Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 21
20 ff Jtflf f HtftfSfJíftfrffí tt? f f f * »•* -H’f <Mf» * % ? V** 1 2+ T+ f f if'*5 f!f7TIV9«V » Ht«'P 5 T- ¥ f' S* f T'tf* ** 7 f-WW V* t * J* *<* * If'f'# ▼ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 mm V m zmw MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRUAR 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Áfgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vaxandi óvissa í austri Aþeim stutta tíma sem lið- inn er frá því að leiðtog- ar fjögurra lýðvelda stofnuðu hið svonefnda Samveldi sjálf- stæðra ríkja á rústum Sovét- ríkjanna hefur orðið ljóst að markmið og hagsmunir ríkj- anna fara ekki saman. Deila Úkraínumanna og Rússa magnast stöðugt og fundir leiðtoga samveldisríkjanna, sem nú eru orðin 11, hafa reynst árangurslausir með öllu. Raunar virðist sem leiðtog- ar Rússlands, Úkraínu, Hvíta- Rússlands og Kazakhstans, hafi engan veginn haft full- mótaðar hugmyndir um hver vera ætti tilgangurinn með stofnun samveldisins. I þess- um ijórum lýðveldum er að fínna þau langdrægu kjarn- orkuvopn er heyrðu Sovétríkj- unum til og urðu leiðtogarnir í upphafi sammála um, að kjarnorkuheraflinn yrði færð- ur undir sameiginlega stjórn. Úfar risu með Úkraínumönn- um og Rússum er þeir fyrr- nefndu kröfðust þess að þeim yrðu fengin yfirráð yfir hluta Svartahafsflotans en mörg þeirra skipa er undir hann heyra geta jafnframt borið gereyðingarvopn. Ríkin tóku því næst að deila um yfirráð yfir Krím-skaga er heyrði Rússum til allt fram til ársins 1954 er hann var færður und- ir stjórn Úkraínu. Loks tóku Úkraínumenn að gera tilkall til þess hluta vígtóla Sovét- ríkjanna er finna má á úkra- ínskri grund og hefur þessi krafa þeirra stefnt í voða CFE-sáttmálanum um fækk- un liðsafla og vppna í Evrópu auk þess sem ríkin í Mið-Evr- ópu, Pólland, Ungverjaland og Tékkóslóvakía telja rétti- lega að óvissa þessi geti reynst ógnun við öryggis- hagsmuni þeirra. Fyrir liggur að stjórnvöld í Úkraínu hyggjast koma upp 400.000 manna herafla og Rússar hafa gefið til kynna, að þeir muni gera slíkt hið sama takist ekki að leysa deilur þessar. Kannanir sýna, að mikill meirihluti hermanna í Sovétríkjunum fyrrverandi er hlynntur því, að heraflinn verði áfram undir einni stjórn og kannanir sýna einnig, að herinn er fylgjandi því, að- stofnað verði nýtt ríkjasam- band á sömu forsendum og Sovétríkin áður. Þetta ásamt síversnandi lífskjörum alþýðu manna eystra hefur ýtt undir vangaveltur um að valdarán hersins kunni að vera á næsta leiti. Úkraínumenn hafa nú lagt hald á hluta flughersins, sem búinn er kjarnorkuvopnum. Þessi ákvörðun Úkraínu- manna hefur eðlilega valdið ugg á Vesturlöndum enda er hún í litlu samræmi við fyrri samþykktir og yfirlýsingar leiðtoga samveldisríkjanna. Sú ákvörðun yfirvalda í fimm fyrrum lýðveldum Sovétríkj- anna að ganga til liðs við Ir- ani, Tyrki og Pakistana á vettvangi efnahagsmála kann einnig að reynast söguleg. Hermt er að ríki þessi stefni að því að mynda efnahags- bandalag ríkja múhameðstrú- armanna og vitanlega vekur það athygli að íranir, sem telja að stjórn efnahagsmála eigi að lúta lögmálum kórans- ins, séu að freista þess að auka áhrif sín og ítök í fyrrum Asíulýðveldum Sovétríkj- anna. Þessi ákvörðun gefur einnig sterklega til kynna að Asíulýðveldin telji hag sínum betur borgið með samvinnu við trúbræður í nágrannaríkj- unum. Hið sama gildir um íbúa Moldovu en þar hafa stjórnarandstæðingar