Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
t
Systir okkar,
BJARGEY PÁLSDÓTTIR CHRISTENSEN,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. febrúar
kl. 15.00.
Árni Pálsson,
Inga Pálsdóttir Sólnes,
Páll Kr. Pálsson,
Sigriður Pálsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SUMARLÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmudaginn 27. febrúar kl.
15.30.
Guðfinna Birna Coltí,
Ólafur Jónsson,
Árni Jónsson,
Una Kristin Jónsdóttir,
Sigurjón Jónsson
Drew Colti',
Birna I. Jónsdóttir,
Gurðrún Jónsdóttir,
Valmundur Guðmundsson,
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
JÓN ÓLAFSSON,
Háteigsvegi 50,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 25. febrúar
kl. 13.30.
Bjarney Guðmundsdóttir,
Páll Birgir Jónsson, Guðrún Baldursdóttir,
Guðmundur Rúnar Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Sigurður Valur Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Ómar Jón Jónsson, Ásta Sigurðardóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kóngsbakka 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. febrúar kl.
13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á
Hjartavernd.
Haraldur Kristinsson,
Erna Haraldsdóttir, John Moore,
Sigrún Magnúsdóttir, Jón helgason
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdafaðir
og afi,
HJÖRTUR EYJÓLFSSON,
Neðstaleiti 8,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. febrúar
kl. 13.30.
Þórey Jónsdóttir,
Eyjólfur Hjartarson, Bragi Hjartarsson,
Viðar Hjartarsson, Helga Hjartardóttir,
Rúnar Hjartarsson,
Sólrún Astþórsdóttir, Jón Sigurðsson,
Jón Ben Ástþórsson, Anna K. Hjálmarsdóttir,
Valgerður Bogadóttir,
systur, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar,
MAGNEU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hrefnugötu 3,
Reykjavík.
Hlýhug og vinarþel sem mér hefur verið sýnt met ég mikils.
Sigmundur Guðbjartsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
JÓNU HJÁLMTÝSDÓTTUR,
Mávabraut 1 b,
Keflavik.
Guðmundur Valur Ólafsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
*
Þorgils Arnason,
Isafirði - Minning
Þorgils Árnason á ísafirði andað-
ist á Fjórðungssjúkrahúsinu þar 27.
desember sl. og var útför hans gerð
frá ísafjarðarkapellu 4. janúar.
Hann var tæplega 77 ára að aldri
er hann lést. Þorgils Ámason fædd-
ist í Ólafsvík á Snæfellsnesi 25.
febrúar 1915. Foreldrar hans voru
Árni Bergmann Gunnlaugsson, frá
Búðum á Snæfellsnesi, og Kristín
Þórdís Jónsdóttir, sem ættuð var
frá Fáskúðsfirði en alin upp á Snæ-
fellsnesi. Þau hjón áttu átta böm
og af þeim eru nú þijú á lífi, það
eru þau Þórdís, Heiðveig og Jón.
Þegar Þorgiþs var tólf ára flutti
fjölskyldan til ísafjarðar. Heimilis-
faðirinn Ámi var trésmiður. At-
vinnuástandið var bágborið í
Ólafsvík eins og víðar á landinu á
þessum áram og flutti fjölskyldan
til ísafjarðar í leit að atvinnu því
að þá mátti telja að atvinna hafi
verið betri vestra en víða var. Þeir
sem nú eru ungir að áram skilja
lítið þá hörðu lífsbaráttu, sem fólk
varð að heyja í þessu landi á þessum
árum. Fátæktin réði víðast hvar
ríkjum, bammargar fjölskyldur rétt
gátu lifað lífinu með sómasamleg-
um hætti. UppvaxtarárÞorgils, sem
og fleiri alþýðubarna, voru engin
dans á rósum.
Þannig skipaðist að Þorgils
hændist mjög að Þóri heitnum bróð-
ur mínum, sem var bílstjóri og hafði
á þessum árum mörg járn í eldinum
og þangað leituðu margir sem höfðu
litla vinnu og fundu þar hlýju og
skilning. Hann kom ekki ósjaldan
á heimili foreldra minna með nýja
vini og aðstoðarmenn og þannig
varð það að Þorgils varð á skömm-
um tíma einn af heimilismönnum á
heimili foreldra minna, í Brunngötu
20 á ísafirði. Það var jafn þröngt
setinn bekkurinn í eldhúsinu á þessu
mannmarga heimili og skemmtun
haldið uppi kvöld eftir kvöld. Það
vora engir stórbrotnir eða lang-
menntaðir listamenn sem þar
skemmtu. En þar var saman komið
fólk sem naut þess að gera sér
kvöldin skemmtileg eftir vinnudag
hversdagsleikans með sögum, söng,
munnhörpuleik og heimatilbúnum
leikþáttum af ýmsum toga. Enginn
var jafn fús til þátttöku og frakkur
til allra uppátækja og Gísli okkar.
