Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 eftir Ólaf Hannibalsson Það er einn kaldan, gráan desemberdag 1941. Skammdegismyrkrið grúfir yfir Reykjavík. Það er ys og þys á götunum í miðbænum. Pakkhúsmenn verslana ýta á undan sér skröltandi trékerr- um á leið sinni eftir vörum eða með vörur úr pakkhúsunum við höfnina. Sumir flytja þó á bílum, sem flestir eru farnir að koma til ára sinna. Hestar með kerrur í eftirdragi eru sjaldséðari, en þó engan veg- inn horfnir af götunum. Dross- íum bregður fyrir, en þetta er fyrir daga einkabílismans og strætisvagnarnar yfirfullir á öllum álagstímum, snemma á morgnana og við vinnulok á kvöldin, að ógleymdu hádeg- inu, því að nær allir hafa þann sið að þjóta heim í hádeginu, matast og vera komnir aftur til vinnu sinnar innan einnar klukkustundar. Höfuðborgin er heldur ekki stærri en svo að hún rúmast nálega öll innan Hringbraut- ar. íbúamir eru aðeins 38.000 talsins en hefur farið ört fjölgandi á síðustu árum, einkum eftir að herinn steig á land 10. maí 1940. Á þessum tveimur árum hafa borgin og landið tekið gagngerum stakkaskiptum. Burt er doði og drungi og þrúgandi andrúmsloft kreppuáranna með langvarandi at- vinnuleysi, fátækt og vesaldómi. Þá höfðu saltfiskmarkaðirnir svo þrengst á örfáum árum, að til um- ræðu kom að takmarka sóknina í fiskinn við það, sem hægt var að gera sér vonir um að selja. Góðar sfldarvertíðir höfðu haldið lífinu í fjölda alþýðuheimila. Fólk var á ferð og flugi um landið þar sem handtak var að fá: Á síldarvertíðum fyrir norðan, á þorskvertíðinni suður með sjó og í Vestmannaeyjum. Nú slóst herinn við íslenska atvinnuvegi um vinnuaflið. Dýrtíðin var í fullum gangi og skelfdi alla frammámenn þjóðarinnar, en þeir fengu iitla rönd við reist. Þrátt fyrir allar dýrtíðar- ráðstafanir, kaupbindingu og verð- festingu innlendra afurða og lög um gerðardóma í vinnudeilum, sem nú voru í bígerð hafði framfærsluvísi- talan hækkað um 77 stig síðan hún hafði verið sett 100 í byrjun árs 1939, en byggingarvísitalan í 286 stig. Svonefnd Þjóðstjórn var við völd í landinu síðan 17. apríl 1939, þegar lýðræðisflokkarnir þrír höfðu samið nokkurs konar vopnahlé sín á milli og sameinast um að axla ábyrgð á landstjórninni á þeim vá- legu tímum, sem virtust og reyndust framundan. Isfiskur — freðfiskur Heimsstyijöldin setti svip sinn á allt þjóðlífið. Fyrstu afleiðingamar voru þær að erlend veiðiskip hurfu af miðunum. Styrjaldarþjóðirnar Morgunblaðið/Rúnar Þór Flæðilínur ryðja sér í sívaxandi stöðvarinnar, hraðfrystihúsinu á mæli til rúnis í íslenskum fyrstihúsum. Hér má sjá eina slíka í einu af frystihúsunum innan Sölumið- Ólafsfirði. þurftu á hverri sinni fleytu að halda. Bretar voru tilbúnir að kaupa allan fisk, sem hér var að hafa, en þeir gátu að verulegu leyti skammtað verðið, nema á þeim ísfiski, sem togararnir sigldu með til Englands: Þar gilti markaðsverð og var þó fljót- lega sett á hann ákveðið hámarks- verð, þegar í ljós kom að gífurleg eftirspurn þrýsti verðinu í áður óþekktar hæðir og raskaði öllu sam- ræmi við verð á þeim físki, sem að einhveiju Ieyti var unninn