíkur eða landsins verði best fyrir komið. Ég hugsa allar mínar hugsanir út frá Landakoti. Auðvitað vil ég sem skattgreiðandi hafa heilbrigðis- þjónustuna sem ódýrasta, en ef ódýrt þýðir lélegt, þá sé ég ekki í hendi mér spamaðinn," segir Logi Guðbrandsson, framkvæmda- og ódýru starf- seminni þar sem að verkefni eru í nægjanlegu mæli svo þeim megi skipta milli margra án þess að þjálfun starfsfólks sé í hættu. Neyt- endur verða jafn- framt að geta metið árangur þess- arra starfa. Við eigum þannig að nýta kosti opinbers rekstrar og hugsanlega einkarekstar þar sem að þeir eiga við,“ segir Davíð. „Því miður held ég að hugsanleg sameining Borgarspítala og Landa- kotsspítala muni ekki skila þeirri hagkvæmni sem til er ætlast, fyrst og fremst vegna þess að breytingar og tilflutningur á starfsemi mun verða mjög dýr. Síðan met ég það svo að sameining þessara spítala muni, til lengri tíma litið, m.a. vegna dugnaðar og metnaðar fag- fólks, leiða af sér tvöföldun þjón- ustu og óhagkvæma samkeppni um fjárveitingar með auknum kostnaði. Mér fínnst skynsamlegt að Landa- kotsspítali fengi, miðað við núver- andi ástand, að þróast áfram og starfa í ákveðnum sérhæfðum læknisverkum. Og sömuleiðis ætti St. Jósefsspítali í Hafnarfirði að fá að auka þátt sinn í slíkum störfum." sérhannaðar deildir sé að ræða, eins og lokun hjúkrunardeildar í B-álmu ber vott um. Ég vara við því að erfitt muni verða að manna öldrun- arlækninga- og hjúkrunardeildir í óhentugu húsnæði Landakots. í dag eru talin 137 rúm fyrir öldrunar- og hjúkrunarsjúklinga á Hvíta- bandi, Heilsuverndarstöð og Hafn- arbúðum í B-álmu Borgarspítala. Eftir „sameiningu“ er gert ráð fyr- ir 171 rúmi, sem hrekkur skammt til að leysa vanda 200-300 aldr- aðra, sem nú eru sagðir bíða eftir slíku rými. Ég tel að Borgarspítali og Landa- kotsspítali séu vel rekin sjúkrahús, sem skila sómasamlega hlutverkum sínum. Ef það er einlægur vilji stjórnvalda að sameina þessi tvö sjúkrahús, tel ég að til þess þurfí mun vandaðri undirbúning. Tryggt þarf að vera að eftir slíka samein- ingu nýtist kostir og aðstaða beggja sjúkrahúsanna sem best og byggt verði á þeirri hefð, sem skapast hefur á undanförnum áratugum til hagsbóta, jafnt fyrir þá sem þjón- ustunnar njóta og þá sem fyrir hana greiða. Ég tel ekki að álit nefndarinnar uppfylli þessi skil- yrði,“_segir Rakel. það eiga víst allir að vera jafnrétt- háir í heilbrigði- skerfínu í því að . fá ekki neitt. Þetta er .jafnrétti eymd- arinnar“ í hnot- skurn.“ Logi telur sam- einingu Landspít- ala og Borgarspítala óskynsamlega, bæði vegna óhagkvæmrar stærðar og eins vegna nauðsynlegra val- kosta í heilbrigðiskerfinu sem yrðu að vera fyrir hendi. Jafnframt er hann á móti einni yfírstjóm yfír spítölunum þremur í Reykjavík, aðallega út frá hagkvæmni stærð- arinnar. „Að sjálfsögðu á að minnka tvíverknað, ef hann er á annað borð fyrir hendi. Ég er ekki viss um að það sé svo mikið um tvíverknað. Mér vitanlega hefur hann ekkert verið skoðaður sérstaklega, þrátt fyrir að sú staðhæfing sé mjög í hávegum höfð þessa dagana. Lík- legt er talið að einhver sparnaður náist með sameiningu Borgarspít- ala og Landakotsspítala, en þar með er ekki endilega sagt að niður- skurðurinn leiði endilega til sparn- aðar. Niðurskurðurinn gæti ti! dæmis komið aftan að okkur ann- ars staðar, til dæmis í trygginga- kerfinu," segir Logi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.