Síðar. varð hann þar vinnumaður
þvi á því heimili var í mörgu að
snúast: Fyrir utan bílana var vera-
legur búskapur og alit er honum
tengdist og Þorgils sinnti þeim
störfum almennt. Þar kynntist hann
konu sinni sem síðar varð, Láru
Magnúsdóttur, sem var vinnustúlka
á heimilinu, og síðan lágu leiðir
þeirra saman.
Þorgils varð því náinn vinur
minn, bræðra minna og foreldra,
jafnan síðar. Leiðir okkar lágu sam-
an með ýmsum hætti í mörg ár.
Við unnum saman við heyskap,
skepnuhirðingu í vegavinnu, við
bílaakstur og fleira. Óhætt er að
fullyrða að upp á mörgu var tekið
á þessum áram og ekki var þess
alltaf gætt að ígrunda vel öll þau
uppátæki sem komu upp á yfirborð-
ið og enginn var fijótari að sinna
og framkvæma hinar ólíklegustu
jjppátektir okkar en Gísli, sem hann
var alltaf kallaður. Leiðir þeirra
Gísla og Lára lágu saman eftir
þetta í blíðu og stríðu. Þau eignuð-
ust tíu börn og eru níu þeirra á lífi.
í marsmánuði 1988 fórst sonur
þeirra, Gunnlaugur, og sonur hans,
sem bar nafn föðurafa síns, með
mótorbátnum Knarranesi og var
það mikið áfall fyrir hjónin. Kona
Gunnlaugs var Ingibjörg Þórhalls-
dóttir og vora þau búsett í Njarð-
vík. Hin börnin sem upp komust
og eru á lífi eru: Ágústa, búsett á
Núpum í Ölfushreppi, gift Gunn-
laugi Jóhannssyni; Ragnheiður, gift
Ársæli Hermannssyni, búsett í
Hveragerði; Ámi Kristinn, kvæntur
Sigríði Matthíasdóttur, býr í Ólafs-
vík; Magnús, kvæntur Sesselju
Þórðardóttur, búa á ísafirði; Ás-
björn, kvæntur Evu Sigurbjörns-
dóttur, búa á Djúpuvík; Valdís, býr
í Keflavík; Hjördís, gift Jóni S.
Ásgeirssyni, búa í Bolungarvík;
Helga Lára, gift John MTChavaro;
og yngstur er Þorgils sem býr í
Bolungarvík. Barnabörnin urðu 34
og barnabarnabörnin eru orðin 18,
það er því kominn mikill ættbogi
frá þeim Þorgils og Láru.
Þorgils vann auk þess sem áður
er sagt margvísleg önnur störf hann
var í nokkur ár á togurum, einkum
á Sólborgu frá ísafirði, en lengst
af ævinnar vann hann sem bíl-
stjóri. Hann hafði mikinn áhuga á
bílum, tækjum og verkfæram og
við það vann hann lengst af en í
nokkur ár vann hann við sorpeyð-
ingarstöðina á Skarfaskeri í Hnífs-
dal, en eftir það vann hann nokkuð
við vélar og m.a. á jarðýtu og allt
þetta fórst honum vel úr hendi.
Kveðjuorð:
Kristín Ámadóttír
Fædd 21. maí 1907
Dáin 30. janúar 1992
Ekki get ég látið hjá líða að minn-
ast okkar kæru fóstursystur ‘með
örfáum orðum, þó ég viti að hól að
henni látinni væri henni ekki að
skapi. Hún var dóttir hjónanna Elín-
ar Jónasdóttur og Árna Jónssonar
og fædd að Höfða í Jökulfjörðum.
Elín hafði misst fyrri mann sinn frá
fjóram börnum ungum. Saman áttu
hún og Árni þijú börn. Öll eru þau
nú látin. Þriggja ára að aldri flutt-
ist hún til Furufjarðar ásamt fjöl-
skyldu sinni og ólst þar upp. Jörðin
þótti gjöful og fjölskyldan komst í
góð efni. Fólkinu hélt áfram að
íjölga, því auk barna sinna tóku
þau Elín og Árni fjögur börn í fóst-
ur. Þau eru: Sigríður Jónsdóttir, er
var gift Guðbjarti Jónssyni skip-
stjóra á ísafírði, Jósef Stefánsson.