hvatt til þess að landið verði sam- einað Rúmeníu og óformlegar þreifingar í þá veru munu raunar þegar hafnar. Þegar horft er til þess er hér hefur verið rakið að fram- an er freistandi að álykta sem svo að Samveldi sjálfstæðra ríkja verði ekki langlíft. Óvissan fer vaxandi í austri og á slíkum tímum er sam- staða lýðræðisríkjanna sér- lega mikilvæg, ekki síst fyrir smáþjóðir sem engu fá breytt um rás atburða. DOSTÓ- • évskí segir í Bræðunum Karam- assoff og leggur söguhetju sinni í munn að fólk óttist mest frelsi til að velja. Kaþólska kirkjan hafi breytt því í þakkláta, hamingju- sama þræla með því að taka ábyrgðina af herðum þess og axla hana sjálf. Við sjáum þetta í öllum alræðisríkjum og margir þegnar velferðarríkis einsog okk- ar líta því miður sömu augum á yfirvöld og söguhetja Dostó- évskís. Ríkisstofnanir njóta ávallt meira trausts i skoðanakönnun- um en einkarekstur og má nefna fjölmiðla í þessu sambandi. Ríkis- fjölmiðlar standa betur að vígi, þykja áreiðanlegri, traustari en þeir fjölmiðlar sem byggja á einkarekstri og eru ekki hlutlaus viðrini, heldur taka afstöðu í rit- stjómargreinum; hafa skoðanir. Það eykur ekki traustið á DV eða Morgunblaðinu; því miður. Ég ætla ekki að fjölyrða frekar um þetta en minni á að orðin emb- ætti og ambátt eru rótskyld og því ekki víst að opinberir starfs- menn við ríkisfjölmiðla séu fijáls- ari að sjálfum sér og fordómum sínum, tilaðmynda í fréttaflutningi, en þeir blaðamenn sem starfa hjá einkaaðil- um. Hitt er svo ann- að mál að afskipti af pólitík ýta ekki undir traust einsog nú háttar í þjóðfélaginu. En við lifum nú einu sinni í pólitísku samfélagi og enginn alvörufjölmiðill getur haf- ið sig til heilags anda án þess taka þátt í þeim leik. Enginn, nema ríkisfjölmiðlarnir. Hefur mér þó sýnzt þeir á stundum hafa meiri skoðanir á stjórnmála- vafstri en gengur og gerist í pólit- ískum íjölniiðlum. FRELSIÐ HEFUR •þannig margvíslega merkingu og er ekki allt þarsem það er séð. Við erum ekki einu sinni fijáls að því að eldast ekki. Og við ráðum þvi ekki, hvenær við deyjum. Þannig er frelsi okk- ar einsog við sjálf háð takmörk- unum. En meðan við erum bund- in þessari jörð er okkur samt fyrir beztu að framfylgja frelsinu á forsendum Mílls og annarra fijálshyggjumanna, hvaðsem gagnrýnendur þeirra segja. ANDI ROUSSEAUS • svífur enn yfír vötnunum enda hikaði hann ekki sjálfur við að endurskoða þjóðfélagsafstöðu sína og horfast í augu við nýjar hugmyndir og nýjan sannleika. Það var tvískinnungur í kenning- um hans; mótsetningar. En mót- setningamar eru einsog eldur og ís; á mörkum þessara náttúruafla er eitthvað að gerast; þar er hreyfing á sama hátt og þver- stæður kalla á nýjar hugmyndir; nýjar spurningar og ný svör. Það var styrkur Rousseaus en ekki veikleiki að vera ávallt reiðu- búinn að endurskoða hugmyndir sínar og afstöðu og það er í þenn- an styrkleika sem sagan hefur sótt mikinn kraft og þau þjóðfé- lagsöfl sem hafa mótað hana á þeim tvö hundruð árum sem liðin eru frá dauða hans. Bæði kenn- ingar marxista og annarra vinstri manna um nauðsyn ríkisafskipta og einstaklingshyggja hægri manna eiga rætur í fijóu ímynd- unarafli Rousseaus. Hugmynda- flug hans er einskonar draumsýn og forsenda þess þjóðfélags sem við leitum að. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall KRISTJÁN RAGNARS- son, formaður Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna, sagði í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld, að annað hvort yrðu laun að lækka eða aðrar að- gerðir að koma til, sem mundu skerða lífs- kjör almennings, ef tryggja ætti viðunandi rekstrargrundvöll sjávarútvegsins. Þessi sjónarmið formanns LÍÚ komu í framhaldi af upplýsingum, sem Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, veitti Alþingi sl. þriðjudag um erfiða rekstrarstöðu sjávar- útvegsins. Þorsteinn Pálsson byggði upplýsingar sínar á mati þeirrar nefndar, sem nú vinn- ur að endurskoðun fiskveiðistefnunnar og mótun nýrrar sjávarútvegsstefnu. Þetta mat nefndarinnar er hins vegar byggt á framreikningi Þjóðhagsstofnunar á grqin- argerð um greiðslu- og skuldastöðu fyrir- tækja í sjávarútvegi á árinu 1990. Sam- kvæmt þeirri greinargerð áttu 45% fyrir- tækja í sjávarútvejþ í verulegum greiðslu- erfiðleikum á árinu 1990. Sjávarútvegs- ráðherra sagði nú svo komið, að 59% sjáv- arútvegsfyrirtækja ættu ekki fyrir afborg- unum og vöxtum og væru á beinni gjald- þrotabraut. Þá skýrði Þorsteinn Pálsson Alþingi frá því, að í byijun janúar hefði sjávarútvegur- inn í heild verið rekinn með 4% tapi. Út- gerðin væri rekin með 2% hagnaði, sem væri fyrst og fremst hagnaður af rekstri frystitogara, en tap væri á bátaflotanum. Fiskvinnslan væri rekin með 8% halla, bæði frysting og söltun. í framhaldi af þessum upplýsingum boðaði sjávarútvegsráðherra verðlækkanir á afurðum okkar á erlendum mörkuðum á næstunni og sagði: „Hér er um mjög alvarlegar tölur að ræða en til viðbótar er á það að líta, að við megum frekar vænta þess, að verð lækki á mörkuðum á næstu árum en að það hækki. Ég hef fengið minnisblað frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva, þar sem reynt er að meta væntan- legar verðbreytingar á næstu mánuðum og þar kemur fram, að að mati Samtaka fiskvinnslustöðva er gert ráð fyrir því, miðað við óbreytt framboð á fiski, að verð- lækkanir á botnfiskafurðum á næstu 6-8 mánuðum verði 4-6%. Ef verðþróun verður með þessum hætti verður hallarekstur sjávarútvegsins á þessu ári enn meiri en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir. I heild gæti hallarekstur sjávarútvegsins, ef þess- ar svartsýnu spár ganga eftir, orðið 7-8% og halli af fiskvinnslu gæti orðið 12-13%.“ Loks upplýsti sjávarútvegsráðherra í þessum umræðum á Alþingi, að samkvæmt niðurstöðum Hagfræðistofnunar Háskóla íslands á afkomu útgerðarfyrirtækja á sl. áratug vantaði 50-60 milljarða króna upp á, að útgerðarfyrirtæki hefðu verið rekin með eðlilegum hætti og haft eðlilegan hagnað sl. áratug. Miðað við þessar upplýsingar er það auðvitað rétt, sem einhvers staðar var haft eftir Þorsteini Pálssyni, að þær deil- ur, sem undanfarnar vikur hafa staðið um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og skóla- kerfínu eru smámunir frammi fyrir þeim vandamálum, sem við er að stríða í sjávar- útvegi. Þegar þar við bætist, að atvinnuleysi fer vaxandi og horfír til stórvandræða í þeim efnum verður varla um það deilt, að atvinnumálin er að komast á dagskrá, sem stórfellt og aðkallandi vandamál. Á HINN BOGINN er nauðsynlegt að ræða ýmsa aðra þætti í málefnum sjávarútvegsins en þá, sem Kristján Meðaltal sjávarút- vegsins Ragnarsson og Þorsteinn Pálsson hafa gert að umtalsefni undanfarna daga eða a.m.k. aðrar hliðar á þeim upplýsingum og sjónarmiðum, sem þeir hafa sett fram. Þegar sjávarútvegsráðherra segir, að sjáv- arútvegurinn í heild hafi verið rekinn með 4% tapi í byijun þessa árs er hann væntan- lega að rekja meðaltal