Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
37
Kontrapunktakeppnin í Sjónvarpinu:
Erum venjulegir gaukar
sem höfum gaman af tónlist
ÍSLENDINGAR taka nú öðru sinni þátt í tónlistarkeppninni
Kontrapunkti, sem fram fer milli Norðurlandanna og snýst um
að svara spurningum um allt mögulegt varðandi sígiida tónlist.
í dag verður fjórði þátturinn sendur út og keppa Norðmenn við
Dani. Að viku liðinni keppa svo íslendingar við Finna. í íslenska
liðinu eru Gylfi Baldursson, Ríkarður Örn Pálsson og Valdemar
Pálsson, þeir sömu og kepptu fyrir íslands hönd fyrir tveimur
árum þegar keppnin var haldin síðast. Þættirnir eru að þessu
sinni teknir upp í Danmörku og hafa tíu þættir þegar verið tekn-
ir upp. í dagblaðinu Jyllands-Posten kemur fram að þáttur kvenna
sé heldur meiri en áður, enda hafi það verið ákvörðun sljórnend-
anna, að frá hverju landi skyldi verða a.m.k. ein kona. Hins veg-
ar er lið íslands og Finnlands eingöngu skipað karlmönnum og
því var Gylfi Baldursson spurður hverju þetta sætti.
„Við höfum heyrt þessu fleygt,
en engar beinar fyrirskipanir hafa
komið fram, enda sjáum við enga
rökhugsun þarna á bak við,“ sagði
Gylfi. „Okkur finnst þetta ekkert
koma því við, hvernig fólk er í
laginu. Þetta er spurning um að
geta eitthvað umfram aðra á ein-
hveiju ákveðnu sviði og það kem-
ur kyni ekkert við. Það er jafn
mikil móðgun við kvenfólkið að
hafa einungis eina konu. Þegar
þetta kom upp skaut Valdemar
þeirri athugasemd að mér, að ég
ætti að fara fram á að hafa að
minnsta kosti einn mann í hjóla-
stól í hveiju liði, þannig að jafn-
ræði væri með öllum,“ bætti hann
við kíminn á svip. „Og nú eru
komnar tvær konur í danska liðið
og samkvæmt því ættu karlarnir
að vera farnir í fýlu!“
Atvinnumenn í hinum
liðunum
Gylgi segir að keppendumir frá
hinum Norðurlöndunum séu allir
atvinnumenn. að er búið „Það er
búið allt öðru vísi að því fólki en
okkur. Það kom meðal annars
fram í því, að öll liðin voru með
aðstoðarmenn með sér, sem sáu
um ýmsa hluti og voru stuðnings-
menn liðanna. Hjá Norðmönnun-
um er þetta orðið svo mikið kapps-
mál, að þeir vom að koma beint
úr tíu daga æfíngabúðum frá
Kanaríeyjum, þannig að þeir voru
bæðir úthvfldir og' mettaðir af
fróðleik. Við Islendingarnir erum
aftur á móti bara venjulegir gauk-
ar sem hlustum á tónlist okkur
til ánægju."
Gylfi segir að þegar Kontra-
punktur var fyrst sendur út fyrir
tveimur árum hafí þeir orðið
merkilega vinsælir. J'afnvel hafi
fólk sem ekkert fylgdist með sí-
gildri tónlist horft á þá. „Ég skal
ekkert segja hvers vegna, hvort
það er keppnisformið — eða hvort
við erum svona skrýtnir,“ bætir
hann við hlæjandi. „Þegar okkur
var boðið að taka þátt í keppninni
aftur var okkur sagt, af forráða-
mönnum Sjónvarpsins að það
stæði til að senda þættina út á
sunnudagskvöldum, meðal annars
vegna þeirra undirtekta sem þeir
hlutu á sínum tíma. Þetta básún-
uðum við út á blaðamannafundum
og í hvert skipti sem liðið var
kynnt í salnum var sagt frá því
að Islendingar væru svo menning-
arlega sinnaðir að það stæði til
að senda þættina út á góðum
tíma. Þetta vakti að vonum mikla
eftirtekt. En þegar við komum
heim þá var búið að breyta áfor-
munum um útsendingartíma og
þættirnir eru sendir út eftir há-
degi á sunnudögum, þ.e.a.s. á
þeim tíma þegar fólk er gjaman
„Norðmenn voru að
koma beint úr tíu daga
æfingabúðum frá Kan-
aríeyjum, þannig að
þeir voru bæðir úthvíld-
ir og mettaðir af fróð-
leik.“
að sinna áhugamálum sínum og
tómstundum.
Okkur þykir auðvitað ákaflega
leiðinlegt að hafa gert okkur að
fíflum þama úti með því að segja
frá þessum útsendingartíma, sem
gert var ráð fyrir, en ekkert varð
úr. Þegar við höfðum orð á þessu
við dagskrárstjórn var gefið í skyn
að það hefði verið frumhlaup hjá
okkur að segja frá þessu, því dag-
skrá sem þessi „passaði ekki inn
í sunnudagsrammann“, hvað svo
sem það þýðir.“
Úrslitaorrustan
Úrslitaorrustan fer fram í Dan-
mörku í apríl næstkomandi, en
ekki er ljóst hvernig verður ná-
kvæmlega staðið að undanúrslit-
um. „Mér skilst að heildarstigin
sem við höfum fengið fyrir ^llar
spurningarnar verði lögð saman,“
segir Gylfi. „Þannig að sú þjóð
sem verður með mestan stiga-
fjölda eftir þessar tíu umferðir
verður sjálfkrafa komin í úrslitin.
Hinar fjórar þjóðirnar verða síðan
að keppa um það hver fer í loka-
slaginn."
— Hvernig kom til að þið vomð
upphaflega valdir í þessa keppni?
„Það fór fram tónlistarkeppni
í útvarpinu einn veturinn, sem var
eiginlega forleikurinn að sjón-
varpsþáttunum. Við þrír stóðum
okkur skást og þess vegna fómm
við í Kontrapunktakeppnina.“
Gylfi segir að harðbannað sé
að tala um úrslitin og þegar hann
er spurður að því, hvort íslenska
liðið sé framarlega eða hvort þeir
þurfi að skammast sín fyrir úrslit-
in, svarar hann dræmt: „Ja, við
ættum það kannski," en bætir svo
við: „Nei, nei, við réttlætum alltaf
frammistöðuna með því hvað við
erum miklir „amatörar“, það er
okkar sjálfsvörn," segir þessi kím-
inleiti maður, sem tekur sjálfan
sig greinilega ekki of hátíðlega.
- K 11 0 T r f a ii 1 A 11 11 A <i A n -
30 APRÍL j -mtmmmsmsmwe 28 MAI 4 JÚNÍ 11 JÚNÍ
18 JÚNÍ 25 JÚNÍ \ /1 ; %,r 'f; 2 JÚLÍ 0 JÚLÍ 10 JÚLÍ
«<) JÚLÍ 30 JÚLÍ át&P ! 0 ÁGÚST 13 ÁGÚST 20 ÁGÚST
27 JÚLÍ Jfjljjp*'' . i 3 SEPT. 10 SEPT. 17 SEPT. 24 SEPT.
Hvítar strndur
á sólríksta stað Spánar
m m m
2 VIKUR, 2 IIBUÐ
46.360-
SKATTAR OG GJÖLD
KR 3.450.- PR MANN
‘Miðaöa við gengi 8 janúar '92
FEROASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16, sími 62 14 90