Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ATVffilftlA/BAÐ/SMÁ 23. FEBRÚAR 1992
Hjúkrunarfrædingar
Viljum ráða hjúkrunarfræðinga til starfa nú
þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar veita Þuríður og Erla í símum
50281 og 50051 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Smíði úr ryðfríu
stáli
Okkur vantar starfsfólk vant smíði úr ryðfríu
stáli.
Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 641750.
Traust verksmiðja hf.,
Hafnarbraut 21 -23,
Kópavogi.
Matreiðslumaður
óskast til starfa á veitingahúsið Geysir í
Oslo. Þarf að geta hafið störf fljótlega.
Upplýsingar í síma 9047-02-360156.
Gissur.
|Jj^
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp-
eldismenntun óskast til starfa á neðan-
greinda leikskóla:
Hlíðarborg v/Eskihlíð, s. 20096.
Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik-
skólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Fjármálastjóri
Óskum að ráða í stöðu fjármálastjóra hjá
einu af stærstu og traustustu fyrirtækjum
landsins. Fyrirtækið er í Reykjavík.
Starfssvið fjármálastjóra: Dagleg fjár-
magnsstýring. Gerð rekstrar- og greiðsluá-
ætlana. Kostnaðareftirlit. Yfirumsjón og
stjórnun bókhaldsvinnslu. Ábyrgð á ársupp-
gjöri og gerð ársreiknings. Úrvinnsla ýmissa
upplýsinga úr bókhaldi og skýrslugerð. Yfir-
umsjón með innheimtu. Fjármálastjóri er
ábyrgur gagnvart framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins.
Við leitum að manni með viðskipta-, hag-
fræðimenntun og með a.m.k. 3-5 ára starfs-
reynslu. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði
og lifandi áhuga á fyrirtækjarekstri.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem algjört trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merkt-
ar: „Fjármálastjóri 69“ fyrir 29. febrúar nk.
Hagvai — CC-1 igurhf
Skeifunni 19 Reykjavík [ Sími 81366Ó Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Viðskiptafræðingur
hagfræðingur/lögg.endurskoðandi
Fjárhagslega sterk fyrirtæki sem eiga eigna-
hlut í mörgum fyrirtækjum m.a. í sjávarút-
* vegi og eru sífellt að kanna nýja fjárfestinga-
möguleika óska að ráða viðskiptafræðing,
hagfræðing eða löggiltan endurskoðanda
til starfa.
Starfið er laust strax en hægt er að bíða
eftir réttum aðila.
Starfið felst í „að taka út fyrirtæki" og
meta framtíðarmöguleika þeirra og arð-
semi til lengri tíma. Algjört skilyrði er þekk-
ing á rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ákveðni og öryggi í framkomu er nauðsynleg.
Góð laun eru í boði enda ábyrgðamikið
starf.
Allar umsóknir og fyrirspurnir trúnarðarmál.
Umsóknarfrestur til 1. mars.
QjðníIónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐNl NCARÞJÓN LISTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Verk-, tölvunar- eða
viðskiptafræðingur
óskast til að sinna kennslu, ráðgjöf, sölu
námskeiða og stjórnun tölvuskóla okkar.
Fyrirtækið stendur á mjög traustum grunni
og hefur vaxið jafnt og þétt á þeim sex árum
sem það hefur starfað. Kennt er í tveimur
stofum, PC og Macintosh.
Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu á
eða geta tileinkað sér fljótt:
• Macintosh
• Word og Excel
• PageMaker
• FileMaker
• Windows og netumhverfi
Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með
að umgangast fólk, hefur gaman af að kenna
og á auðvelt með að tjá sig í rituðu máli.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðístofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegí 16*stofnuð 1. mars 1986
Grensásvegi 16.
Sölufulítrúi
Óskum að ráða sölufulltrúa til starfa hjá
heildverslun í Reykjavík. Fyrirtækið selur efni
til steypu- og múrviðgerða. Fyrirtækið er í
eigu traustra aðila.
Starfssvið sölustjóra: Dagleg stjórnun,
skipulagning og framkvæmd sölu. Kynning
vöru og þjónustu m.a. til verkfræði- og arki-
tektastofa og byggingaraðila.
Við leitum að manni með reynslu af sjálf-
stæðum og skipulögðum vinnubrögðum.
Þekking á sölu- og markaðsmálum æskileg.
Tæknileg þekking og þekking á byggingariðn-
aði nauðsynleg. Möguleiki á frekari ábyrgð
og starfsframa 1nnan fyrirtækisins fyrir réttan
mann.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merkt-
ar: „Sölufulltrúi 63“ fyrir 29. febrúar nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Efnaverkfræðingur
42 ára efnaverkfræðingur óskar eftir 1/2
dags starfi. Reynsla við störf á rannsóknar-
stofnunum 2 ár, kennslu (menntaskóla og
háskólastig) 8 ár og stjórnsýslu í 6 ár.
Mikil málakunnátta.
Svör sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „E -
100“.
Skósmiður
Óskum að ráða skósmíðameistara/svein til
starfa hjá verslunarfyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið: Innkaup, afgreiðsla og viðgerðir
á skófatnaði.
Við leitum að drífandi og áhugasömum
manni á aldrinum 25-35 ára. Nauðsynlegt
að viðkomandi geti hafið störf 2. mars nk.
Kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli
nauðsynleg.
Öflugt fyrirtæki. Ný þjónusta. Starfið hefst
með sex vikna námskeiði erlendis.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merkt-
ar: „Drífandi skósmiður11 fyrir 26. febrúar nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Starf að
markaðsmálum
Traust og rótgróið fyrirtæki í Reykjavík ósk-
ar eftir að ráða starfsmann til að vinna að
markaðsmálum.
Starfið felst í markaðssetningu á hátækni-
vörum og þjónustu þeim tengdum.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi
víðtæka reynslu af sölu- og markaðsstörfum.
Viðskipta- eða sambærileg menntun æski-
leg, þó ekki skilyrði.
Áhersla er lögð á stjórnunar- og skipulags-
hæfileika ásamt lipurð í mannlegum sam-
skiptum.
Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar
1992.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsinar á
skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Starfsmaður
í pressudeild
Okkur vantar vanan starfsmann í pressu-
deild okkar. Þarf einnig að geta starfað við
frágang o.fl. Þarf að geta byrjað strax eða
mjög fljótlega.
Upplýsingar gefur verkstjóri, Þórdís Haralds-
dóttir í síma 45287.
S Ó L I N
GEFJUN
SAUMASTOFA
Nýbýlavegi 4.