Morgunblaðið - 23.02.1992, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
Þórður H. Hannes
son - Minning
Fæddur 4. júlí 1904
Dáinn 16. febrúar 1992
Þegar ég frétti lát Þórðar Helga
Hannessonar varð mér á að hugsa,
að nú hefði Elli kerling lagt að velli
býsna erfiðan andstæðing. A langri
lífsgöngu held ég, að Þórði hafi
alltaf verið þvert um geð hvers
kyns uppgjöf eða að lúta í lægra
haldi yfirleitt. Einhvem veginn var
það ekki í hans skapgerð, hann var
keppnismaður í eðli sínu. Síðustu
glímunni hlaut hann þó að tapa eins
og við gerum öll. En hann tapaði
með sæmd og kvaddi þetta líf sátt-
ur við guð og menn. Þórður naut
þess að vera vel hraustur að upp-
lagi og hafði marga fjöruna sopið,
er hann burtkallaðist.
Þegar Þórður Hannesson er allur
leita á hugann ýmsar minningar
honum tengdar, enda maðurinn um
margt sérstakur og minnisstæður.
Ég tel ekki ósennilegt, að mörgum
hafi við fyrstu sýn og kynni virst
hann hijúfur í yfirbragði og að
flestri gerð. Maðurinn þéttur á velli
og samanrekinn, röddin drynjandi
sterk og mikil, svo að maður hafði
á tilfinningunni, að þetta væri sú
ein rödd, sem heyrst gæti gegnum
brimskafla og brotsjói. Hárið mikið
og svart undirstrikaði svo þessa
ytri ásýnd. Þeir, sem áttu hins veg-
ar því láni að fagna að kynnast
Þórði nánar og eiga hann að fjöl-
skyldu- og heimilisvini um langt
skeið, sannreyndu þó hver með sínu
móti, að undir hijúfu yfirbragði
leyndist öðlingur með gott hjarta-
lag: mikill af sjálfum sér, sannur
og heill.
Þrátt fyrir hálfrar aldar aldurs-
mun tókust með okkur Þórði ágæt
kynni og vinskapur eins og reyndar
öðrum í stórri og samrýndri móður-
fjölskyldu minni. Fyrsta minninga-
brot mitt tengt Þórði er í senn óljóst
og skýrt: Hann situr í djúpum stól
og þykkum í stofunni hjá ömmu á
Hverfisgötu 96 hér í borg, nýkom-
inn af sjónum eða úr siglingu. Hann
er í jakkafötum og reykur úr vindl-
ingi liðast um loftið, svipmótið
sterkt. Örlítið skýrari minning er
frá 6-7 ára aldri, þegar ég dvaldist
um skeið á heimili þeirra Þórðar
og Siguijónu, móðursystur minnar
í Háagerði 11. Þá skynjaði ég fyrst
glettnina, hlýjuna og gamansemina,
sem var á bak við ásýndina. All-
mörgum árum síðar kom það stund-
um fyrir að við settumst að tafli.
Þá birtist mér ný hlið á Þórði:
keppnismaðurinn, sem alls ekki vill
láta sinn hlut. Af svipuðum toga
eru fjöldamörg atvik, þegar fjöl-
skyldan kom saman af einu eða
öðru tilefni, ýmist öll eða hluti henn-
ar og landsins gagn og nauðsynjar
voru rædd. Oftar en ekki sá Þórður
til þess með harðfylgni við sinn
málstað, en í og með líka af pínulít-
illi stríðni, grunar mig, að vel hitn-
aði í kolunum. Sérstaklega er mér
í minni, þegar Þórður var eitt sinn
kominn út á tröppur með andmæl-
anda sínum, sem einnig var fastur
fyrir í skoðunum, til að útkljá tiltek-
ið ágreiningsefni. Þá mátti vel
heyra röddina sterku gegnum vegg
og þil. Allt slíkt var þó í góðu og
á slíkum stundum jafnan stutt í
þetta skemmtilega glettnisblik, sem
var svo einkennandi fyrir Þórð.
Rökræður af þessu tagi voru honum
fyrst og fremst skemmtun og íþrótt,
en einnig staðfesting þess, að hon-
um þótti gaman að vera samvistum
við fólk og skiptast á skoðunum við
það.
