Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 26

Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 26 Stangveiðifélag Selfoss: Veiðihorfur taldar með besta móti næsta sumar Selfossi. GERA má ráð fyrir að laxa- gengd í Hvítá verði með allra besta móti nú í sumar og veiði- horfur því góðar fyrir stang- veiðimenn. Þetta kom meðal annars fram í máli Magnúsar Jóhannssonar fiskifræðings hjá Suðurlandsdeild Veiðimála- stofnunar á aðalfundi Stang- veiðifélags Selfoss 10. febrúar. Þessi ályktun er dregin af seiðamælingum og ástandi sjáv- ar. Seiðamælingarnar sýndu að mikið mikið var af seiðum á leið til sjávar sem gert er ráð fyrir að skili sér sem ársgamall fiskur í sumar. Veiðihorfur eru því með besta móti á Hvítársvæðinu á komandi sumri, ekki síður vegna þess að netaveiði hefur minnkað til muna. Stangveiðifélag Selfoss mun nú í vor standa að gönguseiðaslepp- ingum í samráði við Veiðimáia- stofnun og landeigendur. Tillaga þessa efnis var samþykkt á aðal- fundinum. Tilraun verður gerð í vor með að sleppa gönguseiðum á.svonefndu Efstasvæði ofan við Selfoss. Sig. Jóns. / ^ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá aðalfundi Stangveiðifélags Selfoss. Afmæliskveðja: Magnea Magnúsdóttir Magnea er fædd á Höfða í Reykjavík 23. febrúar 1912 og verður því áttræð í dag. Hún missti foreldra sína þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Sigrún hálfsystir hennar, sem var mörgum árum '"eldri, var þegar gift og komin með eigin fjölskyldu. Magna varð því ung að standa á eigin fótum. Hún vann um tíma á Kleppi þar sem hún kynntist dönskum hjúkrunarkonum sem vildu fá hana með sér til Dan- merkur til að iæra hjúkrun. Magnea var alvarlega að hugsa um það en innanhússmál á Kleppi komu í veg fyrir það. Eftir það vann hún í versl- un árum saman, lengst af í Feldin- um. Árið 1947 tók líf hennar nýja og óvænta stefnu þegar hún sá auglýsingu í Morgunblaðinu: ís- lensk hjón búsett í New York voru að leita að bamfóstru. Magnea hafði aldrei farið ti! útlanda en lang- aði mjög til að skoða sig um í heim- inum. Einkum langaði hana til að fara til Bandaríkjanna því hún hafði lesið töluvert um land og þjóð. Hún sá engan annan möguleika en að fara sem vinnukona. Það varð úr að hjónin réðu hana, borguðu farið aðra leiðina og framtíðin var ráðin. Magnea hafði aldrei verið vjnnu- kona áður og því voru það mikil viðbrigði að þrífa annarra manna skít og þurfa að vinna eins langan vinnudag og raun bar vitni, frá sjö á morgnana til klukkan tíu á kvöld- in. Á heimilinu voru þrjú smábörn og því nóg að gera. Kaupið var lágt, en það bjargaðist alltaf því það varð að bjargast. Magnea kynntist -fljótlega öðrum íslenskum vinnu- konum í nágrenninu sem varð til þess að iækna hana af mestu heim- þránni. Þær hittust stundum með bömin og reyndu að koma þvi þann- ig fyrir að þær ættu frí á sama tíma. Frídagarnir hófust eftir hádegi einn virkan dag í viku (og annan hvem sunnudagseftirmiðdag) þá héldu stúikurnar glaðbeittar inn á Man- hattan, kíktu í búðir, fóm stundum í bíó og ef þær áttu stefnumót var jafnvel farið út að borða og dansa um kvöldið. í ákveðnum nætur- klúbbi á 86. stræti mátti alltaf eiga v-on á því að hitta íslendinga. Nokkrir íslenskir námsmenn vom þá í New York, allt piltar því stúlk- umar voru allar vinnukonur — það var þeirra