hér heima, hvort sem var í salt eða frystingu. Þegar hálfum mánuði eftir hernámið afnámu Bretar 10% verðtoll af nýj- um físki, frystum og ófrystum, sem settur hafði verið á 1932 og var að sjálfsögðu að þessu mikill fengur fyrir útgerðina íslensku. En þetta skapaði harða samkeppni um hrá- efnið milli ísfiskútflytjendanna og vinnslugreinanna, sem urðu að starfa á grundvelli heilsárssamn- inga, sem gerðir voru milli íslenskra og breskra yfirvalda, á föstu verðlagi. Samtímis keyrði sam- keppnin um vinnuaflið milli hersins og íslenskra atvinnuvega upp kaup- gjaldið, svo að viðskiptasamningam- ir urðu úreltir nálega samstundis og þeir voru gerðir og vöktu gífurlega óánægju og víðtæka andstöðu. Þannig er einmitt ástatt hinn 11. desember 1941. Frystihúsin hafa stöðvast eitt af öðru, treystast ekki til að starfa samkvæmt þeim skil- málum sem kveðið var á um í við- skiptasamningi, sem gerður hafði verið við bresku stjórnina 5. ágúst um sumarið. Samkvæmt honum hafði verðið verið sett fast við 6 penní á enskt pund, en innkaupsverð á fískinum var 35 aurar á kíló. Þetta söluverð var fyrir neðan framleiðslu- kostnað og mörg húsanna höfðu dregið úr framieiðslu sinni eða lokað og var árið 1941 fyrsta árið frá upphafí frystiiðnaðarins 1935, sem framleiðslan hafði minnkað frá árinu á undan. Fiskimálanefnd hafði boðað frystihúsaeigendur til fundar í Odd- fellowhúsinu í Reykjavík laugardag- inn 16. desember til að komast að raun um hvort frystihúsin treystu sér til að framleiða fyrir það lága verð sem í boði var samkvæmt nýju tilboði Breta um lagfæringu á samningnum frá 5. ágúst, eða hvort stöðva ætti framleiðsluna. Tveir af frumherjum frystiiðnað- arins eru á ferð gegnum iðandi at- hafnalíf miðbæjar Reykjavíkur mánudaginn 11. desember. Ferðinni er heitið að húsi Björns Kristjánsson- ar við Vesturgötu, þar sem skrifstof- ur Fiskimálanefndar eru til húsa. Nefndin heldur fundi sína á mánu- dögum, og tvímenningarnir hafa hvor um sig fengið þá hugmynd, að kynna sér hvað nefndin hyggist leggja fyrir fund frystihúsaeigend- anna á laugardaginn næstkomandi. Þetta eru þeir Ólafur Þórðarson frá Laugarbóli við ísafjarðardjúp, sem um skeið hefur staðið að rekstri iít- ils frystihúss á Siglufírði, og Einar Sigurðsson, nýbúinn að koma upp frystihúsi í Vestmannaeyjum, sem á fyrir sér að verða afkastamesta frystihús Iandsins um árabil. Þeir hittast í fyrsta sinn þarna í anddyr- inu, verða samferða upp og er leyft að koma inn á fundinn, sem þá stendur yfír. Á fund Fiskimálanefndar Fundurinn varð raunar ærið snubbóttur. Nefndarmenn gerðu þeim tvímenningum grein fyrir stöðu mála. í kjölfar svæsinnar gagnrýni á samninginn frá í ágúst höfðu Bret- ar kunngert íslensku ríkisstjórninni að íslendingum væri heimilt að segja samningnum upp. Á aukaþingi í nóvember hafði niðurstaðan orðið sú, að samningnum skyldi ekki sagt upp. Öll þessi gagnrýni og mála- vafstur hafði þó orðið til þess að viðskiptin við Bretland voru tekin til endurskoðunar og nú í byijun desember hafði verið undirritaður viðbótarsamningur, sem m.a. hækk- aði verðið á frystum þorski og