Þórður var fæddur að Sumar-
liðabæ í Holtum. Foreldrar hans
voru Sigríður Hafliðadóttir og
Hannes Magnússon. Sex barna
þeirra komust til fullorðinsára, auk
Þórðar, sem var næstyngstur. Þau
Helgi, Sigurður, Friðrik, Þórhildur,
sem öll eru látin og Jóhanna, er
lifir í hárri elli, á nítugasta aldurs-
ári. Þórður kynntist snemma harðri
lífsbaráttu, en um tvítugsaldur fer
hann til Reykjavíkur, þar sem hann
átti heimili æ síðan. Um nær þriggja
áratuga skeið var hann sjómaður á
togurum og víst er, að uppvöxturinn
og sjómennskan hafa mótað per-
sónu og skaphöfn Þórðar öðru frem-
ur. Lengst var Þórður á nýsköpun-
artogaranum Fylki, éða samfleytt
frá 1948 til 1956, er togarinn sökk
eftir að hafa rekist á tundurdufl.
Áhöfnin bjargaðist öll giftusam-
lega, en svo vildi til, að Þórður var
síðastur manna frá borði. Hafði á
örlagastundu snarast skyrtuklædd-
ur í klefa sinn eftir frakka sínum
til að skjóta yfir sig í kuldanum.
Lenti í sjónum, en bjargaðist eins
og áður sagði og frakkinn kom í
góðar þarfir í vosbúðinni. Meðal
persónulegra muna, sem fóru í
djúpið með Fylki, var hattur, er
Þórður hafði jafnan borið og haft
dálæti á eins og oft vill verða, en
eftir þetta bar Þórður Hannesson
aldrei höfuðfat af neinu tagi. Aldrei
heyrði ég Þórð ræða þennan at-
burð, er Fylkir sökk. Mér segir þó
svo hugur, að á þéim augnablikum,
sem skipið var að sökkva í djúpið,
hafi það aldrei verið jafnfjarri Þórði
að gefast upp. Sjómennskuferli sín-
um lauk Þórður svo á Agli Skalla-
grímssyni og fór í land eins og sagt
er árið 1958. Hóf þá störf í Blikk-
smiðjunni Gretti þar sem hann
starfaði óslitið til ársins 1983, þá
ári vant í áttrætt. Ég ætla, að Þórð-
ur hafi í störfum sínum jafnan ver-
ið heili, sannur og traustur eins
ríkulega og þessir þættir voru sam-
ofnir persónu hans og að honum
hafi verið umhugað, að enginn yrði
svikinn af störfum hans.
Þórður var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans, Hjörleif Jónsdóttir, lést
árið 1943, en árið 1948 kvæntist
hann Siguijónu Gísladóttur, mikilli
gæðakonu, sem nú kveður kæran
lífsförunaut. Hjónaband þeirra var
traust og gott. Þórður og Jóna eign-
uðust eina dóttur, Ásu Sigríði, sem
fædd er 8. október 1951. Ása er
gift Eiríki Sigurgeirssyni, deildar-
stjóra hjá Pósti og síma, og eiga
þau tvær dætur.
Nú er röddin sterka hljóðnuð og
langri en farsælli siglingu Þórðar
um lífsins sjó. Við, sem urðum hon-
um samferða um lengri eða
skemmri hríð, vitum að það er og
verður bara einn Þórður.
Að endingu votta ég og fjölskylda
mín Jónu, Asu, Eiríki og dætrum
samúð okkar.
Blessuð veri minning Þórðar
Hannessonar.
Sæmundur Stefánsson.
Hjörtur Eyjólfs-
son — Minning
Fæddur 18. október 1931
Dáinn 16. febrúar 1992
Mig langar að minnast mágs
míns, Hjartar Eyjólfssonar, með
örfáum orðum. Hann fæddist í
Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum,
næstyngsta barn hjónanna Val-
gerðar Bogadóttur og Eyjólfs Bárð-
arsonar, sem þar bjuggu. Hann
lærði snemma að taka t.il hendi við
búskapinn og eftir að faðir hans
missti heilsuna studdi hann, ásamt
systrum sínum, móður sína við bú-
skapinn. Þegar Eyjólfur lagðist á
spítala seldi Valgerður jörðina og
. gerðist ráðskona við barnaskólann
á Strönd. Var Hjörtur þar með
henni ásamt yngstu systurinni. Á
sumrin vann hann við sandgræðslu
og bústörf, þar til þau fluttust til
Reykjavíkur. Þar fékk hann vinnu
við bílamálun og vann við hana í
mörg ár. Hann fékk meistararétt-
indi í iðninni. Hann þoldi illa þessa
vinnu, enda vinnuaðstaða ekki eins
góð og nú er orðið. Hann sneri sér
því að akstri og stundaði leigubíla-
og áætlunarbílaakstur um langt
skeið. Síðan rak hann eigið máln-
ingarverkstæði um skeið, en síðustu
árin vann hann sem afgreiðslustjóri
á bensínstöð.