leið til útlanda. Um nótt- ina tóku stúlkurnar lestina heim og vora mættar til vinnu klukkan sjö morguninn eftir. Reyndar þurftu stúlkurnar að eyða dtjúgum tíma í að leita að brjóstahöldum og öðmm nauðþurftum fyrir vini, kunningja og jafnvel bláókunnugt fólk heima á Fróni. Upphaflega ætlaði Magnea að- eins að vera í eitt ár í Bandaríkjun- um en henni líkaði vel og langaði til að vera lengur og vinna við eitt- hvað annað. Hún var því annað ár í vistinni til að fá „græna kortið". Síðan kom hún heim til íslands, 1949, til að ganga frá pappírunum. Hér dvaldi hún rúma tvo mánuði og þrátt fyrir að vinir og sumir vandamenn reyndu að fá hana til að vera um kyrrt hélt hún út á ný. Systir hennar, sem var nýorðin ekkja, skildi svo vel að hana lang- aði til að sjá sig um í heiminum og hvatti hana til fararinnar. Þegar Magnea kom til baka til New York leigði hún herbergi hjá Guðrúnu Kemp og fékk vinnu í verslun. Henni líkaði vinnan vel en kaupið var svo lágt að hún hafði engin tök á að ferðast eins og hún þráði. Því afréð hún að ráða sig á ný sem barnfóstm, nú til auðugra amer- ískra hjóna. Þar fékk hún sama kaup fyrir eina viku og hún hafði fengið fyrir heilan mánuð í fyrri vistinni. Hjónin höfðu matreiðslu- mann, stofustúlku og ræstingakonu svo Magnea þurfti einvörðungu að sjá um börnin. Þau sendu hana í ökuskóla og hún hafði bíl til um- ráða til að skutla bömunum og nota fyrir sig þegar hún átti frí. Fjölskyldan hafði vetursetu á Flórída og ferðaðist víða um Banda- ríkin. Eftir eitt og hálft ár yfirgaf Magnea íjölskylduna því að hún gat ekki hugsað sér að vera fjarri ís- lenskum vinum sínum annan vetur. Magnea fékk vinnu hjá Refson fjöl- skyldunni sem átti og rak Revlon snyrtivömfyrirtækið. Þar vann Magnea í þijú til ijögur ár sem barnfóstra og tókst góð vinátta með henni og fjölskyldunni. Hún heim- sækir alltaf frú Refson vikulega bæði til að spjalla og til að koma reglu á pappírana hennar. Magnea bjó um tíma hjá fjölskyldunni en sagðist svo vilja búa útaf fyrir sig og var það auðsótt mál. Þótt vinnu- tími hennar styttist auk þess sem hún var ekki lengur í fæði, hús- næði og þjónustu lækkaði kaupið ekki, síður en svo. Magnea flutti héim til íslands en hafði svo mikla heimþrá til Manhattan að hún undi sér engan veginn og flutti út aftur eftir tveggja ára dvöl í Reykjavík. Um leið og frú Refson frétti að hún væri komin til baka hafði hún sam- band við hana og það varð úr að Magnea vann hjá þeim í tvö ár enn. Hún fór á námskeið í verslun- arskóla og fór síðan að vinna hjá tryggingarfélagi og var þar í nítján ár. I fyrstu leigði hún með löndu sinni en árið 1957 sagði Kristín Þórðardóttir Kemmler, sem hún kynntist strax fyrsta árið, henni að það væri laus íbúð í húsinu hjá þeim hjónum. Magnea fékk íbúðina svo þær vinkonurnar hafa verið nágrannar síðan. Það em rúm fjögur ár síðan ég hitti Magneu fyrst og þó svo að hartnær háif öld skilji okkur að í aldri hefur það aldrei háð vináttu okkar. Magnea er einstaklega já- kvæð og skemmtileg manneskja, umburðarlynd og víðsýn. Gestrisni hennar er eínstök eins og allir sem hafa heimsótt hana í „járnbrautar- íbúðina" á 86. stræti geta borið vitni um. Þar hef ég átt margar góðar stundir með þeim Kristínu, borðað góðan mat, hlegið mér tií óbóta og fengið nudd en Kristín er lærð nuddkona og