afkomu sjávarút- vegsfyrirtækja i landinu. Þegar ráðherrann segir, að fiskvinnslan sé rekin með 8% halla er hann væntanlega einnig að tala um meðaltalsafkomu fiskvinnslufyrir- tækja. Þessar meðaltalstölur geta út af fyrir sig verið gagnlegar og eðliiegur þáttur í almennum umræðum, þar til kemur að því að krafizt er ákvarðana um launalækkun eða aðrar aðgerðir, sem óhjákvæmilega hafa í för með sér lífskjaraskerðingu fyrir launafólk. Þegar slíkar kröfur hafa verið settar fram, geta menn ekki lengur látið meðaltalstölur duga í umræðum af þessu tagi, heldur verður að gera kröfu til þess, að mun sundurgreindari upplýsingar um afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi verði lagðar á borðið. Ef meðaltalstap sjávarútvegsfyrirtækja í heild, þ.e. útgerðar og fiskvinnslu, er 4%, hvaða sögu segir sú tala um afkomu þriðj- ungs beztu fyrirtækjanna í þessari grein? Þær upplýsingar verða að koma fram áður en failizt er á launalækkun eða aðrar að- gerðir sem skerða lífskjör fólks. Hvaða sögu segir þessi tala um afkomu miðlungs- fyrirtækjanna? Hver er skýringin á slæmri afkomu lökustu fyrirtækjanna, sem draga þetta meðaltal mest niður? Það er útilokað að ræða þessi alvarlegu mál eingöngu á grundvelli þeirra upplýsinga, sem sjávarút- vegsráðherra hefur sett fram. Með sama hætti verður að gera kröfu til þess, að afkoma útgerðarinnar verði sundurgreind. Miðað við, að hún er rekin með 2% hagnaði í byijun ársins, sem sjáv- arútvegsráðherra segir, að byggist fyrst og fremst á hagnaði frystitogaranna, er nauðsynlegt, að upplýst verði hvert hagn- aðarhlutfall frystitogaranna er, hvert af- komuhlutfall annarra togara er og þá eft- ir landsvæðum og hver tapreksturinn er á bátaflotanum og hvernig hann skiptist eftir landsvæðum. Loks dugar ekki að segja það eitt, að 8% halli sé á fiskvinnslu, bæði frystingu og söltun. Hvað þýðir það varðandi afkomu þriðjungs beztu fyrirtækjanna, þeirra fyr- irtækja, sem hafa miðlungsafkomu og hinna verst settu? Þá fyrst þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að meta hversu alvarlegt ástandið í sjávarútvegin- um raunverulega er og til hvers konar aðgerða eðlilegt er að grípa. Þótt þessar upplýsingar liggi ekki enn fyrir má ætla, að nú eins og jafnan áður sé afkoma sjávarútvegsfyrirtækja mjög mismunandi og til þess liggja íjölmargar ástæður. Ef t.d. þriðjungur þessara fyrir- tækja er raunverulega gjaldþrota, hvaða áhrif mundi það hafa á afkomu þeirra fyrirtækja, sem eftir eru, ef gjaldþrotin yrðu að veruleika og sá afli, sem þessi fyrirtæki hafa haft heimild til að sækja á fiskimiðin færðist yfir til annarra fyrir- tækja, sem betur eru sett. Mundi slík að- gerð duga til þess að gjörbreyta afkomu sjávarútvegsins í landinu? Þetta má orða með öðrum hætti: er ekki ljóst, að sjávarútvegurinn er enn að kljást við afleiðingar alltof mikillar fjár- festingar á liðnum árum og áratugum, vandamál, sem menn hafa enn ekki tekið á? Er hægt að ætlast til þess eina ferðina enn, að allt launafólk í þessu landi borgi fyrir þessa offjárfestingu í lækkuðum laun- um? Er ekki skynsamlegra að taka afleið- ingum þessarar offjárfestingar í eitt skipti fyrir öll? Raunar væri það í litlu samræmi við málflutning bæði sjávarútvegsráðherra og formanns LÍÚ á undanförnum árum, að nú verði gripið til kjaraskerðingarað- gerða til þess að bjarga verst settu og verst reknu sjávarútvegsfyrirtækjum landsmanna. Þetta mál er ekki svo einfalt, að forystu- menn sjávarútvegsins