Síðastliðið haust veiktist hann
«og varð ekki vinnufær eftir það.
Hjörtur kvæntist ungur Sigur-
björgu Pálsdóttur. Þau eignuðust
fímm börn. Þau eru Eyjólfur, Bragi,
Viðar, Helga og Rúnar. Þau héldu
myndarlegt heimili og vorum við
hjónin oft gestir þeirra og spiluðum
brids við þau, en Hjörtur var slyng-
ur spilamaður. Einnig reyndust þau
mér mjög vel í veikindum, sem ég
átti við að stríða um tíma. Þau slitu
samvistir.
Síðari kona Hjartar er Þórey
Jónsdóttir. Þau höfðu búið sér fal-
legt heimili, þegar Hjörtur veiktist.
Það var aðdáunarvert, hversu vel
Þórey og bömin studdu Hjört í veik-
indum hans. Heita mátti að þau
vikju ekki frá honum síðustu vik-
urnar.
Ég kynntist Hirti, 'þegar hann
flutti til Reykjavíkur, því ég var
trúlofaður elstu systur hans. Við
urðum strax góðir vinir þó aldurs-
munur væri nokkur. Sú vinátta
hélst alla tíð.
Hjörtur var einstaklega greiðvik-
inn og hjálpsamur við mig og mína.
Hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa
ef á lá, hvort sem var við lagfær-
ingu bíla eða íbúðar. Þá sást glöggt
hve afburðavandvirkur hann var.
Það mun ekki gleymast.
Við hjónin og börn okkar sendum
Þóreyju, börnum Hjartar og aldr-
aðri móður hans, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ingimar G. Jónsson.
Við viljum senda Hirti Eyjólfs-
syni þakkir fyrir allt sem hann var
okkur og þær góðu stundir sem við
áttum með honum. Biðjum Guð um
að styrkja alla vini og vandamenn
hans í þessari miklu sorg.
Fæddur 28. júní 1907
Dáinn 5. febrúar 1992
Árið 1944 sátu tveir sextán ára
guttar á gamla verkamannaskýl-
inu við höfnina og biðu eftir hand-
taki. Þá birtist Páll í dyrunum,
hann var að leita að mannskap í
steypuvinnu. Slegið var til, og far-
ið með honum. Þetta voru mín
fyrstu kynni af Páli, sem entust
ævilangt.
Páll var áreiðanlega með allra
fjölhæfustu múrarameisturum á
þeim tíma, ef ekki bara enn þann
dag í dag. Þá byggðist starfið
mest á reynslu og eftirtekt á ár-
angri sínum og annarra. Fyrir
Páli var steypa ekki bara eitthvað,
sem hellt var í mótin, fyrir honum
var hún tilfinningamál. Á þessum
árum, er ég kynntist Páli, voru
aðeins notaðar gömlu hrærivélarn-
ar, þar sem öllu efni var mokað í
börur, sturtað í vélina, síðan bland-
að og híft upp i tunnum, sem sturt-
að var úr í börur sem síðan voru
losaðar í veggi eða á plötu.
Að sjálfsögðu voru þetta geysi-
miklar framfarir frá því á námsár-
um Páls, þegar mestöll steypa var
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafóu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Jón Ben, Anna Stína og börn.
handhrærð á brettum og hífð upp
í fótum með handafli. Á þessum
árum var mikið farið inn í sand-
gryfjurnar við Elliðárvog til að
sækja efni í steypu og var það
reynsla út af fyrir sig að sjá Pál
líta í kringum sig, ganga að stálinu
síðan stinga hendinni í það og
nudda saman fmgrurn, jafnvel
lykta af því, svo næmur var hann
fyrir því efni sem átti að nota í
það sinnið.
En allt hafði þetta sinn tilgang,
sem útskýrður var fyrir nemandan-
um í fyllingu tímans. Á þessum
árum þurftu menn að hafa fag-
manninn í blóðinu. Ekki hef ég séð
neinar steypuslcemmdir á húsum
sem Páll hafði í umsjón með, eftir
öll þessi ár. Járnamaður var Páll
Iíka í sérflokki og lærði ég margt
af honum, utan þess hefðbundna.
Til dæmis þurfti eitt sinn að
breyta frá teikningu, því tilskilin
járn voru ekki fyrir hendi og hraða
þurfti verki fyrir steypu. Úttektar-
maður kom, leit yfír verkið, fór svo
að mæla, sagði hann að mælingar
stæðust ekki. Var honum þá vin-
samlega bent á að leggja mætti
Páll Melsted Olafs-
son - Kveðjuorð
Við viljum með nokkrum orðum
minnast Hjartar Eyjólfssonar sem
andaðist í Landspítalanum 16. febr-
úar síðastliðinn, langt um aldur fram
aðeins sextugur að aldri.