vinnur við það. Magnea hefur nú dvalist hér í rúma þrjá mánuði en heldur heim til Manhattan von bráðar. Hún sagði mér að veðrið hér ætti alls ekki við hana, myrkrið og umhleypingarnir. Og enn eru viðbrigði að koma frá New York til íslands. í fyrstu seg- ist Magnea hafa viljað hafa allt í Bandaríkjunum eins og heima og hefur alltaf haldið góðum tengslum við vini og vandamenn hér heima og kemur oft til íslands. Hún talar lýtalausa íslensku og líður engum að segja styggðaryrði um móður- málið. Hún elskar Bandaríkin og er stolt af því að vera bandarískur ríkisborgari en hjartað tilheyrir ís- landi. Ég sendi henni mínar bestu kveðjur í tilefni dagsins og óska henni alls hins besta í framtíðinni. Ragnhildur Vigfúsdóttir. TOYOTA Tukn um ga;Íí . . . Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bæjaryfirvöld Kópavogs hafa heimilað íþróttafélaginu Breiðablik að setja upp auglýsingaskilti við Hafnarfjarðarveg í fjáröflunarskyni. Kópavogur: Iþróttafélag aflar fjár með veltiskilti VIÐ íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogsdal hefur verið sett upp, veltiskilti með auglýsingum við Hafnarfjarðarveg. Skiltið er í eigu íþróttafélagsins og sett upp í fjáröflunarskyni. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra, höfðu umferðarnefnd, umhverfisnefnd, skipu- lagsnefnd og loks bæjarráð og bæjarstjórn fjallað um hvort leyfa ætti að setja skiltið upp, áður en heimild til þess var veitt. Sigurður sagði, að reglur um auglýsingaskilti í Kópavogi væru mjög strangar. Allar umsóknir um uppsetningu þeirra væru ræddar innan nefnda bæjarins áður en bæjarstjórn heimilaði uppsetnigu þeirra. Nefndi hann sem dæmi að fyrirtæki við Nýbýlaveg hefðu ósk- að eftir heimild til að setja upp auglýsingar við umferðareyju á Nýbýlavegi en það hefði enn ekki fengist samþykkt. „Við höfum verið afskaplega varkárir," sagði hann. Breiðablik fékk heimild til að setja þetta skilti upp og var umsókn þeirra lengi til umræðu í nefndun- um.“ Leyfið er veitt á þeirri forsendu að um fjáröflun íþróttafélagsins væri að ræða. „Það er ekki mikið um að sótt sé um leyfi til að setja upp svona skilti og ég sé ekki fyrir mér neinn aðila sem mun sækja um slík á næstunni,“ sagði Sigurður. „Það væri helst í tengslum við íþróttahúsið sem slíkt gæti komið upp.“ ÁRNAÐ HEILLA Ljósmynd/Ljósmyndarinn - Jóhannes Long HJÓNABAND. Þetta eru brúð- hjónin Margrét Jónsdóttir og Gian- carlo Mellana. Þau voru gefin sam- an í hjónaband í Fella- og Hóla- kirkju 4. janúar sl. Prestur var séra Guðmundur Karl Ágústsson. Heim- iii þeirra er í Genova, Italíu. Ljósmynd: Ljósmyndarinn-Jóhannos Long. Hjónaband. Gefin voru saman í Hallgrímskirkju 25. febrúar sl. Kristinn Helgason og Eva Mjöll Ingólfsdóttir. Prestur var sr. Karl Sigurbjörnsson. Þau eru búsett í Nairobi. Ljósmynd/Ljósmyndarinn - Jóhannes Long HJÓNABAND. Þetta em brúð- hjónin Elísabet Valdimarsdóttir og Olafur Guðmundsson. Þau voru gefin saman í Bessastaðakirkju 4. janúar sl. Prestur var séra Valgeir Astráðsson. Heimili þeirra er í Skaftahlíð 10, Reykjavík. Ljósmynd: Ljósmyndarinn-Jóhannes Long. Hjónaband. Gefin voru saman í Bústaðakirkju 1. febrúar sl. Guð- mundur Jónsson og Bryndís Jóns- dóttir. Prestur var sr. Ólafur Skúla- son. Heimili þeirra er á Hringbraut 37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.