komi og segi, annað hvort launalækkun eða aðrar aðgerðir, sem skerða lífskjörin. Það er löngu tímabært að horfast í augu við veruleikann og stöðva rekstur fyrirtækja, sem draga afkomu greinarinnar í heild niður úr öllu valdi. Þótt það kosti landsmenn einhveijar fjár- fúlgur er það betri kostur að fara þá leið REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. febrúar Morgunblaðið/RAX þegar til lengri tíma er litið auk þess, sem byrðarnar munu skiptast með öðrum og eðlilegri hætti á þjóðfélagsþegnana. I SAMTALI VIÐ Atvinnu- Morgunblaðið sl. AlVlllllU miðvikudag fjallaði leysið Guðmundur J. Guð- mundsson, formað-' ur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, um vaxandi atvinnuleysi og sagði m.a.: „Þetta er langmesta atvinnuleysi síðan 1969. Nú eru 200 Dagsbrúnarmenn á atvinnuleysis- bótum og nokkrir á biðlista. Atvinnuleysið er eitthvað á milli 200 og 250 manns og eykst mjög þétt núna. Það er áberandi seinni hluta janúar og það sem af er febrú- ar. Ef ekki verður eitthvað að gert spái ég því, að það verði yfir 400 Dagsbrúnar- menn orðnir atvinnulausir eftir mánuð og ef þessi þróun gengur eftir úti á lands- byggðinni þá verður atvinnuleysið þar komið upp í 6% fyrr en varir.“ Verði framhald á þessu atvinnuleysi næstu vikur og mánuði er ljóst, að það mun marka mjög allar umræður hér um atvinnumál. Návígið í þessu litla samfélagi er svo mikið, að við munum eiga mjög erfitt með að una umtalsverðu atvinnu- leysi í langan tíma. Eitt er þó tímabundið atvinnuleysi vegna gæftaleysis eða afla- tregðu komi upp, annað ef atvinnuleysi stendur í marga mánuði. Á undanförnum mánuðum og misserum hafa staðið yfír markvissar aðgerðir til þess að draga úr þenslu og hallarekstri hins opinbera. Ein afleiðing þess efnahags- ástands, sem hér hefur ríkt er hátt raun- vaxtastig. Það er öllum ljóst, atvinnurek- endum, stjórnvöldum, bankamönnum og öðrum fjármálamönnum, að atvinnulífið stendur ekki undir þessum raunvöxtum. Vörn bankanna hefur annars vegar verið sú, að þeir ráði ekki lengur mestu um vaxtastigið heldur hinn fijálsi fjármagns- markaður og hins vegar, að sjávarútvegur- inn sé fjármagnaður að verulegu leyti með erlendum lánum og borgi ekki þessa háu raunvexti. Um það hafa verið skiptar skoð- anir, en það er auðvitað alveg ljóst, að margar greinar atvinnulífsins borga þessa vexti. í desembermánuði lækkaði bandaríski seðlabankinn vexti verulega í viðleitni til þess að hleypa nýjum krafti í atvinnulífið þar í landi. Afleiðingar núverandi efna- hagsástands þar fyrir ríkjandi stjórnvöld má sjá í þeirri útkomu, sem Bush Banda- ríkjaforseti fékk í forkosningum. í New Hampshire sl. þriðjudag, og var auðvitað niðurlægjandi fyrir hann í hæsta máta. Margt bendir til þess, að háir raunvext- ir hér á undanförnum mánuðum séu farn- ir að hafa niðurdrepandi áhrif á atvinnulíf- ið, atvinnurekendur haldi einfaldlega að sér höndum á öllum sviðum vegna þess, að þeir vita, að hver króna, sem þeir taka að láni leiðir til ófarnaðar fyrir fyrirtæki þeirra. Leiði hinir háu raunvextir til keðju- verkandi áhrifa og gjaldþrota í atvinnulíf- inu geta þeir að lokum leitt til gífurlegra vandamála í rekstri bankanna sjálfra. Nú sjást þess merki, að raunvaxtastigið sé að byija að lækka. Ríkissjóður hefur gengið á undan með góðu fordæmi, ávöxt- unarkrafa húsbréfa fer lækkandi og fyrstu sporin til lækkunar raunvaxta hjá bönkun- um hafa verið stigin. Óhætt er að full- yrða, að umtalsverð raunvaxtalækkun