Hann drukknaði ungur. Jóhanna
Hrafnfjörð, ljósmóðir og undirritað-
ur-.
Á þessu menningarheimili feng-
um við gott uppeldi með trúna og
kærleikann að leiðarljósi. Um tví-
tugt fór Kristín tii Isafjarðar að
læra klæðskerasaum og lærði að
spila á orgel hjá Jónasi Tómassyni,
tónskáldi. Ég hygg, að það hafi
verið frekar fátítt í þá daga en hún
var með afbrigðum söngelsk. Fyrir
tæpum 60 árum giftist hún Benja-
mín Eiríkssyni frá Dynjanda í sömu
sveit. Þau hófu búskap á Dynjanda
en fluttu síðan til Bolungarvíkur á
Hafnargötu 122. Hún tók virkan
þátt í kvenfélagsstörfum. Einnig
starfaði hún mikið að málum slysa-
varnafélagsins. Eina dóttur eignuð-
ust þau Kristín og Benjamín, Guðf-
innu, ljósmóður, sem gift er Guð-
mundi Sigmundssyni endurskoð-
anda. Þau eiga þrjá drengi. Þeir
era: Kristján viðskiptafræðingur,
giftur Helgu Þórðardóttur þroska-
þjálfara. Sigmundur lögfræðingur,
giftur Örnu Sigurðardóttur lækni
og Eiríkur, sem stundar háskóla-
nám og er í foreldrahúsum. Hún
dáði sín barnabörn enda voru þeir
með afbrigðum góðir við hana.
Fyrir fáum áram fluttu þau
Kristín og Benjamín til Reykjavíkur
og bjuggu í fimm ár hjá dóttur sinni
og tengdasyni. Þá mátti heita, að
allir hennar andlegu og líkamlegu
kraftar væru þrotnir enda hafði hún
lengi átt við vanheilsu að stríða.
Þorgils Árnason var tryggur vin-
ur vina sinna, hann var oft fljótur
til svars, svaraði mjög vel fyrir sig
og kom mönnum oft á óvart. Hann
var kátur og léttur í lund og lét
aldrei bugast þó að oft hafi verið
þröngt í búi hjá honum eins og
geta má með svo stórt heimili sem
hann þurfti að sjá um ásamt konu
sinni. Þó ólust sum af börnum hans
að meira eða minna leyti upp hjá
öðrum og komust í hendur góðs
fólks sem reyndist þeim vel og ég
veit það að þau bömum hans sem
ég þekki kunnu vel að meta það
fólk sem þau voru lengi hjá í upp-
vexti sínum.
Nú er þessi gamli heimilisvinur
og vinur minn horfinn sjónum okk-
ar. Ég mun ávallt minnast hans sem
góðs vinar sem sýndi mér ávallt
tryggð og vináttu í hvert skipti sem
við hittumst. Mér finnst vera fátæk-
legra yfir Isafirði næst þegar ég
kem, að sjá hann ekki eins og jafn-
an áður, því alltaf var hann fljótur
að koma á móti manni brosandi og
kátur og lét þá allt fjúka sem hon-
um datt í hug. Hann var hreinlynd-
ur, ákveðinn og hispurslaus í allri
framkomu. Hann fór á mis við alla
menntun vegna þess að það vora
ekki tækifæri til að komast neitt
áfram, það beið ekkert annað
flestra á þessum árum en að vinna
hörðum höndum til þess að hafa í
sig.og á.
Ég sendi Láru, börnum þeirra,
tengdabörnum og öðru skyldfólki
innilegar samúðarkveðjur um leið
og ég þakka honum trygga sam-
fýlgd á liðnum áratugum og órofa
vináttu sem ég mun aldrei gleyma.
Guðs blessun fylgi minningu
Þorgils Árnasonar.
Matthías Bjarnason.
Það er sagt, það leggist líkn með
þraut. Því fyrir tveim árum fengu
þau hjón pláss á Elli- og þjúkrunar-
heimilinu Grund. Þar fékk hún þá
beztu umönnun, sem hægt var að
veita. Færi ég hér með forráða-
mönnum og öllu þvf ágæta starfs-
fólki okkar hjartans þakklæti fyrir.
Benjamín og Guðfinnu og öðram
aðstandendum sendum við hjónin
innilega hluttekningu.
Albert Krisljánsson.