ýsufl- ökum. Ólafur og Einar töldu að hækkun um 1 penní á pund væri engan vég- inn næg til að ná endum saman fyr- ir frystihúsin. Þá væru tveir liðir, sem til greina kæmi að spara á, sölukostnaður og útflutningstollur. Einar lagði til að nefndin lækkaði umboðslaun sín, sem þá voru 3%. Ólafur taldi að við núverandi aðstæð- ur væri sér næst að halda að frysti- húsaeigendur gætu sjálfir annast sölu afurða sinna fyrir 1%. Lítið varð úr frekari umræðum þama, en af fundinum fóru þeir Einar heim til Ólafs að Sólvallagötu og héldu áfram að ræða málin. Þeir komust fljótt að þeirri niður- stöðu, að það sem þeir höfðu slegið fram á fundinum við Fiskimála- nefndarmenn styddist við raunsætt mat, að því tilskyldu að þeir frysti- húsaeigendur, sem í viðskiptum væru við nefndina fengjust til að slá sér saman í eitt félag. Þeim kom því saman um að rétt væri að kanna hug þeirra frystihúsaeigenda, sem nefndin hafði boðað til fundar næst- komandi laugardag, og að hefjast handa um undirbúning félagsstofn- unar, ef undirtektir reyndust já- kvæðar. Undirbúningsfundur Fundurinn sem Fiskimálanefnd gekkst fyrir með frystihúsaeigend- um í Oddfellowhúsinu 16. desember 1941 var sá fimmti sem nefndin kallaði saman á þvi ári. Hinn 13. febrúar hafði nefndin fengið einn af frumheijum frystiiðnaðarins, El- ías Þorsteinsson, sem veitti forstöðu hf. „Jökli“ í Keflavík, til samráðs um verðkröfur í samningunum við Bretana og hann lagt fram rök fyrir því, að fast yrði að standa á kröf- unni um 8 penní á pundið, ella væri framtíð þessa iðnaðar stefnt í voða. Þótt engum af kröfum þessara funda hefði fengist framgengt og enn skorti mikið á með viðbótar- samningnum við Breta, hafði það þó eflaust áunnist með þessum fundahöldum, að frystihúsaeigendur höfðu kynnst innbyrðis og eflt tengslin sín á milli og séð að nú var svo komið að Fiskimálanefnd var orðin nánast óþarfur milliliður milli þeirra og hinna raunverulegu valda- stofnana, sem sömdu við Breta um fiskverðið. Samtakamáttur þeirra sjálfra gæti vegið þyngra en milli- ganga opinberrar nefndar, sem skip- uð var fulltrúum þeirra flokka, sem að ríkisstjórninni stóðu. Þannig stóðu þá sakir þegar þessi fundur á vegum Fiskimálanefndar var haldinn. Er og skemmst frá því að segja að fundurinn áleit verðið enn of lágt miðað við fast innkaups- verð á fiskinum, 35 aura á kíló. Þá kæmu til greina tveir liðir, sem mætti spara á, sölukostnaður og útflutningstollur. Var samþykkt áskorun til ríkisstjórnarinnar um að lækka útflutningsgjald af hraðfryst- um fiski niður í sama gjald og var af saltfiski. Fiskimálanefnd fékk einnig samþykkta tillögu um að hús- in skyldu reyna að halda áfram framleiðslu og tapa ekki þeim mark- aði, sem þegar var fenginn fyrir frysta fiskinn, en að sjálfsögðu' skyldi nefndin halda áfram baráttu fyrir hærra verði. Undir lok þessa fundar á vegum Fiskimálanefndar kveður Einar Sig- urðsson sér hljóðs og biður um leyfi nefndarinnar til að frystihúsaeigend- ur megi nota fundarstaðinn dálítið lengur og ræða sameiginleg áhuga- mál. Varaformaður nefndarinnar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.