sé algert skilyrði fyrir því, að atvinnulífið taki við sér og atvinnuleysi minnki. Verkalýðshreyfingin fer sér hægt í kjarasamningum. Líklega telja verkalýðs- foringjarnir betri kost að hafa lausa samn- inga um þessar mundir en semja um ekki neitt og leggja slíka samninga fyrir félags- fundi. Hins vegar er alveg ljóst, að dragi ekki úr atvinnuleysi alveg á næstunni mun verkalýðshreyfingin herða mjög kröfur á hendur ríkisstjórninni um aðgerðir til þess að draga úr atvinnuleysi. Verkalýðshreyf- ingin hlýtur að leggja höfuðáherzlu á að verulega takist að draga úr atvinnuleysi og búast má við, að verkalýðsforingjarnir njóti til þess stuðnings vinnuveitenda. Það getur varla verið markmið Vinnuveitenda- sambandsins, að allur kraftur verði dreg- inn úr atvinnulífinu að óbreyttum aðstæð- um. Fordæmið frá 1969 1 KREPPUNNl, sem stóð frá 1967-1969 kom upp mikið atvinnu- leysi. Mest var það í janúar 1969 og til þess vitnaði Guðmund- ur J. Guðmundsson í viðtalinu, sem áður var minnzt á. Viðbrögð Viðreisnarstjórnar- innar þá voru þau, að setja upp atvinnu- málanefndir í öllum kjördæmum landsins. Á vegum þessara nefnda var markvisst unnið að því að skapa atvinnu. Á þeim tíma var gripið til margvíslegra aðgerða. Þá var m.a. ákveðið að útvega fjármagn til þess að byggja Hótel Esju, en þá stóð uppsteypt stórhýsi við Suðurlandsbraut, sem ætlað hafði verið til annarra nota. Þá var einnig greitt fyrir lánveitingum til bygginga annarra stórhýsa á Reykjavíkur- svæðinu. Nú háttar svo til, að hér er offramboð á atvinnuhúsnæði. Formaður Dagsbrúnar taldi jafnvel í fyrrnefndu viðtali, að slíkt húsnæði þyrfti ekki að byggja fyrr en um aldamót, svo mikið af því stæði ónotað á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi er ljóst, að sérstakar aðgerðir til þess að örva byggingaframkvæmdir eru tæpast á dag- skrá. Hins vegar má varpa því fram til um- hugsunar, hvort ráðlegt sé að fara út í stórframkvæmdir í samgöngumálum til þess að skapa hér atvinnu. Ymsar fram- kvæmdir á því sviði eru taldar mjög arð- bærar og fyrir þjóðarbúið í heild er áreiðan- lega hagkvæmara að greiða fyrir fram- kvæmdum af því tagi en borga mörg þús- und atvinnuleysingjum atvinnuleysisbætur mánuðum saman. En lykillinn að lausn atvinnumála er auðvitað að hleypa nýjum krafti í sjávarút- veginn. Það þýðir hins vegar ekki að gera það eina ferðina enn án þess að viður- kenna, að ákveðinn hundraðshluti þeirra fyrirtækja, sem nú eru í rekstri í sjávarút- vegi eiga þar ekki lengur erindi og tilraun- ir til þess að halda þeim á floti verða ein- ungis til þess að draga úr möguleikum annarra og betur stæðra fyrirtækja. Núverandi ríkisstjórn getur ekki leitt þessi málefni hjá sér. Hún getur hvorki horft fram hjá vandanum í sjávarútvegin- um né atvinnuleysinu. Hún verður að hefj- ast handa nú þegar til þess að ráða bót á hvoru tveggju. Til þess þarf mikil átök og mikla vinnu og skynsamlega stefnu. Þess verður beðið með eftirvæntingu, hvernig stjórnin bregst við. „ ... erekkiljóst, að sjávarútvegur- inn er enn að kljást við afleið- ingar alltof mik- illar fjárfestingar á liðnum árum og áratugum, vanda- mál, sem menn hafa enn ekki tek- ið á? Er hægt að ætlast til þess eina ferðina enn, að allt launafólk í þessu landi borgi fyrir þessa offjár- festingu í lækkuð- um launum? Er ekki skynsam- legra að taka af- leiðingum þessar- ar offjárfestingar í eitt skipti fyrir öll?“ i T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.