Kynni okkar af Hirti Eyjólfssyni
voru ekki löng, rúmlega tvö ár, en
á þeim tíma reyndist hann okkur vel
og viljum við þakka fyrir það. Það
var um áramótin ’89—’90 sem Hjört-
ur kom fyrst á heimili okkar með
Þóreyju Jónsdóttur, móður og tengd-
amóður okkar en þau höfðu þá
þekkst í einhvern tíma.
Það var mikil gæfa fyrir Þóreyju
Jónsdóttur að fá að kynnast og eiga
samleið með Hirti Eyjólfssyni þenn-
an alltof stutta tíma. Við sem fylgd-
umst með þróun sambands þeirra
sáum fljótlega að þar fór samhent
par. Á síðastliðinu sumri fóru þau í
margar ferðir vítt og breitt um land-
ið og hamingjan skein úr svip þeirra
er þau sögðu okkur frá þessum ferð-
um og ævintýrum. Að áliðnu sumri
skyldi haldið til sólarlanda og fagna
merkum áfanga í lífi þeirra beggja.
En viku áður en haldið skyldi af
landi brott dró ský fyrir sólu, Hjört-
járn á fleiri vegu að úppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Svarið frá
honum var ákaflega eftirminnilegt:
,,Þetta átt þú ekki að kunna.“
Mikið yndi hafði Páll af að starfa
við margs konar skreytingar, svo
sem úthleypta fleti og alls konar
mynstur í veggi, en einkanlega ef
hann fékk tækifæri til að vinna
kamínur eftir sínu höfði.
Alltaf hafði Páll lausn á málum.
Aðeins eitt lítið dæmi af ótal mörg-
um: Við vorum að vinna að lagfær-
ur hafði greinst með illvígan sjúk-
dóm sem alltof marga leggur að
velli. En Hjörtur var ákveðinn í að
sigra og lagði óhræddur út í barátt-
una við hann og barðist hetjulega
allt þar til yfir lauk.
í veikindum Hjartar reyndi mikið
á Þóreyju og reyndist hún honum
þolinmóð, trygg og umhyggjusöm. Á
slíkum stundum er mikilvægt að
hafa þannig stuðning og styrk.
Sagt er að börn séu fljót að finna
hið góða hjá mönnum og svo var
einnig um son okkar sem tók miklu
ástfóstri við Hjört eða afa eins og
hann kallaði Hjört og hljóp fagnandi
á móti honum þegar hann sá hann
koma. Alltaf var Hjörtur tilbúinn að
taka hann í fangið og leika við hann
og áttu þeir margar góðar stundir
saman. Nú saknar lítill drengur sárt
góðs vinar og skilur ekki af hveiju
afi kemur ekki með-ömmu lengur.
Vjð biðjum Guð að styrkja þá sem
sárlega sakna hans og sendum þeim
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um Hjört mun lifa í hjört-
um okkar. Blessuð sé minning hans.
Rúna og Jón.
ingum á prestsetri uppi í sveit, þá
vantaði vírnet á timburvegg sem
þurfti að múra. Páli fannst of langt
að fara 150 km leið til að ná í
þetta lítilræði. Þá var farið að
kanna hvað fyrir hendi væri. Það
fundust nokkrir grófir strigapokar,
þeim var flett í sundur, dýft vel
og vandlega í sterka múrblöndu,
strekktir upp á vegginn sem undir-
lag fyrir múrhúð á vegginn og
dugar enn.
Páll hafði eins og allir í fjöl-
skyldu hans yndi af góðri tónlist
og var á yngri árum í tvöföldum
kvartett með félögum sínum úr
múrarafélaginu. Hestum unni Páll
mjög mikið og held ég að hann
hafi aldrei verið eins hamingjusam-
ur og þegar hann bjó í Birkilundi
við Vatnsveituveg, með fjölskyldu
sína, hestana og náttúruna ós-
nortna allt um kring. Eins og hjá
öllum ákafamönnum sem stunda
erfiða og krefjandi vinnu er tekinn
tollur er aldur færist yfir, og fór
Páll ekki varhluta af því, og varð
því að hafa hægt um sig hin síð-
ari ár.
Ég vil þakka mínum gamla læri-
meistara fyrir samfylgdina og
ómetanlegan vinarhug, sem sem
aldrei féll skuggi á og aldrei fyrn-
ist. Megi góður Guð varðveita minn
gamla vin.
Ollum aðstandendum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Hans Blomsterberg.